Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 19.09.1898, Blaðsíða 4

Nýja öldin - 19.09.1898, Blaðsíða 4
272 er óhætt að fullyrða, að mönnum hefir líkað jafnan vel við framkomu hans. Og þó er óhætt að fullyrða það, að hann kann að kaupa; hann læt- ur ekki blekkja sig í kaupunum og gerir ekki heldur öðrum rangt til. Flestir munu kannast við nafn Coghills gamla. Það var líka mað- ur sem var vandur i vali sínu við kaup, en viss og áreiðanlegur. Og slíkir menn eru sannarlega þarfir verzlun vorri og efla hag þjóð- arinnar, þó þeirra sé að fáu getið og þeir fái ekki krossa eða nafnbætur. Sama er að segja um aðra, er kaupa íslenzkar vörur, að þeir verða að vera vandlátir og svo sannarlega em þeir vilja hag sinn og þjóðar- innar, vilja efla verzlun okkar og bæta, mega þeir ekki láta beita sig brögðum. íslendingar verða að hafa það hug- fast, að líta á hag allrar þjóðarinn- ar, því undir heill hennar er velmeg- un einstaklingsins komin; smámuna- semi og brögð í viðskiptum mega alls ekki eiga sér stað. Við viljum ekki að kaupendur svíki okkur á vöru sinni og við megum heldur ekki svíkja þá. „f>að sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. Þessi setning er það, sem hvervetna á að vera meg- inregla í öllum verzlunarviðskiptum- N ý b ó k. Oss hefur verið send ný bók, eft- ir David Óstlund, adventista-trúboð- ann norska. Bókin heitir: „Hvíldar- dagur drottins og helgihald hans fyr og nú“. Vjer skulum engan dóm leggja á bók þessa, hvað efni hennar snertir. — En svo mikið er víst, að kenn- ingum þeim, er þar er haldið fram, hljóta ’ lútersku guðfræðingarnir að gefa gaum og sannanir hr. Östlunds fyrir réttmæti laugardagshelgihalds- ins, geta þeir ekki látið standa ó- hraktar, vilji þeir ekki viðurkenna þær réttar. Því svo f’ramarlega sem þeir vilja bera skjöld fyrir kenningu sína og verja hana sem sanna og rétta, mega þeir als ekki láta opin- ber andmæli gegn henni eins og vind um eyrun þjóta einkum þegar and- mælin eru rökstudd með kenningum heila.grar ritningar og sýnt er fram á það með stiliingu og hógværð, að þeir fylgi ekki kenningum ritn- ingarinnar. — En geti guðfræðing- arnir ekki hrakið mótmælin og telji þau sönn og rétt, hvað er þá sjálf- sagðara en að hverfa f'rá villu síns vegar, sleppa öllum einstrengings- hætti í trúarefnum, sem ávalt er skaðlegur, og snúa sér til sannleik- ans. Annars teljum vérmjög heppilegt, að einhverjir verði til þess, að and- mæla kenningum kirkjunnar, því það hlýtur að vekja guðfræðingana og glæða hugsunarfjör allrar þjóðarinn- ar; en vonandi er að það verði ekki til þess, að ala ofstæki guðfræðing- anna, sem sumir hverjir hefðu gott af að læra af hr. Östlund hógværð í rithætti þegar um trúarmál er að ræða, og að kasta ekki framar göml- um hrærigraut af órökstuddum „the- ologiskum “ glamuryrðum. Hvorir hafi réttara fyrir sér viðvíkjandi hvíldardeginum, skulum vér engan dóm á leggja, en „vopnaþrá nær vaxa fer við skulum sjá hver skjöldinn ber“. Skæðadrífa. Hún er sóttnæm, þessi „Danabrók- ar“-sótt! Nú hefur hún hlaupið í veslings ísafold, úr Bruun hinum danska. I 55. tbl. sínu elur Isafold með mestu harmkvælum mjög svo vanskapað afkæmi. Darkemur fram þessi gamla vitsmunafyrirmunun ísa- foldar, að bregða þeim, sem aðra skoðun hafa um misskilning og blá- bera heimsku. En slík vopn eru léttvæg og löngu úrelt. Vér’höfum áður tekið fram— og „ísland“ sömu- leiðis fyrir sitt leyti, ástæðuna fyrir því, að oss þótti danskafánans eng- in þörf á þessari samkomu, og ekki þykjumst vér neitt hneyksli hafa gert, þó vér skopuðumst að Bruun fyrir framkomu hans að þessu' sinni. Og allur þorri þeirra manna, er vér höfum átt tal við, er á sömu skoð- un. Auðvitað hefði það verið .mein- laust þó fáninn hefði blaktað þar og mundi ekkert hafa verið að því fund- ið. Annars er hún hættuleg þessi glýja, sem svo margir beztu menn okkar hafa fengið í augun af því að einblína á rauða fánann, og ekki er ólíklegt að þeir hefðu litið öðrum augum á þjóðmál vor, hefðu augu þeirra ekki verið haldin af henni. Löggjafarnir á gullöld okkar, forfeður vorir, fengu ekki stýrur í augun af því að stara á rauða fánann þegar þeir stóðu at Lögbergi. En mundi hægt að segja hið sama um löggjafa okkar nú? En hvaðþessum „ágæta íslands vin“ hans Brynjólfs mins á Minna-Núpi við víkur, þá virðist oss sú vinátta eða ást til lands vors og þjóðar ekki eigi djúpar rætur, sem veldur því, að „vinurinn11 getur ekki tollað nema blánóttina á merkastaog helgasta stað íslands, — stað, sem öll þjóðin ann 'ogber lotningu fyrir, af gremju yfir því, að sjá þar merki þess að vér séum íslenzkir en ekki danskir. Skárri er það nú íslands- vinurinn! Þetta orð, íslands-vinur er allmikið notað í seinni tíð. Dað er að vísu virðingarvert og allra þakka vert, að erlendir menn veiti eftirtekt landi okkar og þjóð, bók- mentum og tungu, — en hitt skyld- um við varst að skríða marflatir af lotningu fyrir hverjum þeim, er þyk- ist vera viuur okkar. Og ekki skul- um við heldur láta alla þá, er hing- að koma til „vísindalegra ransókna11, blekkja okkur og halda að þeir séu stórfrægir menn, þó fáir þekki nöfn þeirra erlendis. Ur höfuðstaðnum og grendinni. Látin er hér í bænum 10. þ. mán. frú Kristín Waage, kona Eggerts Waage, kaupmanns í Rvík. Enn fremur er látinn af heilablóð- falli 14. þ. mán. Carl D. E. Proppó, bakarameistari í Hafnarfirði, góður maður og vel látinn. Séra Jónas A.- Sigurðsson frá Ame- ríku sté í stólinn 1 gær kl. 5 síðd. Ekki minnumst vér þess að hafa heyrt aðra ræðu fegurri eða betri úr munni lútersks prests. Efni ræðu hans var aðallega fagnaðarboðskap- ur kærleikans, hvöt til kærleika, sem kæmi fram í verki, með fögrum og velorðuðum dæmum úr sögunni (t. d. David Livingstone). Voru það allmikil viðbrigði að sitja undir þess- ari ræðu frá því að sitja undirþurr- um og köldum biflíuskýringum og ofstækis-glamri Jóns Helgasonar. „Dagskrá11 er núseld félaginokkuru í Rvík. Bitstjóri og ábyrgðarmaður er Sig. Júl. Jóhannesson cand. phil. Tombóla. Tombóla sú, sem „Hið íslenzka prentarafélag11 auglýsti í sumar að haldin yrði á komandi hausti fyr- ir Sjúkrasamlag félagsins, verður haldin um næstu mánaðamót, Laugardag 30, þ, m, og Sunnudag 1, okt, næstkomandi, Þeir sem hafa lofað eða ætla sér að styðja þetta fyrirtæki með því að gefa muni til tombólunnar, eru vinsamlega beðnir að koma þeim til einhvers af oss undirrituðum í næstu viku. Hánar auglýst síðar. Reykjavík 19. september 1898. Aðalbjörn Stefánsson. Benedikt Pálsson. Davíð Heilmann. Einar Kr. Auðunnsson. Friðf. Gufijbnsson. Guðjón Einarsson. Gunnlaugur 0. Bjarnason. Guðm. Þorsteinsson. Hafliði Bjarnason. Jón Arnason. Jón E. Jónsson. Þorvarður Þorvarðarson. Þórður Sigurðsson

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.