Ísland - 19.03.1899, Page 4

Ísland - 19.03.1899, Page 4
24 ÍSLANID’. konungi. Eiríkur varð eíðar konnngnr í Norð- imbralandi. Þar braut Egill skip sitt, komst á konungs vald og mundi þegar drepinn. En Arin- björn fjekk þá talið hann á, að kveða drápu um Eirík konung; kvað Egill hana á einni nótt og fjekk höfuð sitt að kvæðalaunum. Sú drápa heitir Höfuðlausn. í öðru höfuðkvæði sínu, Arinbjarnar- drápu, sem Egill orti um Arinbjörn vin sinn, hefur hann minnst á þennan atburð: Yara það tnnglskin tryggt að Ixta, nje ðgnlaust nm EiríkB brá, þá er ormfránn ennimáni skein alvalds ægigeislum. Nje hamfagurt höldum þðtti Bkáldfje mitt að Bkata húsum, þá er úlfgrátt við Yggjar miði hatt&rstaup að hilmi þág. Þriðja höfuðkvæði Egils er Sonartorrek og er það frægast, en það orti hann eptir Böðvar son sinn, sem hann misti ungan. Síðari helming æfi sinnar bjó Egill á Borg og var höfðingi í hjeraði. Egill er einkennilegt skáld, svo sem hann er einkennilegur maður. Hann myndar góðar og skarphugsaðar kenningar, en er víða myrkur og torskilinn. Sonartorrek er íbarðarmikið, en Höfuð- lausn er hljómfagurt kvæði og snjallort. Þess get- nr í sögu Egils, að hann hefði gaman að ræða um kveðskap. Hann er höfuðskáld 10 aldar og telur Snorri Sturluson hann fyrirmyndarskáld. Egill var aldrei hirðskáld. Glúmur Geirason er fyrstur íslenzkra manna hirðskáld. Hann var ættaður frá Geirastöðum við Mývatn, en fluttist ungur með föður sínum til Yestfjarða. Hann orti um Eirík blóðöx og Harald gráfeld og var lengi með hinnm síðar- nefnda. Kórmákur Ögmundssoon (935—970) er kunn- astur fyrir ástakvæði sín til Steingerðar Þorkels- dóttur. Þau eru geymd í sögu hans og er hún rituð sem urogjörð um kvæðin. K. var fæddur á Melum í Miðfirði. Steingerður var gefin Hólm- göngu-Bersa, því ekki vildi Kórmákur giftast henni. En ekki ljet hann af dáleikum við hana þótt hún giftist og sökum þess gekk hann á hólm við Bersa og varð særður. Síðan fór K. utan og var með Sigurði jarli Hákonarsoni og síðar Haraldi grá- feldi. Kom svo út aptur, var hjer tvo vetur og tók þá aptur að fifla Steingerði, en hún hafði skilið við Bersa og var þá gipt öðrum. Síðar hitti K. þau Steingerði í Noregi og bjargaði henni þá frá víkingum og bað bóndi hennar hana þá fylgja K., en hún vildi ekki. Kórmákur er mest ástaskáld í fornöld. Hann var reikull í skapi og eiaginn staðfestumaður, ó- eyrinn og sást lítt fyrir. Hann er skáld gott, eigi jafn stórskorinn og djúphyggin sem Egill, en hug- myndaríkur og orðhagur, tilfinningamaður, en jafn- framt glettinn og níðskældinn. Einar Sklálaglamm. Hann er ættaður aí vest- urlandi ogjvar bróðir Ósvífurs föður Guðrúnar. Hann er fæddur nál. miðri 10. öld og er laungum í ferð- um, ýmist erlendis eða heima. Hann var með Há- koni jarli í Jómsvíkingabardaga. Þá hafði hann ort „Velleklu" um jarl, en hún er aðalkvæði Einars. Jarl neitaði að hlýða á kvæðið og ætlaði Einar þá að ganga í flokk óvina hans. En þá mýkti jarl skap sitt og gaf E. silfurskálar að kvæðalaunum; fjekk hann af þeim nafnið. Einar er Iipurt skáld og og smekkvís, en eingan sjerkennileik hefur kveð- skapur hans. Hann drukknaði á Breiðafirði c. 990. ________ (Framh.). Atvinnufjelög í Reykjavík. sekta renna til uppljóstursmanns, en helmingur í fjelagssjóð. Nokkrar undantekningar hafa þó fje- lagsmenn gjört frá reglunni, svo að sá skósmiður, sem vinnustofu hefur haft hjer í bænum í 11—20 ár, má hafa 15 fasta nafngreinda viðskiptamenn í reikningi, þeir, sem vinnustofu hafa haft í 5— 10 ár, 10 fasta viðskiftamenn, en þeir, sem ekki hafa haft hjer vinnustofu