Alþýðublaðið - 21.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. jj Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. f Skrifstoi'a á sama stað opin kl. I 9V2—10 v3 árd. og kl. 8—9 síðd. iSimar: 988 (afgreiðslan) og 1294 J . (skrifstofan). ^ Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,50 á J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver mm. eindálka. \ Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Nýtt skilningarvit Eftir Þórberg Þórðarson. VI. Hér pykir mér vei henta að blaka við nokkrum mótbárum. sem ýmsir kasta fram gegn es- perantó, oftar af illa innrættri á- stríðu tii að punta sig með „sjálf- stæðum skoðunum" heldur en virðingu fyrir skynsamlegum nið- urstöðum, eins og tíðum vill við brenna hjá hinurn hégómlega þrætugjörnu löndum mínum. Ein, af pe sum „sjálfstæðu skoð- unum“ gegn esperantó hljóðar svo: Fjarskyldar þjóðir hljóta að bera esperantó svo ólíkt frarn, á'ð þær skilji ekki hver aðra. Ailir, sem ekki hafa eyðilagt dómgreind sina á íslenzkri þrætugirni, munu þó sjá, að esperantó stendur ekki hallara fæti í þessu efni en mælt mál, til dæmis enska, er jafnvel íslenzkir sérvitringar þykjast þó engu síður geta bjargað sér með austur i Rússlandi en suður á Spáni. Ef Rússi eða Spánverji heyra ensku svo líkt framburðar- táknunum í enskunámsbók Geirs rektors Zoega, að íslenzkur fisk- sali getur talið þeim trú um anzi lélegar markaðshorfur fyrir ís- lenzkan saltfisk í Rússlandi eða á Spáni með því að lýsa fyrir þeim „þessum erfiðu tímum“ á ensku, þá virðist mér álíka auðsætt, að Tússneskur eða spænskur esper- antisíi myndu einnig heyra es- perantó svo svipað talreglunum í kensiubök Porsteins Porsteirsron- ar hagstofustjóra, að veslings fisksalinn ætti fult eins vel að geta fengið þá til að kenna í brjósti um dorleg't ástand sögu- þjóðarinnar með því að rekja raunir íslenzkra togaraeigenda á esperantó. Sannleikur allrar þessar hugs- unarioðmollu er sá, að í hinum mæltu málum er rniklu meiri hætta á mismunandí framburði og af mismunandi framburði fjar- skyldra þjóða heldur en í es- perantó. Sú hætta stafar einkum af því, að í mæltu málunum eru mörg hiljóð svo óskýr eða iík hvert öðru, beygingar orða svo vitleysislegar og áherzlur svo rugJingslegar, að oft má engu muna, til þess að framburðurinn verði óskiljanlegur jaínval háska- legur. I esperantó eru flest hljóð aftur á móti hvert öðru svo ó'ík og orð- myndir allar svo skýrar og skil- merkilegar, að engin hætta er á misskilningi, þó að lítið eitt sé- vikið frá réttum framburðarregl- lum. Hér við bætist sú geysilega hagkvænmi, að beygingar orða og áherzla í esperantó eru svo ein- faldar, reglubundnar og eðlilegar, að það gerir talandanum og heyr- andanum margfalt hægara fyrir um álian framburð og skilning málsins. Annars er reynslan hér sem elia áreiðanlegra sönnunargagn en raka'ausir loftkastalar þekkingar- lausrar þrætugirni. Þetta sönnun- argagn eru alþjóðáþing esperant- ista. Þau taka af allan vafa um möguleika fjarskyldra þjóða til að tala saman og skilja hver aðra á esperantó. Esperantistar hafa nú haldið 18 alþjóðaþing. Fyrsta þingið kom saman árið 1905 í Boulogne sur Mer. Seinasta þing- ið var háð í Edinborg síðast liðið sumar. ÖIl þessi alþjóðaþing hef- ir fólk sótt úr flestum löndum heims. Þingheimur hefir oft skift þúsundum. Þar hafa menn frá fjarskyldustu og ólíkustu