Ísland - 14.05.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 14.05.1899, Blaðsíða 2
34 ÍSLAND. „IjSJL.-A.JNTID" kemur út annanhvorn sunnudag. Verð ársfj. í Reykjavík 50 au., út um land 60 au. Ritstjóri: Porsteinn Gíslason, Laugaveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, Þingholtsstr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson cand. phii., Kirkjustræti 4. Prentað í Fjelagsprentsmiðjunni. Þessu næst mundi p á nndan t helzt hafa þótt standa í dyrum fyrir skólastafsetningunni, en án þess að telja hjer upp, það sem sú ritvenja hefur sjer til gildis, skal jeg að eins benda á, að af áður nefndum 50 rithöfundum eru það einir 9, er rita f á undan t, en sumir þó þar að eins, þar sem p er eigi í rótinni; þeir rita t. a. m. heypt, svipta, shipta; og af þessum 9 eru að eins 4, sem rita é. Af þessu þykir mjer mega ráða, að þessi þröskuldur á vegi skólastafsetningarinnar hefði getað orðinn yflrstiginn, og sama má vafalaust segja um h á undan t. Nýja reglan um z er aptur svo barnaleg, að það er hreinn óþarfi að eyða orðum að henni. Það er óhugsandi, að nokkrum hafi dottið í hug, að hún hafi verið sett til málamiðlunar eða sam- komulaga. Það er skringilegt, að nokkrum skuli hafa getað dottið hún í hug, og þá hitt eins, að nokkrir aðrir skyldu geta fallizt á hana, þar sem það lá svo í augum uppi, að láta s annaðhvort í friði, eða þá gjöra hana alveg útlæga. Það er vissulega samkomulagið, sem hefur hjálpað þess- ari z-reglu, en eigi hún, sem hefur bjargað sam- komulaginu. Að endingu verð jeg að láta í ljósi efa um það, að það sje rjett aðferð, að ætla á þennan hátt að hepta eðlilegan þroska og framfarir stafsetningar- innar, nema þá, ef svo hefði staðið á, að sýnn voði hefði búinn verið varðveizlu tungunnar ó- spiiltrar og fegurð hennar. En hver var voðinn? Hann var sá, að hin viðkunnanlega skólastafsetn- ing næði fullum yfirráðum; því að hún var beint á þeim vegi, þar sem langflestir rituðu með henni, og undantekningar því sem næst eigi teljandi aðr- ar en sú, að allmargir hafa haft skammstöfunina é fyrir je; en sennilega mundi og mun húnhverfa fyrir je, eins og skammstöfunin r fyrir ur, er nú er að mestu eða öllu horfln, þótt áður fylgdu henni allmargir. Og svo mikið er óhætt að full- yrða, að blaðamannafjelagið var eigi, sem eigi var heldur að vænta, fært um þann vanda, sem það hefur ráðizt í, og hefði verið betur, að það hefði fundið fjelagsskap sínum eitthvað þarfara að vinna, eitt- hvað, sem var við hæfi fjelagsins, eða þá heldur ekkert gjört, heldur en illt að gjöra, sem það hef- ur gjórt með þessu. Því að þótt nú hin nýja stafsetning gæti rutt úr vegi hinni tíðkuðu skóla- stafsetningu, sem þó vonandi er að hún geti eigi, og að nokkru leyti komið sjer að í hennar stað, þá munu undantekningarnar frá henni verða miklu fleiri, heldur en þær voru frá skólastafsetningunni, og með því er þá aðaltilgangurinn að engu orð- inn: að berjast fyrir því, að allir hefðu eina og sömu stafsetning, þótt hún væri eigi sem bezt nje viðfelldin, heldur en láta dálítið mismunandi rit- venjur keppast á, þangað til sú yrði ofan á, er bezt gæti aflað sjer hylli og vinsælda. Það mun eigi fjarri sanni, að sú barátta hefði verið innan skamms á enda kljáð, ef blaðamennirnir heíðu eigi brugðið bröndum og bitið í skjaldarrendur, slegizt í lið með þeim, sem halloka fóru, og tekið sjer fyrir hendur, að styðja ýmsar þær ritvenjur, sem höfðu miklu minna almennt fylgi. En vonandi verður sá bardaginn unninn aptur. XI Frá útlöndum. Khöfn, 24. april. Samoamálið og Tongaeyjar. Hinn 1. þ. m. urðu enn skærur milli Eaglendinga og Banda- manna annars vegar og eyjaskeggja, fylgísmanna Mataafa, er Þjóðverjar vernda, hins vegar. Þótti sumum þá horfurnar versna