Nýja öldin - 16.04.1898, Side 4
152
Landshornanna á milli,
— Þýzkt botnvörpuskip rakst í
góðviðri á land. undan Meðallandi
og strandaði. 8 skipverjar björguð-
ust í land á bát og eru bingað
komnir; en 5 héngu í reiða skipsins
eftir, og bjargaði franskt fiskiskip
þeim og setti þá upp í Vestmann-
eyjar.
— Botnverping enskum, er í land-
helgi veiddi, náði „Heimdal“ milli
lands og Vestmanneyja. Var sá að
leggja lóð í landhelgi. Var lóðin
upptæk ger og skipstjóri sektaðr
um 90 kr. (!).
Úr höfiiðstaðniim.
Rvlk, 15. April.
— Afmœli kónungs hefir aldrei verið
eins lítið við haft í Rvik eins og í
ár, einmitt er hann var áttræðr.
Ekkert alment samsæti né hátíða-
hald í bænum. Eitt félag að eins
— „Reykjavíkr klúbbr“ — hélt sam-
sæti, en það var að eins fyrir með-
limi þess, um 50 manns.
Það er þó óhætt að fullyrða, að
engin þverrun á drottinhollustu Reyk-
víkinga hafi valdið þessu, heldr al-
gengr álappaskapr bæjarmanna.
Það má örugt segja, að öll þjóð
vor ber ávalt einkarhlýjan hug til
Kristíáns konungs ins IX., ins bezta
konungs, sem hún hefir haft af að
segja, og árnar honum af hreinum
hug farsældar og velgengni.
— „Heimdallr“ kom hingað Laug-
ard. fyrir Páska og hafði með sér
mislinga-sýki. Vóru menn af hon-
um í landi hér um allan bæ það
kveld, en síðan var póstr, sem hann
flutti, sendr um borð aftr og skipið
lagt í sóttgæzlu.
— Eimsk. „Asgeir Asgeirsson“ kom
hingað frá Túnsbergi á Langafrjádag
með vörur og farþegja. Með hon-
um kom Sig. Thoroddsen verkfræð-
ingr, L. A. Snorrason kaupmaðr af
ísafirði o. fl. Skipið hélt héðan
næsta dag til ísafj.
— Erakneskt herskip „La Cara-
vane“ kom hér 9. þ. m. Síðar von
á „La Mancheu, og á spítalaskipinu,
sem var hér í fyrra („St. Paul“), er
þá strandaði, en Helgi Helgason
gerði við. Hefir Erökkum þótt hon-
um vel takast í skipkvíaleysi og til-
færingaleysi því, sem hér er, og hafa
þeir ritað um það í franskt blað og
sett þar mynd af Helga.
— Hlýviðri nú og þurviðri dag-
lega.
— „Skálholt“ kom 2. páskadag
og með því ýmsir farþegar: Kaup-
mennirnir Bartels (Rvík), P. J. Thor-
steinson (Bíldudal), Sæm. Halldórs-
son (St.hólmi) o. fl. — „Hólar“ komu
degi síðar.
— Skipstjóri Aasberg á „Skálholt11
bauð á Miðkud. ýmsum bæjarbúum
að skoða skipið: landshöfðinga, amt-
manni, biskupi, yfirdómendum, for-
stöðumönnum læknaskóla, prestaskóla
lærða skóla, ritstjórum blaðanna,
bankastjóri, landritara, bæjarfógeta,
alþm. Jón Jakobssyni o. fl.
Öflum leizt mæta vel á skipið,
sem er 380 smálestir, hefir 28 rekkj-
ur á 2. farrúmi og 16 á fyrsta.
Nokkru fleiri menn geta verið í
hvoru farrúmi, en rekkjur eru fyrir,
því að vel má sofa á setbekkjum.
Sumir gestanna fóru síðan yfir á
„Hóla“. Það skip er l1/^ feti breið-
ara, en annars nær eins að öllu og
hitt. Skipstjóri þess er Jakobsen.
Skipstjórar hafa áðr verið stýri-
menn á póstskipunum hér og eru
vinsælir menn og vel látnir.
Auglýsingar
í „N. Ö.“ verða að koma til ritstj.
fyrir hádegi á Eöstudögum, ef stór-
ar eru. Smærri auglýsingum má
koma til kl. 3 síðd.
Umboðsmenska og erindrekstr.
Undirskrifaðr, sem hefir verzlun-
arborgararétt í Reykjavík, tekst á
hendr að kaupa hér alls kyns varn-
ing fyrir karla og konur út um land
og senda hann með strandferðum;
einnig að selja hér alls konar ísl.
vöru gegn peningum eða vörum fyr-
ir utanbæjarmenn. — Erindi þessi
rekin samvizkusamlega og fyrir sann-
gjarna þóknun.
Jón Olafsson ritstj.
— Nú eru aftr til nokkur eintök
af 11. tbl. af „N. Ö.“ og geta þeir
nú fengið þau, sem áðr hafa eigi
fengið þau, ef þeir óska.
Stutt fréttabréf og ritgerðir
þiggr „N. Ö.“ þakksaml. frá hverj-
um sem er.
O'rrrpuin kemr út á Akreyri, 24
O I Lmin tölubl. á ári. Verðár-
gangs 2 kr. — Eina blaðið, sem
kemr út á Norðrlandi.
AI |CTD| kemr út á Seyðisfirði,
AUo I nl 36 blöð um 4rið) {stóru
fjórdálkuðu broti. Tíðar fróttir frá
útlöndum, þar sem Seyðisfjörðr hefir
greiðari og meiri samgöngur við út-
lönd en nokkur annar staðr á land-
nu. Verð árg. 3 kr. Ritstjóri Skaft/L
Jósepsson.
Á þessum
ársfjórðungi heíir ,N.
••
O’. meiri títbreiðslu
í Reykjavík, heldr en
nokkurt annað blað.
Ekkert eitt blað annað yeit-
ir a u g I ý s i n g u m jafn-
mikla b æ j a r - útbreiðslu.
Johs. Hs er nú kominn lieim aftr me miklar birgðir af vörum msen ð Alt vandaðar vörur. Verð svo lágt sem staðizt getr eftir gœðum.
JáiTivörur. Nýlenduvörur. Niðrsoöin matvæli. Kryddvörur. Eldhúsgögn Plet-vörur og Kikkel-vörur. Yínföng alls konar. Tóbak, vindlar.
Ýtarlegri auglýsing sídar.