Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 16.04.1898, Blaðsíða 3

Nýja öldin - 16.04.1898, Blaðsíða 3
151 dæmi þykja. Það er fregn, sem getr haft þýðingu fyrir oss íslend- iuga — getr ef til vill þýtt sama sem 5—8 kr. meira en ella mundi fyrir hver 320 pd. af saltfiski. Mikið var um dýrðir 20. f. m. á áttræðis-afmælisdag Henrik Ibsens. Vóru meðal annars leikar eftir bann leiknir það kveld á belztu leikbús- um flestra stórbæja um allan inn mentaða beim. — Manntjón mikið af opnum bát- um í Noregi og eins í Danmörku í vetr. — J Austrríki eru ráðgjafaskifti enn orðin og befír stjórnar-forstöðu Tbun greifi, aftrbaldssamr maðr í meira lagi. — Krít-ey. Ekki reyndist það al- veg rótt, að Georg Grikkjaprins væri ortHnn landstjóri á Krít. En svomikið er víst þó, að soldán hefir nú látið stórveldin vita, að bann gangi að því, og er Vilhjálmr þýzki bættr að bafa á móti því. Var því í raun réttri ekki annað eftir, en óveruleg forms- atriði að koma sé sarnan um, t. d. titil bans, sem líklegt er að verði „fursti af Krít“. Svo var og talað um, að stórveldin befðu einhvern lít- inn setuliðsflokk á eynni nokkurn tíma fyrst i stað. — England. Enska stjórnin befir nú komið með frumvarp um rífari beimastjórn fyrir Irland, en áðr, og var frumvarpið gengið fram við tvær umræður i neðri málstofu. Jobn Morley fórust svo orð um það, að aldrei fullnægði það írum og væri að eins lítið skárra en ekkert; en þó kvaðst hann ekki vilja greiða at- kvæði gegn þvi, með því að bver i- vilnun, sein írum væri gerð, væri þó spoi^ sem fLytti þá fram í áttina til sjálfsforræðis. — Nýtt lilutafélag er myndað í Höfn í þeini tilgangi að reka fiski- veiðar og verzlun við ísland. Sá sem gengizt befir fyrir félagsmynduninni, er Salomon Davidsen kaupmaðr, er margir bér hafa við skift. Stofnfé fólagsins er 400,000 kr., og eru allir blutirnir seldir. Ekki bafði stofnfundr- inn verið baldinn, er skipið fór; var því félagið óskírt og stjórn ókos- in. Auk S. Davidsens hafði dírektör Martin Dessau verið einn af frum- kvöðlum stofnunarinn ar. Félagið kaup- ir alla verzlunarstaði Bjarnar kaup- manns Sigurðsonar i Flatey (Flatey, Skarðstöð, Ólafsvík) og ætlar að reka þar verzlun. Einnig ætlar það að reka þorskveiðar á seglskipum, og reyna að fá sér eitt eða tvö gufu- skip til fiskiveiða. Kolaveiðar ætlar félagið einnig að stunda. Hr. Björn Sigurðson verðr umboðs- maðr félagsins bór á landi. — Botnvörpu-hlutafélagiö í Esbjerg, sem mikið var rætt bér um í haust og vetr, er nú sagt vera loftkent nokkuð svo, og tvísýnt að nokkru sinni nái framkvæmdum á jörðunni, Bréf frá gömlum bónda, ......vik, 23. Febrúaríus 1898. Góði berra ritstjóri Jón Ólafsson! Ég bið yðr að fyrirgefa að ég er svo djarfr að pára yðr fáeinar línur, sem verða mjög ófullkomnar, og ég verð að biðja yðr að lesa í málið skrifvillurnar. Ég lærði að lesa á Viðeyjar-sálmabókinni og kann þvi ekki réttritun, eins og fólkið, sem núna er að vaxa upp og landssjóðr kostar kenslu á. — En mig langar til að masa dálítið við yðr. — Ég keypti bana Skuld yðar bérna á ár- unum og bafði oft gaman af benni eftir að bún „tók tennrnar“. Síðau befi óg lesið flest blöð, sem þér bafið gefið út, því að mér finst ég skilja bezt það sem þér skrifið um þessa íslenzku pólitík, og þó ég búi bér í afskektri vík á norðaustr-horni lands- ins, þá náði ég samt í „Nýju Öld- ina“ yðar, og þykir vænt um að þér fóruð að gefa út blað bér á landi aftr, því að ég hafði svo gam- an af að heyra, hvað þér segðuð um þetta stjórnarskrármál. Ég befi lesið „Dagskrá1^ „Þjóðviljann11 og „Þjóðólf11, en ég hefi ekki getað fylgzt með „Þjóðv.