Ísland - 15.07.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 15.07.1899, Blaðsíða 2
46 ÍSLAND. „ÍSLATSTID1 kemur út annanhvorn eunnudag. Verð ársfj. í Reykjavík 50 au., út um land 60 au. Ritstjðri: Porsteinn Gíslason, Laugaveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarsou, Þingholtsstr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson cand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Pjelagsprentsmiðjunni. Þættir um ísl. bókmenntir. IV. Skólar, fræði og menntir. Þeas er áður getið, hvernig menn hyggja að fræði þau, er fólgin eru í hinum elztu kvæðum, hafi geymzt og þróazt á þeim tímum, er sögur ná til, og sýnt hefur verið, að jafnskjótt og konungs- valdið fær festu og hirðlíf myndast, kemur og fram ný skáldskapargrein, höfðingjakvæðin. Nú skal skýra frá, hvernig menntalíf fæðist og sú bókvísi myndast á íslandi í fornöld, er víða er frsrg orð- in og vjer dáumst að sem maklegt er. Svo sem kunnugt er, er kristni lögtekin á al- þingi árið 1000. Þá eru nýjar kenningar fluttar til Iandsins með hinum nýja sið. Forngoðunum er steypt af stalli, blótbollarnir bornir út úr hofun- um, en krossmark upp reist í staðinn, og menn trúa á Hvita-Krist. Nýjar sagnir ganga um land- ið um viðburði, sem urðu í Gyðingalandi fyrir 1000 árum, um trúboð postulanna, um píslarvætti helgra manna, um páfann í Róm, um sköpun ver- aldar og stjórnara hennar, um tilveru mannsins og ákvörðun. Trúboðar höfðu farið um ísland nokkru fyrir aldamót. Friðrik biskup frá Sax- landi og Þorvaldur Koðránsson frá Griljá höfðu boðað þar trú á árunum 981—86. 996 var þar Stefnir Þorgilsson, og næstu tvö ár fór Þang- brandur um landið með hinar nýju kenningar. Á árunum 1016—21 var þar Bjarnharður biskup bókvísi, 1025—28 Kolur biskup og 1030—49 Hróðólfur biskup, 1049—53 Jón biskup írski, 1051—70 Bjarnharður biskup saxneski, og Hein- rekur biskup 1070—72, og að frásögn Ara fróða voru þar enn 5 aðrir útlendir biskupar til að kenna hinn nýja sið. Það var siður í þá daga, að höfðingjasynir fóru utan til að framast. Nú sáu þeir, að hjer var nýtt verkefni fyrir höndum og góður framavegur, að nema hin nýju fræði og kenna þau landsmönnum. Það var þegar fýsilegt þeim, sem vildu gjörast höfðingjar, að ganga í þjónustu kirkjunnar. Því taka nú höfðingjar að senda syni sína utan til náms, og var þá ekki að leita til Noregs nje anuara norðurlanda, heldur til Þýzkalands, Frakklands, Englands og Ítalíu. Þar voru kristnir skólar, er mikið orð fór af, og þar höfðu þeir menn lært, er kristni kenndu áíslandi. Þess er getið, að Gissur hvíti sendi ísleif son sinn til Herfurðu á Saxlandi til náms. Gissur verður fyrstur biskup á íslandi árið 1856 og sezt að í Skálholti. Stofnar hann þar skóla, og sendu margir höfðingjar þangað syni sína tilnáms; Ijetu þeir síðan vígjast og gjörðust prestar, og tveir Iæri- sveinar hans urðu biskupar. ísleifur biskup sendi son sinn Gissur til Herfurðu til náms og varð hann biskup eptir föður sinn 1080 og hjelt einnig skóla ástólnum. í Haukadal var annar skóli, hjá Teiti bróður Gissurar biskups, er Ari fróði nam af ís- lenzk fræði. Jón biskup helgi, er fyrstur varð biskup á Hólum, setti þar og skóla á stofn árið 1107 og rann þaðan fróðleikur yfir Norðurland á 12. öld. En Jón biskup var lærður í Ítalíu á háskólanum í Bologna, er talinn var einn hinn lærðasti skóli á þeim dögum; hafði hann og sænsk- an kennara, Gísla Finnsson, og frakkneska, t. d. Rikinni prest, er kenndi sönglist. Jón hafði hitt erlendis Sæmund Sigfússon hinn fróða, er þá hafði lengi dvalið við háskólann í París; fjekk Jón hann heim með sjer, og var þó Sæmundi hálfnauðugt; varð hann klerkur í Odda og hjelt þar skóla. Þaðan er runnin menntun Snorra Sturlusonar. Þorlákur biskup Þórhallsson var til náms bæði í Lincoln og í París, og Páll biskup, er fyrst hafði lært í Odda, fullkomnaði nám sitt í Englandi. AUir þessir menn eru iðulega nefndir í f'ornum ritum, sem frömuðir fræða og lista á síuum dög- um, þótt ekki sjeu þeir rithöfundar á norrænu. Höfðu þeir lært í hinum beztu skólum, er þá voru til, og það sem mikils er um vert, sinn í hverju af hinum heiztu menntalöndum kristninnar og höfðu hver sitt lærdómssnið. Skólinn í Skálholti stóð með miklum blóma fram til 1236, en þá kom þangað fyrst útlendurbiskup. Om sama leyti leggst og niður Hólaskóli, en rís upp aptur á dögum Jörundar biskups Þorsteins- sonar 1267—1313. Þar var lærður Laurentius Kálfsson, er síðan varð biskup, hinn mesti fróð- leiksmaður á latínu o. fl. Auðunn biskup hinn rauði, norskur að kyai (1513—21), hjelt og skóla á stólnum og eins eptirmaður hans, og voru þar þá 15 lærisveinar árlega. Þá var þar skólameistari Ólafur Hjaltason og kenndi málfræði, enYalþjófur prestur kenndi söng. Laurentius biskup er hinn mesti fræðafrömuður á Norðurlandi á fyrri hlut 14. aldar. Frá 1341—1520 hafa menn engar sagnir um skóla á Hólum, og eru þá biskupar útlendir jafnan. En með mestum blóma stóð Hólaskóli í byrjun 14. aldar. í Skálholti getur ekki skóla, og er þess getið, að klerkur einn Skálholtsbiskups, sjera Eilifur í Gufudal, var settur frá embætti 1307, er hann reyndist ekki bænabókarfær í lat- nesku. Jafnskjótt og kristni breiðist út, eru klaustur stofnuð; skyldu þeir menn og konur, er helga vildu guði og trúnni allt líf sitt, en forðast glys og glaum veraldarinnar, hafa þar öruggt athvarf. Klaustrin hafa hvervetna orðið verndarstaðir fræða og bókvísi. Þar söfnuðu munkarnir að sjer hin- um helgu fræðibókum kristninnar, og það er vel skiljanlegt, að lestur þeirra hafi vakið fróðleiks- fýsnina að miklum mun og beint huga þeirra einnig að þeim sögum, er næstar þeim lágu og enn þá Iifðu hjá þjóðinni, en það var saga föður- landsins, allir þeir viðburðir, sem stóðu í sambandi við forfeður þeirra. í klaustrunum eru skólar settir og streymir þaðan margskonar fróðleikur. Svo var frá Þykkvabæjarklaustri og Þingeyra- klaustri. Þegar skólar hverfa af biskupastólun- um, fer aðalkennslan fram í klaustrunum. Má enn nefna klaustrið á Helgafelli og klaustrið í Yiðey. Og getið er þess, að höfðÍDgjar keyptu þannig við ábóta klaustranna, að þeir gáfu jarðir klaustrinu móti því, að ábótar tóku syni þeirra til læringar. Auðguðust klaustrin á þann hátt með fleira. Get- ur tveggja ábóta, er skóla hjeldu í Þykkvabæ, Brands Jónssonar (1247—63) og Þorláks Lopts- sonar (1314—51). Á 14. öld getur og skóla að Helgafelli. Þar var Ásgrímur ábóti. Þá er og getið um, að hinir lærðari prestar kenndu ungum mönnum. Þórarinn kaggi prestur á Völlum í Svarfaðardal hjelt skóla. En frá byrjun 15. aldar eru allar sagnir mjög óljósar. Á síðari hluta þeirrar aldar getur ýmissa manna, er námu er- lendis, svo sem Sveins Pálssonar, er biskup var í Skálholti 1466—76. Bróðir hans, Oddur, Staf- holtsprestur, var baccalaureus artium. Stefán bisk- up Jónsson var lærður í Frakklandi. Þar nam og Sveinn biskup. Það sem menn Iærðu á hinum erlendu skólum var guðfræði, reikningslist o. s. frv. Sóttu þessa skóla menn af öllum Norðurlöndum í hinni fyrstu kristni. Það, sem þeir fluttu heim með sjer, voru helgar bækur og fræði þeirra landa, er þeir námu í. Var þá Jatína aðalritmál um alla Evrópu. Verður þess vel að gæta, að þessir lærðu menn flytja nýja stefnu og nýjan fróðleik til Norður- landa, sem runnin er af öðrum rótum en þau fræði, er þar hafði verið haldið á lopti á fyrri öldum. Vjer getum því í bókmenntum vorum þegar í fornöld greint tvo aðalþætti, hinnnorræna og hinn suðræna. Hinn norræni er þegar mynd- aður með goðasögnum og hetjusögnum, er fálu í sjer alla lífsspeki þjóðanna. Þegar kristindómur- inn kemur til Norðurlanda með nýjar kenningar, er nema mátti af bókum, var þar þegar fyrir sterk- ur andlegur straumur og eigi lítill fræðaþorsti. Þar er tunga, sem svo er langt á veg komin, að á henni hafa verið ort kræði af list og kunnáttu, og skáldskapurinn er þá þegar orðinn fyrirmynd andlegrar menntunar í augum manna. Þetta á sjer einkum stað á íslandi. Áður er sýnt að skáldskaparlistin eins og flyzt frá Noregi til íslands; hin heiðna