Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 19.09.1898, Blaðsíða 2

Nýja öldin - 19.09.1898, Blaðsíða 2
270 KTÝJA ÖLDIKT kemr út hvern Laugardag (og oft endrarnær, alls 72 tolb!. um árið). Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg. — 90 au. ársfjórö. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. — 5 sh. — doll. 1.25 — árgangrinn. (Abyrgðarmaður: Jón Ólafsson, Laugavegj 10.) í fjarveru J. Ó. ábyrgðarm.: Guðm. Guðmundsson. Aðal-umboðsmaðr blaðsins, ignrOr Krist- jánsson Bóksali, annast sölu og útsending.— AfgreiOslustofa uppi yfir Landsbankauurn. Prentuð i Félagsprentsmiðjunni. dúfubjarta; en hið ytra eigi getað séð neitt í hreifingum þeirra, sem lýsti þekkingu, engin áhrif fágandi siðfræði í látbragði þeirra, annað en hina meðfæddu feimni og hógværð, sem mannheimurinn á vissu stigi mundi kalla dýrslegt. En þessi skapandi tími, þessi vonarbjarti dag- ur mun leysa kvennþjóð vora úr læðingi óírelsisins, og menn munu læra að sjá hvað til þeirra friðar heyrir. Ef vér skyggnust meðal hinna horfnu þúsunda kvennþjóðar vorra, munum vór ef til vill sjá þær í sinni fullkomnustu stærð, í sinni skýrustu mynd. Þar sem vér finn- um samband óslítandi kærleika og ó- upprætanlegrar gremju. Hver mun geta annað en með tilfinning minnst á móðurást Helgu konu Harðar Hólmverjakappa, er hún bjargaði sonum sínuin Grímkéli og Bimi upp í Bláskeggsárós, undan böðuls hend- inni? Hver getur annað en með virðingu og löngun minnst á trygð Bergþóru Skarphéðinsdóttur, konu Njáls, er hún í síðasta sinni lagðist til hvílu með manni sínum þrátt fyrir burtgönguleyfi, þegar hún sagði: „Ung var ég Njáli gefin, og mun ég eigi við hann skilja.11 Hver mundi annað en með samkeppni og þökk minnast á skörungsskap Þor- gerðar Egilsdóttur, er hún reið með Halldóri syni sínum og sýndi honum bæinn í Sælingsdalstungu og spurði þá að, hvað bær sá héti, og hver byggi þar; vitandi að þar var Bolli bróðurbani hans. Hver getur annað en með eftirtekt minnst á stillingu Guðrúnar Ósvífursdóttur er hún gekk á veg með Helga Harðbeinssyni og förunautum hans, eftir að hann hafði unnið á Bolla manni hennar og þerrað blóðið af sverðinu á skikkju lafinu hennar. Svo mun og ennþá bregða fyrir likum tilfinningum hjá íslenzkum stúlkum eins og átti sér stað hjá hinum finsku í striðinu móti Búsum 1808, að þær mundu harma, ef þær fréttu fall unnusta síns, en deyja ef hann hefði flúið. Ef vór aftur komum til vorra nútíðarkvenna, getum vér fúslega játað, að nokkrar þeirra eru samfara mentun, hafa tekið þátt i bókmentum vorum og sýnt freklega til jafns við oss hrós- verða viðleitni í að útbreiða framför iðnaðarins erlendis, t. d. í París og Chicago; eins og ég líka þekki kon- ur þessa héraðs og víðar, sem að fullu hlutfallslega taka þátt í for- stöðu fólagsbúsins, auk þess sem verkahringur þeirra stækkar við ým- islegt óviðkomandi. Meðal hvers má nefna móttöku gesta eins og umönn- un heimilisfólksins. Með því aðþað er kvennfólkið, sem vanalega tærir klæðum og fæði, býr upp hvíluna °g vitjar sjúkra og nauðstaddra í þrengingum einstaklinganna, jafnvel þó vér alls eigi tökum eftir þvi. Eins og máltækið hljóðar: „Það er ekki minna vert að gæta fengins fjár en afla“, og í sambandi þess skal ég leyfa mér að segja, að það er meira vert, að gjöra kvennfólkið með aukinni þekkingu vaxið stöðu sinni sem bústjóra og uppeldisfræð- inga, en veita þeim kjörgengi eða aðgang