Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 23.04.1898, Blaðsíða 4

Nýja öldin - 23.04.1898, Blaðsíða 4
156 3NTÝJA. ÖLDINT kemr út hvern Laugardag (og oft endrarnær, alls 72 tölbl. um árið). Kostar innanlands 3 kr. 30 au. árg. — 90 au. árefjórð. (3 m&n.). — Erlendis 4 kr. 50 au. — 5 sh. — doll. 1.25 — úrgangrinn. Abyrgðarmaðr: Jón Ólafsson, (Glasgow-Msi, 2. lofti, norðrenda). Aðal-umboðsmaðr blaðeins, Sigurðr Krist- jAusson bóksali, annaetsöluog útsending.— Afgreiöslustofa uppi yflr Landsbankanum. Prentuð i Félagsprentsmiðjunni kynslóða og breytt gildisblutföllum núverandi verðlagsskrár. I>á til kvæðanna. Þau eru samjafnaðarlaust „betri helmiugr11 bókarinnar. E>ví að hvort Einar Benediktsson er efni í söguskáld eða ekki, það verðr tíminn og sjálfsþekking skálds- ins að skera úr. En að hann sé ljóðskáld, það hefir hann sýnt. Hann á talsverðan auð hugmynda, nokkuð af tilfinningu, gnótt hagmælsku og góðan, en þó stundum nokkuð skeikulan, smekk. Ljósleik og þýðleik vantar hann á stundum, en það hygg ég nokkuð vera sjálfskaparvíti. Hjá honum eru því flest þau efni fyrir höndum, sem þurfa til að mynda gott ljóðskáld — só að eins vel á þeim haldið. En þó grundvöllr sé þannig góðr, er mér þó ekki grunlaust um, að sjálfsálit hans sé fyrirferðarmeira en svo, að grunnrinn beri allan þann þunga. Því ræðzt hann stundum í þá ljóðasmíð, sein honum er ofvaxin af þeirri gildu ástæðu, að hún er öll- um ofvaxin, — t. d. að þýða „Hrafn- inn“ eftir Poe. Eyrir það sarna velr hann sér og stundum dýrri háttu, en hann er maðr fyrir; að minsta kosti: maðr fyrir án yfirlegu og vandvirkni. Og fyrir það sama flaustrar hann stund- um frá sér handaverkum lakar af hendi leystum en hann gæti gert, ef hann væri ekki of sterkr í trúnni á, að alt, sem hann gerir, sé afbragð. Pyrsta kvæðið (Islands-ljóð) er prýðisvel kveðið. Þau tvö málskrípi sem í því eru, liggja svo laus á eins og ryð, °g er þeim auðkipt í lag. Annað kvæðið er sömuleiðis vel kveðið. Þriðja kvæðið engu síðra. Ejórða kvæðið snotrt tækifæriskvæði. Eimta kvæði (Vetrarsólhvörf) óljóst, iðnaðar-smíð fremr en andagiftar. Sjötta kv. (Strandsigling) er nokkuð ójafnt: fimm fyrstu erindin vel kveð- in og heild ljós. Að eins skil óg ekki „á leppum grasa“ í 5. er. 6. og 7. erindi eru önnur og ný mynd, og fyrstu 4 vísuorð 6. erindis eru hrein setningarleysa, formlegr hugs- unar-óskapnaðr. Sjöundakv. „Vestr“ er prédikun eða hugvekja í ljóðum gegn vestrförum, misjafnlega rímuð, sumstaðar með faflegum köflum, en í heild sinni varla ljóðkvæðis-efni. í því kvæði stendr þessi óskiljan- lega endileysa: „Nú gengur hún með gildum ver. Sá gyllir horn á því sem er“. (!!!) — 8. kvæðið (Skútahraun) er svo mikið moldviðri, að ég fyrir mitt leyti fæ höfuðverk í hvert sinn sem ég geri tilraun til að komast i gegn um það. — 9. kvæðið „Sumarmorg- un í Asbyrgi“ er snildar-kvæði; að eins er 2 næstsíðustu erindunum of- aukið. — 10. og 11. kvæðið eru góð, 12. kvæðið afbragð. — 13. kvæðið (Nóttin helga) hefir þann galla, að í öðru hverju vísuorði (inu 1., 3., 5. o. s. frv.) eru sífelt 2 stuðlar, í stað þess að þrir ættu að vera. 14. kv. er heitstrenging um að helga líf sitt kvennafari og skáldskap, þótt sér láti hvorugt. * 15. kvæðið er ógeðslegt. 