Alþýðublaðið - 13.03.1920, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ð
um almennings og fyrir hagsmun-
um auövaldsins, en varð mállaust
við afira umræðu. Vísir reyndi
aftur á móti lengi að smeygja sér
úr snörunni með því að svara út
í hött um hveitiverð Landsverzl-
unar! Til þess að svæla refinn út
úr greninu, tók eg upp deiluna
um hveitiverðið, hrakti fyrir Jak-
obi öll hans axarsköft og knúði
hann löks til þess að svara aðal-
málinu.
Deilan um hveitiverðið hefir
leitt í ljós ýmislegt eftirtektavert,
svo sem að allar fullyrðingar Jak-
obs í þeim efnum stöfuðu að
miklu leyti af vitsmunaskorti, og
að hann er fyrir þá sök og alla
hegðum sína öldungis ófær til þess
að koma opinberlega fram. Fví
næst sannaðist: 1. að hveitiverðs-
hækkunin var réttmæt vegna
gengishækkunar dollara, 2. að
gengishækkunin var ófyrirsjáanleg
og víxlarar og bankar á Norður-
iöndum og í Bretlandi höguðu sér
eftir því, að þeir hugðu að fást
mundi sameiginlegt lán handa
Norðurálfunnj í Bandaiíkjunum,
sem síðan yrði skift milli land-
auna,' svo að gengið lækkaði, 3.
að hveitiinnflutningur var frjáls
kaupmönnum frá 1. október s.l.
og þeir hefðu þá getað flutt inn
hveiti, ef þeir hefðu getað útveg-
að það eins og Landsverzlunin, 4.
öð þeir hefðu nægilegt skiprúm
til hveitiinnflutnings, eftir að þeir
gátu útvegað hveiti í desember,
en hafa þó ekki enn treyst sér til
að flytja inn hv6iti og keppa við
landsverzlunarverðið. Auk þess
hefir komið fram í hveitideilunni,
að það sem Jakob vildi í hveiti-
tnálinu, var, að eftir að Lands-
verzlunin hafði útvegað hveitið,
skyldi hún gera heildsalana að
toilliliðum milli sín og kaupmanna,
líklega til þess að hveitiverðið
lækkaði, og í öðru lagi að Jakob
hugði að hveitiverðið væri 35°/o
°f hátt hjá Landsverzlun, en varð
bá rökrétt að hugsa, að verð á
öUum Ameríkuvörum kaupmanna
v*ri líka minst 35 °/« of hátt, en
tað áleit hann að „kærni engum
við“. Hann reynir að verja þessa
®rtu með því, að tilgangur kaup-
Uanna sé eingöngu að græða, en
*%angur landsverzlunar sé að
/áta viðskiftamennina græða. Henn
shyldu þá halda, að Jakob héldi
fram landsverzlun gegn kaupmanna-
verzlun.
Eftir að Jakob þannig hafði
verið neyddur til að sýna á ýms-
an hátt auðvaldsstefnu Yísis og
sína, er hann loks orðinn svo að-
þrengdur, að hann verður að svara
spurningum þeim, er eg lagði fyrir
Vísi í Alþýðublaðinu 10. þ. m.
Svarið er þannig, að hann og
Vísir sé frábitinn öllu eftirliti al-
mennings með stjórn atvinnuveg-
anna, lýðstjórn eigi ekki að ríkja
á því sviði, eins og á pólitiska
sviðinu, atvinnuvegir landsins séu
ekki samfeld heild, sem við eig-
um að sjá um að sé í sem beztu
lagi. Hann kannast við óstjórnina
á kjötverzlun Sláturfélagsins — af
því að þar er um samvinnufélag
að ræða — en er þó andstæður
því, að ríkið taki í taumana, ef
bændur laga þetta ekki sjálfir.
Aftir á móti þorir Jakob ekki að
minnast einu orði á óstjórn og
brall „einstaklinganna" í síldar-
verzluninni, en lýsir sig þó and-
stæðaD afskiftum almennings af
henni. Ástæður hans fyrir þessu,
sem sé að Landsverzlunin og út-
flutningsnefndin hafi gert glappa-
skot, eru auðvitað alveg út í
loftið, — jafnvel í augum þeina
fáu, sem álíta að skrif Vísis um
þessi „glappaskot* séu annað en
„Vísis-axarsköft" — því að þá ætti
maður, sem hefði fyrir augum
hagsmuni almennings, einungis að
reyna að finna endurbætur á fyrir-
komulagi almenningseftirlitsins.
Vísir heflr þannig skriðið undir
pilsfald Morgunblaðsins, tekið af-
stöðu gegn hagsmunum almenn-
ings og fyrir hagsmunum auð-
valdsins. Jakob hefir kastað grím-
unni, á því getur enginn vilst.
Það er tilgangslítið að deila við
Vísi um mál, sem liggur svo í
uppi. En þeir menn, sem staðið
hafa milli flokka hér í bæ, vita
nú hvorum megin þeir eiga að
skipa sér.
Héðinn Valdimarsson.
Hótel á vígstöðvannm.
Frakkar ætla að reisa fjölda hó-
tela á vígstöðvunum. Að sögn
veitir franska ríkið 30 milj. franka
lán til þessara hótelbygginga.
Rúmstædi óskast í skiftum
fyrir kommóðu. Upplýsingar á
Vitastíg 13.
Veðrið í dag.
Reykjavík,
ísafjörður,
Akureyri,
Seyðisfjörður,
Grímsstaðir,
Vestmannaeyjar,
A, hiti
logn, hiti
logn, hiti
logn, hiti
S, hiti
vantar.
• 4,0.
- 8,0.
-11,0.
- 4,0.
-16,0.
Þórsh., Færeyjar, logn, hiti -r- 0,5.
Stóru stafirnir merkja áttina,
-5- þýðir frost.
Loftvog næstum jafnlág, einna
lægst fyrir suðvestan fsland; stilt
veður með allmiklu frosti á norð-
urlandi.
Útlenðar Jréttir.
Einstein.
Enska blaðið „Daily Chronicle‘!
flutti 15. jan. viðtal við Einstein
prófessor, sem nú snögglega hefir
orðið kunnur almenningi fyrir vís-
indalegar athuganir sínar, þó það
sé langt síðan hann kom fram
með þær.
Einstein er Þjóðverji af Gyð-
ingaættum. Fluttist hann ungur
til Sviss; ólst þar upp og fékk
borgararéttindi í því landi. Var
hann um tíma prófessor við fjöl-
listaskóla í Zurich, og um eitt
skeið við háskólann í Prag (Bæ-
heimi). Skömmu áður en heims-
stríðið byrjaði, var hann „kallaðure
til þess að gegna prófessorembætti
við Berlínar-háskóla, og jafnframt
varð hann formaður eðlisfræðis-
rannsóknarstöðvar þeirrar í Berlín,
sem kend er við Vilhjálm keisara.
Einstein er nú liðlega fertugur,
en var aðeins 18 ára gamall þegar
bann myndaði „relativitets“-kenn-
inguna, en 27 ára gamall birti
hann fyrst kenningar sínar. Hann
segir að það sé svo langt frá því,
að þær ógildi kenningar Newtons,
sem vera má, þar eð þær þvert á
móti sýni enn betur hve mikið
andlegt ofurmenni Newton hafi
verið.
Þó kenningar Einsteins breyti
engu í daglegu lífi þjóðanna, munu
þær hafa mikil áhrif á heimspek-
ina og ýmsar vísindagreinar.
(Eftir Nature).