Nýja öldin - 16.04.1898, Qupperneq 2
150
HT'É'JA ÖLDUNT
kemr út hvern Laugardag
(og oft endrarnœr, alls 72 tölbl. um árið).
Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg. — 90 au.
ársíjörð. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. —
5 sh. — doll. 1.25 — árgangrinn.
Ábyrgðarmaðr:
Jón Ólafsson,
(Glasgow-Msi, 2. lofti, norðrenda).
Aðal-umboðsmaðr blaðsins, SignrOr Krist-
jftnsson bóksali, annastsöluog útBending,—
Aftrrciðslustofa uppi yfir Landsbankanum.
Prentuð i Félagsprentsmiðjunni.
Sprengivél á sjávarbotni hefði þvi
hlotið að valda slysinu.
í>jóð og þing í Bandaríkjunum
eru in æstustu, og vilja fyrir hvem
mun segja Spánverjum hemað á
hendr þegar. E>ingið hefir veitt 50
milíónir dollara (187 */* milíón króna)
til hemaðar úthúnaðar, og Banda-
ríkjastjórn hefir keypt tvö stór og
vel vönduð herskip írá Brasihu og
er að fala herskip til kaups hver-
vetna í Norðrálfu. Sandy Hook,
tangann mikla fram undan New
York, er verið að víghúa í óða önn,
setja þar upp vamarvirki. Atlants-
hafs-flota sinn hafa rikin dregið sam-
an við Key West, en þaðan erfárra
stunda sigling til Kúha.
Bandamenn heimta af Spánverj-
um fullar bætr fyrir „Maine“, sem
þeir segja sprangið í loft upp iyrir
óverjandi skeytingarleysi Spánverja
að minsta kosti, þótt þeim sé eigi
verra eignað. Svo heimta þeir, að
þegar só ger endir á ófriði á Kúba
og sakir gefnar upp uppreisnarmönn-
um, en eyjan gefin frjáls, og bjóð-
ast Bandaríkjamenn þá til að borga
Spánverjum fébætr fyrir missi eyjar-
innar.
Þessum kröfum þykjast Spánverj-
ar ekki geta tekið, að minsta kosti
ekki inni síðustu, um að sleppa eyj-
unni alveg undan sínu valdi. í>ó
segja síðustu fregnir (2. þ. m.), að
stjómin spænska muni hafa verið
farin að taka i mál að láta Kúba fá
fult frelsi, svo að hún yrði óháð að
öllu nema nafni, en spænska vóið
(flaggið) vildu þeir láta blakta yfir
eynni og skyldi landstjóri hennar
skipaðr af Spánarstjórn. Það var
mælt, að Bandaríkjastjóm mundi
vilja hafa fullnaðar-svör innan viku
(fyrir 9. þ. m.), og var talið vist að
Spánverjar mundu láta svo undan,
að eigi yrði af ófríði.
Spánverjar eiga annars í vök að
verjast nú, þeir höfðu látið undan
ýmsuin kröfuin uppreisnarmanna á
Filippus-eyjum og sefaðist við það
ófriðr um hríð. En nú sótti í forna
horíið, og var ný-vakin uppreisn á
ný þar á eyjunum. Bandaríkin
höfðu nú nokkurn flota herskipa í
Hong Kong, og var mælt að þeir
hefði þau albúin til að bregða við
og til Filippus-eyja, að taka þær, ef
til ófriðar drægi við Spán.
Enn var og uppreisn ný í Puerto
Rico, en það er ey stór, sem Spán-
verjar eiga, langt nokkuð austr af
Kúba, svo að St. Domingo liggr á
milli.
— Eína. Eins og þegar hefir verið
lauslega getið í þessu blaði, hafa
Itúsar fengið hafnir tvær hjá Kín-
verja-keisara. Það gekk svo til, að
Rúsar föluðu fyrst af Kínverjum að
leigja sér hafnirnar Port Arthur og
Talíenvan uin 99 ára tíma. En er
Kínverjar tóku því fjarri í fyrstu,
þá vöktu Rúsar athygli þeirra að
þvf, að rúsneskr her, 15000 manns
að tölu, stóð undir vopnum í Mand-
sjúrí, sem er kínverskt land, og er
þaðan bein leið og greið til Port
Arthur. Bretastjórn lagði nú að
Kínverjum að neita bón Rúsa. En
Englar höfðu eigi viðbúnað eins mik-
inn þar eystra eins eg Rúsar. Treyst-
ust Kínverjar því eigi að neita al-
veg bæn, er var svo öfluglega studd.