16. kvæðið („Hvarf séra Odds“) er meistarastykki höfundarins. Það eitt mundi ávalt halda uppi nafni hans sem skálds, þótt hann hefði ekkert annað kveðið. Mér þykir það eitt með fallegustu kvæðum á ís- lenzku, og fyrstu þrjú erindin hafa til að bera þá list i samræmi hljóms og efnis, að ég þekki ekki slíks líka á voru máli. E>að er eins og maðr heyri marra í ísnum undan sköflun- um þegar maðr les t. d. fyrsta er- indið. 17. kvæðið er dýrt og snjalt kveð- ið. I „Stökum“ hefir dýr háttr borið efnið svo oírliða, að hann hefir víða útbygt allri hugsun; 2. og 5. erindið eru góð. — 19. kv. (,,Snjáka“) er einkennilegt. — 20. kv. (Söngvar) er óljóst og illa kveðið. „Hrafninn“ eftir Poe er ef til vifl eins vel þýddr og við má búast, að hann verði nokkru skmi þýddr á íslenzku. En, herra trúr! hvílíkr svipr hjá sjón, að sjá þetta eða frumkvæðið! X>að er meira en fífldirfska, það er helgi- dómsglæpr að fara að þýða slíkt kvæði. Það er eitt af þeim kvæð- um, sem engum hefir enn tekizt að þýða á neitt mól; þess verðr að eins notið á frummálinu. — í „Lofnar- blómi“ og „Ástarbót11 finn ég ekki mikið púðr. „Hamrabúinn11 er og þýtt kvæði, sem lítr út fyrir að hafa heldr batnað í meðferð þýðandans; en furðu lágt lýtr hann, er hann leggr sig niðr við að þýða kvæði eftir Ernst v. d. Recke. — Síðasta kvæðið er „Smiðrinn“ eftir Long- feflow, fallegt kvæði og vel þýtt. Þessi fáu kvæði, sem höf. hefir gefið hér ut, sýna, að ef hann fær að njóta sín og gefr sig við ljóða- gerð, þá er í honum efni til mikils. En hins vegar má hann ekkivan- hirða sína góðu gáfu, ef vel á að vera, né fyrirlíta svo „frónska þarfa- gripinn“ (hann nefnir svo íslenzka alþýðu), að hann álíti alt bjóðandi. Og óskandi væri þess, að póli- tískr vindgangr, stórmenskuóráð og marglætislegt Qárglæfra brall og brast kæfði eigi niðr það, sem Ein- ari er bezt gefið — ljóðskáldsgáfu hans. J. Þingræði. 16. þ. m. flytr Isaf. grein með þessari fyrirsögn, og er hún stýluð gegn nokkru af grein vorri í N. Ö. 2. þ. m. („Milli skers og báru“) — gegn því atriði, að þingræði geti ekki átt sér stað hér á landi ef ráð- gjafinn sé búsettr í Kaupmannahöfn. Isafold skilst það vel, að þetta er lang-öflugasta og þýðingarmesta á- stæðan, sem fram hefir komið fyrir þvi að hafa hér jarl eðr annan um- boðsmann konungvaldsins, en gegn aflri ráðgjafastjórn frá Höfn, hvort heldr ráðgjafinn sæti í ríkisráði eða utan þess. Blaðinu skilst það rétt, að ef vér höfum rétt í þessu atriði, þá sé þar með valtýskunni jafnt sem fleyg- menskunni veitt banasár. Því ræðir ísaf. þetta atriði rækilega og leit- ast við af fremsta megni að hrekja ummæli vor. Hún ræðir bæði efnis- lega og sanngjarnlega um málið og hefir auðsjáaulega lagt sig mjög fram um að reyna að sannfæra les- endr sína. Vér erum nú engu að síðr sann- færðir um, að hún fer víða vilt í verulegum atriðum, og þykja oss engin vandkvæði á, að sýna fram á það vel skiljanlega. Og það ætti að vera skoðun þeirri, sem vér höfum fram haldið, meira en lítifl styrkr, ef það verðr ofan á að alkunnu glögg- sæi og óefaðri viðleitni vorrar heiðr- uðu systr hafi í engu tekizt að hnekkja málstað vorum. ísaf. segir: „Eúslega skulúm vér við það kannast, að það þingræði, sem fyrir N. Ö. virðist vaka, er ó- hugsandi hér á landi með öðru móti en því, að hér á landi sé maðr . . . sem hafi með höndum vald konungs í verulegustu atriðunum“. Hér kemr oss og ísaf. þá ágæt- lega saman. Svo er þá að líta á, hvað það þingræði er, sem fyrir oss (N. Ö.) vakir.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.