Freyja - 01.06.1899, Qupperneq 3
HkEYJA, JUNI l.s.ifl.
3
fariu ár stendur og hefur staðið
fremst í röð þeirra kvenua sem
þekkja tákn tímanna, sem skilja að
þær hafl hærri köllun á ieiksviði
lífsins, en þá að kúra einhverstaðar
þar sem einliverri karlmannsrolu
kann að þóknast að setja þær, sem
skilja að himinsins sól er ekkifjærri
þeim en bræðrum þeirra, og að sála
sérhverrar mannlegrar veru, hvort
sem hún býr f karl eða kvennkyni,
hefur sama rétt til að svjfa á vængj-
um ímyndunarinnar út um hinn ó-
mælanlega óvissunnar og vissunnar
geym. T'ii að rannsaka djúp vizk-
unnar, telja hnetti rúmsiris, skyggn-
ast inn í hin innstu djúp mannlegra
tilftnninga. Kynna sér og að lokum
ákveða þau skilyrði sem nauðsynieg
eru til að farsæla og blessa þenna
vorn heim.
Náttúran er fögur og full af unað-
semdum sem meir en nægja til að
blessa og farsæla öll hennar böm.
Vel sé þeim sem ei láta sér nægja að
hrifsa til sín blómbikara hennar,
heldur rétta þá að liinum veiku,
hungruðu og sorgbitnu, og lijálpa
þeim til að njóta þeirra.
Megi þeim konum fjölga sem eins
og Helen Gardener þora að fyrirlíta
hinn rótgrónaskaðlega vana og bjóða
honum byrginn. En leit.ast við að
blessa, farsæla, inenuta og göfga
þenna vorn líðandi heirn.
Barnakró.
(Framh»ld frá síðasta nútneri)
Herra Olarkson leit. upp, og
varð feginn að verða við
bón þessarar indælu stúlku. Vagn-
inn sem var kominn á fleygi ferð
stanzaði, og hr. Clarkson fylgdi
henni að níundu götu.
,,Við konurnar erum svo ósköp
fyrirhafnarsamar, og ég er svo vön
við að Ned sjái um allt fyrir mig,
svo ég er ósjáifstæð eins og barnið."
„Drottinn forði mér frá sjálfstæð-
um konum,“ sagði Clarkson, ogþað
fór um hann hrollur. „Það eru ein-
mitt ósjálfustæðu konurnar sem oss
karlmönnunum þykir vænt, um,“
bætt.i liann við undur blíðlega.
Clarkson var nú einungis „James,‘
bann var aðkevra út með ,,elskuna“
sina og lofaði lienni að halda í taum-
ana^jfyrir óaðgæzlu liennar fældist
hesturinn. Með sérstöku snarræði
£ókst honum að forða þeim slysum.
Þegar allt var komið í samt lag,
sagði hún:
„0, ég er svo ósjálfstæð og hrædd
þegar eitthvað kemur fyrir.“
Hann laut niður að henni og sagði
með óumræðilegri blíðu.
„Elskaða ósjálfstæði. Veiztu ekki
að við karlmennirnir erum skapaðir
til að hjálpa ykkur þegar eitthvað
kemur fyrir?“
Hún vissi það ekki, en hún trúði
því.
* *
*
Þau voru gift fyrir sex mánuðmn,
hann var nýkominnúr langferð, og
hljóp nú ofan í kjallarameð kolafötu
eftir kolum. Þegar hann kom aftur,
voru vonbrygði sýnileg í svip hans,
og hann sagði hálf stygglega:
„Það er þá alveg kolalaust."
,,0 já, Kata sagði mér í fvrradag
að þau væru nærri búin, en ég hef
gleymt að pania þau,“ sagði hún og
hallaði sér mákindalega upp að
hægindinu í ruggustólnum sínum.
„Jæja hjartað mit.t, við verðum að
láta ástina orna okkur þeim mun
betur þangað til að þú getur útveg-
að kol,“ bætti hún við.