Varð það úr, að þeir leigðu Rúsum
báðar hafnirnar um 25 ár og eiga
Rúsar að hafa fullan drottinrótt yfir
borgum þessum og landspildu um
þann tíma, og vita allir, að þetta er
sama sem afsal um aldr og æfi, því
að aldrei hafa þess dæmi þekzt að
Rúsar hafi nokkru sinni ótilneyddir
aftr skilað neinni landspildu nein-
staðar í heimi, sem þeir hafa einu
sinni klófest. -— Bretum likar þetta
illa, en verða þó svo búið að hafa.
Þykir Salisbury lávarðr hafa látið
hér á sig leika og hefir engan veg
af. En reyndar hafa þeir sjálfir
byrjað þennan ráns-leik austr þar,
er þeir neyddu Kínverja til að láta
sig fá Hongkong. Nú er mælt að
þeir búist til að taka á sitt vald
eyjaklasa þann, er liggr fram undan
Shanghai og út af mynni Jangtse-
kfang-fljótsins.
Rúsar fengu leyfi til að leggja
járnbraut gegn um Mandsjurí til
þessara nýju hafnarbæja sinna, og
verðr þar endastöð innar miklu
Síberíu-brautar þeirra, er nú er langt
á veg komin. Port Arthur vig-
girða þeir, en Talíenvan á að verða
höfn með frjálsum aðgangi fyrir all-
ar þjóðir. Þó áskilja Rúsar sór að
tolla varning, er þangað er fluttr.
Japansmenn eiga í næsta mánuði
að fá fullgreiddan herkostnað sinn,
er Kínverjar eiga að borga þeim, og
þykir tvísýna á að skil verði þar
gerð. En Japansmenn hafa Wei-
hai-wei að veði fyrir gjaldinu, og
hafa þeir látið í ljósi, að eins og að-
farir annara þjóða væru nú við Kin-
verja, þá gæti ekki til mála komið
að Wei-hai-wei verði skilað aftr að
sinni, þó aö Kínverjar greiði skuld
sina að fullu.
Af því að Rúsakeisara hefir, ef til
vill, þótt tvísýnt, að aðrar þjóðir
þyldu þegjandi yfirgang Rúsa í Kína,
þá bauð hann hér um daginn, að
250 mílíónum króna skyldi varið til
flotamála auk þess, sem áðr hefði
verið til þess ætlað í fjárhagsáætlun
ríkisins. Svo senda Rúsar og nú
hvert herskipið á fætr öðru með
2000 hermanna frá Svartahafi austr
til Gulahafs (Kínahafs).
Rúsar höfðu trygt sér samþykki
Þjóðverja og Frakka til aðfara sinna
austr frá. Þjóðverjar fengu sér líka
annan bitan (Kjá-tsjá), sem fyr er
getið í „N. Ö.“. Er mælt að kola-
höfh sú muni verða þeim ærið dýr,
því að þeir muni mega kosta 7—8
milíónum kr. árlega upp á hana, og
segja kunnugir, að það muni aldrei
borga sig.
Frakkar hafa heldr ekki látið sitt
eftir liggja. Þeir heimtuðu líka af
Kínverjum að fá höfn „leigða“;
Leitsjá heitir hún og er á suðr-odda
Kínlands, beint upp undan allstórri
eyju, Heinan. Auðvitað urðu Kín-
verjar að veita þeiin þá bæn.
— Frakkland. Þaðan má þess geta,
að Zola hefir áfrýjað máli sínu til
ónýtingar-dóms. Er nú talið all-lík-
legt að dómr sá ónýti málið af forms-
ástæðum (höfðað af röngum aðila).
Er svo mælt, að það muni viljivera
Meline’s, stjómarforseta, að svo
verði. Honum lizt illa á að hneppa
Zola í fangelsi, og hyggr það veki svo
mikla æsing, að þá verði eigi með
neinu móti undanfseri til lengdar frá
að taka upp á ný Dreyfuss-málið.
Er mælt hann mundi una því bezt,
að dómrinn yfir Zola yrði ónýttr, og
rnundi þá málið verða látið deyjaút
við það (ekki höfðað á ný). — Þeim
kvað nú annars vera að fjölga smátt
og smátt í Frakklandi, er farnir eru
að trúa á sakleysi Dreyfuss, og er
sagt að það, sem fram kom undir
Zola-máls rekstrinum, eigi mikinn
þátt í þessari straumbreyting.
— Andri sænski. „ísaf.“ hefir það
eftir skozlcu blaði 6. þ. m., að Andri
loftfari sé kominn til mannabygða,
kominn fram í Klondyke við gull-
námana. — Af því að svo rnargar
flugufregnir eru áðr um Andra komn-
ar, er ef til vill varlegast að treysta
þessari fregn hóflega unz hún stað-
festist.
— Noregr. — í Lofoten hefir ver-
tíð gjörbrugðizt í vetr, svo að fá-