Fram - 22.11.1916, Qupperneq 2
2
FRAM.
Nr. 1
ar gegn henni. Er vonandi að grein-
arstúfur þessi verði til þess, að
fljótlega varði eitthvað gert til þess
að tryggja innsiglingu á Siglufirði,
er oft getur verið hættuleg í þokum
og myrkri. Annars er greinin svo
skýrt skrifuð að við hana þarf ekki
að bæta, en í sambandi við hana
mætti beina þeirri fyrirspurn til hafn-
arnefndar Siglufjarðar, hvort henni
sýndist ekki ástæða til að sett yrði
dufl á Hvanneyrarriíið. Að vísu er
hættan þar ekki eins mikil og á
Helluboðununi, en hæglega geta þó
skip skemst á því að festa sig þar,
og .óvíst er þegar ókunnug skip
koma til afgreiðslu við bryggjur út-
með ströndinni, að þau vilji faraað
þeim án hafnsögumanns. Getur það
orsakað tafir en hver stundin er
dýr sem gufuskip þurfa að tefjast
að óþörfu.
H. j.
Höfnin.
—rO—
Enguni sem kunnugur er stað-
háttum hér á Siglufirði, dylst það,
að framfíð hans sem blómlegs fiski-
þorþs ogkauptúns — eins atvinnu-
mesta pláss landsins og innan
fárra ára eins álítlegasta bæjar á
landinu, ef rétt er áhaldið — stend-
ur og fellur með höfninni.
Hitt vitum vér líka, að höfninni
til bóta hefir ekkert alls ekkert
verið gjört, sem til framkvæmda hef-
ir komið, fram til þessa dags, því
eg tel ekki ljósmerkið á Selvíkur-
nefi, sem, þó það sé betra en ekk-
ert, gjörir ekki nægilegt gagn sem
leiðarljós fyrir fjörðinn.
Satt er það, að úr litlu fé hefir
verið að spila en þó hefði mátt
gjöra meira en gjört hefir verið, en
uin það dugar víst eigi að fást, enda,
er nú það stórmál á döfinni hjá‘
hafnarnefnd sem hlýtur að setja til
síðu flest annað meðan það kemst
í framkvæmd, enda einna brýnust
þörfin í þá átt; eg á við Hafnar-
bryggjumálið.
Rörfin fyrir hafnarbryggju eða
bryggju til almennra nota er nú orð-
in iíklega 8 ára gömul og hefir altaf
farið vaxandi með vexti kauptúns-
ins og fólksfjölgunar og þar af leið-
andi aukinni atvinnu og viðskiftum,
erida nú svo komið að framkvæmd
þess máls eralgerlega óhjákvæmi-
leg. Málið er líka komið það á veg
að hafnarnefnd hefir látið landsverk-
fræðing Krabbe gjöra uppdrætti og
áætlanir að bryggjunni, en eg hefi
því miður heyrt, að Krabbe sjálfur
telji þær ekki ábyggilegar, og er
það leitt, því þrátt fyrir það þó
Krabbi tæki ekki neitt fyrir sína
vinnu, kostaði þó verk þetta um
• 600 kr. og á svona undirstöðu er
eigi hægt að byggja.
Rað var afráðið þegar formaður
hafnarnefndarinnar, Guðm. læknirfór
til útlanda í haust, að fela honum
að ferðast til Noregs í vetur eða
vor og leita þar samninga við hafn-
arverkfræðinga í Bergen sem hann
hafði skrifast á við um málið
um að þeir sendu upp hæfan mann
til að skoða og ;plan!eggja« brygg-
juna og gjöra ábyggilegar áætlan-
ir. Svo langt, er þó undirbúningur
málsins kominn eins og nú standa
sakir.
Rað hefir verið talið sjálfsagt að
bryggjan yrði byggð undan austur-
enda flóðgarðsins fyrir utan Söbstað,
gengi þar út og austur í fjörðinn,
og tæki af sjógang og ísrek þeim
bryggjum sem innar eru á eyrinni.
Bryggjustæði hefir verið mælt þarna
— líklega að ráðum Krabbes — og
hreppsnefnd og hafnarnefrtd svo
samþykt það þegjandi, og mótmæl-
um aldrei verið hreyft af neinum,
af þeirri einföldu ástæðu að málið
hefir aldrei opinberlega verið rætt,
því hitt er mér vel kunnugt að
margir lítá öðrum augum á málið
en þeir sem um það hafa fjallað
hingað til.
