Freyja - 01.10.1899, Blaðsíða 2

Freyja - 01.10.1899, Blaðsíða 2
FREYJA, OCTOBER 1839. Vita skaltu’ að lönd í vestri liggja; lönd, er frelsið helzt mun kjósa sér. Þar er eitt, sem þú skalt fyrstur Þar er sveit, sem vígi’ eg handa þér. Öruggt varpa öndvegssúlum þínum, út í hafið. Vit, þær rata leið. Þars byggja skalt.u, bornar kraft.i mínum berast þær á undan þinni skeið.“ Goðum trúði’ hann, gnoð hann knúði’ á sæinn. Goðum trúði’ hann: vatt upp segl á skeið. Súlum varp að Óðins boði’ í æginn, íslands til hann stýrði skemstu leið. Langan tíma leitar hann með flæði— Lýsir nokkur furðu’ og gleði hans.— Reistar súlur sér hann hér við græði. Signdu rögn þá byggð vors fyrsta manns- Óðinn bauð: Hörátt þú skála, að gera. Árnið heillum, nornir framtímans! Þyl eg galdra: vé skal hérna vera. Verði þeft.a höfuðstaður lands. Ingólfsbær skal eignast góða drengi! Ingólfsbær skal sýna kvenna val! Ingólfsbær skal öðlastheill oggengi! Ingólfsbær að stórborg verða skal! * * * Arnarhóll sem heilög Síon stendur: Hérskal þjóð vor gjörvöll fylkjasér. Tengja skal hér hver við annan hendur, hornstein þjóðlífs vors skal leggja hér. lngólfs byggð skal brúðardjásni falda björt og hrein í augum sérhvers manns! Reykjavík skal hátt á lofti halda heiðursmerki okkar föðurlands! Hj. Sig. Barnakró. —:0:— BIÐILSFÖRIN. „Þetta eruí alla staði æskilegar téngdir,“ sagði pabbi, meðan kerr* an okkar víxlaðist yfir grjótið í götunni, svo ög svargði engu, „HftP er ving, rík, falleg og af beztu ættum,“ bætti karlinn við. „Máske hún sé geðvond,“ greip ög fram í. „Ó nei, það er öðru nær; hún er hvers manns hugljúfi." „Máske liún hafl gleraugu? Mér er nauða illa við nærsýnar kon- ur,“ sagði ég. „En hvað þú talar heimskulega, það er svo sem öðru nær. Eg vona að þú spillir ekki þessum ráðahag með neinum sérgæðingsskap; það mælir allt með honum, og okkur feðrum ykkar er og hefur lengi ver- ið það áhugamál,“ sagði gamli mað- urinn alvarlega. „Hvorugt okkar á lifandi móð- ur,svo við sleppum við vandlætinga- samar tengdamæður," sagði ég kær- uleysislega. „Ég get ekki séð að hjónaband þurfi að vera haft að háði, eða geti verið aðhlátursefn:,“ sagði karl ólundarlega. „Fáum hefur reynzt það þann- ig. Er þessi unga madama ljós- eða dökkhærð?" „Unga madama, — liún er ekk- ert barn; hún er yndisleg stúlka, og þú ert auli ef þú verður ekki ást- fanginn í henni strax.“ „Þú sagðir áðan að þessi ráða- hagur væri mjög æskilegur. Hefur þá nokkuð verið talað, — ég meina komið fyrir — eða — “ „Þetta er hennar fyrsta sumar í samkvæmislíflnu, og hún er sið- prýðin sjálf.“ ,,Ég á ekki við það.“ „Ég veit þá ekki við hvað þú átt,“ sagði karl þurlega. í þessu námum við staðar við heimili tilvonandi unnustu minnar. Það var mjög fallegt hús, og ná- grennið í alla staði viðkunnanlegt. Eg var búinn að vera erlendis svo lengi, og var því ókunnugur í þess- um nýja parti bæjarins. Stofan sem við komum inn í, var ólík því sem ég hafði átt að venj- ast; hún var björt, viðfeldin og rúm- góð, Þar vóru engardökkar, skugg- alegar gluggablæjur eða dyratjöld, nö djúpir stólar með flossessum, sem maður tíndi sjálfum sör í, Hún kom inn hæglát og kurteis, ekkert pflsaskrjáf boðaði komu liennar og þðtti mér vænt um það Hún gekk hiklaust til föður míns, og heilsaði honum með handabandi mjög vingjarnlega. Svo leit hún á mig og brosti hálf feimnislega, en mér fannst hún strax afbragð ann- ara kvenna. „Við eigum líklega að bíða eft- ir þvi, að faðir þinii fullnægi sið- venjunni og kvnni okkur á formleg- an hátt,“ sagði hún loksins. „Nei, í öllum bænum, við skul- um fara hjá því,“ sagði ég, og heils- aði henni með handabandi. Brosti liún þá glaðlega, en sýndist þó ekki alls kostar ánægð, „Ef þú héldir áfram til klúbbs- ins og sæir um að kvöldverður yrði tilreyddur þegar ég lief lokið erindi mínu, þá sparaði það mér talsverð- an tima,“ sagði ég við föður minn. ,,E - n — ,“ byrjaði hann. „Ég veit hvað þú átt við, þér er náttúrlega sérlega annt um okkur. En það eru til hlutir sem þú þarft, ekki að vita,“ sagði ég. „Þú ætlar þó ekki að—“ „Ég ætla að haga mér eins og heiðarlegum manni sæmir,“ sagði ég og greip fram í fyrir honum. „Verðurðu þá lengi?“ Ég snöri mér að henni og spurði, hvort hún gæti liðið mig svo sem hálftíma. „Það held ég, það ætti að vera góð æfing,“ svaraði hún. Þegar pabbi var farinn,horfðum við hvort á annað þegjandi um stund. Loksins sagði hún: „Hann er allra bezti karl.“ „Fólk segir að ég sé líkur hon- um,“ svaraði ég. „Nokkuð kannske.11 Svo varð þögn; mér fannst ég ekkert geta sagt. Ilún mældi mig allann með augunum, og byrjaði á fótunum. Að þessuin tíma hafði ég staðið í þeirri meiningu, að ég hefði fremur nettar fætur,en nú fanst mér þær langt of stórar. Loksins mætt- ust augu okkar, og í fyrsta sinn á æfinnbfanst mér kona lesa mig niðr í kjölinn, og rannsaka, ekki einung- is hvað ég hefði gjört, heldur og hvað ög myndi gjöra. Svo tók ég í hönd hennar; má vera að ég hafi haldið henni lengnren venja vartil.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.