í 5 ár, ekki fleiri en 5. Öðrum en þessum nafngreindu mönnum má eng- inn skósmiður gefa lengri gjaldfrest en 2 mánuði og eru skósmiðir skyldir að lýsa yfir nöfnum þeirra manna, sem ekki standa í skilum, á næsta fundi fjelagsins, eftir að þeir hafa orðið fyrir van- skilunnm. Brot gegn samþykktinni skulu lögð fyrir gjörðardóm þriggja manna, sem fjelagið vel- ur í hvert skipti þegar við þarf. Ekki hefur þess heyrst getið, að nokkur hafi rofið samtökin. í hittifyrra stofnuðu prentarar hjer í bænum at- vinnufjelag, eins og áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu. Nú á það fjelag sjúkrasjóð, sem orðinn er á 8. hundrað króna og fá fjelagsmenn þaðan styrk þegar sjúkdómar hamla þeim frá vinnu. Einnig er nú í ráði, að fjelagið myndi annan sjóð til styrktar fjelagsmönnum, þegar þeir verða fyrir tjóni af atvinnuskorti, sem opt getur komið fyrir lengri eða skemmri tíma. Nú er fjelagið að semja taxta um kaupgjald prentara, bæði fyrir þá, sem vinna fyrir fastákveðið vikukaup og líka fyrir „akkorðs“-setjara. Einnig hafa fjelagsmenn gjört með sjer samning um, að vinna ekki í þeirri prent- smiðjn, sem prentiðnarnemar eru fleiri í en fjelagið hefur ákveðið, og er það i hlutfalli við fjölda full- numa prentara og setjara í hverri prentsmiðju. Fjelagið hofur nú samninganefnd og verða vinnu- veitendur hjer eptir að snúa sjer til hennar, þegar vinnukrapt vantar í prentsmiðjunum, og semja við hana. ____________ Þá hafa járnsmiðir gjört fjelag með sjer og er það eitt í samþykktum þeirra, að hætta vinnu kl. 8 á hverju kvöldi, en vinni nú einhver þeirra eptir þann tíma, er hann skyldur að taka fyrir vinnu sína 10°/o naeira þá en ella. Trjesmíðir eru einnig að mynda fjelag með sjer í sömu stefnu og þau, sem á er minnst hjer á undan. Reykjavík. — Á þriðjudaginn kom hingað gufuskipið „Barden“, flutningsskip frá H. EUefsen á Önund- arfirði á leið frá Noregi til Vesturlandsins og tók hjer um 40 verkamenn. Með skipinu var herra Sigfús Bjarnason konsúll á ísafirði. — Fjöldi botnverpinga er nú kominn hjer upp undir land, en sagt að þeir hafi í vor ekkert aflað hjer inni í flóanum. Margir þeirra hleyptu inn á Keflavíkurhöfn nú í vikunni undan óveðri. Haft var eptir einhverjum af þeim, að enskt botnvörpu- skip hefði farist fyrir Suðnrlandinu, en ekki þó áreiðanlegt, að sú fregn sje rjett. Þar á móti er það sannfrjett, að enskt fiskiskip strandaði nýlega undan Mýrdalnum; missti mann út, en hætti sjer of nærri landi til að reyna að bjarga honum og þó til ónýtis. Skipbrotsmennirnir eru að sögn á ieið suður hingað. Komu seint í gærkvöldi. — Lausn frá prestsskap hefur fengið sjera Vil- hjálmur Briem í Goðdölum sakir heilsubrests. — Brauðið er metið 770 kr. og veitist frá næstu fardögum; umsóknarfrestur til 10. apríl. — Kvennablaðið „Framsókn“, sem gefið hefur verið út á Seyðisfirði, hafa þær nú keypt frú Jarðþrúður Jónsdóttir, kona Hannesar ritstjóra Þorsteinssonar, og frk. Ólafía Jóhannsdóttir, og kemur „Framsókn“ nú út hjer í Reykjavík og verð- ur þá sjálfsagt höfuðmálgagn íslenzku kvennþjóðar- innar. — „Laura“ kom hingað í gærmorgun frá út- löndum og með henni 20—30 farþegar. Þar á meðal frá Khöfn: Jón Jónsson sagnfræðingur frá Ráðagerði, Jón Þorkelsson stud. jur. frá Reyni- völlum (ætlar að lesa heima undir síðari hluta lagaprófs), Baldarnir tveir, sem hjer voru við byggingar í fyrra, Magnús Magnússon skipstjóri, Benedikt kaupm. Þórarinsson, Páll Torfason frá Flateyri og Einar Helgason garðyrkjufræðingur. Frá Englandi: Ólafur H. Benediktsson og Oddur Sigurðsson vjelafræðicgur. Frá Vestmannaeyjum: Magnús sýslumaður Jónsson. — Frá löndum ytra eru engar fregnir sagðar markverðar, nema róstusamt mjög kvað nú vera í íslenzka stúdentafjelaginu í Khöfn. Það kvað vera þeir dr. Valtýr og Bogi Melsteð, sem enn heyja þar sína pólitísku burtreið, en annars hefur „ísland“ engar nánari fregnir fengið af þeirri við- ureign. — Tveggjablaðafjelagið, „Spyrðubandið“, sem nú er kallað, lætur ekkert til sín heyra síðan það var flengt með ritreglunum sínum nú fyrir skömmu, eins og alkunnugt er orðið. Formaður fjelagsins sagði í „Begravelsi“ „N. A.“, að alltaf væru að bætast menn í fjelagið, en þetta mun ekki vera sem allra sannast, að minnsta kosti ekki að því er snertir seyðfirzku ritstjórana. Þeir höfðu reyndar óskað upptöku í fjelagið, en fjelagið setti, roeð meiri hluta atkvæða, það skil- yrði, að þeir tækju upp rjettritun Blaðamannafjel. Nú hefur enn ekki getað fengist svar upp á það, hvort þeir vilji taka þeim kostum, og á blöðum þeirra hinum síðustu, er hingað hafa borist, er engin rjettritunarbreyting sýnileg. Það hlýturþví &ð vera ósatt, sem formaður fjelagsins segir um þetta mál, og meira að segja: haun hlýtur að segja þar ósatt móti betri vitund. Það er annars rjett að minnast á það opinber- lega, að málskúmar þessarar klíku hafa verlð að slá því fram, að þau hlunnindi fylgdu því, að kallast meðlimur í „Spyrðubandinu“, að þá, og því að eins, fengju blaðamenn ókeypis far í erindum blaðanna með skipum „hins sameinaða gufuskipa- fjelags11. En þetta er svo heimskulegt sem orðið getur. Hvernig ætti gufuskipafjelagið að binda slík hlnnnindi við fámenna klíku í Rvík? Sann- leikurinn er sá, að það hlýtur að veita öllum blaðamönnum þessi hlunnindi, sem um þau sækja, úr því að það veitir þau nokkruro. En ef Blm.- fjel., til að fjölga höfðatölu sinni, fer að safna í fjelagið ýmsum mönnum, sem ekkert eru við riðuir blaðamennsku, og lofar þeim ókeypis fari með gufuskipunum, þá er ekki ólíklegt, að íslenzkir blaðamenn missi skjótt þessi hlunnindi. — Það slis varð hjer við bryggjuna í gærdag, þar sem verið var að skipa upp úr „Laura“, að plaukastafli hrundi og lenti einn þeirra í höfuðið á 10 ára gömlum dreng; hann fjell strax í öngvit og dó litlu síðar. Náttúrusafnið er opið á sunnudögum kl. 2—3. (Ekki í illviðrum né ófærð). Menn eru beðnir að reykja ekki. Ben. Oröndal. Um nýárið í vetur mynduðu skósmiðir allir hjer í bænum fjelag til að vernda atvinuugreín sína. Það er einkum lánsverzlunin, sem verið hefur þeirri atvinnugrein til hnekkis undanfarandi og samtök skósmiðanna miða aðallega til þess, nú í byrjuninni, að koma í veg fyrir hana. Fjelags- menn mega engum lána, hvorki nýjan skófatnað nje aðgerðir á Bkófatnaði. Voru samtökin í byrj- uninni gjörð til eins árs og varðar sektum, ef upp- víst verður brot, 10 kr. í fyrsta sinn, 20 kr. í ann- að sinn og 50 kr. í þriðja sinn, og skal helmingur — Eptir flugufregnum af Austurlandi er sagt að prestskosning hafi fram farið á Hofi í Vopna- firði og sje þar kosinn sjera Geir Sæmundsson á Hjaltastað; hafði munað tveim atkvæðum á þeim sjera Sigurði á Útskálum. — Fundarsamþykktinni, sem gerð var í vor á hjeraðsfundinum í Hafnarfirði, þar sem var úr gildi numin fiskiveiðasamþykkt Suðurnesjamanna, var dæmd af amtmanni ónýt vegna formgalla, og stendur því samþykktin um netalagninguna enn þetta árið. Taliiö eptir. Hjá undirskrifuðum fæst ágæt og ódýr Ma- skínuolía. Jóliannes Jensson 2. Kirkjustræti 2. ,Gratu.lationsliort‘ og fleira er nýkomið í Þingholtsstr. 4 (afgreiðslu- stofa „Í8lands“.

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.