Fram

Eksemplar

Fram - 20.10.1917, Side 2

Fram - 20.10.1917, Side 2
180 FRAM Nr. 50 hann að framkvæma, hvort sem honum þykir það ljúft eða leitt, og framkvæmd starfs hans á að vera í fullu samræmi við tilganginn með starfinu. F*egar ekki er um nauð- ungarverk að ræða, getur hver rnaður oftast fyrirfram vitað, hvort hann er fær um að vinna það verk er hann tekur að sér. Einn flokkur manna er sá, sem úr- skurðar- og framkvæmdavald hafa. Par hvílir meiri vandi á, en við al- menn störf, og þar er meiri þörf skyldurækni. Til þessa starfa eru jafnaðarlegast valdir þeir menn, sem best eru hæfir til þess, eða að minstakosti álitnir það, og af þeim verður því að krefjast meira en öðrum. Reir meiga því vera við því búnir, að fá harðari dóma en aðrir ef þeir brúka hlutdrægni, rangsleitni og hirðuleysi við störf sín. Því vandasamara sem starfið er, því meiri umhyggjusemi, nákvæmni og skyldurækni þarf til þess að framkvæma það, en jafn- framt verður heiðurinn meiri sem maðurinn fær, ef hann stendur vel í stöðu sinni. Enginn maður er svo gerður að hann ekki kjósi heldur lof en last, og enginn má ætla sig svo hátt settan, að ekki megi kveða upp dóm yfir verkum hans. Eins og allir eru jafnir fyrir lögunum, eins eru allir jafn- ir fyrir almenningsálitinu, og það dæmir oft réttlátasta dóma. Petta sem að ofan er tekið fram ætti eitt að yera nægilegt fyrir menn til þess að kappkosta að leysa störf sín vel af hendi, allir munu gjarn- an vilja geta sér. orðstír þann er deyr aldrei, og það eru verk þeirra sem geta skapað hann. H. j. Hrútasýning fyrir Hvanneyrarhrepp var haldin hér á Siglufjarðareyri 17. okt. 1917. Sýningin var allvel sótt, enda mun mönnum nýtt um þann varning hér, því þetta mun vera fyrsta búpen- ingssýning, sem haldin hefir verið hér í hreppi. Á sýninguna komu als 32 hrútar þar af 2 þrevetrir, 4 tvævetrir, 7 veturgamlir og 19 lambhrútar. Var þeim skift í fjóra flokka eftir aldri og verðlaun ákveðin (1., 2., 3. og 4.) í hverjum flokki, en mismunandi há. Fjórðu verðlaun voru 2 kr. til 3,50 kr. eftiraldri hrútanna og þriðju verðlaun 3 kr. til 5 kr. Fýrstu og önnur verðlaun hlaut einginn, en þriðju verðlaun þessir: Einar Jónasson Hóli (fyrir 2), Lárus Jónsson Saurbæ (fyrir 2) Jón Ólafs- son Siglufirði og Kristján Sæby Siglufirði. Fjórðu verðlaun hlutu þeir: Lárus Jónsson Saurbæ, Einar Her- mannsson Ráeyri, Sigurjón Sigurðs- son Siglufirði, Jón Sigurðsson Siglu- firði (fyrir 2), Einar Jónasson Hóli (fyrir 2), Oísli Bjarnason Skarðdal, og Pór. Ág. Stefánsson Siglufirði. Erlendar símfréttir. Khöfn 12. okt. Hollendingar hafa leyft Pjóðverjum flutningyfir land sitt, en því mótmæla Bretar. Khöfn 14. okt. Suðurlands-flokkur sá, sem Tirpits og fleiri stór Pjóðverjar hafa stofnað, hefir sagt meiri hluta þýska þingsins stríð á hendur. Khöfn 16. okt. '** • Friðarboð eru sögð í aðsigi frá þýsku stjórninni. Kernsky liggur veikur af ofkælingu, í aðalher- búðum Rússa. Khöfn. 17. okt. Járnbradtarslys varð í Þýskalandi, 25 börn dóu og mörg særðust. Þýskir jafnaðarmenn láta uppi að þeir vilji frið. Khöfn. 18. okt. Miklar óeirðir í Bessarabíu út af matvælaskorti. Rússar hörfa undan. Eftir skeytum til Rvík. Ur bænum. Mest verðlaunafé hlaut Einar á Hóli, 14 kr. og næstur Lárus í Saur- bæ, enda höfðu þeir flesta hrúta til sýnis og munu vera þeir fjárflestu af þeim er sýninguna sóttu. Aðrir fengu 2 til 4 kr. Hrútar þeir sem sýndir voru, voru margir mjög góðar kindur, en flest- ir mjög ólíkir. Var því ervitt að gera upp á milli þeirra, því þar sem ein- um veitti betur, þá hafði annar yfir- höndina í öðrum efnum. Petta er mjög eðlilegt þar sem ekki mun um neitt sérstakt kyn að ræða sem lögð hefir verið áhersla á. Pess má geta að á sýninguna komu engir hrútar frá Siglunesi, Dölum né Héðinsfirði, en á Siglu- nesi er að minstakosti alment talio vænt fé, svo líklegt er að þar