Fram

Issue

Fram - 27.10.1917, Page 3

Fram - 27.10.1917, Page 3
Nr, 51 FRAM 185 Smalarnir. Einu sinni voru tveirsmalar. Þeir sátu yfir ánum upp í brattri ^ fjalls- hlíð, og hagaði svo til, að á rann niður hlíðina, sem aðskildi lönd bæjanna, sem þeir voru frá. Foss var í ánni, og féll hann í þröngum og djúpum gijúfrum og var mjótt á milli gilbarmanna við fossbrún- ina. Pað var siðvenja smalanna, að er þeir höfðu komið ánum vel fyrir um morgnana, að sitja yið ána, og gátu þeir þá talast við yfir hana, en ervitt var að komast yfir gilið. Einn morgun var annar smalinn fyrri að gilbarminum en hinn, sett- ist hann þar í uppáhaldssæti sitt, og söng með hárri röddu: Vér þurfum á stað þar sem storm- ur hvín og steypiregn gerir hörund vott, svo geti þeir skolfið og skamm- ast sín er skjálfa vilja; það er þeim gott. Vísu þessa söng hann hvað eftir annað, þar til hinn smalinn kom fram á gilbarminn, og kallaði til hans. »Þessi vísa líkar mér ekki, eg kann 'aðra sem er miklu fallegri.« »Hvernig er hún.« »Nú skaltu heyra, eg skal syngja hana fyrir þig.« Ó þú lognið, Ijúfa milda blíða legg þig mjúkt um æfistörfin mín, svo eg þurti’ ei storma við að stríða styrkur minn sé friðarrósemd þín. Aftra jafnan öllum nýjum straumum óró sem að vakið geta þjóð, lát mig vaggast vært í hægum draumum varna’ að hreyfing komist á mitt blóð. »Þú verður þó að kannast við, að skemtilegra er blessað lognið, en stormur og óveður, sem alt ætlar um koll að keyra.« »Ekki get eg verið á sama máli um það. Eg kann best við mig, þegar eg hefi eitthvað að berjast á móti, þá fyrst finn eg að eg get eitthvað, því mótspyrnan knýr mig til þess að beita öllu afli til þess að sigra.« »Ekki ætti maðurað vera sækjast eftir að eyða kröftunum í baráttu ef þess gerist ekki þörf, hvort sem það eru náttúruöfl eða menn, sem við er að stríða.« »Jú einmitt, það eykur kraftana. Hefir þú aldrei fundið til þess, þeg- ar þú hefir gengið a beitarhúsin á veturna, að það vaknar hjá þér til- hlökkun, þegar hann er að ganga í byl, og þú veist að þú verður að hafa þig allan við, fyrst að koma sauðunum í hús, og svo að kom- ast heim sjálfur. Og þegar þú svo ert kominn heim, finnurðu þá ekki til ánægju yfir að hafa getað unnið verk þitt með dugnaði, þó ervitt væri?« »Nei, eg hefi aidrei orðið varvið neina ánægju þegar stórhríðin hefir lamið mig utan, og fötin mín orðið KERTI 4 stk. á 35 aura fást í verzlun Friðb. Níelsson&r. gaddfrosinn; eg hefi æfinlega kviðið fyrir svoleiðis veðri.« »Þú hefir alla þína daga verið huglaus ræfill, og jafnan viljað koma þér hjá öllum erfiðleikum. Þú hefir horft rólegur á þegar leikbræðrum þínum hefir verið misþyrmt af öðr- um stærri, og aldrei reynt að rétta hluta þeirra, af því að þú hvorki nentir að hjálpa þeim, og vildir held- ur ekki óvingast við þá, sem betur máttu. Það verður aldrei maður úr þér.« »Við erum ekki gamlir ennþá. Sjáum hver best kemstáfram efvið lifum lengi, það er ekki æfinlega best, að ana áfrarrj, og horfa ekki niður fyrir fæturna á sér.