Nýja öldin - 11.06.1898, Síða 1
I, 49.
Reykjavík, langardag 11. Jiím.
1898,
Til minnis.
Bœjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán.,
kl. 5 slM.
Fátœkranefndar~funclir 2. og 4 Fmtd. í mán.,
kl. 5 slðd.
Forngripasafnið opið Mvkd. og Ld., kl. 11—12
árdegis.
Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 ftrdegis til 2
siðdegis. —Bankastjðri við kl. HV2—1’/«.—
Annar gæzlustjóri við kl. 12—1.
Landsbókasafnið: Lestrarsalnr opinn dagl. kl
12—2 slðd.; ft Mánud., Mvkd. og Ld. tilkl.
3 slðd. — Útlftn sömu daga.
Náttiirugripasafnið (1 Glasgow) opið á Sunnu-
dögum kl. 2—3 síðd.
Söfnunarsjóðurinn opinn 1 barnaskólanum kl.
5—6 siðdegis 1. Mánud. í hv. mánuði.
ííæsta Yika.
Júní
11. 1845 f. sr. Sofónlas Halldórsson.
12. 1783 hófst gos úr Skaftárjökli.
„ 1824 f. sr. Sveinn Skúlason.
„ 1860 f. Steingr. Stefánsson bóka-
vörður 1 Chicago.
15. 1834 f. sr. Davíð Gaðmundsson.
„ 1853 £ sr. Sig. Jensson alþm.
17. 1221 bardagi 4 Breiðabólstað
(Björn Dorvaldsson féll).
„ 1808 f. Henrik Wergeland.
„ 1811 f. Jón Sigurðsson.
„ 1811 f. Skafti Jósefsson ritstj.
Maí
11- L. 3 síðasta kvartól.
„Hólar“ fara austur um.
12. S. 1. Sunnud. eftir Trinitatis.
„Skálholt" fer vestur um.
13. Má.
14. Þ.
15. Mi. Sólargangur 1.36,—10.25/
„Laura“ kemur vestan.
16. Fi. 9. v. sumars hyrjar.
17. Fö.
18. L. Tungl hæst á lofti.
Af sérhverju tölublaöi NÝJU
ALDARINNAR eru síðan 1. Apríl
borin út hér um bæinn á
fjórða hundrað eintök.
Það votta ég, sem er af-
greiðslumaður blaðsins,
Beykjavík, 20. Maí 1898.
Lendingarstaður ritsímans.
Það yar ekki nema anðvitað, að
Austfirðinguln mundi verða það á-
hugamál að fá ritsímann lagðan á
land hjá sór og tryggja sér þannig
ritsímasamhand við önnur lönd nú
þegar, í stað þess að verða annars
að bíða nokkur ár.
Vér gátum því við því húizt og
nærri gengið að því vísu, að hróðir
„Bjarki“ tæki í þann streng, þó að
oss hins vegar hefði verið það skilj-
anlegt, ef hann hefði orðið svo víð-
sýnn að líta eins mikið á landsins
hag eins og á stundar\i&g fjórðungs
síns.
Hinu áttum vér ekki von á, að
blaðið yrði svo ringlað, að bregða
oss og öllum hinum blöðunum hér
um hreppa-pólitík.
Það að líta fyrst og fremst á
hagsmuni alls landsins, það er þá í
augum „Bjarka“ „hreppa-pólitík“.
„Bjarki“ skilur ekkert í því, að
öðrum geti gengið neitt til að vilja
hafa lendingarstað símans sem næst
höfuðstað landsins, annað en sú eig-
ingjarna hvöt, að fá simann til
Beykjavíkur einu eða tveim árum
fyrri, en hann ella næði hingað.
Hann segir meðal annars: „Vonandi
er að einhver lifi, sem minnir Norð-
urland og Austurland á atferli þess-
ara manna, ef þeim lánast að drepa
verzlun og atvinnu þessara lands-
fjórðunga bara til þess að Reykjavík
fái fréttaþráð tveim árum fyrr eu
ella“.
