Fram - 21.04.1917, Page 3
Nr. 24
FRAM
83
Reglugjörð
um aðfluttar kornvörur og smjörlíki.
Samkvæmt heimild í lögum 1. febr. 1917 um heimild fyrir landstjórn-
ina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum, eru hér með sett eftir-
farandi ákvæði:
1. gr. Allan rúg, rúgmjöl, hveiti, maís, maísmjöl, bankabygg, hrís-
grjón, völsuð hafragrjón, haframjöl og smjörlíki, sem til landsins er flutt
hér eftir, tekur landstjórnin til uniráða og setur reglur um sölu á vör-
unum og ráðstafar þeim að öðru leyti.
2. gr. Þeim, sem fá eða eiga von á slíkum vörum frá öðrum lönd-
um, ber í tækan tíma að senda stjórnarráðinu tilkynningu um það, svo
það geti gjört þær ráðstafanir viðvíkjandi vörunum sem við þykir eiga í
hvert skifti. í tilkynningunni skal nákvæmlega tiltaka vörutegundir og
vörumagnið.
3. gr. Lögreglustjórum ber að brýna fyrir skipstjórum og afgreiðsl-
um skipa, sem flytja hingað vörur þær sem um geturífyrstu grein, að eigi
megi afhenda slíkar vörur móttakendum fyr en stjórnarráðið hefir gjört
ráðstafanir viðvíkjandi þeim í þá átt er að framan greinir.
4. gr. Brot. á móti ákvæðum reglugjörðar þessarar varðar sektum
alt að 5000 krónum og fer um mál út af þeim, sem um almenn lög-
reglumál.
5. gr. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi.
Retta er birt öllum þeim til eftirbreytni sem hlut eiga að máli.
í stjórnarráði íslands 11. apríl 1917.
Sfg’urður Jónsson.
Jón Hermannsson.
átti hér í húsum sínum. Var sykri
þessum útbýttmeðalbæarbúa síðasta
vetrardag; 1 pund á mann að sagt
er. Sumarglaðning þessa ber að
þakka oddvitanum en ekki hrepps-
nefndinni.
Trúlofuð
eru trésmiður Kristinn Tómasson
og ungfrú Halldóra Pálsdóttir.
»Fram« óskar þeim hjartanlega til
hamingju.
Sonar-tregí.
Liðin er nú ljóss til sala
Helga Guðrún, heitmey Bjarna;
gráta Fljót, gráta Hörgdælir,
Sveipast Norðurland sorgar skýum.
Sú var mær mætust kvenna,
borin syni Bægisár skálds;
í ætthaga sínum og í Fljótum
brúður ástrík börn ól þrjú.
Sá eg ungt íturkvendi,
fyrst at Hraunum, þá at föður míns,
Síðast at Barði hjá bróður sínum;
en aldna kysti at Steinhóli.
Mér var ljós, lífs á vegi,'
móðir göfug, meya fegurst;
féllu lokkar ljóma glæstir,
huldu mjaðmir höfuð krýndu.
Sveif of jörðu sólu fegri,
gyðju glíkust, glöddust sveitir;
brosti á vörum blómi sjafnar,
en logi guðdóms lýsti af enni.
Svo var málrómur sigurlindar,
sem hörpu ómur himinborinn;
svo var til-lit svásra hvarma,
sem skini eygló á upphimni.
Geyma minning merkiskonu
niðjar, vinir og náfrændur;
lifir ást í lýða hjörtum,
varir nafn meðan varir Frón.
Ritað 17. apríl 1917.
A. Frímann B. Arngrímsson.
Er það sælgæti!
í »Lögberg« 4. jan. þ. á. ergrein
með þessari yfirskrift, þar stendur
meðal annars.
»í Ungverjalandi er »Fimue«
pappírsgerðarverkstæðið elsta, og
um leið stærsta verkstæðið af því
tægi í Evrópu um alllanga tíð. Upp-
haflega var þar búinn til umbúða-
pappír, skrifpappír, biblíupappír og
Htið eitt af cigarettupappír. En smátt
og smátt hneigðust eigendur verk-
smiðjunnar að því, -að hyggilegra
myndi að dragaúr biblíupappírnum
og öllum öðrum pappír, sem lík-
legt væri að »guðs heilaga orð«
myndi ritað á að nokkrum mun,en
auka að miklum mun birgðirnar af
vindlapappírnum. Nú sem stendur
er búið til í þessari einu verksmiðju
sjö járnbrautarvagnhiöss á mánuði.
Fram yfir það sem selt er til inn-
lendra tóbaksverksmiðja, eru þaðan
flutt til Frakklands 2240 pund á
degi hverjum.
Takið eftir úr hverju cigarettu-
pappírinn er búinn til.
Pappírinn er gjörður úr fatadrusl-
um af ýmsu tægi, skóm og öðru
hrasli, sem tínt er saman á víg-
vö 11 u n u m.
Mergurinn málsins er þessi:
í cigarettupappírnum borða ciga-
rettuvinir uppþurkaðar blóðdrefjar úr
föllnum Pjóðverjum, og þeirra sinn-
um, eða föllnum Bretum og Cana-
damönnum, og sleikja tuskur af
Austurríkisbúum, Tyrkjum og Pjóð-
verjum, ogföllnum hetjum sambands-
manna. — Til útaf brigðis ög smekk-
bætis reykja þeir og að líkindum
fatatuskur og blóðdrefjar breskra,
canadískra og belgiskra karla og
kvenna, barna og fullorðinna, sem
Pjóðverjar hafa svelt til dauða.