þjóðum rætt sarnan reiprennandi á esper- antó eins og á sameiginlegu móð- urmáli. Menn flytja tölur og lang- ar ræður blaðalaust af jafnmikilli mæisku og andríki á esperanto ein,s og þeir væru að tala móður- mál sitt. Og fögnuðurinn og Jófa- takið, sem kveður við um hinn volduga áheyrendasal, þegar ræðumaðurinn kastar fram fyndni eða varpar yfir mannsöfnuðinn andríkri hugsun, sýnir ótvírætt, að áheyrendurnir skilja ofurvel, hvað hann er að segja við þá. Ræðumaðurinn getur verið Eng- lendíngur, Frakki, Þjóðverji, Dani, Svíi, Spánverji, ítali, Tékkóslóv- aki, Pólverji, Rússi, Grikki, Ind- verji, Kínverji, Japani, Ástraiíu- maður, Bandaríkjamaður, Brasi- líumaður, jafnvel íslenzkur „klas- siker“, — áheyrendafjöldinn skil- ur hnnn samt sem áður. Á þing- um þessum eru fiutt erindi um hávísindaleg efni, leiknir sjónleik- ir, flutíar guösþjó.nu tur og haldn- ir samsöngvar, — alt á esperantó- Aiþjóðaþing esperahtista í Ed- Snborg í sumar sóttu 960 manns úr 36 löndum. Sumarið 1921 féll mér sú mikla ánægja í skaut að sitja fjölment alþjóðaþing guð- spekinga í Farísarborg. Tvímæla- laust tel ég það þó hátíðlegasta atburðinn í iífi mínu að vera staddur á alþjóðamóti esperant- ista í Edinborg Hvílík lyfting! Hvílík fegurð! Hvílíkur áhugi' Hvílík vissa! Hvílík sainúð! Hví- lík undraverð hagkvæmni! Þar var ég heyrnar- og sjónar-vottur að því, að menn frá fjarskyldustu þjóðum töluðu saman á esper- antó um sundurleitustu málefni, reiprennandi, leikandi. Alls staðar hljómaði þetía einfalda, hreim- fagra mál, í fundarsölunum, í Iveitingahúsunum, í sörghöllunum, á gangstéttunum, í sporvögnun- iiun, í eimlestunum, á skemtiskip- unum, í danzhöllinni. Andrúms- loftið var þrungið af alþjóðlegri ‘ samúð. Þá fyrst lifði ég það marghædda sálarástand, sem ég hefi gert mig hiægilegan með að kalla bræðralag alþjóða. Og í hvert sinn sem hymni esperantista hljómaði frá brjóstum hinna 36 þjóða, fór hátíðleg hrifningaralda um gervallan mannsöfnuðinn: En la mondon venis nova sento. Tra la mondo iras forta voko. Per flugiloj de facila vento nun de loko flugu gi al loko. Ne al glavo sangon soifanta gi la liornan tiras familion: A1 la mond’ eterne militBnla gi promesas sanktan harmonion. Ég rnátti heita byrjandi í es- perantó, þegar ég sótti alþjóða- þingið í Edinborg. Ég hafði þá: lesið samtals um 150 blaðsíður í esperantiskum bókmentum. Og- esperantó hafði ég að eins heyrt talað tvær kvöldstundir heima hjá dönskum esperantista í Kaup- mannahöfn. Þegar á þingið kom, gat ég þó skilið mælt esperantó sæmilega og gert mig öðrum skiljanlegan. Ég átti viðræður við Skota, Englendinga, Dani, Þjóð- verja, Frakka, Japana og Banda- ríkjamenn á esperantó mér og°' þeim að góðu gagni. Framburðar- mismunar gætti lítið og varð ekki til neins trafala í samtalinu. Full- yrðingin um mjög ólíkan 'fram- burð fjarskyldra þjóða á esper- antó er því helber heilaspuni. Önnur mótbáran, sem einatt klingir við gegn esperantó, er á þá leið, að það muni greinast í mállýzkur, þegar tímar líða. Á siíkri sundurgreiningu er þó ekki ýkjamikil hætta. Fyrst og fremst er þess að gæta, að í landi hverju veröur notkun og fræðsla í es- perantó undir eftirliti valdrar nefndar, er kostar kapps um að fyrirgirða allar þær breytingar á málinu, sem valdið gætu veru- legum erfiðleikum í alþjóðlegum viðskiftum. Þessar nefndir verða aftur hóöar umsjá