Fram - 27.10.1917, Page 2
184
FRAM
Nr. 51
benda hinni heiðruðu hreppsnefnd
á, að eina tryggingin fyrir því að
saltkjöt verði fáanlegt til kaups hér
í vetur og vor, er það, að hún sendi
kjötsölunefndinni pöntun fyrir 31.
okt. Sú pöntun mætti ekki vera
minni en 50 til 100 tunnur, því
fjölda margir byrja hérveturinn með
sama sem ekkert kjöt,ogkæmi því vel
að geta keyft það eftir hendinni.
Undanfarandi hafa ýmsir kaup-
menn orðið til þess að kaupa salt-
kjöt að, og selja út hér aftur. En
nú er öðru máli að gegna, þar sem
áreiðanlegt má telja að saltkjöt fáist
ekki annarsstaðar en hjá kjötsölu-
nefndinni, og hún selur aðeins sveita-
og bæjarfélögum, en ekki einstök-
um mönnum.
Hafi hreppsnefndin ekki nú þeg-
ar ákvarðað sig í þessu máli, væri
óskándi að hún vildi taka bendingu
þessa til greina. En hér dugar eng-
inn dráttur, því pöntunin verðurað
vera komin suður fyrir næsta mið-
vikudag, annars verður hún ekki
tekin til greina.
N. N.
Fréttir.
Prestur á ísafirði í stað Magnúsar
Jónssonar, sem nú er orðinn doc-
ent við háskolann, er settur Sigur-
geir Sigurðsson cand. theol.
Útbú frá landsbankanum er nú
verið að setja á stofn á Eskifirði.
Forstjóri þess verður Árni Jóhanns-
son bankaritari en gjaldkéri líklega
Marteinn Bjarnason.
Alþingismennirnir enduðu þingið
með því að hækka þingkaup sitt úr
10 kr. upp í 13 kr. á dag, vegna dýrtíð-
arinnar. Nemur sú upphæð utn 9400 kr.
Pessir hafa sótt um Suðurmúla-
sýslu: Páll Jónsson yfirdómslögm.,
Bjarni P. Johnson, sýslum., Sigur-
jón Markússon, sýslum., Guðm
Hannesson, yfirdómslögm. ísafirði,
Sig. Lýðsson og Magnús Gíslason.
Hámarksverð hefir verðlagsnefnd-
in sett á kartöflur, 35 aura kílóið í
smásölu en 30 aura ef keyft eru
50 kíló eða meira. En sá galli er á
því, að það gildir aðeins fyrir Reyk-
javík.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir lagt
20 þús. kr. aukaútsvar á landssjóðs-
verzlunina á aukaniðurjöfnunarfundi
um síðustu mánaðamót.
Erlendar símfréttir.
Khöfn 19. okt.
Kernsky er orðinn heilbrigður aftur.
Rússar flytja frá Petrograð.
Kafbátar gera árás á hlutlausan skipahóp við Sett-
landseyjar, 100 manns dóu.
Khöfn. 21. okt.
Mörg Zeppelínsloftför hafa verið skotin niður í
Frakklandi.
Khöfn 24. okt.
Frakkar hafa unnið stórsigur við Aisne.
Barthos er orðinn utanríkisráðherra Frakklands.
Eftir skeytum til Rvík.
Ur bænum.
Afmæli:
29. okt. Jón Guðmss. verslunarst.
30. » Porv. Atlason, útvegsm.
Hjónabönd.
Nýlega hafa verið gefin saman í
hjónaband Sólveg Porkelsdóttir og
Benóní Benónísson, Póra Porkels-
dóttir og Helgi Ásgrímsson, Sólveig
Björnsdóttir ogjóhann Sigurgeirsson
Hausthreppaskil
verða í þetta sinn 30. þ. m. Par
eð engin vorhreppaski! voru hald-
in ber öllum þeim er tíundarbærar
eignir eiga, að telja þær fram,— og
hundana líka.
M.k. Hektor
hefir legið hér þessa viku hlað-
inn kolum frá Tjörnesi til Blöndu-
óss. Haldist þessi ótíð iengri tíma
svo skipið geti ekki séð sér fært
að fara vestur, sem altaf er hættu-
leg ferð um þennan tíma, má búast
við að eigandi skipsins Ásgeir Pét-
ursson vilji verða af með kolin úr
skipinu.
Eigendur kolanna geta ráðið hvað
þeir gera við þau, ef þau komast
ekki vestur eftir, og væri því ráð
fyrir hreppsnefndina hér að taka ráð
í tíma og tryggja sér forkaupsrétt
á þeim. Pað getur orðið mögulegt
að komast til annara staða með
kolin, þó ekki verði hægt að fara
til Blönduóss, og líkindi til að fleiri
vilji verða keupendur en einn.