Er það sælgæti!«
Indverjinn.
Framh.
Lucy Iétti við að heyra erindið,
en fékk þó andstygð á þessum til-
mælum. Pegar Yoginn var búinn
að bera upp erindið hætti hann að
beygja sig og stóð rtú þráðbeinn og
hreyfingarlaus og beið svars. Lucy
gat ekki gert sér í hugarlund á-
stæðuna fyrir þessari bæn hans.
Hún var í sjálfu sér mjög mark-
laus, en að öðru leyti snerti hún
hennar eigin persónu, og þessvegna
bauð henni við að verða við henni.
En alt var þetta svo ofur barna-
legt, og hversvegna skyldi hún vera
að gera þennan mann að óvini sín-
um með því að neita honum um
þetta.
Pað gat jafnvel verið hætta að
neita, en engin hætta að verða við
bæninni, og þar að auki var hún
þá laus við hann. Pessi hugsun
greip hana sem elding og þarnæst
svaraði hún:
»Hárið er fest saman með prjón-
um og borðum, bíðið þér þangað
til eg kem tilbaka, þá skuluð þér
fá það sem þér biðjið um.« Hún
talaði ineð uppgerðar rósemi og
tiginni Ijúfmennsku, stóð síðan á
fætur og gekk hvatlega inn.
Yoginn gerði enga hreyfingu til
að fylgja henni eftir, heldur stóð
grafkyr hjá Tulsiplöntunni.
Lucy gekk hugsandi upp á loft-
ið. Henni fanst ómögulegt að það
gæti gert nokkuð ilt, eða orsakað
nokkra breytingu, þó hún gæfi eitt
hár af höfði sínu, en eigi að síður
fann hún ósjálfrátt til óbeitar á því
að verða við bón hans. Pegar hún
kom að herbergisdyrum sínum leit
hún með sjálfri sér fljótlega yfir
hvað hún gæti gert. Egna hann til
reiði með því að láta hann bíða,
eða að kalla á þjónana? Nei, það
dugði ekki. En hvað þá? Með hverju
augnabliki sem leið varð sú rödd
sterkari í brjósti hennar, að verða
ekki við bæn Yogians. Hvernig
átti hún að komast úr þessum
vanda? Sem örskot flaug í huga
hennar hvað hún ætti að gera. Til
þess að komast í svefnherbergi sitt
þurfti hún að ganga framhjá dyrum
ruslakompunnar. Par inni lá hin lítið
kærkomna gjöf frá mrs. Hooley.
Henni komu til hugar orð Hald-
ens um að hárin á ábreiðunni hefðu
sama lit og hár hennar. Hún skaust
inn í herbergið, greyp eitt hár úr
hinu langa kögri, ýfði lítið eitt sitt
eigið hár og gekk síðan niður.
Indverjinn stóð grafkyreins oglíkn-
eski þar sem hún hafði skilið við
iiann, en græðgislegri eftirvænting
brá fyrir í augum hans þegar hún
kom.
»Hér er hárið« sagði hún rólega
og lagði það í hendi hans. Ind-
verjinn hneigði sig djúpt, auðsjáan
lega mjög ánægður, án- þess að
segja eitt orð, og gekk burt af
veröndinni jafn hljóðlega og hann
var kominn. En þrátt fyrir hið dá-
samlega vald er hann hafði yfir and-
liti sínu, sá hún þó sigurhróssglampa
í tilliti hans er hatin snéri sér við.
Hvað gat það boðað? Ekki neitt,
eða eitthvað mikið.
Pegar maður hennar kom heim
nokkrum dögum seinna, sagði hún
honum strax hvað til hefði borið.
Hann varð bæði undrandi og ergi-
legur. Það var naumast hægt að
álíta að atburður þessi hefði mikla
þýðingu, en hann var svo óvanalegur
og óskiljanlegur að það gerði liann
órólegan. »Mér þykir vænt um að
það var ekki eitt afþínum hárum,«
sagði hann, þegar hann hafði lengi
hugsað um málið. »Parna varð þó
ábreiðan að gagni« sagði Lucy. »Já
við megum vera gömlu mrs. Hooiey
þakklát,« sagði hann hlæjandi.
Lucy hafði ekki farið útfyrir garðs-
hliðið síðan Indverjinn heimsótti
hana, því hún vildi ógjarnan ganga
framhjá Mangorjóðrinu, sern hann
var vanur að sitja í. En daginn eft-
ir að ínaður hennar kom heim, ók
hún með honum í eineykisvagni, og
þá sá hún hinn magra brúna mann
sitja í sömu stellingum og hann var
vanur, að minsta kosti leit það
þannig út, en í raun og veru var
það ekki. Pegar Roger snéri sér að
manninum til þess að senda hon-
um ógnandi, eða að minsta kosti
aðvarandi augnaráð, sá hann breyt-
inguna. Indverjinn. varð ekkert var
við Roger eða konu hans, hann sá
þau ekki, hann hafði beygi höfuð-
ið yfir útrétta hönd sína, og starði
á eitthvað í lófa sér. »Siíur hann