Fram - 20.10.1917, Síða 3
Nr. 50
FRAM
181
Munið að kaupa
í vezlun Friðb. Níelssonar.
Sultutau
Hebe-mjólk
Handsápu
Sólskinssápu
Sápuspæni
Reyktóbak
frá Akureyri til S. Ooos. — Hún
fer til^Akureyrar aftur á morgun.
Sóknarpresturlnn
hefir fest'upp á götum bæjarins
svohljóðandi auglýsingu:
>Eftir ósk biskups og áskorun
Synodusor, verður hér í kirkjunni
eins og.flestum öðrum kirkjumlands-
ins haldin opinber guðsþjónusta á
hádegi miðvikudaginn 31. þ. m. til
minningar um siðabót Lúthers er
byrjaði þann dag fyrir 400 árum
Er þess óskað að verzlunarbúðum
sé lokað kl. 11 til 3 og frí gefið í
skólanum þann dag.«
Útsvörin næst.
Pann 29. f. m. hafði bæjarstjórn
ísafjarðarkaupstaðar til umræðu fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1918.
Útgjöld bæjarsjóðs eru samkvæmt
áætluninni 77 þús. krónur, og sá
bæjarstjórnin sér ekki fært að hafa
þau lægri.
Uppí útgjöld þessi býst bæjar-
stjórnin við að fá 12 þús. króna
tekjur, af hinum ýmsum eignum
bæjarins, og eru þá eftir 65 þús.
sem á vanalegum tímum hefði ver-
ið jafnað niður á borgara bæjarins
sem aukaútsvör.
En vegna hinna sérstöku kring-
umstæða serfi nú eru, (dýrtíð, at-
vinnuleysi o. fl.) sá bæjarstjórnin
sér ekki fært að taka upphæðina
alla í aukaútsvörum. Varð því ofan
á að samþykt var aö jafna aðeins
35 þús. niður á bæjarbúa. en taka
30 þús. að Iáni.
Sýnir þetta ljóslega að ástæður
menna þar vestra, muni ekki vera
á marga fiska, enda brást síldveið-
in þar gjörsamlega í sumar, meira
en hér, þó illa gengi.
Bráðlega mun hreppsnefndin hér
takafjárhagsáætlun næstaárstilathug-
unar,ogverður fróðl. að sjáhvelangt
húnkemstí sparnaðaráttina, hvaðaráð
hún tekur til þess að bæta upp fúlgu
þá, sem undanfarandi sumur hefir
komið frá Norðmönnum; hvort út-
gjöldin verða lækkuð sem því svar-
ar, eða útsvörin hækkuð á bæjar-
búum, eða tekið lán.
Sjálfsagt virðist að lækka útgjöld-
in svo mikið sem frekast er kostur,
en lukkist ekki að lækka þau svo,
að jafnist á við útsvör þeirra Norð-
manna, sem ekki verður hægt að
leggja á nú, þá mun ekki vera
önnur leið en lántaka, því útsvör
bæjarbúanna hér mun tæplega meiga
hækka. — Að þessu máli verður vikið
nánar síðar.
Smaragðinn.
Blakmore hafði ekki verið nema
fáar mínútur í burtu, en á þeim
tíma hafði hann þó laumað smar-
agðinum í vasa sinn, þessum dá-
samlega gimsteini, sem vinur hans
Seaford ofursti átti.
Hann stóð grafkyr eitt augnablik
og dróg andann þungt, áður en
hann aftur gekk inn til vinar síns
með pípuna, sem hann þóttist hafa
gleymt í bókaherberginu. Smaragð-
inn lá í vasa hans, og brendi hann
eins og logandi eldur; jæja, það
varð nú að vera, hann mátti til að út-
vega þessi sextíu pund. Seaford of-
ursti sat beint á móti hinum gamla
samliða sínum, og horfði framan í
hrukkótt andlitið, hann grunaði ekki
hvaða sálarangist kafteinn Blakmore
hafði tekið út nokkrar síðustu mín-
úturnar.
>Kæri gamli vinur.c Seaford tók
upp þráðinn í samtali þeirra þar
sem þeir höfðu hætt þegar Blak-
more gekk út, »að hugsa sér að við
skyldum hittast aftur eftir svona
mörg ár. Segðu mér nú eitthvað af
sjálfum þér. Hvernig hefir þér liðið
allan þennan langa tíma? ^n þú ert
svo fölur vinur, var vínið ekki gott?«
»Jú, vínið vár ágætt,< svaraði
Blakmore með veikri rödd, >en eg
hefi ekki fengið mér eitt einasta'glas
í fimm ár.«
>Herra góður, hafa ástæðurþínar
verið svona,« sagði Seaford áhyggju-
fuliur, og lagði um leið hendina
á handlegg vinar síns.
»Já, eg hefi haft margskonar and-
streymi við að stríða,« sagði Blak-
more.
>Andstreymi? Á hvern hátt,vgamli
vinur?«
sPað hefir verið margvíslegt. Fyr-
ir fimm árum síðan dó Loma, og
þá misti eg eiginlega mitt hálfa líf.
Öllu sem eg átti tapaði eg við
bankahrunið ötuttu síðar.« Blakmore
sat álútur og starði án afláts á gólf-
ið, honum var ómögulegt að líta
framan í andlit vinar síns.
»Er Loma dáin?« mælti Seaford
og brá mikið, >þá get eg skilið að
þér hafi fundist þú einmana. Og—
eg — mig minnir að eg heyrði —
það var Weller ofursti sem sagði
mér að —« hann stamaði og lauk
aldrei við setninguna, Pað komu
sársauka drættir í andlitið á Blak-
more.
