Ísland - 12.03.1899, Page 3

Ísland - 12.03.1899, Page 3
ÍSLAND. 19 Nokkur orð um sjáyarútveg og skipagjörð. Eptir Bjarna Þorkelsson. (Niðurl.). Geta má og þess, að það kemur þráfaldlega fyrir, að mönnum er bægt frá þvi, að geta eign- ast þilskip með því, að öll hin smærri skip verða eigi byggð hjer á landi. Það leiðir af sjálfu sjer, að það er opt talsverðum erfiðleikum bundið, að kaupa þilskip erlondis; bæðí reynast skipin mjög misjafnlega, hvað fúa og slit snertir, og svo getur verið óþægilegt að ná í þau með hent- ugri stærð og heppilegu lagi. Einnig er mjög torvelt að fá skip með hentugri sundurskipt- ing undir þiljum til þess, að margir menn, eins og venjulega eru á fiskiskipum, geti haft þar við- unandi íbúð í þeim. En á þessu öllu væri auð- ráðin bót með því að menn að minnsta kosti smíðuðu hin smærri þilskip hjer á landi. Auðvitað væri æskilegast að öll þilskip, sem höfð eru til fiski- veiða hjer við land, stór og smá, væru smíðuð hjer á landi. — Vera mætti, að þilskip, sem hjer á landi væru smíðuð, yrðu, einkum fyrst, nokkru dýrari en hin aðkeyptu, en menn vita þá líka hversu vel er til þeirra vand^ð, og hve traust þau eru, en allopt mun eigi vera auðið að vita um hinn sanna traust- leika sumra hinna aðkoyptu skipa, enda mun eigi laust við, að sum þeirra sjeu eins og „grafir Glyð- inga“, fögur á að líta, en fúin hið innra. Eptir því sem sagt hafa mjer skilríkir og áreið- anlegir Norðmenn, sem kunnugir eru skipaflutn- ing hingað til landsins, þá mun láta sem næst, að það kosti allt að 500 kr, að koma skipum frá Noregi hingað til íslands; en jafnframt hafa þeir sagt mjer, að flutningsgjald (fragt) undir allt efni í þilskip, sem væri að stærð um 30 smáiestir, mundi ekki ná þe3sari upphæð. Það hlýtur því að virðast í fyllsta raáta æski- legt, að hlynna rækilega að því, að þessi iðn, þil- skipasmíði, yrði sem fyrst innleidd í landinu, því engum dylst, að heppilegra er og afíarasælla, að það fje, sem varið er til þilskipakaupa, lenti á þann liátt í landinu sjálfu, að innlendir búsettir mennnytu þess með því, að vinna að smíði skipanna. Það má virðast ærið nógu þungbært fyrir oss, að verða að kaupa frá öðrum löndum efui í hvern hlut, sem vjer verðum að smíða, þó ekki kaupum vjer einnig smíðið frá öðrum löndum. Það munu allir góðir menn og nýtir telja lands vors mestu framför að sem mestur iðnaður sje framleiddur í landinu, og jeg fæ eigi skilið hvaða iðnað oss varð- ar meira að efla og framleiða en einmitt þann, er snertir annan okkar mest varðandi atvinnuveg, eða með öðrum orðum, þann iðnað, er annar mest- varðandi atvinnuvegur landsins hvílir á að mestu leyti í framtíðinni. Ex umbra ad astra! Eptir Ouðm. Ouðmundsson. III. Heima. Þegar ljósið logar á skrifborðinu mínu og gluggatjöldin eru felld niður, — þegar logn er úti og hjarn, — þegar ljett skóhljóð heyrist inn til mín utan af götunni, — þá sit jeg þegjandi við borðið, aleinn, styð hönd undir kinn og þrýsti hnúunum fast að kinnvöðvunum; — jeg sit og hugsa ósjálfrátt til þín. Jeg hugsa um, hvort þetta muni nú geta verið fótatakið þitt, — ljetta fótatakið, sem jeg man svo glöggt eptir, síðan við gengum forðum í klett- unum. Og þó jeg þykist þess fullviss, að þú sjert ekki að ganga fyrir utan gluggana mína, vekur þó endurminningin um fótatakið þitt, sem vaknar við skóhljóð veru, sem jeg þekki ekki, sje ekki Ijúfar tilfinningar í brjósti mjer. Það er heldur alls ekki loku fyrir það skotið, að þú getir verið það, sem gengur fyrir utan gluggana mína; — því skyldir þú síður geta átt þar einhvern tíma leið um en annarstaðar í þessu litla þorpi ? ---------En þótt þú aldrei eigir leið um mína vegu eða nærri þeim, bið jeg guð á hverju kvöldi að vernda þig á vegunum þínum. Og þegar sólin er sigin og stjörnurnar dotta í náttskýjarofunum, bið jeg hann að rjetta