Nýja öldin - 07.05.1898, Qupperneq 2
170
KTÝJA ÖLDINT
kemr út hvern Laugardag
(og oft endrarnær, alls 72 tölbl. um árið).
Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg. — 90 au.
ársíjðrð. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. —
5 sh. — doll. 1.25 — árgangrinn.
Abyrgðarmaðr:
Jón Olafsson,
(Glasgow-húsi, 2. lofti, norðrenda).
Aðal-umboðsmaðr blaðsins, Signrðr Krist-
jánsson bðksali, annastsöluog útsending.—
Afgrriðslustufa uppi yfir Landsbankanum.
Prentuð i Félagsprentsmiðjunni.
að taka alt að 500 milíóna lán að
auk, ef á þarf að halda, og geta þau
fengið það gegn 3 til 31/2°/0.
Hins vegar eru þeir að mðrgu
varbúnir mjög við ófriði, enda var
lítill atkvæðamunr á þingi, er réð
úrslitum, og fjöldi af þjóðinni var
mótfailinn ófriðnum og ámæla forseta
harðlega fyrir.
Aðrar fréttir.
Noregr. Tambs Lyche, ritstjóri
mánaðarritsins „Kringsjaa“ dó úr
brjóstveiki 16. f. m. 38 ára gamall
(f. 1859). Er að honum inn mesti
mannskaði.
Danmörk. JÞaðan ekkert nýtt
markvert. Káðaneytið þykist enga
ástæðu hafa til að víkja úr sæti eft-
ir þvi sem forsætisráðgjafanum hafa
farið orð. En svo segja sum blöð
að það sé lítið að marka, því að
enginn só ólíklegri til að vita neitt
um útsjón ráðaneytisins til lengri
lífdaga, en ráðaneytið sjálft.
Danskt hlutafólag til verzlunar
var enn nýmyndað í Höfn, og er
verzlunarhúsið Adolph's Enke talið
helzt fyrir því. Það félag hefir keypt
verzlanir Grams allar hór á landi:
á Þingeyri, í Stykkishólmi og í Ó-
lafsvík.
— Ýnmlegt. Orð lék á því, að
Bandaríkin mundu hafa sent her-
skip, er þeir höfðu í Hongkong, til
Eilipps-eyjanna til að taka þær.
Eins að þeir mundu taka Portorico,
sem Spánverjar eiga lika. En yfir
því hefir þingið og forsetinn lýst, að
eigi ætli Bandaríkin sér Kúba, heldr
að eins að friða laudið og koma þar
á frjálsri stjóm eftir ósk landsbúa.
— Taki þeir Filippseyjar og Porto-
rico, mun ið sama verða ofan á þar,
að landsbúar fá að setja sér þá
stjórn, sem þeir vilja sjálfir. En ó-
líklegt er að þau hverfi aftr undir
Spán.
Hins vegar var og um það rætt,
að ekki væri ólíklegt að Bandarikin
legði hald á Sandvikreyjarnar og
eins á eyjar Dana í Vestr-Indíum,
en að eins meðan á ófriðnum stæði,
og skiluðu þeim aftr að loknu stríð-
inu. Danir sendu eitt herskip („St.
Thomas“) til eyjanna, er stríðið byr-
jaði, til að gæta lands. Öll Norðr-
álfuveldi hafa lýst yfir hlutleysi sínu
í ófriðnum.
Bandarfkjamenn hafa lýst yfir
því, að þeir fylgi viðteknum alþjóða-
rétti og leyfi ekki víkingskap gegn
Spánverjum. En Spánverjar hafa
lýst yfir þvi, að þeir ætli að leyfa
víkingskap gegn Bandaríkjum (þ.
e. leyfa einstökum mönnum að legg-
jast í víkingu til ránskapar). Mæl-
ist það illa fyrir.
„Bjarki" vilir vegar,
Vinr vor, ritsjóri Bjarka, ritar 4
dálka langt mál um það, hve mikill
sparnaðr það væri og hyggindi bæði
fyrir • land vort og mikla norræna
ritsímafólagið, ef ritsiminn yrði lagðr
I upp á Berufjörð og þaðan landveg
suðr Skaftafellssýslur sunnaulands
til Reykjavíkr, i stað þess að leggja
hann landveg norðr til Akreyrar og
þaðan austr í Múlasýslur.
Ritstjóri Bjarka heftr, auðheyrt,
aldrei ferðazt landveg sunnanlands.