séu hrútar sem náð hefðu íönnurverð- laun. Ró sýning þessi hati kannske ekki mikla þýðingu þá er hún þó spor í áttina, og vekur áhúga og metn- að hjá mönnum. Enda eraltaftölu- vert að læra af slíkum sýningum, ef góðir menn gefa þar skýringar á því, á hverju þeir byggja dóm sinn, segi kost og löst á þeim skepnum sem sýndar eru. Má víst óhætt fullyrða að hr. Hallgr. Rorbergsson er flestum færari í því efni, enda gaf hann að endaðri sýningunni, góð °g geSn rsð, hvað aðallega þyrfti að gera til þess að bæta sauðféð og ná því takmarki, að gera það virki- lega arðberandi. Fyrstu verðlaun sagði Hallgrímur að aðeins einn hrútur hefði hlotið á þessa hausti, í allri Eyjafjarðar- sýslu. Sýnir þetta það sem menn reyndar vissu áður, að Eyjafjarðar- sýsla er ekki í fremstu röð hvað fjárræktina snertir. En það sýnir líka að þeir sem verðlaunin ákveða, eða sérstaklega Hallgrímur, erverk- inu vaxinn og verðlaunat ekki ann- að en verðlaunavert. Ætti það sann- arlega ekki að draga úr viðleitni fjáreigenda til þess að eignast og framleiða fyrirmyndar fé, að þeir fá lág verðlaun, því þó það sé óneit- anlega virðing og vegsauki hverjum bónda, að fá fyrstu verðlaun fyrir fé sitt, þá er það þó aðeins vegsauki, að féð sé fyrsta flokks fé, en ekki verðlaunað óverðugt. Hér á Siglufirði eru sumrin stutt en vetrar langir, og því innistöðu- tími búpenings mjög langur. Það mundi því hafa afarmikla þýðingu ef peningshúsin væru góð, björt, loftgóð og rakalaus. Þessu mun vera hér, sem víða annarsstaðar, á- bótavant, enda sáust vetrarmerki á syip margra þeirra hrúta sem sýnd- ir voru. Rað vantaði þennan frjálsa lífsglaða svip sem holt og gott loft gefur hverri skepnu. Pess ber þó að gæta að þetta sumar hefir verið líkara vetri en sumri, og getur það gjarnan verið orsökin. Einnigverða menri að hafa það hug- fast, aðeffóðrunin mishepnast einn vetur, getur þaðeiðilagtfleiriárafram- för. Hús og hey, hitt býr í mann- inum sjálfum. Hirðusemin, nærgætn- in og velvildin eiga allar heima í hvers manns barmi, bara að þeim sé haldið til vinnu, daglega. Ressvegna góðirmenn, þið sem verðlaun fenguð núna, og hinir sem engin verðlaun fengu. Keppið á all- an hátt að því að eignast betra og betra sauðfé, og þið munuð brátt fá önnurog fyrstu verðlaun, auk þess sem þið þannig eignist fyrirmynd- ar búpening. Er þetta þóekki ann- en það sem hver fjáreigandi ætti að keppa að, og það án allra verðlauna. Flóvent Jóh. Baldursbrá. Heima man eg Baldursbrá bæjarþök á sumrum skreytti; yndi mér og unun veitti glaður hana horfði eg á. Hennar blóma breiðan hrein, jafnfögur mér virtist vera vissi ei þar á mun að gera. Fegurst þótti engin ein. Leit eg hrunda hóp í sal, hrifinn varð í andartaki, eins og Baldursbrá á þaki sig þar breiddi brúða val. Oetur nokkur maður mér láð, þó allar elska næði allar buðu sömu gæði. Fegurð ætíð elskan ber. s. m. Afmæli: 23. okt. Þorst. Péturss. veitingam. 23. » Ben. Benidiktss. verkam. 24. » Sig. Kristjánss. kaupm. 25. » M. Jónína Jónsd. ungfrú. 26. » Andrea Sæby, húsfrú. Tiöin er oftast fremur óstilt hér. Fyrri hluta þessarar viku voru stillingar, en í gær var suðvestan rok, og norðan hríð i dag. Frostlaust má heita að verið háfi alla vikuna. »Borg« fór héðan 15. þ. m. beina leið til Englands með 5560 tn. af síld og 365 föt af lýsi. Hafði skipstjóri ýrns- an útbúnað til bjargar skipsmönn- um ef skipið skyldi verða skotið niður, t. d. lét hann smíða stór- an pall standandi á tómum olíutuiln- um, sem hægt yrði að stökkva á ef ekki næðist til skipsbátanna. Á skipiðJréðist hér sem háseti, skip- stjóri Lárus Blöndal á Hvanneyri. Ásgeir Pétursson á um 10 þús. tunnur á síldar- geymslulóð sinni hér, er hann nú að láta byggja“utanum þær bráða- byrgða skýli til varnar gegn úrkomu vetrarins. >4/da« kom hingað 18. þ. m. með kol

x

Fram

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.