Fram - 23.03.1918, Síða 4
30
FRAM
Nr. 8
/
KVENKÁPUR
komu með s.
verzlun Sig.
lit með því sem flutt er inn. —
Hér eftir verða þvi þeir, sem vörur
ætla að se'nda til Ameríku,1 að fá
fyrst leyfi hjá amerísku yfirvöldun-
um, um að vörurnar megi flytja
þangað. >
Jan Mayen.
Morgunblaðið skýrir 21. febr. frá
því að norskt hvalveiðafélag, sem
stofnað var í fyrra, hafi tilkynt ut-
anríkisráðaneytinu norska, að það
hafi slegið eign sinni á eyna Jan
Mayen. Meira þarf eigi —: segir
blaðið — til að leggja undir sig land
sem enginn á, en sú skylda hvílir á
þeim er landið tekur, að hann verji
eignarrétt sinn.
Tfðin
hefir verið góð nú^undanfarið, stiliing-
ar og véegt frost á nóttum. f gær gerði
dálitla bleytuhríð á ’norðaustan. svo festi
ofnrlítinn snjó.
Mótorbátur
fór í hákallalegu nýlega, og fékk nokk-
ur got. ,
s. Lagarfoss í
Sigurðssonar.
Farþegar
með Lagarfoss voru Hallgrímur Kristins-
son einn af forstjórum landsverslunarinnar
Steindór Qunnlaugsson cand. jur. settur
sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og Þórður
Gunnarsson kaupm. frá Höfða.
Gangverð þýskra og austurriskra pen-
inga hefir mjög hækkað í Sviss síðan frið-
arsamningar hófust í Brest-Litovsk.
700.000 hermenn segjast Bandaríkjamenn
ætla að æfa og senda til Frakklands á
þessu ári. ;; • /;
f Svíþjóð voru stofnuð 1236 hlutafélög
árið 1917. Innborgað hlutafé þeirra nam
413 miljónum króna.
Elsti'lögspekingur Norðurlanda C. Goos
fyrrum íslandsráðherra, er nýlega látinn,
83 ára að aldri.
Klossar
i
handa börnum fást
í verzlun
*
SlG. SlGURÐSSONAR.
TILBOÐ
óskast, um þurran og góðan svörð.
Svörðurinn afhendist í ágúst ---- septembermán-
uði niður við sjó, hvort heldur er í Hraunakrók,
Haganesvík, Mósvík, eða hér við Siglufjörð. Verð
á sverðinum miðist við strokktunnu. Hver til-
bjóðandi segi til hve mikið hann vill selja. Rétt-
ur áskilst til að hafna og taka einu eða fleiri
tilboðum án tillits til annara.
Tilboð merkt »Svörður« afhendist í lokuðu
umslagi á prentsmiðju blaðsins fyrir 1. maí n. k.
Siglufirði 23. marz 1918.
Með e.s. Lagarfoss kom í verzlunina „AALESUND“
Haframél, hveiti, skóhlífar, gummístigvél, epli rjól, púð-
ur og tilbúinn fatnaður. Óþarft að geta um verðið það
er altaf lægst í
AALESUND.
Ógurleg sprenging varð 12. jan. í kola- í janúarmánuði fórst danska seglskipið
námu í Staffordshire í Englandi. Voru 247 »Ellen« í Gíbraltarsundi. Pað var á leið
manns niðri í námunni er sprengingin frá Ibiza til Hafnarfjarðar með salt. AUir
varð en aðeins 87 náðust lifandi, hafa því menn björguðust.
160 manns látið þar lífið.
58
berton, um leið og hann skrifaði eitthvað í minnisbók sína,
»og hvar bjó hún, á Albertvegi, eða í Parkstræti.«
»Pað var hreinasta tilviljun að eg sá hana,« sagði gamli
Dickson. »Klukkan um fjögur í dag gekk eg eftir Albert-
vegi, sjálfsagt í tuttugasta skipti. Eg var farinn að verða
daufur í dálkinn, því mér virtist þessir göngutúrar mínir um
Camden Town ekki ætla að bera mikinn árangur, þá sá eg
alt í einu skrautlegan vagn beygja fyrir götuhornið og stað-
næmast fyrir framan eitt af áburðarmestu húsunum á Albert-
veg>» eg hraðaði göngu minni, og kom að vagninum rétt í
því að unga stúlkan sem eg hefi lýst, sté út úr vagninum
og gekk inn í húsið,«
Hér þagnaði gamli Dickson, og hnerraði þrisvar sinn-
um, Mr. Pemberton til mikillar gremju, sem langaði mjög
tif að heyra framhaldið af æfintýri karlsins, í Camden Town.
»Eg stóð eins og myndastytta þegar eg sá hana,« hélt
Dickson áfram. »þarna hafði eg þrammað áfram með fýlu
yfir því að finna engan kvenmann, er lýsing sú er þér gáf-
uð mér átti við, og svo stendur kvenmaðurinn alt í einu
frammi fyrir mér, eins og hún hefði dottið niður úr tungl-
inu. Eg vissi í bili ekki hvað eg átti að gera, en gekk þó
til ökumannsins, sem var að lagfæra atýgin á hestunum,
tók ofan hattinn, leit á skepnurnar, og sagði:
»Petta eru fallegir hestar!«
»Já, þeir eru fallegir,« svaraði ökumaðurinn og klapp-
aði þeim á hálsinn, »og þér megið reiða yður á að þeir
geta hlaupið.«
»Já því get eg trúað,» svaraði eg, »þeir líta útfyrir að
vera reglulegir veðhlaupahestar.*
»F*að eru bara ekki til þeir hestar hér í Lundúnum, sem
5Q
taka Tom og Mully á sprettinum,« svaraði ökumaður-
inn, og bjó sig til að stíga upp í ekilsætið.
»Með leyfi að spyrja hver á þennan skrautlega vagn?«
spurði e'g, kvíðandi því að hann færi án þess að svara.
»Baron Robert von Sahlmann!« svaraði hann, stökk
upp í vagninn, gerði smell með svipunni og ók á stað.
»Baron von Sahlmann,« endurtók Mr. Pemberton hugs-
andi. »Nafnið bendir á að það sé þjóðverji.«
»það er hann líka,« mælti gamli Dickson, »og gulbjart-
hærði kvenmaðurinn, sem sté út úr vagninum var konan
hans, hún heitir Constance Sahlmann, og er ættuð frá Elsass.«
»Nú svo þér vitið það !íka!« greip Mr. Pemberton fram
í undrandi.
»Eg gat ekki látið mér nægja upplýsingar þær er eg
fékk hjá ökumanninum,« svaraði Dickson hreykinn, »þvíeg
veit að þér viljið fá alt að vita sem hægt er, þó smávegis
sé. Eg gekk því inn í blaðsöluklefa, keypti eitt bréfspjald,
fór að masa við stúlkuna sem afgreiddi mig, og hún sagði
mér að baróninn væri þýskur og kona hans frá Elsass, og
það væri hún sem hefði farið úr vagninuin fyrir tíu mínút-
um síðan.«
Gamli Dickson þagnaði, ogstrauk lófanum yfir gljáfægð-
an skallann.
Mr. Pemberton sat hljóður með hendurnar krosslagðar
á brjóstinu og horfði niður fyrir sig.
Svo stóð hann alt í einu á fætur, og gekk um gólf með
löngum skrefum eins og vani hans var, þegar hann hugs-
aði mest.
»Pað er ef til vill ekkert á þessu að byggja. Pessi þýski
baron og frú hans geta verið alveg laus við að hafa gert