Annars mundi hann vita það, sem
hverjuin þeim manni er auðsætt, sem
þá leið þekkir, að aldrei getr komið
til mála að legja ritsímann þá leið,
af þessari einföldu ástæðu, að þar
hlýtr hann að vera undirorpinn slitn-
un og stórskemdum árs árlega, og
oft hagar þar svo til, að langtímum
saman yrði ekki auðið að gera við
skemdirnar.
Vér skulum taka rétt til dæmis
Skeiðarársand. í»ar verða oft þau
hlaup, að hver einn og einasti af
staurum þeim, sem ritsímanum verða
að halda uppi, mundu þar brotna og
falla, og það á heillar dagleiðar
svæði. Og þar geta hæglega liðið
1—2 vikur, eða fleiri, sem engri
skepnu uema fuglinum fljúgandi er
fært yfir sandinn; og yrði þá shninn
að liggja i lamasessi viðgerðarlaus.
allan þann tíma.
Sviplikt getr átt sér stað á Breiða-
merkrsandi, Mýrdalssandi, og ejada
víðar, þótt þessi sé háskamestu
svæðip.
Það verðr að vera nerðaulauds,
yfir Akreyri, að Austrlandið og
Reykjavík tengjast simabandi, hvort
heldr sem sæsímin verðr nú lagðr á
land á Austrlandi eða hér syðra, ekki
allfjarri Reykjavík.
Þó að það kosti meira að leggja
sæsíma en landsíma, svo að lítils-
háttar bráða-sparnaðr yrði að því
að leggj'a síman á land eystra,. þá
yrði hins vegar meiri staðaldrs-kostn-
aðrinn með því móti á landi; það
þyrfti að minsta kosti einar 3—5
símastöðvar, og á hverri af þeim
dýran mann. En lægi síminn á
land hér syðra, þá þyrfti að eins
eina stöð (í Reykjavík). Þá mætti
tengja Norðrland og Austrland við
Reykjavík með málsíma (telefón), og
yrði það ódýrra og þjónustan sér í
lagi.
Auðvitað ríðr mest á að samband-
ið milli Reykjavíkr og útlanda hald-
ist óslitið. , En liggi ritsíminn yfir
land hingað af Austrlandi, þótt
norðanlans sé, þá er miklu hættara
við bilun á símanum á landi. En
hver slík bilun sliti höfuðstað lands-
ins úr sambandi við útlönd.
Lendingarstaðr ritsímans.
Eftir að greinin hér á undan (um
ummæli „Bjarka“ um lendingarstað
ritsímans) var skrifuð og alsett í
prentsmiðjunni, kom „Thyra“ frá
Höfn. Með henni barst einum af
meðlimum Blaðamannafélagsins hér
(hr. E. H.) bréf frá Dr. Valtý Guð-
mundssyni, og gerði hann (eftir til-
mælum Dr. V. G.) féiagsmönnum
kunnan kafla úr því brófi, er snerti
ritsímamálið, og skulum vér með
leyfi bréfþegans geta hór nokkurs
ins helzta inntaks:
Góðar horfur á því, að fyrir-
tækið komist á. Rússar inunu leggja
eitthvert fé til hans, og góðar vonir
um England, en lítil von um Frakka.
Félagið hugsað sér, að leggja
símann að eins til Reykjavíkr, en
alþingi hafði engin skilyrði sett um
það, hvar til íslands hann skyldi
lagðr. — Dr. Valtýr fór frani á við
félagið, að það legði símann í land
á Austrlandi, og svo landlinu þaðan
norðr um land til Reykjavikr; en
félagið var ófáanlegt til þess; vill
það ekkert eiga við landlínu. Svo
snori dr. V. G. sér til ríkisþings og
innanríkis ráðgjafa, til að reyna að
vinna bilbug á félaginu þá leið. Við
lauslega rannsókn reyudist svo, að
landlínur þær, sem fram á var farið
(frá Austrlandi um Akreyri til Reyk-
javíkr, og frá Stað í Hrút.afirði til
ísafjarðar) mundu kosta 400—500
þúsundir króna. Þetta er svo mikil
upphæð, að dr. V. G. þóttist sjá, að
seint yrði landsími lagðr alla þessa
leið, ef landssjóðr ætti einn að kosta
lagninguna;, hefir hann því reynt að
koma því til vegar, að landsbninn
verði lagðr jafnfraint sæsímanum til
íslands, og hefir komizt það áleiðis,
að fáanlegt er, að. sæsiminn verði
lagðr á Land eysira, ef laiuMjórnin
hér vill sjá um lagning landsinwm