Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 23.04.1898, Blaðsíða 1

Nýja öldin - 23.04.1898, Blaðsíða 1
1898. I, 39.—40. Minningabrot. Eg gekk mig eitt kveld út með sólroðnum sæ, Er svæft hafði’ á brjósti sér fleyin, Sem móktu þar grafkyr og biðu’ eftir blæ í blóðrauðu sólsetri þvegin. Eg sá hana’ í brekkunni’ um sólsetursmund, Og sæinn ei hrukkaði blærinn, Og heiðin sig speglaði’ um hásumarstund I höfninni’, og skipin og bærinn. Hún sat þar og horfði’ út á hafdjúpsius™straum Og hjaðnandi kveldsólarloga Sem sædís í útfjarða einverudraum Við öldurnar dimmblárra voga. Mig grunaði’ hún byggi’ yfir hrylling í hug — Af hverju það kom, var mér gáta, — Og harm þeim, er sverfur úr sálunni dug, Og sæti þar ein til að gráta. Há dundu við eyra mér dansnótna slög Með dillandi’ og fjöruga valsa; Eg heyrði’, er ég nær kom, að lék hún þau lög, Sem lifmiðu’ af kátinu’ og galsa. Eg setti mig hjá henni’ á sólvermdan stað Að sjá, hvað til umræðu bæri, Og stamaði út úr mér einhverju’ uin það, Hve yndislegt kveld þetta væri. I uorðrinu bungaði blikandi sær Og bláfjalla hvíttoppa-röðin. Eg sleit upp úr sverðinum sóleyjar tvær Og sat við að reyta’ af þeim blöðin. Og fagurt var kveldið um flóðdjúpsius geim Og forsæla’ und brekkum og hjöllum. En stúliian var fríðust í fegurðarheim Af fegurðar-dætrunum öllum. Og mörgum leizt sveinum á meyjuna þá; Vér mæta-vel allir það skiljum; A skipinu yzta við útnesja-tá Stóð einn hennar kærasti’ á þiljum. Hann siglt hafði með ’ana’ um hrannanna hyl; Hún hló þá og spilaði valsa, Er hvitfreyddar öldurnar hoppuðu til Og hófust í norðlægum kalsa. A gæðingi annars um eggslétta grund Hún oftlega’ á skeiðspretti þeysti; Sá þriðji’ átti gullið og gjöfula lund, Á gjafirnar sínar hann treysti. Og ástin in ljúflega’ um lífdaga mar Þeim lýsti, sem stjarna’ yfir honum; En alt, sem þeir hreptu á endanum, var Slíkt ógrynni’ af táldregnum vonum. Eg man, hvað mér þótti hún fjörug og frjáls Og falleg og spaugsöm, en — prettin, Og vel fann ég ylinn ins ókyrra báls Erá augum, sem litu’ á mig glettin. Oft smáfiskar sinolíra sér hættunum hjá í hlénu af árbakka-veggnum, Og stórriðuð laxanet stöðva ei þá, Þeir stroka sig inöskvana gegn um. Og mér, sem nú hvorki’ átti fák eða fley Né fé það, sem nokkurs var metið, Stóð hreint enginn beygm’ af blómlegri mey—- Eg barasta smaug út um netið. Þá drógst yfir nóttin með draumunum Ijúf Með dvalann í blóði og taugum, Mig dreymdi um hárfléttur, húfu og skúf Og hvikula leiftrið í augum. Kristinn Stefánsson. Reykjavík, Langardag 23. Apríl. Til minnis. Bæjarstjórnar-fnnáir 1. og 3. Fmtd 1 mán., M. ö siöd. Fdtækranefndar-ívmiiT 2. og 4 Kmtd i mán., kl. 5 síðd. Fornr/ripasafnití opið Mvltd, og Ld., ltl. 11—12 árdegis. Landsbankínn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. II1/,—17« — Annar gæzlustjðri við kl. 12—1. Landsbókasafnið: I.estrarsalr opinn dagl. kl. 12—2 siðd.; á Mánud., Mvkd. og Ld. til kl. 3 siðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugripasafmð (Kllasgow) opið á Sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjóðrinn opinn 1 barnaskðlanum kl. 5—6 siðdegis 1. Mánud. 1 hv. mánuði. Apríl. 23. L. Vestanpóstr væntanl. 24. S. 2. Sd. e. Páska. Norðanp. væntanl. 25. Má. Gangdagriun. 26. Þ. „Laura“ væntanl. 27. Mi. Sólargangr kl. 3.49' árd,— 8.8' síðd. 28. Fi. 2. v. sumars byrjar. 29. Eö. C fyrsta kv. 12.37' árd. Bækr og rit. [Einar Benediktsson: Sögur og kvæði]. Mér varð fyrst fyrir að leita að „Efnis-yfirliti“ kversins. Ég fletti við titilblaðinu; nei, ekkert yfirlit framan við bókina. Eg leit á öft- ustu síðurnar. Sama; ekkert yfir- lit. aftan við bókina — að eins leið- réttingar aftast, og þar á undan „Eftirmáli“. Svo las ég kverið frá upphafi, og fann á endanum „yfirlit“ iuni í bók- inni — á undan „Eftirmálanum“.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.