Vér sem kunnugir erum orðnir
mætti íss og asgis hér á Siglufirði
og eg tel okkur hafa betri þekkingu
í þeim efnum en alla landsins verk-
fræðinga vitum það að bryggja
þarna útfrá þarf að vera mjög ram-
gjörð eigi hún að standa óhögguð,
og við höfum ekki efni á að fita
okkur áfram með tilraunum,þólands-
sjóður hefði það með flóðgarðinn.
Að bryggjan verði því afardýr þarna,
um það eru víst allir sammála. En
til þess að því fé sé eigi að meira
eða minna leiti á glæ kastað, þarf
notagyldið að vera tilsvarandi.
Notagyldi bryggjunnar þarf að
vera:
1. Að fólks og vöruílutningaskip
geti lagst og legið við hana og
af- og ífermt sig í hvaða veðri
sem er.
2. Að þar sé hægt að taka móti
vórum út- og uppskipuðum eins
og þörf krefur, án þess vörun-
um sé hætta búin af sjógangi.
3. Að tilheyrandi bryggjunni og á-
föst henni sé nægileg lóð til að
byggja á vörugeymsiuhús fyrir
afgreiðslu skipa þeirra sem hing-
að hafa fasta áætlun, og fyrir
kolabyrgðir.
4. Að bryggjan liggi á svo hent-
ugum stað og svo nærri mið-
biki kauptúnsins að öllu öðru
jöfnu, að flutningar frá og að
henni séu sem hægastir og kosn-
aðar minstir.
Eg geng viljandi framhjá síld-
arsöltun á bryggjunni þótt eg viti
að hún hafi verið ráðgerð, því mér
virðist það aukaatriði óskylt málinu.
— Að sönnu gott að hafa fé upp
úr fyrirtækinu á þann hátt, ef það
rýrir ekki notagildi þess að öðru
leiti, og síldarsöltunin má alls ekki
vera aðal atriðið.
Pessum fjórum framanskráðum
atr. getur bryggjan útfráeigi fullnægt.
1. Brimið í haust sýndi okkur það,
að sjór getur orðið kraftmikill
hér inni, og þó eigi væri um
jafnmikinn sjógang að ræða og
þá, mun þó mikið þurfa svo ó-
hætt sé, a. m. k. er hætt við að
tippfylling (leir og möl) skoli úr
henni, því hún verður aldrei höfð
svo að sjór ekki gangi yfir hana á
þessum stað. Og hvernigfer upp-
skipun fram í stormi, við þá
bryggju sem sjór gengur á? Hún
verður óframkvæmanleg og verð-
ur að stöðvast alveg, eins og nú
bátauppskipún framan af höfninni,
og er þó þetta það atriði sem
mest áhersla verður að legg-
jast á. Bryggja þessi, þó svo
ramgjörð væri, að hún stæðist
sjórót og ísrek, gæti heldur al-
drei varið allar bryggjurnar fyr-
ir innan sig. Fyrir sjóróti kynni
hún að verja bryggjur þeirra
Söbstads og Bakkevigs en 'ekki
fleiri, og fyrir ís ekki einusmrii þær.
Þegar ís á annað korð er kominn
inn á böfnina, þá ferðast hann
ekki eftir neinuni föstum regl-
urn, en tekur ótal útúrkróka og
hringferðir og vjð vitum að lít-
ill jaki nægir tii að brjóta jafnvel
fleiri bryggjur.
Eg tel líka því fé illa varið
sem á þennan hátt geegi til að
vernda hagsmuni örfárra einstak-
linga á meðan aðrir sém ‘jafna
hlutdeild ættu hlunnindanna, eigi
nytu þeirra að neinu.
2. Af því sem tekið er fram við 1.
gr. sést það að vörur lægju und-
ir skemdum af ájógangi á bryggju
þarna.
3. Mér er sagt að aliar ióöir við
hið fyrirhugaða bryggjustæði
séu nú ,þegar fyrirfram leigðar út
einstökum mönnum, sem flestir
munu hafa tekið þær í þeim til-
gangi að græða á sölu þeirra
þegar búið væri að byggja brygg-
juna. Hvort það er satt veit eg
ekki, en ef svo væri rýrir það
mjög notagildi bryggjunnar.
4. Bryggjan liggur þarna alveg í
útjaðri kauptúnsins og lángan
veg frá öllu viðskiptalífi. Hlyti
því allur ílutningrir að og frá
henni að verða margfalt erfiðari
og kosnaðar meiri en ella. Keyrsla
er hér orðin dýr eins og annað
og sem verra er, nær ófáanleg
með köflum, svo þetta mundi
valda miklum erfiðleikum.
