Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 07.05.1898, Blaðsíða 1

Nýja öldin - 07.05.1898, Blaðsíða 1
I, 43. Reykjavík, Laugardag 7. Maí. 1898. Til minnis. Bæjarstjórnar-írmiiir 1. °S 3. Fmtd. í mán., kl. 5 slðd. Fátækranefndwr-tnniir 2. og 4. Fmtd. í mán., kl. 5 slðd. Fomgripasafnið opið Mvkd. og Xid., kl. 11—12 árdegis. Landsbankínn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjðri við kl. ll'/j—l'/j.— Annar gæzlustjðri við kl. 12—1. Landsbókasafnið: Lestrarsalr opinn dagl. kl. 12—2 síðd.; á Mánud., Mvkd. og Ld. tilkl. 3 slðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugripasafnið (iGlasgow) opið á Sunnu- dögun) kl. 2—3 siðd. Söfnunarsjóðrinn opinn i barnaskðlanum kl. 5—6 slðdegis 1. Mánud. í hv. mánuði. Maí 8. 1636 hefst 13. Heklugos. „ 1739 f. Hannes Finnsson bysk. 9. 1783 f. Gunnl. Oddsen dómk.pr. „ 1861 -j- Páll amtm. Melsteð. 10. 1828 f. Jón Sigurðsson (Gautl.). 11. 1721 hefst 12. Kötlugos. „ 1778 f. Jón Jónsson umhm., Ár- móti. „ 1860 f. sr. Horvaldr Jakobsson. 12. 1719 f. Bjarni Pálsson landl. „ 1826 f. sr. Jón Borleifss. skáld. „ 1840 ý Oddr Hjaltalín. „ 1851 f. Páll Vigfússon cand. 13^1828 f. Hannes Ól. Pinsen amtm. . „Ó1860 ’-j- R. M. Ólsen umboðsin. 14. 1802 f. Björn Jónsson ritstjóri „Norðanfara11. „ 1805 f. J. P. E. Hartmann. Mai. 8. Sd. 4. sunnud. e. Páska. — „Thyra“ fer vestr. 9- Má. Vestanpóstr fer. 10. H. Elda-skildagi. Norðanpóstr fer. „Hólar“ væntanl. austan. 11. Mi. Vertíðarlok. „Skálholt" væntanl. vestan. Sólargangr 3.2'—8.53 i 12. Ei. 4. V. sumars byrjar. 3 síð. kv. 8.8- síðd. Austanpóstr fer. 14. L. Vinnuhjúaskildagi. Heimsendanna á milli. Með „Thyra“ fengum vér úti.eud blöð til 30.Apríl, að þeim degi með töldum. S11* í ð. Aðfaranótt 19. þ. m. samþyktu báðar deildir Bandaþingsins sam- hljóða þingsályktun þess efnis, að ástandið á Kúba væri orðið óþol- andi, og að eyjan ætti aðverafrjáls og óháð; það sé skylda Bandaríkj- anna að heimta af Spánarstjórn, að hún viðrkenni þetta, afsali sér öllum yfirráðum yfir Kúba og heimti þaðan á hurt alt herlið sitt. EorsetaBanda- ríkjanna er veitt heimild til að nota alt hermagn Bandaríkjanna til að fullnægja þessari þingsályktun, ef á þarf að halda. McKinley forseti staðfesti þings- ályktun þessa næsta dag. Aðfaranótt 21. f. mán. símritaði Bandaríkjastjórnin erindreka sínum á Spániþingsályktunina ásamtþrauta- áskorun McKinleys til Spánarstjórn- ar, er erindrekinn (Woodford hers- höfðingi) samdægrs afhenti Spánar- stjórn, en i þessari áskorun komst McKinley svo að orði: „Jafnframt því að ég sendi þingsályktanir þær, er fylgja hér með og ég hefi undir skrifað, krefst ég þess að Spánn heimti á braut allan landher sinn og sjóher frá Kúba og höfunum í land- helgi við Kúba, samkvæmt orðum þingsályktananna. Verði eigi næsta Laugardag [23. Apr.J fram komið fullnægjandi svar frá Spánarstjórn, mun forseti Bandaríkjanna tafarlaust taka til að framkvæma þingsálykt- unina“. Spanska stjórnin sagði Woodford sendiherra, að eftir að forsetiBanda- rikjanna hefði skrifað undir þings- ályktanirnar (en það hafði spænski erindsrekinn í Washington símritað stjórn sinni), gæti hún ekki tekið á móti neinni áskorun frá Bandaríkja- stjórn né átt neinn orðastað við hana, því að hún yrði að skoða þingsá- lyktanirnar sem friðslita-lýsing. Sama dag sendu Bandaríkin flota af stað til að varðlykja Kúba. Sama dag reið af fyrsta fallbyssu- skotið í ófriði þessum. Bandaríkja- herskip skaut því að spánsku vöru- skipi og gafst það upp þegar; var tekið með til Key West. Rétt urn sama leyti (á næsta sólarhring) tók spænskt herskip þrisiglt vöruskip, er Bandaríkjamenn áttu, í sundinu mifli Englands og Frakklands. Næsta dag tóku Bandaríkjamenn enn eitt spænskt kaupfar. 27. f. m. skutu Bandaríkja-her- skipin „New York“ og „Puritan11 á varnarvirki þau, er Spáuverjar vóru að reisa við innsiglinguna á höfnina í Matanzas, sem er bær svo sem 10 danskar mílur austr af Havanna. Sprengdu þeir virkin upp og gjör- eyddu svo, að jörðin sýndist sem nýplægð eftir. Nálega hvert einasta skot hafði hitt frábærlega nákvæm- lega, segir fregnriti „Tirnes11 (er var um borð á „New York“). Ekki hafa Bandaríkin enn sent her til landgöngu á Kúba; búizt við að það verði gert innan 10 daga, og þá sendir þangað 100,000 hermenn; en fasti Bandaríkjaherinn er ekki nema 28,000 manns; hitt verða ríkin að fá sem sjálfboðaliða, enda gengr það greitt og þusti að ógrynni liðs úr öllum áttum, enda segist stjórnin geta haft 100,000 albúinna manna innan 10 daga, auk fasta hersins; 80,000 af þeim og 20,000 af fasta hernum verða þá sendir til Kúba, en hitt liðið verðr til landvarna á austrströndinni og suðrströndiuni. Aðal-flotastöð Bandarikjanna þar syðra er við Key West, en það er lítil ey suðr af Florida-skaga, um 60 sæmílur enskar (15 danskar mílur) undan landi, en um 25 danskar mil- ur frá Kúba. Floti Spánverja lá við byrjun stríðsins við Cap Verde (Grænhöfða), vestasta höfða í Afríku. Hefir ekli- ert orðið vart við hann í Vestr-At- lantshafi, og engar áreiðanlegar fregnir af því komið, hvort hann hafi haldið þaðan burt, og þá hvert. Þó var kvis um, að eitthvað af honum mundi siglt hafa vestr 29. f. m. og stefnt norðarlega mjög. Eru Banda- ríkjamenn smeikir um, að Spánver- jar ætli að leggja nokkrum herskip- um til Boston eða að öðrum óvíg- girtum bæjum á austrströndinni. Að Kúba verðr Spánverjum örðugt að komast, því að Bandaríkin hafa nú keypt svo skip, auk þeirra er þau áttu áðr, að þeir hafa nú bæði stærri flota og betri skip og hraðsigldari en Spánverjar; en amerískir sjófor- ingjar taldir einna bezt lærðir og æfðir í heimi. Nú er herfloti Ame- riku-manna jafn þýzka flotanum; að eins Englar, Rúsar og Frakkar eiga nú stærri flota. Bandaríkin keyptu rétt á undan stríðinu 43 herskip stærri og minni fyrir 135 milíónir króna. Þau eiga 100 milíónir dollara í peningum fyr- ir liggjandi og hafa leyft stjórninni

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.