sérfróðrar ai- þjóðanefndar, sem gætir alþjóð- legs samræmis í allri meðferð málsins. Þess er og að vænta, að sam- göngur milli landa og heimsálfa örvist æ meira og meira eftir þvi, sem samgöngutækin batna, þjóðfélagsskipunin fuilkomnast og alþjóðleg vitund og viðskifta- þörf einstaklingsins færir út kví- arnar. Heimsborgarar 21. aldar- innar munu 'afnve'. kenna í brjósti um þessa kynslóð sem einangrað- an og úrkynjaðan skrælingjalýð. En sívaxandi samgöngur og al- þjióðleg viðkynning á aftur mikinn þátt í að hindia sundurgreiningu alheimsmálsins. Bókmentir esperantós gera og að sjálfsögðu geysigagn, tii þess að varðveita samræmi þess og einingu. Eftix nokkra áratugi verða espeiaatiskar bókmentir sennilega meiri en bókaforði nokkurrar þjóðtungu. Sérhver rit- höfundur framtíðarinnar, sem tel- ur sig nokkurs virði, skrifar bæk- ur sínar á tveimur tungumálum, móðurmáli sínu og alþjóðatung- unni esperantó. Ritverk hans verða seld og lesin alia leið aust- an frá Japan vestur að Kaliforníu á Kyrrahafsströnd. En það, sem mestu máli skiftix! um einingu alþjóðamálsins, er þó sennilega þetta: Esperantó verður ekki daglegt mál, er komi í stað- inn fyrir hinar töluðu tungur. Es- perantó verður að eins hjálpar- mál í viðskiftum þjóða og ein- staklinga, sem ekki skilja móður- mál hvers annars. En það er eink- um hin daglega beiting mæltra mála heima fyrir, sem öllu öðru fremur er orsök í byltingum þeirra og breytingum. Að þessu leyti stendur esperantó mæltu málunum betur að vígi í að varð- -veita samhengi sitt. Mæltu málin: sýna þó einmitt, hve esperantö er lítil hætta búin af sundurgrein- ingu eða stórstígum breytingum. Mælt mál hafa mjög lítið skekst úr skorðum, síðan, farið var að kenna þau almenningi í skólum og prenta á þeim blöð og bæk- ur. Og því meiri tíma sem unt er að verja til kenslu í einhverju máli, því minni hætta er á, að samhengi þess við fortíðina glat- ist. Þekking er hemill á stjórnleysi tungunnar. Einhvern tíma kemur sá dagur, að esperantó verður skyldunámsgrein í öilum skóium um víða veröld. Þá verður es- perantó eina tungan, sem almenn- ingi verður iögboðið að læra auk móðúrmáls síns. En slík áiðabót mundi spara skólunum svo mik- inn tíma, að þeir ættu auðvelt með að veita nemendunum marg- fait fullkomnari þekkingu í þess- um tveimur málum en tími vinst til nú í nokkru tungumáli, þar sem grautað ejr í mörgum og ekk- ert lært að veruiegu gagni. Es- perantó myndi því stuðla stórum að móðurmálsþekkingu almenn- ings. En hún myndi aftur treysía samhengi tungunnar við umliðnar aldir. Esperantó myndi því vera þeim mönnum sérstaklega kær- kominn freisari, sem berjast fyr- ir samhengi máls og bóklegrar menningar, það er að segja, ef þankagangur þeirra væri ekki sá raunalegi óskapnaður, sem jafn- veí Guði almáttugum er ofvaxið að finna snefil af skynsamlegu samh-engi í. Hér með er þó livorki sagt né talið æskilegt, að esperantó standi eilíflega í stað. Esperantó hlýtur að þroskast og breytast að sama: skapi, sem menning og mannleg tagsun þokast í áttina til meiri fullkomnunar. Gömul orð leggj- ast niður, og ný orð verða tekin hpp í málið í þeirra stað. Orð- um og orðatiltækjum fjölgar eft- ir því, sem menning og hugsun (verður margbreyttari. Setninga- skipunin lagar sig eftir aldarhætt- inum. Og jafnvel má gera ráð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.