« Smalarnir voru báðir orðnir reiðir. Gekk hvor sína leið frá ánni, og töluðust ekki meira við um daginn. Samtali þessu gleýmdu þeir þó brátt. Arin liðu, smalarnir urðu báðir bændur í sveitinni. Þeir voru báðir dugnaðarmenn en þó sitt háttað að hvorum. Annar barðist af alefli fyrir nýum hugsjónum og nýum fram- förum, tók ómjúkum höndum á hverju því, er honum fanst vera ó- heilt og fúið í sveitarlífinu, fletti þar sem hann gat ofan af rangsleitni og ósanngirni, ávítaði sveitunga sína harðlega fyrir framtaksleysi ó- mensku og hirðuleysi, en hvatti þá til íramfara og tilbreytinga á marg- víslegan hátt. Hans hlutskifti varð það að lokum, að hann varð illa liðinn af öllum, eigur hans eyddust í að innleiða nýtt fyrirkomulag á ýmsum sviðum sem enginn hirti um að sinna, þrátt fyrir ítrustu til- raunir hans. Að lokum flúði hann sveit sína og landið, og fór til Ameríku. Hinn hélt sig við erfðafyrirkomu- lagið. Gætti hann þess jafnan vand- lega, að brjóta ekki bóg við fornar venjur, varaðist að taka nokkuð það fyrir höndur, er ekki var í fullu sam- ræmi við sveitarandann, hræsnaði þar sem honum fanst þess við þurfa, — og varð vinsæll af öllum. Smátt og smátt náði hann yfir- ráðum sveitarinnar, og sama árið sem hinn fór til Ameriku varð hann hreppstjóri. Hann var búinn að vera hreppstjóri í 20 ár, og orðinn vell- ríkur þegar eg fór síðast um sveit- ina, og má óhætt segja, að fá hér- uð á landinu hafa verið jafn ósnort- in af framförum sem hans. Vilji hans sem hann að lokum gat komið til valda réði því. Lognið, sem hann dáðist að í æsku hafði orðið honum farsælt. X Smaragðinn. Framh. »Hversvegna eg seldi hann ekki? Það var vegna þess, að eg hafði ætlað mér að gefa hann.« »Gefa hann!« »Já, gömlum vini mínum, sem eg átti von á að hitta í dag, og eg ætlaði að segja við hann: Blakmore gamli vinur, ef þú getur haft nokk- urt gagn af honum, þá eigðu hann og seldu hann fyrir peninga.« Aftur helti Blakmore niður helm- ingnum úr glasinu, um leið og hann saup á því. »Seaford!« Enginn getur ímyndað sér hve miklar sálarkvalir gamli maðurinn tók út á þessu augnabliki. »Þetta er mér alvara, gamli vinur, og eg er fast ákveðinn í, að þú skalt ekki yfirgefa þetta hús, án þess að hafa smaragðinn í vasa þínum, eg veit að það er ekki til neins að bjóða þér peninga. Nú skal eg sækja hann.« Seaford var kominn á hálfa leið að dyrum bókaherbergisins, þegar Blakmore hafði náð svo miklu valdi á rödd sinni, ao hann í dauðans angist gat stunið upp: »Ekki strax. Komdu, settu þig niður, eg — við höfum nógan tíma Bíddu svolítið. Líttu á, þetta er ekki fallega gert af þér, gamli vaninn þinn!« Hann greip síðasta hálmstá- ið ti! að frelsa sig með, — að láta sem sér væri misboðið. »Að vísu er eg fátækur, en eg er gestur þinn og þú hefir ekki leyfi til þess að hæðast að fátækt minni. Því í fjár- anum seturðu þig ekki niður maður?« Seaford varð svo undrandi yfir þessum ákafa, að hann hélt að geðshræringin hefði gert gamla manninn hálf sturlaðan. »Kæri Blakmore,« sagði hann sefandi. »Hvað gengur að þér?« »Fyrirgefðu mér Seaford,« flýtti Blakmore sér að segja, »eg hljóp á mig — — en það er svo heitt hér, — geturðu ekki opnað glugga?