Fram - 03.11.1917, Page 1
Ritstjórar:
Friðb. Níelssen og
Hannes Jónasson.
1. ár. Siglufirði 3. nóvember. 1917.
52. blað.
Veldu rétt.
Vér óskum tíðum eftir gullsins hnossi,
og álítum, að það sé gæfan mest,
er oss í gegnum lífið lyfti og hossi,
og láti oss njóta als þess sem er best.
Vér förum vilt, vor andi á auðlegð betri,
um eilífð hljómar kærleiks sigurhrós.
Er getur myndað vor úr hjartans vetri,
og vermt til lífsins hverja fölva rós.
Með von um ást, vér út í lífið drögum,
án þess að vita hvað þar bíður vor.
Á vorum björtu ungu æsku dögum
í ógætni vér stígum margt eitt spor.
Því heimsins tál oss tíðum sjónir villir
með töfrum skrýðir sig i fagran hjúp.
Það .hjörtu vor með falskri unun fyllir
er fölnar skjótt, þá kemur sorgin djúp.
Því grípum ekki alt sem augað girnist
þó unaðslegt sé bros þess, gullið skraut.
Hið glæsilega eins og annað fyrnist,
og afturför þess vekur beiska þraut.
En ástin sanna aldrei breyting tekur
um eilífð logar hennar guðsdóms bál,
hún alla sorg og harma burtu hrekur
og helgan unað færir mannsins sál..
H. j.
Kvenfélag.
Svo er að sjá, sem dálítil breyt-
ing sé að komast á hugsunarhátt
og framkomu manna hér í Siglu-
firði. Bendir margt til þess, skal
það ekki hér upp taiið nú, vil eg
aðeins láta ánægju mína í Ijósi ýfir
því að svo er.
Með því skal þó ekki kveðinn
neinn harður dómur yfir því sem
á undan er gengið. Rað er að lík-
indum ástæðulaust; en allir hugs-
andi menn, sem framfarir elska,
fagna yfir öllum þeim breytingum,
sem til bóta eru. F*að er eins og
menn séu að vakna til meðvitundar
um sitt eigið gildi, og finni til þess
að þeir hafa ástæður til að nota
krafta sína, sem þeir áður hafa ef
til vill ekki vitað hve miklir voru,
meðan þeir ekki voru reyndir. Petta
er þó í byrjun enn, en vonandi má
búast við þroskun og henni mikilli,
það þarf líka svo að vera, hér sem
annarstaðar þarf að ryðja skóginn,
svo nýr gróður geti vaxið upp,
meina eg með því úreltan hugsun-
arhátt og margskonar fyrirkomulag.
Hið síðasta er, að kvenfélag var
stofnað hér síðastliðinn miðvikudag.
Hafði áður farið fram nokkur und-
irbúningur til þess, og var svo boð-
að til fundar. Stofnendur félagsins
voru um 40, og von á fleiri með-
limum innan skams. Á fundinum
var kosin nefnd til þess að semja
frumvörp til laga fyrir félagið, er
leggja skal fyrir næsta fund. í nefnd
þessa voru kosnar frúrnar: Guðrún
Björnsdóttir, Indíana Tynæs, Petrína
Sigurðardóttir, Björg Jónsdóttir, og
ungfrú Sign'ður H. Jónsdóttir.
Tilgangur félagsins mun vera Iík-
ur og hjá öðrum kvenfélögum; að-
hlynning að fátæklingum aðalatriðið.
Sá tilgangur er góður, og virðing-
arverður, en þó ekki ástæða til þess
að binda sig við hann eingöngu.
Jafnhliða honum ætti félag þetta að
láta til sín taka um ýms málefni er
varða kvenþjóðina og jafnvel
eins, þó þau snerti bæði kyn. Pað
er alkunnugt, að kvenfólkið hefir
meiri þrautsegju til að bera en karl-
menn, þegar því er full alvara, nú
hefir það nýlega fengið rýmkað starf-
svið sitt, og ætti ekki að láta hjá
Hða að nota sér það.
Pessi félagsskapur er alveg nýr
hér, og fátt af því kvenfólki, sem í fé-
lag þetta hefir gengið, verið með í
samskonar félagi áður. Samt sem
áður má ganga að því vísu, að
nógir kraftar séu hér til, og hins
besta að vænta í framtíðinni.
