Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 11.05.1898, Blaðsíða 4

Nýja öldin - 11.05.1898, Blaðsíða 4
176 stjórnin veitti Reykjavíkr klúbb 100 krónur i þessu skyni. — Allir á fundi nema M. B. og sr. E. Br. — Séra Þ. B. tók þátt í 4 fyrstu mál- unum, en varð þá að fara frá. — Fundr o. Mal. — 1. W. 0. Breiðfjörð biðr um útmælingu i við- bót við erfðafestuland sitt og var á- kveðið að taka fyrir útmælingu þessa á staðnum næsta mánudag kl. 8 árd. ásamt öðrum útmælingum, er fyrir liggja. — 2. Varzla bæjarlandsins falin Guðmundi Ingimundarsyni í sumar, um sama tíma og með sömu kjörum sem síðast liðið sumar. — 3. Beiðni Þorvaldar lögregluþjóns um launahækkun vísað til fjárhagsnefnd- arinnar. — 4. Brunab.virðingar: yfir- mat á húsi Gísla Þorbjarnarsonar við Laugaveg samþykt, 3,500 kr. — 5. Kvörtun frá ábúandanum í Laug- arnesi um ágang af hestum og átroðn- ing á túnið í Laugamesi af girðinga- leysi kring um holdsveikisspítalann. Eormanni er falið að hlutast til um að ráðin yrði bót á þessu. — 6. Vegan. falið að láta bera ofan í Laugaveginn inn að Rauðará, og sömuleiðis í Laugahúsveg neðanverð- an, enn fremr lenging á Nýlendu- götu að inum nýja brunni, og full- gerð á stéttinni sunnan við Banka- stræti ásamt brú yfir lækinn. Enn fremr cauðsynleg bráðbirgðaraðgerð á rennunni vestast í Austrstræti að norðanverðu. Svo var og veganefnd falið að gera plássið kringum Lauga- húsið þurrara og þrifalegra með rennu eftir þörfum og nota til þess það grjót sem þar er fyrir hendi.— 7. Samþykt að kaupa af Amunda Amundasyni í Hlíðarhúsum lóðar- spildu norðan með götunni fyrir 1 kr. □ al. (sbr. fund 6. jan. þ. á).— 8. Kom fyrir beiðni Rannveigar Torfadóttur á Bakka um styrk til að verja hús og lóð fyrir sjávar- gangi. Málinu frestað þangað til fyrir lægi álit fátækranefndarinnar, þar sem beiðandinn þiggr sveitar- styrk. Allir á fundi nema Dr. J. J. og Magn. Benj. Tr. G. gekk af fundi meðan 6. máhð var rætt. —-,,Hólar“ komu áSunnudagskvöld. „Skálholt“ í gærmorgun. — Fjöldi farþegja með hvoru um sig. Með „Hólum“ kom meðal annara: Bened. Sveinsson alþm., Stefán Guðmunds- son verzl.stjóri af Djúpavogi, séra Þorsteinn Halldórsson á Þinghóli með syni sinum, Vilhelm Jensen snikkari af Eskifirði með fjölskyldu, yngismær Helga Bech frá Sómastöð- um, Reiðarf., Lárus óðalsbóndi í Pap- ey, o. fl., alls um 60 manns. — Með „Skálholti“ komu meðal annara: Lárus sýslum. Bjarnason með frú, séra Páll E. Sívertsen, séra Árni Þórarinssonar í Miklholti o. fl., alls um 70 manns. — Frakneskr stroJcumaðr. Þrísiglt fiskiskip, „Mathilde", er kom hér inn nýlega, hafði meðferðis mann, er fundizt hafði i skipinu skömmu eftir að það var lagt í haf frá Frakk- landi. Hann kvaðst vera vinnumaðr ofan úr sveit, og langaði út á sjóinn. Ekki kunni hann til sj'ómensku og var lítt penningaðr; hafði milli 10 og 20 franka. Hér á höfninni tók hann skipsbátinn i leyfisleysi og laumaðist í land. Var að tilhlutun franska konsúlsins tekinn hér og fluttr um borð í herskipið annað frakneska, sem veitir honum far út. Athugagrein. Auglýsing um Þingvallafund sá ég fyrst eftir að ritgjörðin á 1. bls. var alsett. Vissi ég því eigi að séra 8. G. var einn fundarboðandinn. Ritstj. í „N. Ö.