Ísland - 15.07.1899, Blaðsíða 3

Ísland - 15.07.1899, Blaðsíða 3
ISLAND. 45 að eins undirbúningur, sem öllum var nauðsynleg- ur til að geta tekið þátt í vísindaprófinu, skilið og rætt þau efni, sem skólaspekin hafði með höndum og aliir lærðir menn fengust við. Öll trúaratriði, ailar kenningar og kreddur kaþólskunnar voru rannsóknarlaust taldar sannar og rjettar og hin efstu gildandi lög í náttúrunni, er allt annað yrði að lúta, og mátti enginn efast um gildi þeirra og ekkert var spurt um, hve samkvæm þau væru skynseminni eða reynslunni. Þau voru grund- völlur heimspekinnar, en verksvið hennar var að færa fram sannanir fyrir lærdómum kirkjunnar, en ekki að rannsaka þá. Hugsunarfræði Aristotelesar var notuð sem leiðarstjarna í þessum efnum. Lær- dómsmenn þeirra tíma fóru frá einum háskólanum til annars og hjeldu ræður fyrir fjölda áheyranda með miklum málalengingum og rökfræðislegum út- listunum á ýmsum efnum álíka og þessum: öetur guð allt — líka verið ekki til? Hvers vegna er Kristur sonur guðs, en ekki dóttir hans? Ef mús jetur sakramentisbrauðið, er það samt sem áður drottins líkami? Þegar svín er leitt tii slátrunar, hvort er það þá bandið eða maðurinn, sem heldur í bandið, sem leiðir svínið. Höfðu erfingjar Lazar- usar rjett til að taka arf eptir hann, þegar hann var vakinn upp frá dauðum? o. s. frv. Um þetta og annað eins var þá rætt og ritað af hinum lærðustu mönnum, og urðu þeir, sem fundið gátu heppilegar skýringar á þessu, stórfrægir menn. Þótt oss þyki þau efni nú á dögum litilsverð, þá er þetta ekki annað en hinn sami leikur, sem heimspekin og rökfræðin hafa alla daga ieikið og leika enn í dag, þótt leiksviðið sje nú annað og verkefni öðruvísi. En ekki verður sjeð, að þessi miðaldaheimspeki hafi nokkur áhrif á norrænar bókmenntir í fornöld. Þá var biflían og kirkju- feðurnir auðvitað mjög lesið af klerkunum, og þau rit koma mjög snemma fram á norrænu máli. Öllu, sem heyrir til sagnfræðinni, taka íslendingar í þá daga með opnum örmum. Almenni búfræðingafundurinn, sem um hefur verið getið hjer í blaðinu áður, var haldinn hjer í bænum 29. og 30. f. m. Fundinn sóttu þessir 12 búfræðingar: 1. Benjamín Benjamínsson úr Eyjafjarðarsýslu, 2. Björn Bjarnarson frá Gröf í Mosfellsveit, 3. Eggert Finnsson á Meðalfelli í Kjós, 4. Geir Egilsson frá Múla í Biskupstungum, 5. Gísli Þorbjarnarson úr Reykjavík, 6. öuðmundur Bergsson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu, 7. Guttormur Vigfússon alþingismaður, 8. Jón Jónatansson úr ísafjarðarsýslu, 9. Sigurður Þórólfsson úr Reykjavik, 10. Sæmundur Einarsson frá Stóru-Mörk u. Eyjafj., 11. Vigfús Guðmundsson frá Haga í Árnessýslu, 12. Þorkell Þorkellsson (frá Reynivöllum) Rvík. Enn fremur mætti á fundinum alþm. Pjetur Jónsson frá Gautlöndum samkvæmt umboði frá hjeraði sínu. Fundarstjóri var valinn Björn Bjarnar- son og skrifari Jón Jónatansson. „íslandi" hefur verið send eptirfarandi skýrsla um mál þau, sem fyrir voru tekin á fundinum: 1. Fyrirhomulag búnaðarfjelagsskapar á Islandi og fjárveitingar til eflingar landbúnaði. Fundurinn ræddi þetta mál all-Iengi og ítarlega. Loks samdi hann og samþykkti tillögur, sem aðal- lega stefna að því takmarki, að koma föstu skipu- lagi á landbúnaðarfjelagsskap og landbúnaðarmál- efni vor. í sambandi við það var farið fram á, að þingið veitti 70,000 kr. á tveim næstu fjár- hagstímabilum, sem í sameiningu við búnaðarfje- lagssjóð suðuramtsins, sem er um 30,000 kr., yrði stofnfje fyrir sjóð, er heiti „Ræktunarsjóður íslands“. Aðaltilgangurinn með stofnun þessa sjóðs er sá, að knýja bændur til að auka ræktað land með því að gefa þeim kost á að fá fje lánað úr honum til þess, gegn tryggu veði, en vægum afborgunarskilmálum. En þar að auki var farið fram á, að þiugið veiti auk þessa fjár um 15,000 kr. árlega sem styrk til eflingar landbúnaðar í öðrum greinum. Yfirstjórn búnaðarfjelaganna á að hafa umráð yfir Ræktunarsjóði íslands og öllu því fje, sem veitt er til eflingar landbúnaði. 