Ísland - 15.07.1899, Blaðsíða 4

Ísland - 15.07.1899, Blaðsíða 4
48 ISLAND. Öll skáldin okkur á þessari öld, sem nú er að kveðja, hafa verið óþreytandi í því, að syngja jöklunum og fossunum lof og prís, — og er ekki eins og þau hafi verið að kveða vögguljóð 20. aldarinnar? Meðan við þekktum jöklana og fossana ekki öðruvísi en sem öflugar meinvættir, sem skildi sveit frá sveit, bæ frá bæ, og gjörðu okkur sam- göngurnar erfiðar, hefur þeim verið sungið óþrot- legt lof í ljóðum skáldanna. „Dar sem nm grænar grundir liða. skinandi ár að ægi blám“. „Guð er sá, sem talar í skáldsins raust“. Og því verður ekki neitað: Skáldin hafa boðað okkur þennan nýja, npprennandi tíma, meðan hann var ekki annað en draumur drottins. Þingtíðindaprentunin. Mús í landssjóðnum. Hjer í blaðinu var vakið máls á því haustið 1897, hversu útgáfu þingtíðindanna væri óhagan- lega fyrir komið og bent á, hvernig koma mætti henni í betra og haganlegra horf. En bezt væri útgáfunni komið, ef þingtiðindin yrðu stytt að stórum mun, ef hætt væri að prenta þingræðurnar orðrjettar, en aðeins gefinn útdrátt- ur af því helsta, sem fram hefur komið í umræð- unum. Þetta mál hefur komið til umræðu á nokkrum þingmálafundum í vor, og þar verið samþykkt, að hætta skyldi útgáfu þingtíðindanna. Að öllu leyti má þó ekki leggja niður þingtíð- indin. Því C.-deildin, eða skjalaparturinn, er ó- missandi. En það væri líka nóg að þingið gæfi út skjalapartinn ásamt stuttri frðsögn um það, hvernig umræðurnar hefðu gengið. Og útgáfunni ætti að vera hagað þannig, að hverju máli væri skipað út af fyrir sig, en ekki öllu grautað sam- an, eins og áður hefur gjört. Það gerir tíðindin miklu óaðgengilegri til lesturs. Hugsunin með útgáfu þingtiðindanna, eins og henni er nú fyrirkomið, getur ekki verið önnur en sú, að gefa mönnum kost á, að kynna sjer allt, sem sagt hefur verið 4 þinginu. En þar sem öll- nm mun koma saman um, að varla nokkurt manns- barn lesi tíðindin, þá ætti mönnum líka að geta komið saman um, að útgáfan sje svo gott sem ó- nýt, eða einskis verð. Þau eru seld á 3 kr., sem er afarlágt verð á jafnstórri bók. Tekjur landssjóðs af sölu tiðind- indanna frá 1897 er um 20 kr. — Það hafa þá selst 6 eða 7 eintök. Nokkur hundruð eintök eru send gefins út um land. En það er sagt, að þau liggji þar víðast hvar óuppskorin og óhreyfð. Því þær frjettir, sem almenningur kærir sig um af þinginu, eru blöðin búin að flytja löngu áður en þingtíðindin koma út. Það er ekki lítið fje, sem landssjóður hefur lagt fram í útgáfu þingtíðindanna. Og, einsog opt gengur, þegar kostnaðurinn er tekinn af almenn- ings fje, þá er ekki verið að „prútta". Prentsmiðju- eigendurnir hafa haft samtök með sjer, að undir bjóða ekki hvor annan, og þingið hefur svo orðið að taka boðum þeirra, hversu ósanngjörn sem þau í sjálfu sjer hafa verið. Nú í ár hefur Sigfús Eymundsson bóksali boð- ist til að taka að sjer útgáfu þingtíðindanna, A. og B. deildar. Útgáfukostnaður á þeim var 1897: 8344 kr. 97 au., en eptir tilboði Sigfúsar Eymunds- sonar mundi hið sama kosta 5985 kr. Það er þá 2359 kr. undirboð.1) En auðvitað ætlar þó hr. Sig- íús Eymundsson ekki að taka að sjer útgáfuna sjer í skaða, heldur aðeins að láta sjer nægja með „skykkanlegan“ ágóða. En Björn okkar hefur verið óseðjandi mús í landssjóðnum. (* Það eegir hr. Sigfús Eymundsson einnig, að ef hagan- lega yæri fyrirkomið ötsending þingtíðindanna og sölu, mætti þar spara landssjóði álíka háa upphæð. Um látinn mann. Það sögðu hann allir sómamann, en, sem og margan hendir nú, í glaumi lifsins glataði hann guði og sinni barnatrú. Eu víst er að hann fór vel með það, hann vantaði aldrei kirkjnna í. — svo dásamlega hann du’dl það, að drottinn tók ekki eftir því. í himnaríki hann er nú, — það heyrði jeg prestinn segja — Þar spyr víst enginn eptir trú, ef menn bara þegja. b. „Átrúnaði á aumlegt goð allflestir nú hafua, illa hreistrað isuroð Axlar-Bjarnar nafna“. Hyað sem höfundur þessarar yísu kann nú að hafa átt við með henni, þegar hún yar kveðin, þá yirðist ekki fjarri lagi að fara að heimfæra hana uppá Björn ísafoldarmann og blaðið hans. Það hefur úþreifanlega sýnt sig í vor, að menn hafa almennt óbeit & þeim báðum. Þingflokkur sá, sem hefur haft þau undir hendi síðnstu tvö árin, kvað nú vera fulltrúa á, að meðmæli