þjer hönd og styðja þig á hálkunni, — bið hann að lýsa þjer! Jeg veit, að þú ert fim á fótum og fallhætt er þjer ekki, — en gatan er hál, og hver skyldi þá betur styðja þig? — En jeg skil það ekki ljóslega sjálfur, hvers vegna jeg bið guð að gæta einmitt þín, — jeg gleymi svo opt að biðja fyrir öðrum, sem mjer sýnast skyldari, en fyrir þjer bið jeg ósjálfrátt, jeg get ekki annað! —----------—----------------- Og nú sit jeg og skrifa, sendi við og við, hægt og hægt, ljósan reykjarmökk úr tyrknesku pípunni minni út í loptið. Jeg legg frá mjer pennann, hætti að skrifa, halla mjer aptur á bak á stólnum, legg pípuslöng- una á borðið, gríp eins fast og jeg get í stólbrík- urnar báðum höndum og segi við sjálfan mig hálf- hræddur í lágum hljóðum : „Hvað ortu að hugsa, maður? Er þig að dreyma, eða ertu að verða vitskertur? — Þú elsk------------- --------------------?--------------Eða hvað?“ — „Nei, jeg er með öllum mjalla, en tilfinning- um mínum, þeim botna jeg ekkert í!“ — Og jeg reyki og reyki; kafið verður þjettara, þjettara, fyllir stofuna bláhvítum bólstralögum“. Fyrir hugsjón minni verður að eins ein mynd glögg: myndin þín ! Þættir um íslenzkar bókmenntir. Skáldakvæðin. (Framh.). Hið eiufaldasta, sem útheimtist til kveðskap arins, er orðafjöldinn. Hann fengu fornskáldin með því að kalla einn hlut mörgum nöfnum, t. d. kon- unginn hilmi, gylfa, jöfur, sjóla o. s. frv. Þessi nöfn komu ekki fyrir í daglegu tali og voru sum forn- konungaheiti. Menn voru kallaðir: greppar, rekk- ar, skatnar, gotnar o. s. frv. En rekkar var i fyrstu nafn á sveit þeirri, er fylgdi Hálfi konungi, segir Suorri Sturluson, en Gotnar á þeim, er fylgdu Gota konungi. Konan var nefnd: víf, fljóð, sprund, drós o. s. frv. Ea víf merkti áður: gipt kona, en sprund voru kallaðar skrautgjarnar konur. Þetta sýnir, að skáldin grófu upp fornyrði og notuðu fá- tíð og úrelt orð. Það hefur og þótt vel við eiga, að nefna konunga með nafni frægra fornkonunga, og hirðmenn munu ekkert hafa haft á móti því, að þeir væru nefudir með uafni Hálfsrekka, nje konur almennt að kallast sprund, er þær heyrðu, að það hefði áður þýtt skartkona. Jörðin var kölluð fold og hauður, sjórinn mar og ver. Nú þekkja menn uppruna fæstra þessara orða. Jörð er og kölluð grund, en sær vogur, en grund er viss hluti jarð- ar, en vogur sævar. Þá mynduðu skáldin einnig ný heiti. Sólin heitir sanna (sú, sem er í suðri) og röðull (sá, sem roðar). Himininn heitir víðfeðm- ir (sá, sem hefir víðan faðm) og víðbláinn (af því hann er víður og blár). Báran heitir himinglæfa (sú, sem hefur rautt hár, en það hefur báran, er sól glitar haf á kveldi og morgni). Hrafninn heitir árflognir (sá, sem snemraa er á ferli) og borgin- móði (sá sem byrgir eða geymir margt í huga) o. s. frv. Þessi heit eru upphaflega lýsingar. Báru- heitið blóðughadda er Iýsing á bárunni í vissu á- sigkomulagi, þ. e. þegar sól skín á hana frá hafs- brún, og er þá rangt og óskáldlegt að kalla bár- una þessu nafni, þegar öðruvísi stendur á. En þess konar vanbrúkun er þó eigi ótíð; menn gleyma, þegar frá líður, að í heitinu felst lýsing og nota það sem þurrt nafn. Þessum nýyrðamyndunum er það náskylt, sem kallað er kenningar, eða kennd heiti. Það er kenning, ef maðurinn erkallaður t. d. branda beitir, hringa runnur, vopna viður, eða konan hringa tróða, falda gná, spanga freyja o. s. frv. í stað þess að lýsa manninum og segja: sá, sem beitir brandi, sá brandi beitandi, þ. e. hinn vígfúsi eða vopndjarfi, felur skáldið lýsinguna í heitinu sjálfu, líkt og nafnið röðull lýsir þeim eig- inleika sólarinnar, að hún roðar. í stað þess að segja: Sá, sem ber hringa, hinn hringberandi eða hringum skreytti, felst nú lýsingin í heitinu einu, en hjer er tekin líking til hjálpar og manninum líkt við runn. Hugsunin er, að hringarnir skarti á honum