„Það verður óþolandi heljar
kuldi,“ sagði hann.
Hún horfði á hann. Skörp kona
hefði lesið út úr svip hans þessi orð:
„Eg trúði þér fyrir heimilinu í fjær-
veru minni, en þú hefur forsómað
skyldu þína.“
Þessa, nótt, dó eldurinn fyrirskevt-
ingarleysi Onnu.
Þau höfðu verið saman þrjú ár. I
húsi þeirra vorunú tveir gimsteinar
undur fagrir, það voru tvíburar.
Anna var ekki nærri eins blóndeg
og t.il forna; hún var ekki heldur
eins ríkmannlega klædd; þau voru
líka að revnaað kaupa hús meðsvo-
littlum garði þar sem litiu syskinin
gætu leikið sér. Þau höfðu sýkst af
allskonar umferðar sjúkdómum svo
móðirin hafði ekki fengið einnar
nætur heila hvíldsíðan þau fæddust,
þetta hafði ekki svo lítil áhrifá vflr-
lit og heilsu hennar.
Hún fór inn á bankann t.il að fá
peninga íjólaþarttr sínar.Sami þjónn-
inn sem fékk henni .$50. seðilinn
forðum, afgreiddi hana líka í þetta
sinn. Nú sagði hún með sömu blíð-
unni sama brosinu og til forna: „Ég
gleymdi að taka það fram að mig
langar til að fá það alit í seðlum
nema einn $5. gullpening.“
Þreytulegur á svip tók hann pen-
inginn og býttaði honum. Þegar
hún tók við þeim aftur, sagði hún:
„0, fyrirgefðu herra minn. Ég
ætlaði að biðja um tvo $5. guilpen-
inga. Mér þykir fyrir að ómaka þig
en ég þarf á þeim að halda. 1 jóla-
gjaflr.“
Þjónninn krosslagði hendurnar,
á brjóst.inu, leit á. liana fvrirlit.lega
og sagði: „Ertunú viss um að þetta
sé árciðanlegt?"
Hún roðnaði, en svaraði engu.
Þegar hún var farin, sagði þjónn-
inn: „Myndarlegi piiturinn sem
lagði hér inn $10,000 fyrir Cross &
fto. er bróðir þessarar konu. Þegar
þau voru lítil, kom ég oft til föður
hennarlíj^þá var hún meir en jafn-
ing^^ns. En það lítur út fvrir að
komist fljótt á undan,
fMPBiWnrækt er að þroska sjálf-
stæðiog viijaþrek konunnar.
Þegar James kom lieim til mið-
dags, sá hann nokkra faðmafrá húsi
sínu í^giegluþjón no. 46. og heilan
hóp af fólki sem safnast hafði utan-
um fótbrotinn hest er liann skjótt
kannaðist við sem sína eign. Þegar
hann kom þangað, sagði no. 56:
„Konan stökk inn og skildi hest-
inn eftir óbundinn á stéttinni. Égsá
að hann mvndi ekki standa, og a-tl-
aði að taka hann, en áður en ég
komst þangað fældist hann. Ef þú
vilt sjá fólk sem á að heita með öllu
viti haga sér eins og vitftrringa, þá
farðu til kvennfólksins. Er það ekki
satt James?“
,,Ég vildi að hægt, væri að mót
mæla því,“ svaraði James í gremju
róm. En þátók hann fyrsteftir konu
sem lá skammt þaðan í linypru og
var fótbrotin. Honum varð bilt við,
fótbrotna konan var engin önnur
en Anna hans, og hún hlaut að hafa
heyrt hvert. orð.
Daginn eftir kom James til henn-
ar þar sem hún lá í rúmi sínu og
sagði: „Hversvegna skildurðu Jim
eftir óbundinn, og vita þó að hann
var fæ)inn?“
(Niðurlag á 5. bl.)