Nýja öldin - 15.12.1897, Qupperneq 1
NÝJA ÖLDIN.
I, 15.
Reykjavík, Miðvikudag 15. December.
1897.
Til minnis.
Bœjarstjórnar-iundir i. og 3. Fmtd. í mán., kl. S
síðd.
Fátœkranefndar-tunáir 2. og 4. Fmtd. í mánd.
kl. 5 siðd.
Fomgriþasafnið opið Mvkd. og Ld., kl. 11—12
árdegis.
Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdcgis til 2 síð-
dcgis. — Bankastjóri við kl. ti72—i5/7. —Ann-
ar gæzlustjóri við kl. 12—1.
Landsbókasaf nið: Lestrarsalr opinn dagl. kl. 12
—2 síðd.; á Mánud., Mvkd. og Ld. til kl. 3
sd. — Utlán sömu daga.
Náttúrugriþasafnð (í Glasgow) opið * Sunnu-
dögum kl. 2 —3 síðd.
Sofnunarsjóórinn opinn í bamaskólanum kl. 5—6
síðdegis 1. Mánud. í hv. mánuði.
In nýja bylting í iðnaði.
Það er að vísu afarlangt síðan
mennirnir lærðu að hagnýta sér vatns-
aflið. Vatnsmylnur, og sögunarmyln-
ur knúðar vstnsafli, þekkja flestir, og
menn hafa notað vatnið á þann hátt
frá því í fornöld, til að snúa hjólum
eða spjaldakarli. En með því móti
vóru menn bundnir við að hagnýta
aflið rétt við fossinn eða strauminn.
Það er nú fyrst á allra síðustu árum,
mest síðan 1890, að menn hafa farið
að geta hagnýtt vatnsaflið í talsverðri
fjarlægð og þvf að miklu meiri mun en
áðr, og er það auðskilið, hverja þýð-
ing það getr fengið, að geta hagnýtt
þannig þá miklu aflsuppsprettu, sem
fólgin er í vatninu og að mestu leyti
hefir verið ónotuð til þessa í heimin-
um.
Vatnsafl í kola stað.
Siðustu ár þessarar aldar hafa
leitt inn þá nýjung eina, er hlýtr að
hafa í för með sér stórkostlega og
afleiðingaríka bylting i flestum iðn-
aði og verða þýðingarmeiri en flestar,
ef eigi allar, aðrar nýjungar vorrar
nýjunga-auðugu aldar.
Nýjung þessi er sú mikla framför,
sem hagnýting vatnsaflsins til fram-
leiðslu á rafmagni hefir tekið síðustu
sex árin bæði 1 Norðrálfunni, og þó
einkum í Vestrheimi. Framför þessi
hefir verið svo mikil og hraðfara, að
þess má virðast skamt að bíða að
vatnsaflið og rafmagnið verði svo al-
nient hagnýtt í þjónustu iðnaðarins
a<"^ það útrými kolum og eimvélum
úr verksmiðjunum.
En þegar þetta kemst á, þá flyzt
líka aðsetr iðnaðarins burt úr kola-
námalöndunum og til þeirra landa,
sem hafa straumár og fossa.
Það er ekki svo mjög fyrir það,
lyað þekking manna á náttúru raf-
™afsins úefir aukizt þessi ár, eins
lærzt^ llvað mönnum hefir
hafa funkom ^gnýta þa0 °S menn
bessarn k mnað tæki öll og áhöld til
pessara nota, aö r.,r
meira . 0 rafmagmð er nu æ
meira 02^ meiro u
verksmiðjum. ^gnýtt við iðna3i
menn nota hundíuðbúT °“í .
o a a , 0 Pnsunda af hest-
oflum1) vrð iðnað þa„nig að afljð e[
fossa” agn Clðslu lil fjarlægra
^Vélafl er mælt með þVf
' eða afl það, scm þarf til að
á einni sekúndu tiltekinni punc
Uln fet (rfetpund") eða tiltc
tolu kí ógramma i metra(»kílógra
metn ). I Englandi eru 500, í
morku 480 fótpund> ega> þar
metramál tíðkast, 7s kílógrammi
ar, tahn 1 hestafl. (£n í raUn
cr afl hests eigi svo mikið).
J- ó-
Eftir að menn höfðu fundið gufu.
vélina og hún tók að innleiðast, var
að miklu leyti hættvið aðnota vatns-
magnið; var það einkum fyrir þá
sök, að inar nýjari iðnaðaraðferðir
þurftu á svo miklu afli að halda, að
vatnshjólin gömlu gátu ekki látiðþað
í té. Fyrr meir þótti það geysimikil
verksmiðja, sem þurfti 100 hestöfl.
Á meðan svo stóð, gat vatnshjólið
dugað, því að það gat látið svo mik-
ið í té, ef vatn annars var nægt. En
svo fór iðnaðaraðferðinni það fram,
eða hún tók þeim breytingum, að ein
verksmiðja þurfti á að halda mörg
hundruð hestöflum, eða, ef til vill,
þúsund hestöflum, og þá dugði vatns-
hjólið ekki lengr; svo mikið afl gat
það ekki í té látið; og því urðu menn
að hverfa frá því til eimaflsins.