Rær konur, sem forgöngu hafa
átt að þessari félagsstofnun eiga
heiður skilið, og er óskandi að all-
ar yngri og eldri, sem ástæður hafa
til, fylli hópinn. Séu nokkrar, sem
eru mótfallnar fyrir alvöru, ættu þær
að minsta kosti að láta þennan fé-
lagsskap í friði, það er ætíð réttara
að hlúa að ungum efniiegum gróðri,
en leitast við að uppræta hann.
H. J.
Hvalnefndin.
m.
Vér höfum nýlega átt tal við einn
af nefndarmönnunum — Flóvent
Jóhannsson — um gjörðir hvalnefnd-
arinnar. Staðfesti hann að mestu
leyti frásögn vora um úthlutun til
hinna einstöku manna, er þátt höfðu
tektð í samanrekstri háhyrninganna.
Ennfremur sagði hann, að búið
væri að borga eigendum þeirra 2
mótorbáta sem úteftir fóru, 300 kr.
hvorum í bátslán. Sjúkrasamlagið
sagði hann að sig minti að ætti að
fá 300 kr. en þorði þó ekki að
fullyrða hvort það væri rétt, hvort
það ætti að fá 300, 500 eða als
ekkert. (Til samanburðar má geta
þess hér, að Porst. Pétursson hefir
sagt að það hafi verið samþykt og
bókað, að samlagið fengi 500 kr.,
en Jón Guðmundsson segirað það
hafi aldrei verið samþykt að sam-
lagið fengi neitt.) Vér spurðum
hann um ýmislegt fleira, en hann
vildi sem allra minst segja.
Frá Reykjavík sagði hann að ekk-
ert væri komið enn, en von um
1400 til 2000 kr. fljótlega, og er
það þó vitanlega ekki helmingur
þess er þangað fór. Engar upplýs-
ingar gat hann gefið viðvíkjandi
sölunni suður, eða með hvaða skil-
málum varan hefði verið seld, sagði
að séra Bjarni og Hjalti Jónsson
hefðu staðið fyrir því, og að sér
væri það atriði ókunnugt.
Ekki var Flóvent í neinum vafa
um það, að nefndin hefði fult vald
til allra ráðstafana viðvikjandi há-
hyrningunum, jafnt síðast sem fyrst,
og að ekki gæti því komið til mála
að hún færi nokkurn tíma út fyrir
starfsvið sitt. Pví, — hver á þessa
peninga? — Er það almenningur,
eða nefndin? Og þegar vér bentum
honum á, að nefndin hefði þó ver-
ið kosin af almenningi, og á opin-
berum borgarafundi og það benti
þó á að enginn einn maður, eða
níu menn, væru eigendurnir, heldur
allir, sagði hann að nefndin hefði
als ekki verið kosin, það væri
nú það fína við það. — Svona
sagðist honum frá, og þegar vér
skyldum við hann, var sigurbros á
vörum hans.
Eins og sagt var frá hér í blað-
inu í vor, var boðað til almenns
fundar strax eftir að háhyrningarnir
voru komnir á land. Var fundarstj.
valinn séra Bjarni Porsteinsson. Var
þvínæst rætt um fyrst og fremst
hvernig ætti að koma öllum þessum
ósköpum í peninga, og syo hvaða
verði ætti að selja það sem selt
yrði. Pá var og lítillega minst á
hvað gera ætti við peningana, og
hver eiginlega ætti þá; en af um-
ræðunum yfirleitt var ekki annað að
heyra en það mál væri ekki hértil
umræðu, heldur aðeins það, hvern-
ig koma mætti hvölunum í peninga,
og það sem fyrst.
Stungið var upp á að kjósa 9
manna nefnd, og bar fundarstjóri
þá uppástungu upp til atkvæða, og
var hún samþ. Pá var stungið upp
á að nefndin skyldi ekki kos/n,
heldur tilnefndi einhver fyrst einri,
og svo sá tilnefndi annan og svo
koll af kolli uns komnir voru níu.
— Var þá beðið um að bera þessa
nýju útnefningaraðferð undir sam-
þykki fundarins, en því neitaöi
fundarstjóri. Nefndin var svo tilnefnd
á þennan hátt og fundi slitið.
Pað verður ekki séð, hvað vakað