um friðsamlega úr- lausa. En nú hafa þossi þrjú stórveldi komið sjer saman um þannig lagaða úrlausn málsins: Þriggja manna nefnd skal stýra eyjunum, og nefnir hvert ríki einn mann í nefndina. Hún hefur æðsta dóms- vald og framkvæmdarvald á eyjunum, en eigi má hún láta gjöra neitt það, er eigi allir nefndarmenn fallist á. Þetta er bráðabirgðarstjórn, og skal nefndin gjöra tillögur um, hvernig síðarmeir verði hagað stjórn eyjanna. Þjóðverjar þykja hafa kom- ið máli sínu í gott horf, eptir því sem um var að ræða. Konsúll Þjóðverja í Samoa hjelt fyrir nokkru síðan til Tongaeyja og heimtaði af eyjaskeggjum c. hálfa miljón kr., er þeir skulduðu þýzkum kaup- mónnum, en Tongaar voru ekki á því að borga; reiddJst hinn þá og hótaði að senda herskip til eyjanna. Þá sneru eyjaskeggjar sjer til Englend- inga og sögðu þeim málavöxtu. Enska stjórnin í Sidney sendi þegar herskip til eyjanna og 125 þús. dollara. Svo þegar þýzka herskipið kemur, kasta þeir silfrinu í það, en enski fáninn hefur verið hafinn upp á stjórnarhöllinniáeyjunum, sem merki þess að þær sjeu eign Breta. Þjóðverjar mótmæla þessari aðferð, þar eð samningurinn, er gjörður var um eyjarnar 1886, segir að þær skuli sjálf- stæðar. Fínnland. Bobrikoff er sem óðast að gjóra upptæk blöð Finna, en vinnur lítt á, því þá byrja ef til vill 2 eða 3 að koma út aptur í staðinn. Svo karlinn er orðinn reiður, og er mælt, að hann hafi beðið keisara að lofa sjer að gjöra hina ó- þægustn Finna útlæga. FÍDnar hjeldu og mikla hátíð dr. jur. Lille, einum af ritstjórunum, og bætti það eigi um. Sagt er, að nú ferðist rússneskir sendiboðar um Finnland í dularklæðum til þessað safna undirskriptum undir yfirlýsingu um, að menn sjeu ánægðir með þessa breytingu á stjórnarfarinu. Finnar erlendis hafa myndað fjelög víðsvegar til að vekja athygli manna á þessu máli, og meðal annars að vinaa að því, að þessi meðferð á þeim verði tekin til umræðu á friðarþinginu. Frá Filippseyjum. Þess var getið síðast, að Filippseyingar væru að þrotum komnir; var það byggt á símskeyti frá Otis hershöfðingja Banda- manna þar á eyjunum. Eptir seinni fregnum að dæma virðist allt annað vera uppi á teningnum, og veitir Bandamönnum ver en áður að klekkja á eyjaskeggjum. Bardagasvæðið er ekki lengurum- hverfis Manilla, heldur leita uppreistarmenn lengra út á eyjarnar, og verður því erfiðara við þá að eiga, einkum meðan regntíðin stendur yfir. Til vopnaviðakipta hefur komið, en eigi hefur neitt að þeim kveðið. Dreyfusmálið. Ritstjóri „Figaros" var dæmdur til að borga 500 franka sekt fyrir að birta vitna- framburðinn í Dreyfusmálinu. Sektina greiddi hann með glöðu geði og hefur svo daglega haldið áfram að birta framburð vitnanna. Og margt hefur komið þar í Ijós, er áður var í myrkrunum hulið, en ljóst er það, að hersinnar eru alveg að þrotum komnir og framburður þeirra vafningar. Svo er eigi að skilja, að allir hermenn, er vitni hafa borið, hafi verið andvígir Dreyfus; margir þeirra hafa haldið því fram, að Dreyfus geti alls ekki hafa skrifað skjal það, er um ræðir. Hjer yrði oflangt mál, að fara nákvæmar ut í þetta. Hæstirjettur kvað hafa fengið skipun frá ráða- neytinu um að kveða upp dóm sinn fyrir lok þessa mánaðar, og þykir mörgum það grunsamlegt, og þykir þá meðferð hans kák eitt. Ætlun sumraer það, að endurskoðunarfjendur muni verða oían á í rjettinum. Verkfall mikið stendur yflr í Belgíu. Kola- námamenn hafa lagt niður vinnuna og heimta meiri laun. Kveður svo mikið að þessu, að verk- smiðjur eru orðnar uppiskroppa með kol og hafa orðið að hætta vinnu. Andrée-fregnina, sem síðast var skýrt frá, er nó óhætt aieð öllu að telja ósanna. Ljalin er sagður lygari og óreiðumaður, og Tungusarnir þykjast ekkert um þetta vita. í New-York hefur