Fram - 22.11.1916, Blaðsíða 4
4
FRAM
Nr. 1
í verzlun
Stefáns Kristjánssonar
Siglufirði fæst:
Hveiti — Haframjöl — Hrísgrjón — Sago (small) — Döðlur
Sveskjur — Cacao — Sukkulaði— Niðursoðnir ávext/r (marg-
ar tegundir) — Ostar, Ka.ffi (brent) — Kaffibrauð (gott) — Strausyk-
ur — Rjómi (niðursoðinn) — Tóbak (allskonar) — Nærfatnaður
Álnavara — Spii — Kerti — Eidspítur — ÖI o. fl.
Myndarammar.
Stórt og mikið úrval í
verzlun Sig. Sigurðssonar.
Á næstu dögum er væntanlegur
Sódi á 15 aura pundið í
verzlun Sig. Sigurðssonar.
Úrsmíða-stofan á Siglufirði
(í húsi h.f. ísland.)
Viðgerð á ÚRUM og KLUKKUM.
Einnig NÝ ÚR til sölu. Úrval af skrautgripum,
væntanlegir fyrir jólin, mjög smekklegir til
JÓLAOJAFA.
Guðbr. Samúe/sson
úrsmiður.
í verzlun HALLGR. JÓNSSONAR
fæst: Kaffi, Kex, Flormjöí, Fiskibollur, ensk Sultu-
tau, Karlmannafatnaður, Regnkápur Nærfatnaður,
Handklæði, Léreft, Flónel, Flöjel, Silki, Lasting,
Shirting, Stoppuð teppi o. fl.
VERZLUN HALLGR. JÓNSSONAR.
Umboðsmaður lífsábyrgðarfélagsins
„CARENTÍA“
er á Siglufirði
Stefán Kristjánsson.
20 kr. hver 63 kílo, — nam stjórn-
arráðið úr gildi hámarksverð verð-
lagsnefndarinnar. Nú hafa því Reyk-
víkingar næga mjólk, þó dýr sé,
35 au. líterinn.
Tíðin
Hlákur og þíðviðri voru hér
síðastliðna viku, svo snjó tók að
mestu upp; en um helgina frysti
aftur og hefir síðan verið frost og
stilling.
Skautaís.
er nú dágóður á tjörnum bæjar-
ins, og má þar sjá margan mann-
inn, eldri sem yngri — blómarósir
og unga sveina — vera að skemta
sér, einkum þegar kvölda tekur.
Steinsteypuhús
tvílypt, er Sigurjón Benediktsson
járnsmiður að láta byggja, áfast við
íbúðarhús sitt. Mun þar eiga að
koma ein ný yerzlun enn. Sigtrygg-
ur Jónsson byggingameistari frá
Akureyri hefir »accord« á bygging-
unni.
Nýtt verzlunarhús.
hefir h.f. hinar sam. ísl. verzlanir
látið byggja hér í sumar, og er það
nú að mestuleiti fullgert. Akveðið
er að flytja í það jafnsnemma og
vörukönnun fer fram. Hús þetta
er hið vandaðasta og hefir sölubúðin
það framyfir aðrar sölubúðirhér á
staðnum, að ofn er í henni. Ann-
ars er það athugaverður sparnaður,
að hafa ekki ofna í sölubúðum.
Niðurjöfnunarnefndin
byrjaði starf sitt síðastliðinn laugar-
dag. Vér óskum henni als hins bezta
meðan á því erfiða verki stendur,
og að minsta kosti eins mikillar
réttsýni og áður hefir verið.
Nýlátin
er hér í bænum öldruð kona,
Hansína Jónsdóttir. Jarðarför henn-
ar fór frarti í gær.
Brunatryggingar.
Vátryggingar hlutafélagið VOLGA stofnsett árið 1871.
Vátryggir: hús, húsgögn og allskonar vöruforða o. s.
frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.MOLQk er eitt-
hvert stæðsta og ríkasta vátryggingarfélagið í Evrópu.
Er viðurkent af stjórnarráðinu og hefir varnarþing
í Reykj’avík. Allar inn og útborganir hér.
Allar frekari upplýsingar gefúr undirritaður, sem
er umboðsmaður félagsins hér á Siglufirði.
Virðingarfylst.
Jens Eyjólfsson.
Bolinders mótorinn
Er mjög olíuspar og reynist ágætlega hér á landi.
Fljót afgreiðsla. Pantiðlhann.
Allar frekari upplýsingar gefur undirritaður, sem er um-
boðsmaður fyrir Siglufjörð.
Virðingarfylst
Jens Eyjólfsson.
Hólar
kom hingað frá Akureyri síðast-
liðinn föstudagsmorgun. Með skip-
inu kom mesti fjöldi Siglfirðinga er
tekið höfðu sér listitúr til Akureyr-
ar með Oullfoss, er hann fór hér
um síðast. Hólar fóru héðan aftur
á laugardagskvöld, beina leið til
Gautaborgar.
Til Noregs
fóru héðan með »Hólar« Krist-
mundur Einarsson, Steinþór Hall-
grímsson, Rórarinn Stefánsson
og Þórður Kolbéinsson. Munu þeir
allir hafa farið til þess að leita sér
atvinnu þar í vetur, og ættu fleiri
að gjöra hið sama. Dæmin hafa
sýnt það, að þeir sem sótt hafa aV
vinnu til Noregs um vetur, hafa
haft upp stórfé, einkum þó síðast-
liðinn vetur, en hér heima er mjög
lítil atvinna yfir veturinn.
Goðafoss
kom til Reykjavíkur í gær.
Dagskrá
Hreppsnefndarfundarins
6. nóv. 1916.
1. Kosning oddvita og varaoddvita.
2. Kosning í fastar nefndir.
3. Bréf Hafnarnefndarinnar.
4. Undirbúningur undir niðurjöfnun
5. Um uppfyllingar á Eyrinni.
6. Um hundahreinsanir.
7. Um þarfanaut.
8. Um brunamál aftur.
9. Um farkennslu.
10., Dýrtíðaruppbót til kennara.
Agrip af fundargerðinni varð að
bíða næsta blaðs, vegna rúmleysis.
Þetta blað
verður sent heim til allra í bæn-
um og grendinni, sem álitið er að
muni verða kaupendur þess. — Ef
einhver sem fær blaðið, ekki vill
kaupa það, er hann beðinn að láta
annanhvorn ritstj. vita það.
Fram kemur út einusinni í viku ef
hægt er. Verð blaðsins er 1 kr. hver
15 númer — 10 aura í lausasölu.
Afgreiðslan fyrst um sinn hjá Friðb.
Níelssyni.
Siglufjarðarprentsmiðja