Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 19.09.1898, Blaðsíða 3

Nýja öldin - 19.09.1898, Blaðsíða 3
271 „Ég held borðið, sem lagt er jrfir hann, geti dugað þeim eins og það hefir dugað hingað til. Og bæði ég og fólkið mitt, sem höfum notað það manna mest, erum ekki druknuð í honum enn þá. £>að er hreinn og heinn óþarfi að fara að kasta pen- ingum sveitarinnar til slíks og taka þá frá öðru, sem er þarflegra, og ég mun aldrei leggja einn eyri tilslíks. Okkur hérna dugar horðið. Yega- bótafé hreppsins væri æskilegt að menn færu ekki gálauslega með og gerðu annað við það en að setja stórbrýr á meinlausar smásprænur". „Það fer líklega eins og ég hef altaf sagt: Lækurinn verður ekki hrú- aður fyrri en einhver hefir drepið sig í honum“, sagði séra Grímur.— — Menn ræddu um þetta fram og aftur. Og uppástungan um að brúaGils- læk var feld með ems atkvæðis mun. Jón á Gili var að ríða í hlaðið; hann kom frá kirkjunni. — Það var rokstormur á austan. l>egar Jón var kominn af baki, sá hann að vinnumenn hans tveir báru eitthvað heiin á inilli sín neðan frá læk. Og bústýran hans og vinnu- konan gengu með þeim. Hann sá ekki hvað það var, — hann skildi ekkert hvað það gæti verið. — — Hann beið úti oghorfði á það. Fólkið kom nær — nær, — alveg heim í hlaðið. Nú sá hann hvað mennirnir báru milli sín: það var hún döttir hans örend. Fötin hennar og hárið gullna var alvott; vatnið streymdi úr því. Hann beygði sig niður að einka- barninu sinu, hann þreifaði á and- litinu, hann hlustaði hvort hún drægi ekki andann, hann horfði i brostnu augun hennar. Það var eins og hann gæti ekki trúað því að hún væri dáin. Enginn talaði orð. — Svo settist hann niður á stéttar- röndina og grét — grét eins og barn. En enginn gat grátið Dóru litlu úr helju framar. Hún hafði hlaupið fram á engjar til þess að reka úr slægjunum. Leið hennar lá yfir lækinn. Hún gekk borðið á læknum að vauda. Dað var ofsarok, — hún misti jafnvægið og steig út í aðra brún- ina, — borðið reis á rönd og hún féll í lækinn. En lækurinn var mjór og djúpur þar sem borðið lá yfir hann; hann hatði grafið sig djúpt niður og bakkarnir voru háir. — Fólkinu fór að lengja eftir henni og loks var farið að gæta að henni Vinnumennirnir höfðu loks fundið hana örenda á dálitlum grynningum langt fyrir vestan tún, þar sem læk- urinn rann í bugðu, var dálítið breiðari og grynri, því vatnið hafði grafið stóra geil inn í syðri barminn. Nú er fyrir löngu komin brú á Gilslæk. En síðdegis á sunnudög- um, þegar kirkjufólkið er farið frá Tungukirkju, situr gamall maður, hvítur fyrir hærum, aleinn hjá leið- inu litlu stúlkunnar með gullna hár- inu, styður hönd undir kinn og horfir í gaupnir sér. Og þung og bitur eru þau, ámæl- isorðin, sem golan hvíslar í eyru öldungsins þegar hún þýtur yfirleið- unum um kirkjugarðinn. Kvöidmótið, Dregur draumblæjur dökkvar njóla yfir haf og hauður. — Seg mér, blástjarna, sástu ekki meyna mina björtu? Sefur hin sólbjarta sætum blundi bak við glugga-blæjur? Gleymdi’ hún að vitja á vinar fund út að unnum svölum? Dilla þér döfljúfir draumar, svanni, úti’ á hverfanda hveli? — Hljómmilda, hýreyga, í höfgum dvala muntu’ ei nafn mitt nefna. tskaldur, úrsvalur andar náttblær hvíslar huliðsmál, hlusta’ eg á hafstunur, horfi’ eg á deyjandi báru’ und klöppum köldum. Kveður kyljan: „Hún kemur ekki!“ En eg mæni, mæni! Heyri’ eg þig hvervetna hljóðum skrefum færast nær úr fjarlægð! En þú dvelur. — Það er dauðaþögn, hljóðnar blær og bárur. Vakir þó og vakir á vogi ein ■ hafmey ljós í húmi. Drjúpa brimhvít af björtum lokkum saltdrifin silfurtár tindra þau á mjallhvítum m eyj arbrj óstum eins og aptanstjörnur. Vill hún vefja mig votum örmum ef þú kemur ekki? — Tælandi, töfrandi, tárfögur mey, sigðu’ i sædjúp aftur! "t- * * Gnauða gjálpir gjálfra svalvindar, — en þú kemur ekki! Vissirðu hvað brýzt í brjósti mínu mundirðu’ koma’ í kvöld! Gnöm. Guðmundsson. Markaðir. Svik í viðskiptuni. — Markaösmenn. — Verzlunar- meginrcgla. „Ég set hann á markaðiun!“ Þessi orð heyrast allt of oft hjá mönnum þegar um einhverja gafla- skepnu er að ræða, og það er ekki gott að segja hve miklu tjóni það hefur ollað fyrir sölu islenzkra af- urða, að kaupendur hafa verið brögð- um beittir af seljendum. Einkum hefur þetta átt sér stað á hesta- og sauðíjármörkuðum, þar sem erlendir eða óvanir menn hafa keypt. Það sýnist jafnvel svo, sem sá hugsunar- háttur hafi verið ríkjandi til skamms tima, og sumstaðar mun hann enn að finna, að það sé eugin svnd að svíkja kaupmanninn, hann „snuði“ annað eins. —- Að ljúga til um ald- ur á skepnum þykir sumum engin vanvirða; að setja sand í ullina eða auka þyngd hennar á annan hátt eru ekki nein svik talin. Engum samvizkusömum manni mun þó blandast hugur um, að þetta er ljótt •— þessi sviksemi í viðskiftum er svívirðileg og eyðileggur hag og orðstý allrar þjóðarinnar, þó hún kunni að að útvega einstaklingnum fáeinar krónur eða fáeina aura. Sem betur fer, velja þeir, sem kaupa íslenzkan fénað,venjulega gætna menn og glögga, og kemur það sannarlega kaupanda og seljanda að góðu liði. Og það er mjög áríðandiog þýðing- ingarmikið fyrir markaðsmenn að vera vandir í vali sinu, að vera réttsýn- ir og liprir í framkomu. Nú um mörg ár hefur hr. Páll Vídalín bróð- ir consul Vídalíns haft féuaðarkaup á hendi fyrir bróður sinn og hr. L. Zöllner. Og skal þess getið honum til maklegs sóma, að hann hefur leyst starf sitt prýðilega af hendi svo kaupandi og seljandi hafa mátt vel við una. Vér höfum átt tal við marga, er hafa verið á mörkuðum, er þessi maður hefur haldið, og sjélfir höfum vér einuig verið þar, og oss

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.