Freyja - 01.10.1899, Blaðsíða 3

Freyja - 01.10.1899, Blaðsíða 3
„Feðrum okkar er mjög hug- leikið að við verðum hjón; þess vegna er nauðsynlegt að við séum hreinskilinogskiljum hvort annað,“ sagði ég. „Það er líkiega hyggilegast.“ „Það er líklega ekkert á móti því að við giftumst?“ „Líklega ekki.“ „Máske þú hafir einhverja á- stæðu?“ Hún hristi höfuðið neitandi. „Ekki einusinni nú, þegar þú ert búin að sjá mig?“ „Nei, þú ert óaðfinnaulega vax- inn,“ sagði hún, eins og henni þa;tti miður að geta ekki sagt hið gagn- stæða. ,,Ég er fremur náttúru latur.“ „Mér er illa við menn, sem æf- inlega þykast ætla að gjöra ósköpin 011.“ „Égmyndi revkja inn i húsinu æði oft.“ „Mér þykir tóbaks reykur góð- ur.“ „Mér leiðist að halda lengi kyri'u fyrir, ég vil ferðast úr einum stað í annann.“ „Ég er ekki hcldur neitt sér- lega heimaelsk." „Ég les talsvert; þér kynni að þykja ég ófélagslyndur.“ „Ég er líka gefin fyrir tækur, svo hef ég líka ritað heila sögu.“ Nú vaið ég alveg ráðalaus. Ég var búinn að t.ína upp alla, ókosti mína, og í hennar augum urðu þeir að kostum. Nú varð óþægileg þögn. Ég var farinn að óska að við hefð- um fundist undir einhverjum öðrum kringumstæðum, sem orsökuðu það, að hjónaband liefði ekki staðið okk- ur til boða. Ég fann svo glöggt, að við yrðum farsæl ef viðnæðum sam- an, þvi hún var yndisleg stúlka. „Mig langar til að grenzlast ett.ir nokkru er snertir þig, ef þú á- lítur það ekki ókurteisi," sagði hún. „Auðvitað ekki. Það hefur ald- rei verið hyggilegt kallað, að kaupa svín í holu sinni óséð,“ svaraði ég. Við þetta roðnaði hún, en sagði þó: „Mér er nauðsynlegt okkar beggja vegna að vita nokkuð um þig.“ FIvEY.JA, OCTOHEU 1809. „Undir kringumstæðunum er það alveg iétt.“ „Hefur þú nokk — nokkurn- tíma,“ hún roðnaði aftur. „Égá við hvort. þú haflr aldrei elskað?“ „Égeróháður." Égvarþáekki viss um að ég elskaðiekki. „En hef- ur þú aldrei elskað?“ „Dirflst þi að að spyrja mig slíks? Þú heldur þó ekki að ég sé ein af þessum fyrirlitlegu nýju kon- um?“ sagði hún og varð fokvond. „Hvernig gat ég vitað það?“ Sagði ég í auðmjúkmn róm. „Ég held að þú sért frain úr hófl heimskur,“ sagði hún þurlega. „Þessir fyrstu fundirokkar eru fremur þurlegir,“ sagði ég glaðlega. „Eigin nafn mitt er Archibald; ég vona þú hafir ekkert á móti því.“ „Þá get ég líklega kallað þig Arehie,“ sagði hún eftir nokkra um- hugsun. „En hvað þetta er alltsam- an spaugilegt. Jæja, ég heiti María.“ „Þá skal ég kalla þig Mollie “ Svo varð þögn; mér fannst allt vera búið. Loksins mundi ég eftir erindinu, og sagði því: „Eg vona að þú gjörir mör þá ánægju að verða konan mín. Ég skal revna að verða þér góður og gjöra þig ánægða.“ Siðasta setningin kom óvörum, og þó finn.it mér enn þá að ég hafi gjört rétt í að bæta lienni við. En hún roðnaði af reiði, kippti að sér hendinni, bisti sig drjúgum og sagði: „Nei! ög giftist þör aldrei.“ „En—,“ bvrjaði ég. „Já, já! Ég veit ósköp vel hvað þú ætlar að segja. En ég vil nú samt ekki eiga þig; og þar með er þessu máli lokið.“ Rétt í þessum svifunum, var ég svo óheppinn að verða alvarlega ást- fanginn í henni, svo ég sagði svona rétt til reynzlu: „Hvað heldurðu að feður okkar segi?“ „Feður okkar! Ég gef ekki svona mikið fyrir þá,“ sagði hún fyrirlitningarlega, og ætlaði að smella fingrunum, en mistókst það svo gjörsamlega að við hlógum bæði. „Yið ættum í það minnsta að vera vinir,“ sagði ég og rétti henni höndina. „Já, vinir,“ endurtók hún liálf raunalega ogtók vinsamlega í hönd mína. „Fvrst allt er nú búið á milli okkar, þá má ég líklega láta þig vita að þú ert sú langfallegasta kona sem ég hef séð.“ Ég sagði þetta með geðshræringu sem ég skildi reyndar ekkert í. En hún bæði tók eftir því og skildi það, því mér fannst hún koma ofurlítið nær. „Viltu ekki segja mér hvers vegna þú lnyggb a ist mig?“ spuiði ög eftir nokkra þögn. „Ég vil ekki láta selja mig eins og grip,eða gefa migeins og pund af indversku te,“ sagðl hún með gremju fullri áherzlu. „En ef—“ „Nci, nei! Það er ekki til neins að byrja á því aftur. Ég hvorki vil, get nö skal eiga þig.“ , En — ,“ sagði ög. Það varnú reyndar livorki sé/lega skynsamleg eða áhrifamikil rökfærzla; en á augnablikinu mundi ég ekki eft-ir neinu öðru. „Ó, það er allt feltog slétt. Fað- ir þinn teymir þig hingað, og — ,“ „Það er ekki satt, ég kom sjálf- ráður, ogaf frjálsum vilja.“ „Og,“ hélt hún áfram eins og hún heí$i ekki heyrt það sem ég sagði. „Og ég tek náttúrlega á móti þér. Þeir leggja á ráðin, tiltaka hve- nær við skuium giftast og undirbúa allt saman,og við segjum já!! Ég vil hreint ekki láta það viðgangast. Ég býst ekki við að giftast nema einu- sinni, og á fulla heimtingu á að bíða þangað til einhverjum þykir það ó- maksins vert að reyna að vinna mig eins og aðrar stúlkur, og gjörir það lika af sjálfsdáðum. Eg skal ekki líða það, að mér sé kastað að ein- hverjum, eins og dauðum ónýtum hlut.“ Þessa bituryrtu ræðu endaði hún með grátstunu. Þá tapaði ég mér alveg, og í fátinu Sem á mig kom, gjörði nokkuð sein ég reyndar átti ekkert með að gjöra. Eg n. I. kyssti hana rött á munninn. Hún varð svo hissa að hún gat hreint ekkert sagt; svo ég kvssti hana aft- ur. (Niðurlag á 5. bls )

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.