þeirra hafi stórum skemmt fyrir málstað hans meðal landsmanna. Þetta er sárgrætilegt fyrir anmingja Björn, sem í einfeldni sinni hef- ur haldið, að hann hefði svo mikið að segja um öll landsmál. Hann hefur haldið, að hann væri ómissandi þarfaþing við hvert mál og alstaðar reynt að troða sjer fram. En lands- lýðurinn virðist hafa fengið einhverja ólukkams ótrú á hon- um. Og það ber jafnvel hvað mest á þessu hjerna í ná- grenninu við hann. Keykvíkingar, sem annars eru vanir að vera hægir og siðlátir á öllum opinberum fundum, þeir uss- nðu og fussuðu í hvert sinn, sem karlskjátan bað um orðið á þingmálafundinum í vor. En þetta er ljótt og ættu sið- aðir menn alltaf að varast slikt. Það var líka óþarfi i þetta sinn, því allir vita svo sem, að það hefur engin áhrif, hvað Björn okkur „malar“. Annað eins og þetta er ekki til annars en ergja illt skap. Annað dæmi má nefna frá bókmenntafjelagsfundinum síðast. Það var fullyrt hjer um bæinn dagana fyrir fundinn, og mun lika hafa verið satt, að sendlar frá ísafold hefðu verið á trítli marga daga til þess að fá menn til að endurkjósa ekki Björn rektor Ólsen fyrir forseta. Enhafi þessi tilraun þeirra haft nokknr áhrif, þá hafa þau verið gagnstæð því, sem til var ætlazt, því rektor var kosinn nær því i einu hljóði. Björn er farinn að finna til þessa og tekur það sárt, eins- og von er. Hann virðist vera orðinn sannfærður um, að menn lesi ekki með neinni ánægju það, sem sjálfur hann skrifar i ísaíold, og því er hann nú að mestu leyti hættur því, nema hvað hann kreistir úr sjer skammagreinar við og við, sem nú orðið hafa þau ein áhrif, að vekja hlátur á hans eigin kostnað. Earlinn ætti að sjá það sjálfur, að hann er ekki orðinn maður til að vera að amstrast í öllum hlutum. Amstrið og gremjan sem hann hefur átt í þetta vor, hefur haft þau á- hrif á hann, að hann er orðinn gegnhvítur, eins og njálgur, og heilavjelin er alltaf í ólagi. Hann er opt á vappi einn um göturnar og spjallar þá hátt við sjálfan sig, heldur hróka- ræður, og má hann alvarlega vara sig á, að opinbera ekki á þann hátt pólitíska leyndardóma, sem hann ef til vill hefur lofað að þegja yfir. Nýlega mætti honum maður á Austurgötu; gekk karl þar einn, horfði niður í götuna og var í ákafa að „disoutera" við Þjóðólf, svo hátt, að vel hefði heill söfnuður mátt heyra. „Ámæli enginn öldruðum þegn, þó aldiö með öli auki hann megn“. Kr. Jónsson. „ísland“ hefur verið beðíð fyrir eptirfarandi línur: „Hjer um daginn var jeg staddur inni i . . . búð ásamt fleirum, á að gizka 8—12 manns. Kom þá stúlka inn í búð- ina, að líkindum nýlega komin hingað til bæjarins, og stað- næmdist fyrir framan borðið. „15 bjóra handa honum Birni ritstjóra“, sagði hún. Hún hafði ekki peninga með sjer. Afgreiðslumaðurinn ljet bjórana undir eins og stóð ekki á því, að Björn fengi „krítina". Allir sem inni voru brostu, en stúlkan gekk út með drykkinn. Afgreiðsumaðurinn skrif- aði í bók sina (jeg Ieit yfir öxlina á honum): „Ritstjóri Björn Jónsson fimmtán bjórar með flöskum“. Af þvi að svo margir voru þarna viðstaddir, og lika afþví, að svo mikið hefur verið talað um þennan þjóðkunna bindindismann und- anfarandi, þá breiddist sagan strax út. „Hefurðu heyrt það? Ætli það sje satt, ha?“ — „Nei, skyldi það vera satt, ha?“ Náunginn. Já. Þaðsem hjer segir á undan, er, að minsta kosti aðal- atriðið 8att. Ritstjóri „Isl." hefur grennslast eptir því, áður en hann tók greinina. Dreyfus er nú kominn heim til Frakklands og stje þar á land 1. þ. m. Hann kvað hafa góða heilsu, en er orðinn grár fyrir hærum. Hann er enn undir hermannagæzlu. Nýiitkomið: Heima og erlendis, nokkur ljóðmæli, eptir Guðmund Magnússon. Fæst hjá bóksölum. Verð 60 au. Börnin segja að Æ SK. AKT sje kezta blaðið. 4 ♦ I ♦ $ Baðhúsið í Rvík er opið á hverjum degi frá kl. 7—10, árdegis og þar að auki á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 10 árdegis til kl. 8 síðdegis, og á sunnudögum frá kl. 10 —12 árdegis. Baömiöar fást í Iönaöarmannahúsinu hjá Ólafi prentara Ólafssyni. Heit kerlaug kostar........60 aura Ef 10 baömiöar eru keyptir í einu 50 — Kalt steypubaö kostar ..... 25 — Ef 10 baðmiðar eru keyptir 1 einu 15 — Eptir kl. 4 síðdegis á miövikudögum er baðhúsið aö eins opiö fyrir kvennfólk. ♦

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.