Svo var annar hængr llka á
vatnsaflinu; beztu uppsprettur þess
(fossarnir) liggja einatt allfjarri hafi,
og eigi ósjaldan í fjall-lendi, þar scm
ílt er til flutninga. til og frá. í Nor-
egi [og Islandij t. d. og víðar streymdu
þúsundir hestafla —það er: peninga-
virðis— niðr í háum fossum, þar sem
engum gat til hugar komið að reisa
verksmiðjur, uppi í fjöllum og tor-
færum fjarri hafi og lendingum. Það
borgaði sig ekki að nota það; það
var enda ódýrra að byggja verksmiðj-
ur niðri við sjóinn, þar sem góðar
vóru hafnir eða lcndingar, og nota
innflutt útlend kol fyrir hreyfiafl.
En nú eru tvær uppfundningar
komnar, sem ryðja úr vegi þeim tor-
færum, sem fjarlægðin olli. Önnur er
lúrbínan (eins konar vatns-hverfi-hjól);
hin er aflflutningr rafmagnsins.
Túrbínan gerir mönnum auðið
að hagnýta miklu meira vatnsmegin
og hærri vatnsföll en áðr. Fyrr var
sjaldan hægt að nota vatnshjól við
hærra vatnsfall en 20 feta; en nú er
túrbínan notuð í Níagara-fossunum
við 210 t'eta hæð, og í Kaliforníu við
1,400 feta fallhæð 1 Og fallhæðin hef-
ir mikil áhrif á aflmeginið. Eins og
áðr var sagt, gátu gömlu vatnshjólin
ekki látið meira afl í té en alt að
100 hcstöflum ; en nú nota menn við
Níagara túrbínur, sem hver um sig
lætr í té yfir 5000 hestöfl.
Svo bætist hér nú við aflflutningr
rafmagnsins, sem getr tekið þetta af-
armikla aflmegin vatnsins á afvikn-
um stöðum uppi í fjöllum og flutt
það yfir klungr og torfærur á þá
staði, þótt 1 margra mílna fjarlægð
sé, sem samgöngur eru greiðar við.
Og svo ódýrt er vatnsaflið á mörgum
stöðum, að þótt flytja þurfi þannig
aflið langar leiðir með rafmagni (og
þó að talsvert afl tapist við flutning-
inn), þá getr það þó, í 15 til 160 kíló-
metra fjarlægð frá vatninu orðið ódýr-
ara en jafnmikið afl, scm fiamleitt
væri með kolum.
Menn mega ekki gleyma því, að
það eru ekki nema 6 ár síðan menn
komust upp á þennan aflflutning.
Að eins við in helztu sllk fyrirtæki í
Bandaríkjunum eru þó nú á þennan
hátt notaðar75 þúsundir hestafla, sem
von bráðara verða aukin um 15,000;
og eru þá als ekki með taldar mjög
margar smærri aflleiðslur við minni
háttar fyrirtæki.
Næst eftir Ameríku kemr í þessu
efni ið litla Svissland með 32,000
hestöfl, sem senn verða aukin upp í
48,000. Þar næst er Frakkland með
18,000 hestöfl ; en þar verða þau og
bráðum orðin 30,000 (þegar leiðslan
við Lyons er fullger). Þjóðverjaland
er hér aftarlega í röð ; þarer eiginlega
að eins um eitt slíkt ‘stórfyrirtæki að
ræða enn sem komið er; en það not-
ar líka 16,000 hestöfl þegar það cr
fullgert (en það er það ekki enn).
Italía notar 18,000 hestöfl af vatns-
megni sínu. I Noregi og Svíþjóð er
talið að á þennan hátt sé hagnýttar
10 til 20 þúsundir hestafla í hvoru
landinu um sig.
I stórlöndunum, sem hafa mikinn
verksmiðjuiðnað, er allr hvílir á eim-
I afli (gufu), svo sem í Englandi og
Þjóðverjalandi, eru menn nú þegar
farnir að finna til samkepninnar af
hendi ins nýja hreyfiafls, vatnsaflsins,
sem flutt er með rafmagni. Sú tíð
virðist bráðlega hljóta að fara í hönd,
að vatnsafl flutt með rafmagni hafi
svo mikla hagsmuni 1 för með sér
fram yfir eimaflið, að mörg stórkost-
leg verksmiðjufyrirtæki hljóti að flytja
sig burt úr kolalöndunum og til
þeirra landa, sem hafa nægt og hent
ugt vatnsafl. Það má því búast við
að sjá verksmiðju-iðnaðinn halda stór-
kostlega krossmessu og flytjast vist-
ferlum í ný lönd; en afþyí hlýtr aftr
að leiða ýmsar byltingar eða stórfeld-