Þetta eru nokkuð digur orð, og
óvenjulega illgjarnleg. Hitt er eftir
að vita, hvort hlaðinu reynast þau
að sama skapi hyggileg. Þegar rit-
stjóri „Bjarka“ er húinn að vinna
Austurlandi lengur og dyggilegar til
gagnsemdar en vér höfum gert, og
getur sýnt meiri árangur starfasíns,
þá kann hann að hafa hetra útlit,
en nú, fyrir því' að sér verði trúað,
er hann ber oss þeim rógi meðal
Austfirðinga, að vér viljum „drepa
verzljm og atvinnu“ Austfírðinga-
fjórðungs, sem oss af eðlilegum or-
sökum er hjarta næstur af öllum
hlutum ættjarðarinnar.
Ef Austfirðingar hafa þá reynslu
af oss, sem geri þessi rægimannlegu
illmæli likleg, þá er sjálfsagt fyrir
þá að trúa þeim; en só reynslaþeirra
öll og eindregið í gagnstæða átt, þá
er vonandi að þeir skoði þetta sem
kostnaðaxlitla og ógeðslega beitu frá
ritstjóra Bjarka, til að veiða kaup-
endur blaði sínn og afia því vin-
sælda, og má þá vera að þeim þyki
hvorki vitsmunnm sínum né dreng-
skap neinn sómi sýndur með því að
hjóða þeim þetta góðgæti.
Skynsömum mönnum á Austur-
landi, sem vilja skilja málsástæður,
ætlum vér ekki ofvaxið að skilja
ástæður vorar fyrir því, að vilja
hafa lendingarstað ritsímans hér.
Hvort Reykjavík fær ritsíma-sam-
hand við titlönd tveim árnm fyrr eða
síðar, það er í vorum augum svo
smávaxið atriði, að oss hefir aldrei
eitt augnablik dottið í hug að< álíta
það neins vert í samanhurði við hitt,
aðritsíminn til frambúðar verði sem
notaríkastur fyrir alt landið, eða
sem mestan hlut landsins að auðið
er.
Það er skiljanlegt að menn, sem
aldrei hafa ritsíma séð né vita neitt
urn, hve hilunarhætt landsíma er, og
hvað þeim hilunum veldur, hugsi í
fyrstu, að alt sé undir því komið,
að auðið sé að leggja símann. Só
hann einu sinni kominn upp, þá só
alt fengið.
En það er kynlegt og miðurskilj-
anlegt, að ritstjóri Bjarka skuliekki
vita meira um síma en þetta. Vór
getum að eins gert oss það skiljan-
legt af því, að hann hefir lítil kynni
haft af ritsímanum aunarstaðar en í
Kaupmannahöfn, sem hefir símasam-
bönd við umheimiun í ýmsar áttir
og þó mest með sæshnum. En sjálf
er Danmörk svo þóttbygð, að þótt
þar slitni þráður innanlands, er því
fljót-kipt í lag aftur.
I Vesturheimi, þar sem símarliggja
oft um óbygðir, liefir hanu ekkihaft,
af símanum að segja nema nokkrar
vikur í heztu blíðviðrismánuðum um
hásumarið.
Annars er óskiljanlegur sá barna-
skapur, sem lýsir sér i hugmyndum
haus um landsímann, t. d. þar sem
hanu er enu (hls. 81 c 25—23) að
tala um, að það sé „alveg óranu-
sakað, hvort ekki megi leggja þráð-
inn á jökli(!!!) um Skaftafellssýslur“.
Vér erum nú hvorki símritafróðir,
rafmagnsfróðir nó jökulfróðir, enda
þarf þess ekki með til að vita, að
það er óvita-hjal að tala um ritsima-
lagning yfir jöklana. Ef maður hefir
heilbrigða skynsemi, þekkirtil, hvað