Freyja - 01.10.1899, Qupperneq 6

Freyja - 01.10.1899, Qupperneq 6
G PUBLISHED MONTHLY BY FREYJA PUBLISFIINO CO. SELKIRK MAN. CAN'ADA. EDITOR ^Æa,rg"3rjet J". S snedictsson, MANAGER 3. jB. rQen.ec3.ictsson. Advertising rates 25 cents an inch. B^re^rja. kostar $1,00 uui árið, borgist fyiirtrain. ADDKESS: FREYJA Selkirk Man. Canada. T7"é r þökkum útgeföndum„Fram- sóknar“ fyrir að senda oss liana. Oss er mjög kært að sjá hvað systur vorar heima eru að gjöra, og hvað þeim iniðar áfram í frelsis og fram- fara áttina. Því, þótt vér sóum langt frá fósturjörðunni, þá er hugurinn sami, „heim, og ávalt hsim-11 Þarfir vorar sem kvenna, eru að miklu leyti sameiginlegar. Frelsis- barátta yðar heima og vor hér vestra, ætti einnig að vera sameiginleg, og er það í eðli sínu. Munurinn er að- eins þessi: Þér heima, berjist sjálfar almennt og einlæglega fyrir frelsi yðar, með sameinuðum kröftum, í stórri félags heild, þar sem vér hér í þessu frelsisins og framfaranna landi,stöndum að miklu leyti hjá, og horfum á hina ntiklu allsherjar bar- áttu fyrir allsherjar kvennfrelsi; en látum oss nægja að vinna í smá kv. félögum að smá atriðum, sundraðar, kraftlitlar, og of oft alvörulitlar og sjóndaprar á almennum velferðar- málum heimsins. Þér systur vorar heima á fátæka Islandi fylgið tím- anum betur, það sýnir starfsemi yð- ar og áhugi fyrir yðar sameigin- legu velferðarmálum. okkur ljóðmæli og þýddar sög- ur, eftir hr. Sigurð J. Jóhannesson. Kver þetta sem nýlega hefur komið fyrir almennings sjónir, er snoturt að ytra frágangi. Höf. er vel þekkt- ur fyrir kveðskap sinn, og væri því óþarfi að halda langan formála um FREYJA, OCTOBER 1899. þessa litlu en sontru viðbót við ina andlegu starfsemi hans. Enda eru kvæðin í fullu samræmi við hin fyrri kvæð hans. Sögurnar höfum vér enn þá ekki haft tlma til að lesa. Samt má full- yrða að bókin sé gott 25c virði, því snotrar sögur eru æfinlega velkomin viðbót við inar andlegu nautnalind- ir sérhvers heimilis Og þeir sem nokkuð kannast við hr, S. J. J, munu gizka á að hann velji ei nema snotrar sögur. Vér þökkum höf. fyr- ir sendinguna. "Vér vonum að engum af lesönd- um Freyju mislíki það,að vér tókum upp í blaðið grein, sem elli vegna kynni að þykja ótímabær, n.l. grein- ina, „Konan ambátt mannsins.11 Fyrir ári síðan lásum vér liana í biaðinu „Fair Play.“ og fvr og síð- an hefur hún verið endurtekin í mörgum merkum blöðum og tíma- ritum. Greinin á útbreiðslu skilið fyrir gagn það sem reynzla þessarar einu konu hefur unnið öllum giftum konum innan Bandaríkjanna og ut- an. Ekki einungis með því að vekja athygli þjóðarinnar á þe3sum vand- ræða lögum,og fá þeim breytt, held- ur hefur það orðið og mun verða til að vekja athyggli kvenna á fleiri atriðum viðvíkjandi hjónabands og hjónaskilnaðarlðgunum, sem þeim er mjög áríðandi að þekkja. Veiklað kvenneðli. Útdráttur úr „Women and Economics,, eftir Cliarlotte Perkins Stetson. Eftir ,,Light-Bearer.“ Til þess að gjöra sér skiljanlegan mismuninn á hinu upprunalegaeðli- lega ástandi kvk., og þess er á sér stað eftir að það hefur lengi verið tamið, skulum vér bera saman vilta og tamda mjólkur kú. Vilta kýrin á hrausta kálfa, og hún á þá hjálpar- laust. Hún mjólkar þeim nægilega, og þettað er nógtil að sanna kvenn- eðli hennar, Að þessu einu undan- teknu er hún eins og önnur naut; hún er létt á fæti, og hraustleg: hún þleypur, stekkur og berst ef því er að skifta, og gengur fyrir sér sjálf alveg eins og önnur naut. Támin kýr mjólkar vanalega mikið nieira en sú vilta; henni er gefið fóður, sem sérstaklega eykur mjólkur liæfileika hennar, þangað til að hún er orðin að gangandi mjólkurvél, ónýt og ó- hæf til að ganga fyrir sér sjálf, og veikluð,þá er hún skal afkvæmi ala. Gildi hennar er metið eftir pottatöl- unni sem hún m jólkar,og þess vegna er kostað kapps um að auka þenna eina hæfileika; en við það líða állir aðrir eiginleikar hennar, þangað til hennar upprunaiega kvenneðli er breytt og veiklað. Sé hénni aftur sleppt, og lifi hún þau um- skifti, þá nær hún sér aftur, eða réttara sagt, kyn hennará fáum ætt- liðum — seint eða snemma, eftir því hvort kyn hennar á ufidan henni hefur verið lengi tamið. Kraftar og vöxtur viltu kýrinnar hverfur ekki vegna þess að hún mjólki of mikið, sá liæfileiki er tempr- aður af öðrum, sem hafa haft jafnt tækifæri til að þroskast, og tilheyra kvenneðli hennar alveg eins. Líkamlega tilheyrir konan dýra- tegund þeirri sem er há, hraust og beinvaxin, og þolir mikla áreynzlu. Hjá öllum kynflokkum hefur liún þroskast samkvæmt þeim skilyrðum sem fyrir hendi vóru. Þar sem þroski hennar var takmarkaður (og befur oftast verið að meiru eða minna leyti)þá hafa allir hæfileikar hennar eðlilega hneigst þangað sem þeim var sérstaklega beint. Með öðrum orðum — þangað sem minnstar hindranir vóru fyrir. Þessir eigin- leikar urðu eftir því sterkari sem þeir vóru meira einhliða og yfir- gnæfðu aðra. Þeir kvenneðlis eigin- leikar konunnar sem minnstan, eða engan hnekkir hafa fengið, er æxl- unin. Þessvegna er konan almennt orðin að óeðlilega veiklaðri kynæxl- unar völ. Þau einkenni sem aðskilja kvk. og karlkyn.koma berlegar í ljós hjá konunni en nokkrum öðrum kvk. tegundum í dýraríkinu. T. d. er kvennhönd og konufótur æfinlega einkennilegt frá karlmannshönd og karlmannsfæti. En aldrei heyrist talað um að hófur, klaufir, klær eða hrammur á kvennkyni þeirra teg-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.