2. Búnaðarfrœðsla. Eptir að fundurinn hafði rætt það mál lengi, komst hann að þeirri niðurstöðu í þvi, að æski- legt mundi, að fyrirkomulagi búnaðarskólanna væri breytt þannig, að kennslan við þá yrði aðallega verkleg, en að jafnframt því verði komið á fót kennslustofnun í bóklegri búfræði í Reykjavík, sem sett væri í samband við efnarannsóknarstofnun, sem fundurinn óskaðí að alþingi hlutaðist til um að komið yrði á fót sem alira-fyrst. Styrkveiting til búnaðarritsins stakk fundurinn upp á að yrði hjer eptir bundin þeim skilyrðum, að formi og stefnu ritsins sje breytt þannig: Ritið skal koma út í 6 heptum árlega, sem hvert sje eigi minna en 4 arkir í 8vo og ekki dýrari en 50 aura, heptin komi út á 2 mánaða fresti. Ritið skal flytja að miklu leyti hagfræðislegar ritgjörðir og skýrslur, sem sjeu sjerlega vandaðar og áreiðaniegar. Fundurinn gjörði ráð fyrir, að allsherjarbúnaðarfjelag landsins taki að sjer útgáfu ritsins, þegar það er komið á stofn, en þangað til veiti alþingi útgáfu þess nægilegan styrk til þess að halda því úti í áðurnefndu formi. 3. Kjötverzlun. Eptir nokkrar umræður var samþykkt tillaga í þá átt, að alþingi veiti ríflegt lán með vægum kjörum til að koma upp slátrunarhúsi í Rvík á- samt útbúnaði til að sjóða niður kjöt og reykja. 4. Verzlunarerindreki. Fundurinn mælti eindregið með því, að aiþingi hlutaðist til um, að ísland fái sjerstakan verzlunar- erindreka erlendis, til þess að útvega sem beztan markað fyrir verzlunarvöru landsins, og yfirleitt, að þingið gjörði allt sem í þess valdi stæði til að greiða fram úr verzlunarvandræðunum. 5. Reglubundinn vinnutími. Fundurinn óskaði eptir, að alþingi gjörði ráð- stöfun í þá átt, að leitað yrði álits alþýðu til sam- komulags um, hvort ekki mundi heppilegt að hafa hjá oss fastákveðinn vinnutíma um land allt. 6. Afnám lausafjártíundar. Fundurinn var því eindregið meðmæltur, að lög- in um lausafjártíund yrðu numin úr gildi, með því hann áleit, að tíund þessi væri eitt af því, sem að miklum mun heptir hjá oss sannar bún- aðarframfarir. 7. Tollmál. Fundurinn áleit æskilbgt, að lagður yrði hár tollur á innflutt jarðepli og smjörlíki. Um framanritað mál samdi fundurinn og sam- þykkti allítarlegar tillögur, er sendast skyldu al- þingi til athugunar. Auk þessara mála voru ýms fleiri rædd á fund- inum, svo sem: verkafólkseklan, notkun plógs og herfis við jarðyrkju, samvinna og fjelagsskapur meðal búfræðinga o. fl' Einnig ályktaði fundurinn, að búfræðingar úr öllum fjórðungum landsins skyldu hjer eptir halda með sjer fund annaðhvort ár. Lauk svo fundinum með því, að minnzt var með þakklæti þeirra sýslufjelaga, er sinnt höfðu fundarboðinu, en þó sjerstaklega Árnessýslu, er veitti ferðastyrk og sendi fulltrúa. Allsherjar búnaðarfjelag fyrir land allt var samþykkt að stofna á fundí búnnðarfjelags suðuramtsins 5. þ. mán. með 35 atkvæðum gegn 6. Mál þetta hefur legið lengi á döfinni, því að 6 ár eru síðan því var fyrst hreift af stjórn búnaðarfjelagsins. Enn er þó Vestur- amtið eigi lögformlega gengið í fjelagsskap þennan, en talið víst, að svo verði. Búnaðarfjelag suður- amtsins leggur mestallan sjóð sinn (eða 23,000 kr.) til þessa sameiginlega fjelags, og á því strandaði samkomulagið lengi, að amtsráð hinna amtanna