Flutningur á kolunum sem hrepp-
urinn hér á á Tjörnesi er .ótryggur
héðan af, en stór vandræði fyrir
höndum ef ekkert bætist við það
eldsneyti, sem til er hér nú.
Tíðin
hefir verið eins alla vikuna, stöð-
ug norðanátt og hríð og mikið frost
Er þetta eitthvert allra ótíðarmesta
haustið sem komið hefir nú lengi,
og má geta nærri hvað illa það kem-
ur sér eftir annað eins atvinnuleysis
sumar.
Skilsemi.
\ fyrra vetur í desembermánuði
kom mótorbátur frá Akureyri, sem
varð fyrir því óhappi, að missa út-
byrðis nokkuð af flutning þeim er
á þilfari var. Meðal annars, er þar
fór í sjóinn var poki sem eg átti,
var í honum um 30 pund af tólg,
og ein útidyra skrá. Pokinn var
merktur mér fullu nafni.
Eg gat ekki ímyndað mér annað,
en poki þessi væri mér algjörlega
tapaður og fékkst ekki mikið um,
slíkt getur altaf komið fytir;ennokkru
eftir nýár fæ eg bréf frá Árna bónda
Guðmundssyni í Vík á Skaga, um
að hjá honum hafi rekið poka með
tólg í, sem sé merktur mínu nafni,
og sé því að líkindum mín eign, sé
hann geymdur hjá sér, og verði það
þar til eg vitji hans, eða geri aðrar
ráðstafanir um hann. Eg skrifaði
manni þessum aftur, sem mér er að
öllu ókunnugur, og bað hann, þar
sem eg myndi ekki sjálfur verða
með neitt skip þetta ár, og ætti því
ekki leið þar vestur eftir, að reyna
að koma pokanum til rnín, annað
hvort með því að koma honuin til
Sauðárkróks, og þaðan með ferð,
eða á einhvern annan hátt.
Leið svo tíminn, þar til í sumar
að eg eitt sinn fæ boð frá skipstjór-
anum á s.s. Maí um að eg eigi poka
hjá honum, er þar þá tólgarpokinn
kominn, með öllu innihaldi ósnertu,
hafði finnandinn gert sér ferð með
hann út í skipið, til þess að geta
komið honum til mín.
Enginn reikningur eða skilaboð
fylgdu með um borgun fyrir fyrir-
höfn.
Eg get ekki annað en dáðst að
skilvísi þessa manns, er óvíst að
margir liefðu gert sér far um að
leita uppi eiganda að reka, er svo
langt var aðkominn og flestir myndu
hafa að minsta kosti kosið sér ó-
makslaun fyrir.
Eg skrifa þessar línur til þess,
að vptta bónda þessum þakklæti
mitt fyrir skilsemi hans og fyrirhöfn
alla, og til þess, að menn taki hann
sér til fyrirmyndar'undir líkum kring-
umstæðum.
Siglufirði 20. okt. 1917.
JónJóhannesson
skipstjóri.
Á flestu má eitthvað græða.
Nú fyrir stuttu fékk Hvanneyrar-
hreppur, eða öllu heidur Sigulfjörð-
ur 25 tonn af kolum, góðum enskum
kolum, og þó þetta væri lítill skamt-
ur í mörg eldstæði, mun þó brúnin
hafa hækkað á mörgum þeim, sem
kviðu fyrir vetrarkuldanum. Eftir
töluvert mikil umsvif var afráðið
annaðhvort af hreppsnefndinni eða
Iandsstjórninni — að selja kol þessi
með mismunandi verði, ekki af því
að kolin væru mismunandi góð,
heldur af hinu, að menniri.ir væru
mismunandi efnum búnir til þess að
kaupa þau og borga. Petta var fall-
lega hugsað. Ég, karlinn einyrki
— með 5 börn á pallinum, taldi
mér víst að fá kolin fyrir 135 kr.
tonnið eða máske bara á 100 kr.
og brýrnar fíugu uppí hársrætur, og
er það þó sjaldgæft. En sú dýrð
stóð ekki lengi; eg Iét brýr síga,
þegar eg sá að mér var ætlað að
greiða 170 kr. fyrir tonnið, sama
verð og efnuðustu menn þessa
þorps. En bíddu við. Parna er eg
' *
þá kominn í tölu bestu og efnuð-
ustu manna þorpsins, það er þó
dálítil bót í máli. En ef eg á að
segja alveg satt, þá hefði eg held-
ur kosið að fá þessi kol nokkrum
krónum ódýrari og eiga heldur aura-
ráð til annara lífsnauðsynja, heldur
en vaxa í augum almennings, nei
ekki almennings,vaxaíaugum hrepps
nefndarinnnar, því fyrir þann vegs-
auka, vil eg Íítið gefa. Mér leikur
líka grunur á að þessi upphefð vari
ekki lengi, líklega ekki lengur en á
meðan eg er að kaupa og borga
kolin.
Flóvent Jóhannsson.