Ísland - 30.05.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 30.05.1899, Blaðsíða 2
38 ISLAND. „ÍSLAISTD kemur út annanhvorn eunnudag. Verð ársfj. í Reykjavík 50 au., út um land 60 au. Ritstjðri: E»orsteinn Gíslason, Laug-aveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, Þingholtsstr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson cand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Fjelagsprentsmiðjunni. í einu verða látið kippa fótum undan atvinnu þeirra að ástæðulausu, eða íþyngja þeim svo með nýjum álögum, að þeir væru neyddir tii að hætta við hana. Það væri oss naumast sæmandi, að fara svo með þessa bræður vora, sem, þótt þeir sjeu útlendingar, eru þó nú íslenzkir bogarar, með svo miklum hugu á að láta hjer gott af sjer leiða, að þess munu færri dæmi meðal íslendinga sjálfra, þeirra er efni hafa milli handa; um hina þarf lít- ið að taia. Jeg mun verða vændur þess, að jeg riti þetta af matarást, og tek því fram, að engin hvalveiða- stöð er í sveitarfjelagi mínu, og það mundi eigi sjerstaklega finna neitt til þess, þótt hvalveiða- menn yrðu á brott. Jeg hef reynt til að rita af sannfæringu einni og halda mjer við málefnið. Jeg hef ekkert áður ritað um opinber mál, svo að nafn mitt er eigi trygging fyrir neinu öðru nje meiru en í orðunum liggur, og nefnist jeg því að eins Vestfirðingur. IJm bindindismálið. Eptir Christopher Bruun* (Þýtt úr norsku tlmariti „For Kirke og Kultur“ marz 1899). í bindindisblaðinu „Mannvinurinn" (nr. 25. þ. á.) hefur gamall kunningi frá Vonheimi, Th. Thomas- sen, kennari í Raade, mjög vins^mlega eða fremur á elskulegan hátt beðið mig að skýra afstöðu mína við bindindismálið. Og er mjer ljúft að verða við bón hans. Ástæðan til þessarar áskorunar hans er ræða, er jeg fyrir skömmu flutti um brúðkaupið í Kana, og kvað sú ræða hafa verið tekin upp í sum blöð. í þessari ræðu hafði jeg sýnt fram á, að Jesús ekki einungis hjeit með víninu, heldur einnig með náttúrlegri lífsnautn, sem er eðlileg mönnum, og er á æðata stigi í brúðkaupum, tengd við ást, vín og samkvæmi — að hann raunar vildi hreinsa allt þetta frá þeirri synd og vanbrúkun, sem iífs- gleðinni er samfara, en að hann alls ekki vill út- rýma því gjörsamlega, og að honum hjer sem annarstaðar ber alveg saman við gamla sáttmál- ans og hans lífsskoðun. Thomassen kenuari kannast nú ekki við, að þetta sje nokkur sönnun á móti bindindisstriti vorra tíma, þótt Jesús sjálfur á hans dögum ekki hafi komið fram sem bindindismaður, þá leiði ekki þar af, að hann ekki hefði komið þannig fram á vor- um tímum og hjá vorri þjóð, sem neytir vins og annars áfengis miklu ver og ofsalegar en þá var títt. Og í þessu vil jeg ekki mótmæla honum. Jeg sagði heldur ekki í ræðu minni, at þetta væri nokkur sönnun á móti bindindisstritinu. Jeg þótt- ist þess viss, að bindindismenn mundu ekki verða mjer samdóma. En jeg ætlaði ekki að beita vopn- um á móti þeim; jeg ætla að strit þeirra sje all- gott og þýðingarmikið. Jeg hjelt mjer biátt áfram við guðspjailið, og tók það fram, sem augijóst er af því, og aðrir staðir sanna til fullnustu: að Jesús mat vínið mikils sem guðdómlega gjöf. Og þetta hlýt jeg að segja, þótt bindindismönnum ekki líki það. Jeg fæ ekki með nokkru móti gert Jesú að öðru en því, sem guðspjöllin láta hann vera, hvorki til að þóknast bindindismönnum nje öðrum. Og eins og jeg hef tekið fram, sagði jeg þetta *) Chrietopher Brnun er fæddnr 1839 í Kristjnníu ; tók gnðfræðispróf 1862 og er nú prestnr í Kristjaníu. Hann er þar alkunnur og vel metinn og hefur ritað ýmislegt um þjóðlega menntun, er hann vill að byggist á trú og góðu siðferði. 