menntun átti þar höfuðból sitt, sagnir og kveðskapur. Þegar suðrænan líður yflr löudin á 11. öld, hittir hún þar fyrir svo sterkan norðangjóst, er stendur undan arnarvængjum Óðins, að húa varð að breyta stefnu. Þar verða engin veðrabrígði í Iopti, en bin fasta stetaa norræna dregur tð oins hlýrri anda frá suðrinu. Þór og Hvíti-Krist ur sitja hvor við hliðina á öðrum í skáldskap 11. aldar. Jafnframt og Þórs nafn og Óðins er notað í líkingum og kenningum, þegar lýst er hreystiverkum konunganna, er guð hinn alvaldi beðinn að verja þá grandi. Þetta á einkum við hjá þeim skáldum, sem fædd eru og alin upp í heiðinni trú. En hjer fer sem annarsstaðar, að Þór visnar í sæti, en hinn vex, og hneigist hið andlega líf, er tímar líða, mjög til þeirrar hliðar. Þegar ritöld hefst á íslandi um 1100 hafði kveð- skaparlistin þegar vakið þá þekking á tungunni og reglum fyrir hljóðgreiningum, að það var eðli- legt, að latínan næði þar eigi yfirráðum, heldur yrði hjálp þess, að myndað yrði nýtt stafróf fyrir hina norræna tungu og menn rituðu á henni. Þau hin mörgu kvæði, sem til voru, var og ekki unnt að rita á Iatínu. Sá sem fyrstur ritar á norræna tungu, var Ari hinn fróði. En vel kem- ur þessum tveimur stefnum saman, og eru það ýmsir hinir sömu menn, sem eiga góðan þátt í að vekja og við halda báðum. Noregsmenn rita og norræna tungu og sömuleiðis Orkneyingar; en það er örlítið í samanburði við íslenzku ritin, og ekki gat mál þeirra fengið þann kjarna trá ritunum, að þau verði það eyðileggingu. Voru oghvorugir jafnafskekktir og íslendingar. Allar tilraunir til ritsmíða annars staðar eru gerðar á Iatínu, og eiga Danir mann þann, er frægastur er fyrir latínurit á Norðurlöndum, Saxo Grammatikus. Þjóðrekur munkur ritar og í Noregi. Suðræna stefnan er á 11. og 12. öld eingöngu trúfræðisleg, og má gjöra aðalgreining bókmenntanna með aðgreining þess- ara stefna, þannig að trúfræðiskvæðum öllum sje skipað í flokk sjer, þótt þau bæði að bygging og anda líkist skáldakvæðunum. Þannig kemur bezt fram vöxtur og hnignun hvors um sig. Til nor- rænunnar heyra allar sagnir um Norðurlönd, um goð, konunga og norrænar hetjusagnir; öðru meg- in eru trúfræðisbækur, þýddar sagnir um postula, helga menn, Maríu guðs móður o. s. frv. Um 1200 flyzt ný bókmenntagrein inn frá Suð- urlöndum. Það eru hinar rómönsku sagnir, og eru þær þýddar. Sem milliliður eða sambandsliður beggja þessara stefna eru biskupasögurnar. Þær heyra að sumu til íslenzkum sögum, en eru sögur kirkjunnar og trúarlífsins; er þar svo innilega sameinaður andi hinnar fyrstu kristni og hinn norræni fróðleiksandi, að yndi er að lesa. Á 12. öld er fræðimennska, sagna ritun og helgi- rita orðin mikil á íslandi, en gullöldin er þó hin 13. ö!d. Þá eru uppi hinir miklu meistarar í norrænni tungu, Snorri og Sturla; þá fær ritmálið yfir sig þann snilldarblæ, sem gjörir það enn í dag að fyrirmynd. Nafnkunnastir og fjölsóttastir voru skólarnir í París og Bologna, og talið er, aðíParís væru einu sinni 30,000 nemanda. Það halda menn að sje Parísarskóli, sem í íslenzkum æfintýrum kallast Svartiskóli. Til þessara skóla streymdu menn af öllum Norðurlöndum allt fram um siðaskipti, því lítil aðsókn var að Kaupmannahafnarháskóla á fyrstu árum hans. Fyrst og fremst lásu læri- sveinar fornrit Rómverja, skáldskap Vergilíusar og Ovidíusar, og af heimspekingum einkum Cicero og Senca. í lögum lásu þeir Rómarjett og kan- óniskan rjett. Læknisfræði var og lesin, þótt ó- fullkomin væri þekkingin á þeim efnum. En ein- kum má þó nefna hinar svo nefndu „sjö listir", sem á miðöldunum voru taldar lykill allravísinda og skólamenntunar. Þær deildust í tvo flokka: málfræði, mælskufræði og rökfræði fylgdust að og kallaðist sá hlutinn trivium, en hinn hjet qradri- vium og innifal: reikningslist, mælingafræði, söng- fræði og stjörnufræði. En allt snið fjekk lærdóm- urinn á þeim tímum af miðaldaheimspekinni eða hinni svo nefndu Skolastik, og voru hinar sjö listir

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.