« Seaford hló ánægður. »Manstu eftir í Egiptalandi þegar sólin gerði þig ruglaðan, þá léstu alveg eins og núna. Þú ert veikl- aður á taugunum, það er einmitt það. Eg skal ekkert fara, Jennings getur sótt smaragðinn, það hefir góð áhrif á þig að sjá hann,« og áður en Blakmore gat mótmælt hafði hann hringt á þjóninn. »Jennings, færðu mér litlu svörtu öskjuna sem liggur fremst í peningaskápnum, hurðin er opin.« . Blakmore var hniginn aftur á bak í stólinn og dróg þungt andann. Augnabliki síðar kom Jennings aftur. »Peningaskápurinn var opin herra ofursti, en eg gat ekkert fund- ið í honum nema þessi skjöl.« Blakmore fanst smaragðinn hreyf- ast í vasa hans eins og lifandi vera. Hann þorði ekki að líta upp. Ef Andlit Seafords lýsti örvilnun, sorg og vonbrigðum. »Pú mátt fara Jennings,« sagðj hann fljótt, síðan snéri hann sér að Blakmore og sagði með skjálfandi röddu: »Blakmore, þú sást smaragðinn í skápnum fyrir einni stundusíðan. Pað er einungis einn maður í þessu húsi, sem hefir getað tekið hann « »Lygari!« hrópaði gamli maðurinn. Nú varð hann að halda út stríðið til enda. Seaford hopaði nokkur skref aft- ur á bak, eins og hann hefði verið sleginn. »Herra góður, þú heldur þó ekki að eg álíti að þú-------.« »Mér er rétt sama hvað þú álítur« sagði Blakmore; hann sá veg til þess að komast út úr þessu, máske gat hann sloppið út úr húsinu, án þess að vera ransakaður, ef hann héldi áfram að láta sem sér væri misboðið. »Lygari!« hrópaði hann aftur. Seaford hafði gengið að dyrunum. »Eg skil ekki hvað þér meinið Blakmore höfuðsmaður« sagði hann, og var nú allur vináttubragur horf- inn. Af hjartans einlægni ætlaði eg að gera manni greiða, og hann launar mér á þennan hátt. Pað er ekki smaragðinn sem hér gildir mest; fjandinn hafi það ótæti.« Blakmore gekk nær honum um nokkur skref. »Eg er orðinn gam- all maður Seaford, en samt hefði eg mölbrotið hausinn á hverjum öðrum en þér, sem hefði leyft sér að segja það, sem þú hefir sagt.« »Hvað í ósköpunum ertu að tala um? Eg hefi ekki als ekki meint þig eða álitið að þú —, en mér fellur þetta illa þín vegna Blakmore.« »Fellur það illa mín vegna? Hvers- vegna?« »Við skulum ekki tala meira um það. Smaragðinn er horfinn, það er alt og sumt, en það hefir reyndar af mér ánægjuna að geta gefið þér hann.« »Eg vil als ekki hafa smaragðinn.« »Heyrðu nú Blakmore. Pað var ekki meining mín að móðga neinn, en nú er eg neyddur til að koma með skýringu. Eg sagði að það væri einungis einn maður, sem hefði getað tekið steininn, og það var hvorki þú né Jennings.« Blakmore settist á stólinn aftur; hann gat naumlega dregið andann. »Þegar þú sagðir mér áðan, að Roggie hefði hagað sér illa trúði eg því ekki, því — eg hefi talað við hann.« Blakmore kinkaði kolli; þetta kom honum mjög á óvart, en hann hafði ekki þrek ti! þess að tala nokkurt orð. »Roggie kom til mín, og bað mig sem gamlan vin föðurs síns, að koma sættum á milli hans og þín. Hann sagði mér frá, — nú og eg trúði honum. Nú sé eg að þú hefir rétt fyrir þér, veslings gamli vinur hann er óknýtta strákur. Hann hefir

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.