“ verða að koma til ritstj. fyrir hádegi á Föstudögum, ef stór- ar eru. Smærri auglýsingum má koma til kl. 3 síðd. Þingvallafundarboð, Með því að svo má gera ráð fyrir, að á næstkomandi sumri, eigi síðar en 20. dag Ágústmánaðar, verðibúið að byggja hús það á Þingvelli, er styrkr er veittr til í núgildandi fjár- lögum, fyrir þjóðlegar samkomur og erlenda ferðamenn, þá viljum vér undirritaðir leyfa oss að skora á in einstöku kjördæmi landsins að kjósa og senda þangað fulltrúa, einn eðr tvo, eins og ákveðið er um þjóð- kjörna alþingismenn. Tilgang fundarins höfum vér hugs- að oss þann, að ræða mest um-varð- andi almenn þjóðmálefni, sér í lagi stjórnarskipunarmálið, en tengja þar við jafnframt þjóðminningarsamkomu fyrir land alt með svipuðu fyrir- komulagi og gert var í Reykjavik síðastliðið sumar. Vér fulltreystum því, Islendingar, að þér munuð gefa þessari áskorun því rækilegri gaum, sem þér munuð finna til þess, eins og vér, að aldrei hefir verið brýnni ástæða til þess, en nú, að sameina beztu krafta fóstr- jarðarinnar henni sjálfri til vegs og frama. D |AD1/| ó- Seyðisfirði flytr öll tíðindi innlend og útlend, sem þjóð þarf að vita. Er nú að húðfletta leyndarlyfin, Brama, Kína, Sýbillu & Co. Færir skrítlur og aðra skemtun. Neðan máls in fræga saga „Snjór“ eftir Kjelland. Eitt blað á hverri viku. Kostar 3 kr. Ritstj. Þorsteinn Erlingsson. [56* Fundrinn verðr settr fyrnefndan dag, 20. Ágúst á hádegi. Ritaö í aprílmánuði 1898. B. Sveinsson. Sigurðr Gunnarsson. Kl. Jónsson. Jón Jónsson þm. Eyf. Pétr Jénsson. Á þessum ársfjórðungi heíir ,N. Ö’. meiri utbreiðslu í Reykjavík, heldr en nokkurt annað blað. Ekkert citt klað annað veit- ir auglýsingum jafn- mikla 1) æ j a r - utkreiðslu. FlUtt! Ritstjórnarstofa þessablaðs, og heimili ritstjórans, er frá 14. Maí á 1. sal í inu nýja steinhúsi hr. stein- höggvara Schau’s á Laugavegi 10. Til skýringar þessu fundarboði skal það tekið fram, að það er til- ætlun vor fuudarboðenda, að allir kjósendr í hverjum hreppi inna ýmsu kjördæma landsins, eða því sem næst, eigi fund með sér fyrir forgöngu beztu manna, að þeir á þeim fundi kjósi kjörmenn, 1 fyrir hverja 10 kjósendr eftir gildandi kjörskrám, að þeir kjósendr, sem mæta, verði nafngreindir í fundar- gjörðunum á sama hátt sem í kjör- skránum, og að allir kjörmenn hrepp- anna, að því búnu, komi saman á einn fund, og kjósi þar fulltrúa til Þingvallafundarins, 1 eða 2, eftir því sem alþingismennirnir eru. Það segir sig sjálft, að alþingismennirnir eru ekki kjörgengir, hvorki sem kjörmenn né Þingvallafundar-full- trúar. 55J Fundarboðendrnir.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.