orðið eldsvoði allmikill enn að nýju. Margloptað hús brann þar og Ijetust 12 menn. Russar og Euglendingar munu um þessar mund- ir sitja á ráðstefnu og reyna að jafna með sjer svoria friðsamlega öll deiluatriði, ekki einungis í Kina, heldur og annarstaðar þar sem þá greinir á. Milli Englendinga og Kínverja urðu nýlega vopnaviðskipti. Kínverjar höfðu setzt að í Taipufu, en er Eoglendingar frjettu það, sendu þeir þangað herskip. Tóku Kínverjar móti því með skothríð; en er Englendingar sneru sjer að þeim, urðu þeir fljótir til að hörfa á brott. Hinn 18. þ. m. hjelt enskt fjelag til verndunar fiskiveiðum enskum fund með sjer í Lundúnum. Var þar lesið upp brjef frá utanríkismálaráða- neytinu þess efnis, að það mundi annast um að herskip yrði sent til Færeyja og íslands meðan veiðitíminn stæði yfir, 'svo framarlega sem nauð- syn bæri til. Fandurinn Ijet í Ijós óánægju sína yflr því, að stjórnin hefði ekkert enn þá gjört að því að sent væri herskip til þeasara staða til þess stóðugt að gæta rjettinda fiskiskipanna. Friðarþingið. Kunnur stjórnmálamaður, Brentans, prófessor í Munchen, hefur meðal annars farið svo felldum orðum nýlega um friðarboð Rússakeisara: „Það iýtur óneitanlega nokkuð grunsamlega út, þegar stjórnirnar í utanríkismálum tala svo mikið um lög og rjett, en þegar um innanríkismál er að ræða, virða að mörgu leyti að vettugi rjettindi þau, er þegnar þeirra, sem ekki mega vopuum beita, eiga heimtingu á. — Það liggur næst að ætla, að þjóð- ir þær, sem enn þá standa að baki annara að menningu og menntun, vilji leitast við að fá sið- uðu þjóðirnar til að kasta frá sjer vörnum þeim, er þær vegna menningar sinnar eiga yfir að ráða, þar til þær sjálfar (o: ósiðuðu þjóðirnar) hafa náð því að standa þeim jafnfætis. Hin evrópska menntun mundi því ráða sjálfri sjer bana, ef hún aðhylltist frumvarp, er færi í þessa átt". Þess má geta, að Brentans er sócíalisti, og því enginn vinur herbúnaðarins mikla. Ríkin eru nu sem óðast að skipa fulltrúa sína á friðarþingið í Haag. Þýzki keisarinn hefur með- al annara kjörið þar til at mæta fyrir ríki sitt Stengel prófessor í ríkisrjetti við háskólann í Múnchen. Þótti það næsta einkennilegt, þar sem Stengel hafði einmitt skömmu áður rifcað um „hiun ævarandi frið" og það ekkert í Rússakeisaralega átt. Ea það rit hafði hann þð ritað, áður friðar- boðskapurinn kom. En ekki leið á löngu þar til Stengel ljet aptur til sín heyra, því að nú hefur hann gefið út nýjan ritling og dregur þar óspart dár að friðarþinginu, sem hann sjálfur á að mæta á; en stríð og styrjaldir lofar hann sem mest má verða, og telur alheimsfrið skaðlegan og óheilla- vænlegan fyrir þjóðirnar; meðal annars segirhann, að hin kristna kirkja álíti styrjaldir bæði leyfi- legar og nauðsynlegar, og enn fremur að þær breiði út menning og menntun og auki verzlun og iðnað. Ef þýzka stjórnin sendir þennan mann á þingið, verður ekki annað sjeð, en hún beinlínis með því sýni friðarhöfðingjanum og boðskap hans fyrir- litningu. Hann á þó líklega betra skilið? íslenzk Mfræði. iii. Af því, sem þegar hefur verið sagt, virðist það augljóst, að hingað til hefur ,það verið lítt ger- legt, að frumsemja bækur til kennslu í íslenzkri búfræði, byggðar á innlendri reynslu ogrannsóku- um. En á hinn bóginn getur það verið álitamál, hvort, eða að hve miklu leyti, búnaðarskólarnir hafa verið heppnir í vali sínu með þær bækur, er þeir cota. En án þess jeg ætli p.ð gjöra það atriði hjer að umtalsefni, þá dettur mjer í hug, að það mundi eiga betur við, að nota hinar nýrri og handhægari kennslubækur í búfræði, hvortsem þær eru nú heldur norskar, sænskar eða danskar, heldur en gamlar, löngu úreltar skræður, eins og

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.