Freyja - 01.06.1899, Page 4

Freyja - 01.06.1899, Page 4
4 FREYJA, JÚNÍ H89.9. FIÍIOYJA. íslenzkt kvennblað gefið út af Mrs. M. J. Benedictsson Selkirk Man. Kemur út einusinni í mánuði og kostar: ixm árið..................$ 1,00, um 6 mánuði*..............$ 0,50, um 3 mánuði................$0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein földum dilki 25 c. á stærri auglýs- ingum afsláttur eftir stærð og tíma- iengd. Hvenær sem kaupandi skiftir um bústað er hann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða a.nn- að, sem ekki snertir ritstjórn aðeins, sendist til Frevju. -----.---------------------------y Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. O. Man. Ganada. Ritstjóri (Editor). Mrs. M. J. Benedictssa^^B^ Oss er sönn ánægja að hafa tæki- færi til að færa lesöndum Freyju myndir af þessum tveimur ágætis konum i l'zabeth Cadv Stanton og Helen Hamilton Gardener, með of- urlitlu yfiriiti ytír verk þeirra og'á- lit merkra manna á þeim. Vér ís- lenzku konurnar erum því miður helzt til ókunnar starfsemi þeirra kvenna sem helga líf sitt velferðar- málum vorum. Þó að í Freyju hafi við og við verið sýnishorn af ritum þessara kvenna, þá er það þó bæði sjaldnar ogminna envera ætti. Það er liolt fyrir unga og gamla aðfylg- ja í anda álelðis mannvinum þe'm sem æfinlega láta sér annt um liag hinna undirokuðu. En rita þó með svo .mikilli snild og gætni að jafnvel andvígismenn þeirra viðurkeina verk þeirra, og bera virðingu fyrir persónum þeirra. Vér Islendingar eigum Olafíu, Brí- et og nokkrar aðrar konur sem að sumu Ievti samsvara þessum kvenn- hetjum okkar vestuiheimsmanna. En starfsvið þeirra liggur sem von- legt er heima á fróni. Vér ættum því að kynna oss efrir megni verk þeirra hvenna sem sérstaklega berj- ast fyrir réttindum systra sinnq^og fylgja þeim álengdar á vegi^am- faranna. Það kostar peninga að hafa mynd- ir í blöð, en oss langar þó til að hafa við og við myndir af merkum kon- um og yfirlit yfir verk þeirra, og með tilstyrk lesenda vorra vonum vér að það takist. Giftar konur í Utah. Andlegar þrengingar afleioing fjö/Jcvœnisins. Engin mormóna kona opuar hjarta sitt fyrir heiðingja* því hún veit af eigin revnslu að það yrði að- eins til að margfalda hörmungar hennar. Af öllum þeim álögum og sjálfsaf- neytun sem eigingirni karlkVns- ins hefur í nafni kristindómsins lagt á hið viðkvæma trúfasta og ástríka lijarta eiginkonu og móður, er fjöl- kvæniskenningin ein sú viðurstyggi- iegasta og kvalafyllsta, fjölkvæni, sem karlmenn með tilstyrk hinna lcanonisku laga hafa kennt þeim að væru ómótmælanlegt, óraskanlegt og eilíft drottins lögmál. Undir áhrifum þessara ónáttúrlegu laga er eiginkonan hamingjusnauð- nr einstæðingur í sínu eigin húsi, meðal barna sinna, cg í nærveru þess manns sem hún einusinni elsk- aði og treysti. Öll þau bönd sem liefðu át.t að sameina hjiirtu þeirra og hagsmuni, eru fyrst saurguð, og síðan algjöi lega rofin. Snemma Iær- ir hún að þegja, taka eftir og bera liarm sinn í hljóði. Þá hún að lokn- umkvöldverði sér mann sinn spari- búa sig, þorir iiún ekki að spyrja hvert hann ætli, því óttinn—þessi kvalafulli, særandi ót.ti sem for- myrkvar gleðisól sérhverrar Mor- rnóna konu áður en lífsleið hennar er hálffarin og leggur hana oft í gröfina.,—lokar vörurn hennar. Ilún revnir með öllu uppliugsan- legu móti að sigra þennann ótta, revnir að telja sér trú um að ást *I Utali cru allar konur og yfir höfuð allir sem ekki eru Mormónar af Mormónum heiðnir kallaðir. mannsins hennar sé stöðug. Þó aðrir menn svíki konur sínar og rjúfi eiða sína, gjöri maður hennar það aldrei að eilífu. Þannig.reyna þær að táldraga sig. Þessi von er helmingur lífs hennar allt þangað til að henni er sagt að fara í kyrkjuna og leggja hönd kon- unnar númer 2 í hönd mannsins síns. Og bráðum fær hún fullkomna vissu urn þann sannleika, að enginn maður getur framið fjölkvæni án þess að vera um leið lvgari og hræsn- ari. Margar þessar konur reyna að trúa þvi sér til hugléttis að fjölkvæni sé guðleg skipun sem þær hljóti að hlýða. Ef einhver he'.ðin kona reyndi að setja sig í spor þessara kvenna, reyndi að hug'sa sér að maðurinn hennar myndi þá og þegar taka aðra konu—máske aðrar konur—-sem taka skyldi sæti hennar, stela ást mannsins hennar, koma á milli hennar og þess manns sem hefði í mörg ár verið henni allt í öllu, þess manns sem hún einann af öllum mönnum hafði elskað og myndi nokkurntíma elska, þessi kona kæm- ist nærri því að geta getið sér til þeirra hörmunga sem konur líða í ríki fiölkvænisins. Eldsneytislaus hiti. Að beita sólnnni. fgrir herruno. sína. tSíð.in Marconi tókst að senda vírlausann hraðboða, eru viirnáttúr- legir hlutir ekki lengur til innan vébanda rafurmagns og vélafræð- innar. Það væri því barnalegt að vefengja f.éttina sem herra C. M. M’Govern segir í maí no. ,,Pearsons“ um Nicola Tesla. Hann kvað ætla að nota sólargeislana í stað elds og þannig komast af án eldsneytis framvegis. Fornvinur vísindanna, brenniglerið kemst afturinn á verk- svið vísindanna og fær sína fornu viðurkenningu frá þeirra hendi. Ritarinn segir á þessa leið: „Hugmynd Nikola Tesla er án efa ein hin bíræfnasta sem nokkrum manni hefur hugkvæmst síðan véla-

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.