að embættum. Að síðustu skulum vér óska þess, að á lífshimni komandi aldar breiði sól menningar, mentunar og frelsis geisla sína yfir lífsstöðu kvennþjóð- ar vorrar, svo að starf þeirra megi lýsa sér fýrir þjóðinni með blessun- arríkum og vaxandi áhrifum fyrir þjóðfélag vort. „Þúsundfaldar þakkir skulum gjalda, með þeirri ósk burt ég fer“. Litla stúlkan með gullna hárið. Eftir Guðm. Guðmundsson. Þeir lögðu hana þar sem blómin gróa, litlu stúlkuna með gullna hárið. Þar liggur gröfin hennar með græna þakinu, milli grafa ömmu hennar og inóður. Og um sumar- morgnana heilsa þar „gleym-mér-ei- in“ sólunni, með bláu augun sin fljótandi i tárum, en baldursbráin, sakleysisins mjallhvita blóm, breiðir þar út krónurnar sínar og hjúfrar sig upp að angandi regndrekkum. En hún sefur fast. Enginn gluggi er á dökka her- berginu hennar, þangað komast sól- argeislarnir aldrei, þangað heyrist aldrei klukknahljómurinn frá kirkju- turninum, — hanu hefir ekki heyrzt þar síðan þeir báru hana í litla, dökka rúminu hennar þangað og lögðu hana niður hægt og hægt. Nú hlustar hún ekki framar á söngva sólskríkjunnar á túnklettin- um, ekki á haustkvæði lóunnar á teigunuin. En þangað heyrist heldur aldrei dynui' stormanna, — þar er skjól 'fyrir öllum vindum. Og geislar þeirrar sólar, sem trúaraugun ein sjá, lýsir þar og vermir. í heimkynnum friðarins sefur hún þar, litla stúlkan með gullna hárið. Hún var 12 ára. Móðir hennar var dáin, en faðir hennar, hann Jón á Gili, auðugur og mikilsmetinn maður í sveitinni, bjó með bústýru, gamalli konu. Og hann elskaði hana dóttur sína út af lífinu; hún var einkabamið hans, eftirmynd móður sinnar, fleg- gáfuð og falleg. Hann horfði með ánægjubrosi fram á elliárin, þegar hann hélt henni á knó sér og strauk gullna hárið henn- ar. Við hana voru allar hans ljúfustu og beztu vonir tengdar, .— hún var það, sem átti að hlúa að honum i ellinni, hún átti að fara mjúku, fallegu höndunum um hærurnar hans. Og hún var það, sem að síðustu átti að loka augunum hans. Að vera hreppstjóri, að hafa völd í sveitinni, að eiga margar jarðir og of fjár, — hvað var það móti því að eiga hana Dóru litlu? Það var um sumarmálin. Eundur var haldinn á Gili; voru þar saman komnir allir helztu bænd- ur sveitarinnar til þess að ræða um sveitarmálefni og ýms fleiri nauð- synjamál. Margar uppástungur voru ræddar, :—■ samþyktar eða feldar.-----Séra Grímur kvaddi sér hljóðs og mælti: „Þá er enn þá eitt mál, sem að vísu bæði ég og aðrir hafa oft minst á á fundum. En mér sýnist þetta mál nú svo þýðingarmíkið, þó það sé ekki stórinál, að ég leyfí mér enn einu sinni að minnast á það. Það er viðvíkjandi brú á Gilslæk“. Jón gamli á Gili ypti öxlum og sagði ergilega: „Kemur það enn þá, þetta bölvað þras og þref um að brúa þessa sprænu!“ Séra Grímur hélt áfram: „Já, þetta bjóst ég enn við að fá að heyra, en ég er nú á annari skoðun. Eins og þið vitið, liggur alfaraveg- urinn héma við túnið yfir lækinn. Lækurinn er djúpur og örmjór, hefir grafið sig niður, svo að honum eru háir bakkar og þverbeinir niður. Þið vitið víst allir, og þér, Jón minn, líka, hvað hann er illur yfirferðar í leysingum á vorin, og oft hleypur hann einnig upp á vetrum og verður nærri ófær. Og þó það sé sumar- dagur er hann illur yfirferðar fyrir sakir leirbleytu. Eg tala nú ekki um hvað óþægilegur hann er gang- andi niönnum“.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.