“ þar sem bann er að „fara í gegn um sjálfan sig“ í stjórnarskrármálinu. Ég bafði reyndar gaman af þeim leik þegar óg var ungr, en mér finst hann nokkuð „strákslegr11 fyrir blaðamenn. „Þjóðólfr“ er nú álténd einurðargóðr við „þá báu“, og mér finst bann segja þingmönnum vel til syndanna, að þeir okri á þiugpeningunum og sói út í óþarfa bitlinga peningunum, sem þeir kreista undan nöglum okk- ar fátæklinganna. Mér ftnst þing- menn gætu farið til Reykjavíkr á einum besti duglegum, eins og skóla- piltar fóru í ungdæmi mínu, og urðu margir miklir og góðir menn fyrir það. „Dagskrá11 er stundum of há- fleyg fyrir mig, en vel segir bún þeim til syndanna, sem fást við þjóð- mál, og oft þykir mér vænt um Einar —þegar ég skil bann. En ekki get ég gert að því, þegar ég les eftir hann, að mér dettr stundum Halldór sál. Hómer í hug. Munið þér ekki eftir bonum ? Hann var fyrir austan og ætlaði alt af að bjóða sig til þings til að koma vitinu fyrir þingið. Hann helt oft ræður í kaupstaðnum og stóð upp á tunnu og endaði vana- lega á því að segja: „Margt yrði öðruvísi á þingi, ef ég væri þar“. En mér dettr samt auðvitað ekki í bug að jafna þeim saman Halldóri og Einari, þvi að Halldór var kom- inn á sveitina og gerði þetta til að fá sér aura. Þér fyrirgefið, þó ég skrafi nú svona eins og við gerum bérna heima í víkunum. En það sem ég eiginlega ætlaði að segja um „Dagskrá, er það, að mér finst bún bafa nokkuð fyrir sér í því, að miðlun- in sé verri en valtýskan, að því leyti, að með miðluninni játum við, að við sóum nýlenda frá Dönurn og bindum okkr við rikisráðið um aldr og æfi, því að svo stór breyt- ing á stjórnarástandi okkar, eins og miðlunin, mundi verða álitin endileg úrslit, og álitið, að við með henni hefðum játazt undir ríkisráðið með löglegum samningum. Valtýskan yrði aftr álitin bráðabirgðabót, sem við brintum strax af okkr og fengj- um aðra betri, þegar við færum að bafa áhrif á ráðgjafann og begna honum eftir ábyrgðarlögunum, því ég efast ekki um að bæstiréttr yrði óhlutdrægr í því eins og Skúlamál- inu. Eða er það þessi ríkisréttr, sem á að dæma bann? Mér þætti gaman að beyra álit yðar um þetta. Við borgum ykkr svo mikið af pen- ingum, þessum blaðamönnum, að mér finst þið gætuð staðizt við að skrifa okkr fáeinar línur annað slag- ið. — Okkr þykir það líka tortryggi- legt, að landsböfðingi og sumir þeir bálaunuðu skuli vera móti valtýsk- unni; við liöldum það sé kaunske eittbvað gott í henni, sem við sjáum ekki samt. — Og okkr í sveitunum liggr við að bafa ólukku á þeim þingmönnum, sem fylgja þeim þess- um stóru herrum. Ég befði haft gaman af að pára' yðr um margt fleira; en ég er bræddr þór endizt ekki til að lesa það. Mér þykir ágætt það sem „Dag- skrá“ segir um vistarbandsleysing- una. Lausamenskulögin setja okkr bændrna alveg á hausinn, og þeir þingmenn, sem að þeim unnu, befðu aldrei átt á þing að komast. Ég vona að þingið afnemi þau lög sem fyrst aftr, og ég veit að ritstj. „Dag- skrár“ vinnr af alefli að því, þegar hann kemst á þing, sem vonandi verðr við næstu kosningar. — Ég vil engin eftirlaun bafa. Það er aumt, að bændrnir, sem á þingi eru, skuli ekki afnema þá landplágu. Þeir draga dám af höfðnigja-andan- um í ítvík og þora ekki að segja skoðun sína á þinginu. Fyrirgefíð mór nú alt masið. — Ætli ég mætti eiga von á línu frá yðr? — Verið þér blessaðir og sælir. Yðar þónustu-reiðubúinn velunnari Þ. Þ. Bréfi pessu verðr svarað næst. Rilstj.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.