1867 stofnaði hann þjóðskóla á garði sínum Yon- heim, nálægt Aulestað, þar som Björnstjerne Björnson býr. Ofannefnt tímarit gefur Chr. Bruun út ásamt öðrum presti, Thv. Klaveness. ekki einmitt vegna vínsins, heldur vegna hinnar eðlilegu lífsgleði mannanna yfir höfuð. Mjer væri annars alls ekki óljúft að hrósa vín- inu. Það er eitt sjerstaklegt meðal eða upp- sprettulind mannlegrar gleði. Yín og andagipt eru skyld. Gleði vínsins er gieðiandagiptarinnar, og jeg get vel bætt við: gleði skáldskaparins; hún er sú hreinasta gleði, sem nokkur iíkamlegur hlutur getur veitt oss. Þess vegna talar heilög ritning um vínviðinn svo sem konung jurtaríkis- ins, meistaraverk drottins, þá beztu jurtalegu gjöf, sem hann veitti mönnunum. Og jeg efast ekki um, að þar sem Jesús metur vínið svo mikils, þá er það af því að það er sá jurtagróði, sem efiir anda- giptina og er frömuður andans í þessum hluta ríkis föður hans. Og þetta kemst alls ekki í bága við það, að vín og áfengir drykkir meðal vor eru hin mikla uppsprettulind eymdar og spillingar. Þvert á móti. Þessu er ætíð þannig varið. Q-amalI lat- neskur málsháttur minnir oss á, að hið versta kemur af misbrúkun hins bezta. Og ástin, sem er hið ágætasta vín lífsins, hún sýnir oss jafnvel viðbjóðslegri vanbrúkun. Ef vjer skyldum nema vín og áfenga drykki á burtu úr mannlífinu, þá þurrkum vjer með því upp eina af hinum miklu uppsprettulindum mannlegr- ar andagiptar, mannlegs skáldskapar og mann- legrar lífsgleði. En samt sem áður veit jeg ekki, hvort þetta hefði bægt mjer frá að taka þátt i bindindisstritinu. Og jeg veit heldur ekki, hvort hugsunin um sjálft eptirdæmi Jesú Kristi mundi hafa gjört það. Jeg er sem áður er sagt, samdóma Thomassen í því, að menn ekki beinlínis geti ráðið í, hvað hann mundi gjöra nú, þótt hann gjörði hitt þá. Jeg hika mjer ekki við að segja við drykkju- mann, að fyrir hann er ekki hófsemin, heldur bindindið vegurinn, til þess að breyta eptir Krists dæmi. Því eins og hófsemin er æðri dyggð en bindindið, eins er hún og torveldari. Og vjer vit- um allir, að drykkjumaður getur ekki orðið hófs- maður nema með algjörðu bindindi. Af þessum ástæðum getum vjer því ekki verið vissir um, að þótt Jesús sjálfur væri hófsmaður, en ekki bindindismaður, að hann ekki mundi segja við hina norsku þjóð: Verið bindindismenn, ekki hófsmenn. En allt líferui Jesú hjer á jörðu sýnir oss og sannar, að hófsemin er æfinlega æðra en bindindið. En skyldi bindindið vera óbrigðult meðal til þess að gera þjóð vora að reglumönnum, þá væri ástæða til að fara þann veg. Mjer dettur nefnilega ekki í hug — hvað sem Thomassen ætlast til af mjer— að skoða drykkju- skapinn hjá okkur sem minni bölvun nú en áður, þegar jeg á yngri árum mínum ritaði „alþýðiegar hugsanir11. Það er öðru nær. Þá er jeg var prestur í Pipervík íKristjaníu, var daglegur drykkjuskapur fyrir augum mjer, uppsprettulind neyðar, hroða- skapar og spillingar, sem ekki þekkist í Guð- brandsdalnum, þótt þar sje einnig breyskleiki. Og flestum áheyrendum mínum í kirkjunni mun finnast, að jeg tali heldur of mikið en of lítið um drykkjuskapinn — ef til vill af þeirri orsök, að þeim er ekki ljóst, að öll þjóðin stendur í ábyrgð fyrir hinni svæsnustu synd. En jeg hef ekki getað sannfærzt um, að bind- indi sje hinn áreiðanlegasti vegur að takmarkinu (o: til þess að af stýra ofdrykkjunni). Svæsnar fcindindisræður geta vissulega gjört drykkfellda menn nokkurn veginn reglusama. Þetta hefur allopt tekizt. En eptir nokkur — ekki mörg — ár hafa hinar svæsnu ofstækisræður misst kraptinn. Fólkið er aptur orðið eins, eða þá hjer um bil eins og það var. Árangurinn hefur orðið mjög lítill, eptir allar hinar glæsilegu vonir. Fiestir bindindismenn, sem nokkuð hugsa um þennan hlut, munu finna þetta. Þess vegna eru þeir farnir að halda fram aðflutningsbanni. Áfengi má ekki gjörast og ekki flytjast inn í landið nokk- urs staðar. Það er einasti vegurinn til þess að gjöra þjóðina regiusama. Bara þetta dugi nú. Hversu mörg hundruð mílur er Noregur