sem lauf á runni. í stað þess að lýsa konunni svo: Hún ber (gull)spangir eins og (gyð- jan) Freyja, felst nú lýsingin í kenningunni spanga- freyja. Kenningar eru óþrjótandi í skáldamálinu, því það var eitt af aðalatriðum skáldskaparins að mynda nýjar og nýjar kenningar. Vindur heitír sveiga sveigir og viða vargur; orusta heitir vopna senna og örva hregg; blóð heitir benjalá, sverð sáravöndur o. s. frv. Þau heiti, sem tekin eru úr goðasögunum, eru líkanefndkenningar, þótt þau sjeu annars eðlis. Him- ininn mátti kalIaÝmis haus, jörðina hold Ýmis og sæinn blóð hans, því af þessu voru þau, hvert um sig, gjörð í upphafi. En Ýmir var jötun og má nú setja fyrir heiti hans hvert annað jötunsheiti og kalla svo hirain t. d. Hrímnis haus, sæinn Björg- ólfs blóð, því Hrímnir og Björgólfur hjetu jötnar. Stjörnurnar heita Þjassa augu eða Iða augu, því stjörnurnar voru skaptar úr augum Þjassa jötuns. Sæguðinn heitir í goðasögnum Ægir og má kalla sæ nafni hans. Höll Ægis er lýst með gulli; því heit ir það ægis eldur. öull heitir og Freyju tár og Fróða mjöl samkvæmt gömlum sögnum, og svo eru til orðin mörg heiti í skáldamálinu, en þau eru annars eðlis en kenningarnar. Hin einfaldasta lýsing er t. d.: sóiin er björt, blóðið er rautt, ísinn er kaldur, eldurinn er heitur, o. s. frv. En skáldin hafa bæði fyr og síðar reynt að leita upp sem flesta eiginlegleika hjá því, sem þau lýsa. Svo er hjörturinn, sem þótti fegurt dýr, t. d. kallaður í skáldskapnum hábeinn, hyrndur, fljótur, fimur. Þá má líka lýsa hlutnum með því, að bera hann saman við annan hlut, sem líka hef- ur þann eiginlegleika, sem lýsa á. Þá er sagt t. d.: björtsem sólin, hvít sem mjöll, rauður sem blóð, heitur sem eldur, kaldur sem ís, ragur sem geit, fljótur sem valur o. s. frv. Þetta eru einföldustu líkingar og koma þráfaldlega fyrir í daglegri ræðu. En í stað þess að segja: björt sem sólin, má nú fela lýsinguna í einu orði og segja sólbjört, svo og mjallhvít, blóðrauður, eldheitur, gcitragur, val- fljótur. Á þennan hátt myndast fjöldi lýsingar- orða, og mætti kalía þau kennd lýsingarorð. Til að skreyta lýsinguna t. d. á hirtinum og gjöra hana áhrifameiri má uú kalla hann örsnaran, eik- hyrndan o. s. frv. í stað þess að segja t. d.: íárin renna eins og regn eða skúr, má fela líkinguna í einu orði og segja: Táraskúrin rennur. Þetta má kalla nafn- breyting. En í staðinn fyrir táraskúr má nú eins segja hvarmaskúr, en það er kenning. Tárunum er hjer fyrst líkt við skúr; það er einföld líking. Síðan eru þau nefnd nafni skúrarinnar; það er nafnbreyting. Síðast er táraskúrin kennd við hvarminn, en það er kenning. Lýsingin: tárin renna eins og skúr niður af hvörmunum, verður hjá fornnorræuu skáldunum: hvarmaskúrin rennur. Ef bæta skyldi nú enn hjor inn í nánari lýsing, t. d. kalla tárin heit, þá verður það ekki blátt á- fram: heit hvarmaskúr rann, heldur getur skáld- ið enn fellt þessa lýsingu inn í kenninguna og sagt: hvarma hlýskúrin, eða hlýskúr hvarmanna rann. Enn má nú líkja hvörmunum eða augunum við eitthvað annað, og mynda svo nýja kenníng. Listin er þá, að láta þá líking enn fulíkomna og fegra lýsinguna, eða myndina, svo að hvarminum, eða hverju því, er lýsa á, að skúrin falli frá, sje líkt við t. d. himin, lopt eða ský, því þaðan falla regnskúrarnir. Á þennan hátt má reka kenning- arnar lengra og lengra og gjöra þær flóknari og flóknari. En vandinn er í því fólginu, og fegurð kenningarinnar, að líkiugaruar sjeu í fullu sam- ræmi hver við aðra. Þegar skipið er t. d. kallað hrannajór eða flæðafákur, og því gefið heiti hests- ins, þá verður að lýsa ferð þess svo, að það renni eða skeiði t. d. ránarvöll eða öldugrund; sje því líkt við orm, þá á að lýsa feið þess svo, að það skríði, eins og Sigurður blindi kvað:

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.