vildu eigi ganga að þeim kostum, sem fjelagsstjórn bún.fjelags suðuramtsins hafði sett. En núerstofnun þessa allsherjarfjelags samþykkt og er vonandi, að það afreki eitthvað verulegt landbúnaðinum til nota hjer á landi. Fjeiaginu stjórna 12 fulltrúar: 4 kosnir á aðalfundi og 2 af hverju amti. Þeir mynda búnaðarþing, er kemur saman annaðhvort ár í Reykjavík, þá er alþing er haldið. Á þessum fyrsta stofnunarfundi voru kosnir í búnaðarþingið: H. Kr. Friðriksson, Eirikur Briem, Þórh. Bjarnar- son og Sigurður Sigurðsson búfræðingur, með hlutkesti. Hinir 8, sem kosnir eru í búnaðar- þingið eru; fyrir suðuramtið Guðl. Guðmundsson Býslum. og Þorl. Guðmundsson alþm. í Fifuhvammi; fyrir vesturamtið Júlíus Havsteen amtmaður og Guðjón Guðlaugsson alþm. á Ljúfustöðum; fyrir norðuramtið Ólafur Briem alþm. og Stefán Stefáns- son kennari á Möðruvöllum; fyrir austuramtið sjera EinarJónsson alþm.og Guttormur Vigfússon alþm. í stjórn búnaðarfjelags íslands hafa verið kosn- ir: Haildór Kr. Friðriksson formaður, sjera Eirík- ur Briem og sjera Þórhallur Bjarnarson. Rafmagnstrú. I öllum góðum íslendingum er nú að kvikna rafmagnstrú, — trú á það, að í ánum, fossunam og fljótunum sje framtíðarkraptur landsins fólginn, trú á það, að vatnsaflið og rafmagnið gjöri ísiand að iðnaðarlandi, auðugu, fjölbyggðu landi, — ein- hvern tíma. Þessi trú er að breiðast út nú á allra siðustu árum, og það er efalaust, að eptir nokkur ár verður hún almenn, að hvert mannsbarn fer að trúa á fossana, vænta þess, að þeir háværu herrar Goðafoss, Gullfoss og bræður þeirra leysi landið úr álögum; að fátæktin flytji hjeðan burt og feli sig í kolanámum Euglands og Ameríku, meðan fossarnir spinni íslandi gull og gæfu úr mörg þús- und ára gömlum jökuldyngjum. Því til jöklanna sækja árnar og fossarnir sitt eilífa afl. Jökuldyngjurnar eru forðabúr komandi kynslóða, forðabúr, sem safnað hefur verið í um þúsundir ára og sem aldrei þrýtur, meðan veturinn sjálfur fellur ekki úr. Þær eru bankinn, sem veita á gullstraum yfir allt landið á 20. öidinni, banki, sem er tryggður af norðurheimskautsins eilífu ísbreiðu og sem aldrei tæmist. Og þegar hverja jökulbreiðu er að skoða sem eitt útbreitt víxilblað, sem sumarsólin þverritar með sínum gullfingrum fyrir hvern sem hafa vill, þá verður gott að lifa á íslandi. Og það er ekki óskemmtilegt, að hugsa nú til þess, að allt starf norðanstormsins og stórhríðanna, sem í fyrndinni fylltu öræfin með ísi og jöklum, að allt hafi það verið gjört í þjónustu menningar 20. aldarinnar. Veturinn, sem á undanförnum öldum hefur svelt og deytt menn og fje, hann á að verða þjónn og þræll komandi kynslóða á voru landi. Heimskautaísinn verður þeirra akurlendi, þeirra tún og engi. Fjallaflögðin, stormur og stórhríðin verða þeirra vinnuhjú. Hvert stórhríðarjel, sem á veturna steypist niður yflr öræfln, fellur eins og korn eða hveitiskúr í forðabúr landsins. Hvert hríðarjel, sem fellur yfir fjallkollana, hríslast eins og gullskúr yfir landið á næsta sumri. Haglkorn vetrarins hringla sem klingjandi mynt í vösu ii landsmanna á sumrin. Við íslendingar förum að lifa á jöklunum. Þetta er evangelium rafmagnstrúarinnar. Og það er ekki ljót trú, þetta. í henni geta íslendingar orðið sælir langa lengi, — allt þangað til annar nýr guð og nú óþekktur steypir raf- magnsgoðinu af stóli. í ijósi þessarar trúar blasir landið við okkur eins og í fegurstu sóiskinsdraumum skáldanna. Því allt þetta hafa þau sjeð fyrir löngu síðan. Skáldin eru spámenn þjóðanna og árgalar mann- kynsins. Þau hafa langa-lengi boðað þessa trú.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.