>Svo þú hefir heyrt það,« sagði
hann og varpaði öndinni þungt. »Já,
Roggie fór í hundana. Eg vildi láta
hann fara í herinn, en þeir ungu
þykjast altaf vera hyggnastir, og —
já, eg hefi haft mikla sorg af því.«
»Hann varð hermaður, komst hann
ekki í verkfræðinga déildina, var það
ekki?«
»Jú, enn þáð veit guð egyildiað
hann hefði aldrei komið þar. Dag-
inn fyrir orustuna við Abd el Habbar
strauk hann. Hann vissi það ekki
Fiskibollur
Kj'ötbollur
Kjötfarz
Sardínur
Anciosur
Leverposdej
að eg hefði tapað öllum eignum
mínum, og það voru fallnir á hann
nokkrir víxlar, sem hann bað mig
að borga. Hann skrifaði mér, og
sagðist ætla til gullnámanna í Ástra-
líu og verða ríkur á stuttum tíma.
Pað er það síðasta sem eg hefi frétt
af honum. Síðan hefi eg mátt greiða
afborgun af þessum víxlum hans,
þangað til nú, — nú get eg ekki
lengur.«
Blakmore þagnaði, og stundi þungt.
Ósjálfrátt stakk hann hendinni í vas-
ann sem smaragðinn var í, honum
fanst hann mega til að snerta á
honum þó hann brendi eins og gló-
andi járn.
»Hversvegna komstu ekki til mín
Jack? Pú vissir þó að eg er í bæri-
legum efnum, og að eg myndi hjálpa
þér. Taktu nú sönsum, kastaðu
frá þér öllu stolti og segðu mér hve
mikið þú þarf að fá núna, og lof-
aðu mér að lána þér þá peninga,«
sagði Seaford innilega.
f*að kom óstyrkur á Blakmore.
Orð vinar hans hittu hannjsem svipu-
högg. Hann vissi að Seaford meinti
það sem hann sagði, og nú hafði
hann launað honum trygga vináttu
með því að stela frá honum. »Eg
vissi að þú myndir lána mér, en —
sjáðu til, eg skammaðist mín, eg
gat ekki beðið þig um hjálp.«
Seaford stóð á fætur og lagði
handlegginn um axlir Blakmore.
>Oamli vinur minn, gjarnan vildi eg
hjálpa hér, vesalingur. Og Loma er
dáin. — Eg skil vel, Iíklega betur
en flestir aðrir, hvaða þýðingu það
hefir fyrir þig.« Hann þagði um
stund. og hfélt síðan áfram. »Við
skulum tala um eitthvað annað, þetta
þreytir þig, þú ert náfölur. — Manstu
eftir í Agra, þegar eg náði í smar-
agðinn, sem við vorum að skoða í
kvöld. Pú réðir mér frá að taka hann
af því hann var auga í líkneski af
Buddha.«
»Eg man það vel,« svaraði Blak-
more lágt, varir hans skulfu.
»Rú varst æfinlega svo hjátrúar-
fullur, þegar um svoleiðis var að
ræða. — Viltu ekki svolítið meira
Whisky, það styrkir taugar þínar?«
Án þess að bíða eftir svari helti
hann Whisky og sódavatni í glas
Blakmore.
F’að gutlaði í flöskuhálsinum um
leið, og Blakmore heyrðist sem flask-
an segja hæðnislega: Ho—ho—þjóf
—ur. »F*að er fallegur steinn,« hélt
Seaford áfram, »og það var sem
samvisku minni hægðist, þegar eg
seinna heyrði að þessir Hinduþjóf-
ar hefðu sjálfir stolið honum í Col-
ombo. Þessar sagnir um bölvun þá
er fylgir rændum gripum úr must-
erum Hindúa, gjöra mig veikan, eg
ætla ekki að eiga steininn lengur.
Veistu hvað eg ætla að gera við
hann?«
»Nei — en — eg má ekki vera
lengur,« stamaði Blakmore.
»Hvað! ætlarðu að fara strax?«
spurði Seaford undrandi.
»Já — hm — sjáðu til —« Blak-
more reyndi að gera rödd sína styrka,
— »eg á von á manni í kvö!c!.«
»Eg áleit að þú lifðif mjög ein-
mana, og fáir kæmu til þín,« sagði
Seaford.
Blakmore hneigði höfði. »F*ettaer
ein af þeim heimsóknum sem eng-
inn óskar eftir.«
»Veslings vinur, er það svona
slæmt. Skuldheimtumaður —?«
»Já, eitthvað svoleiðis.«
»Hvað ef það mikið?«
»Sextíu pund« syaraði Blakmore,
»það er einn af víxlunum, sem eg
varð að taka við — af drengnum.«
Hann þagði um hríð, svo fékk reið-
in alt í einu yfirhöndina, og hann
sagði með ákafa.
»Eg vil aldrei sjá þann þorpara
framar. Hann ætlaði að sjá um mig
á elliárunum, eða það sagði hann.
Hver þremillinn hafði beðið hann
um það. Fórna heiðri Blakmóranna
til þess að komast hjá örbirgð —,
eg vildi heldur deya í því aumasta
fátæktraskýli, sem nokkurn tíma hef-
ir verið bygt, lieldur en —
»Stansaðu gamli vinur,« greyp
Seaford fram I fyrir honum, um leið
og hann lagði hendina á handlegg
honum. »Vertu ekki of strangur við
drenginn. Eg skal veðja tíu á móti
einum um það, að hjarta hans hefði
brostið, ef hann hefði haft minstu
hugmynd um ástæður þínar þegar
hann — þegar hann fór. Hann hefir
ekkert vitað um hvað þúhefirtekið tú.«
»Tekið út! Já, eg hefi orðið að
líða mikið. Hann lét mig þurfa að
borga skuldir sínar þegar eg var
sjálfur í mestu vandræðunum.«