um- hverfis, bæði til iands og sjávar. Hversu marga tollþjóna þarf til að gæta þess, að ekki verði laumað inn áfenginu, þessum eptiræskta hlut ? Aðflutningsbannið mundi líklega geta af sjer eins marga laumukaupmenn eins og áður voru drykkju- menn. Aðflutningsbann í einu landi eins og hjer er mundi varla duga. Næði það yfir alla Norðurálfuna, ef hugsanlegt væri, þá mundi áfengisgjörðin flytjast yfir í hinar álfurnar og geta af sjer ieyniprang og laumusölu svo mikla, að heimurinn mun aldrei hafa slíkt sjeð. Brennivíns munu menn afla sjer frá yztu endimörkum jarðarinnar, fáist það ekki nær. Og þótt nú tækist að sporna við því, að áfengi yrði til búið í verksmiðjum út um alla jörð, eða morfín, eða allt annað áfengi eða deyfðarmeðul, sem menn mundu vilja nota, þá væri ekki allt þar með búið. Efnafræðin er komin á hátt stig á vorum dögum. Það er hægt að búa til vínanda heima hjá sjer, og mundi eigi verða auðið að veita þar neitt eptirlit. Ef unnt væri að eyða áfenginu úr heiminum, þá væri vel til vinnandi að fara í bindindi. En jeg fyrir mitt leyti trúi ekki, að áfenginu verði eytt. Hófsemin er ekki einungis æðri dyggð en bind- indið, hún lýsir meiru hugarþreki, hún er æðra siðferðisstig. Hún gjörir meira en að láta vínið efla andagipt, skáldgáfu og lífsgleði; hún er einnig sá vissasti vegur til þess að afstýra ofdrykkjunni. Raunar mun hún ekki geta sýnt þann glæsi- lega augnabliksbata, sem bindindisstritið getur sumstaðar sýnt. En verkanir hennar munu verða afíarasæili og langvinnari. En til þessa útheimtist, að sá siðferðislegi ákafi og gremja, sem menn beita á móti drykkjuskapnum, fari annan veg en þann, sem menn nú fara. Nú er öll þessi gremja, tæld af hinu skæra villuljósi augnabliks-sigurs, komin út á bindindis- veginn, og hamast eptir að ná því takmarki, sem ómögulegt er að ná, en þótt tilgangurinn sje góður. Að reyna til að sannfæra þessa menn, mnn iítið stoða. Það er þá bezt að láta þá æða og hlaupa sig þreytta. Þegar að því er komið, þá munu þeir fara að vera sjer út um önnur meðul, sem gætu leitt að því takmarki, sem unnt er að ná, þótt eigi sje það eins glæsilegt. Jeg skal ieyfa mjer að nefna slíkt takmark. Það er það, að hin norska þjóð álíti það minnkun, að verða drukkinn. Nú er það í margra manna augum minnkun, að verða aldrei drukkinn. Eu á meðan hin siðferðislega gremja bindíndismanna hamast — ekki á móti því að verða drukkinn, heldur á móti því að drekka eitt staup eða glas af öli — á meðan mun ekki miklu verða á orkað í þessu efni. Það getur aidrei orðið minnkun að drekka eitt staup, getur ekki orðið og á ekki að verða. Þjóðin vor er ung og óþroskuð. Trúariætin eru að nokkru leyti ekki annað en óþroskuð guðrækni ------og ekki er furða, þótt hið siðferðislega strit á móti ofdrykkjunni sje jafnóþroskað sem trúin hjer og stjórnþrasið. Enda er auðsjáanlega skyld- leiki með æsingaræðum trúarpostulanna, rifrildum stjórnarkappanna og ofstækisópi bindindismanna. Með þessu er ekki sagt, að bindindisstritið sje ónýtt. Hinn mikiisverði tilgangur þess er að sýna þjóðinni eymd og viðbjóð ofdrykkjunnar. Að því leyti hefur það víða áorkað miklu, og jeg vona, að því takist að gjöra enn meira. En ef það af aivöru vill setja sjer hærra mark, og ekki ein- göngu rífa niður hið iila, heldur einnig efla betra þjóðiíf, viiji það af aivöru bæta svo dugi, þá munu bindindismenn hljóta að hefja sig upp til aðverða hófsmenn og gæta hófseminnar. Svartfellingar eru líkiega mestir reglumenn i Norðurálfunni, og drekka þeir bæði vín og brenni- vín. En það er ekki nóg, að berjast á móti ofdrykkj- unni einni, og þótt barizt væri af meira viti en bindindismennirnir gjöra. Það er jafnvel ekki nóg, að bæta við baráttu á móti því siðleysi, sem á seinni árum hefur aukizt svo feykilega og á

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.