Nei, hafnarbryggjan á að bygg-
jast sunnan á tanganum, þar sem
nú stendur bryggja sú sem sani.
versl. hafa leigt Edv. Jacobsen.
Pað á að kaupa, eða ef það ekki
fæst, þá að taka lögnámi, af hinni
miklu lóð sem Hinar sam. ísl. verzl.
eiga, og sem er svo langt frá að
þær hafi þörf fyrir til eigin afnota, að
þær leigja út öðrum til síldarsölt-
unar meginið af henni. Látum verð-
ið fyrir sölu eða lögnámi vera ríf-
legt. Rað vinnst upp beinlínis og
mikið meira við það hve ódýrari
bryggjan yrði þarna en útfrá auk
óbeina hagsins, því sunnan á tang-
anum nægir ágætlega, sterk timbur-
bryggja sem varla kostar fleiri þús-
undir, en steinbryggjan útfrá kost-
ar tugi þúsunda. Og gagnið þarna
yrði margfalt. Bryggjan væri þarna
í skjóli fyrir sjógangi afallri hafátt,
svo upp og útskipun gæti framfar-
ið hindrunarlaust hvað sem gengi
á, og hún lagi þarna í miðju kaup-
túninu með svo hægri aðstöðu fyr-
ir alla sem æskilegt væri. Og pláss-
ið er nægilegt. Eg geng útfrá að
íekið yrði alt svæðið úr beinni línu
rétt neðan við bræðsluhúsin og þar
suður ti! ‘ sjávar, neðan við lýsis-
bryggjuna, og svo beint frá bræðslu-
húsinu til sjávar, suftnan við
Borðeyrarbryggjuna, er það svæði
allnóg fyrir 4 vörugeymsluhús og
kolabyrgðir, jafnvel þó sani. verz'.
væri ætlað pláss fyrir eitt hús til
eigin afnota.
Handa skipum sam. verzl. sem
nú standa í uppsátri á tanganum,
væri hægt að fá pláss annarstaðar
t. d. á hafnarbryggjustæðinu útfrá,
og fleiri síaðir eru nothæfir til þess.
Fyrir sam. verzl. yrði þetta stór-
gróði jafnvel þó um engar skaða-
bætur væri að ræða, því þær eiga
lóð að þessu svæði á allar hliðar
sem mundi margfaldast að nota-
gyldi og verðmæti við bryggju bygg-
inguna. En þó svo væri, að réítur
þeirra yrði að einhverju leiti rýrður
með þessari ráðstöfun, þá má eigi
í slíkt horfa, því hagur einstaklings-
ins hlýtur ætíð að víkja fyrir þörf
og heill fjöldans.
Arinóður.
ATHS.
Vér viljuin leifa oss að taka það fram,
að þótt vér að sumu leiti séum höf. sam-
máta, þá getum vér eigi fallist á öll atriði
hans. En þar sem þetta er fyrirtæki sem
alia varðar og alls ekki sama hvar brygg-
jan verður sett; er mjög áríðandi að heyra
álit sem flestra áður en inálinu er haldíð
lengra. Vér inimum því með ánægju veita
fleiri greinum um þetta efni rúm í blaðinu.
Ritstj.
Skattanefnd
heitiT ein heljarmikil nefnd. Á hentii
hvílir það vandaverk að áætla árs-
tekjur manna. Nefnd þessi hefir ný-
lega lagt fram skrá um árstekjur þær,
fyrir árið 1915, er hún álítur að
menn hafi haft. Af skrá þessari
verðtir ekki séð að nefndin hafi
haft við niikið að stiðjast og virðist
þó ástæða til, að nefndin aflaði sér
þeirra upplýsinga sem tök eru á.
1 nefndinni sitja þessir 3 stórhöfð-
ingjar:
Hafliði Guðmundsson, hreppstjóri,
Bjarni Rorsteinssön, prestur,
Jón Guðmundsson, verzlunarstjóri,
og eru það alt menn, sem ættu að
vera svo kunnugir hér, að áætlun
þeirra gæti verið að minstakosti
stórgallalaus, og verður máske vikið
að þessu síðar.
Hér fer á eítir áætlun nefndarinn-
ar um árstekjur manna af atvinnu,
árið 1915, og getur hver sem vill
sagt hana réttláta: