Fram - 20.05.1918, Page 4
66
FRAM
Nr. 17
Erlendar símfréttir.
Undanfarið^ hafa verið töluverðar óeyrðir í þingi
Breta. Lloyd George hefir verið sakaður um að gefa
rangar skýrslur um hernaðinn, en hann hefir þó sigr-
að. Vantrausttillaga á hann var feld með 293 atkv.
gegn 106.
Pjóðverjar hafa tekið Rostow.
Bretar hafa gjört árás á Ostende og Zeebrugge.
Finnskar hersveitir hafa hrakið Lappa út úr Finn-
landi.
Guetamale hefir sagt Pjóðverjum stríð á hendur.
Hungursneyð er sögð í Helsingfors, Nyborg og
Petrograð.
Pjóðverjar undirbúa ógurlega sókn.
Ófriðar þjóðirnar hafa iokað innsiglingutil Göteborg
Maximalistar eiga í orustu við stjórnleysingja.
Pólland verður í konungssambandi við Austurríki.
Austurríkismenn eru óánægðir með friðarsamn-
inga Rúmena og Pjóðverja, telja að Pjóðverjar hafi
samið sjálfum sér mestan hagnaðinn.
Alment álitið að Ukraine sé andvigt Pjóðverjum.
Sambandsmál íslands og Danmerkur er mjög
mikiö ræit í Danmörku um þessar mundir. „Köben-
havn“ segir að ís/endingar krefjist þess að Dan-
ir sendi menn til þess að semja við íslensku stjórn-
ina. Zable hefir gefið út skýrslu um íslensk mál.
Knud Berlin hervæðist. „Politiken“ segir að Danir
eigi frumkvæði að því sem í ráði sé að gert verði
á íslandi, með samþykt á stjórnarfundi 22. nóv. i
haust, segist vona að Danir beri gæfu til þess að
standa sem einn maður í þessu máli, og ræða það
með jafnaðargeði. Búist er við að ríkisþingið, er
saman á að koma 28. maí, taki fyrst til meðferðar
r *
sambandsmál Islands og Danmerkur.
Prennir tímar.
1818.
Það er sumarmorgun. Poka Iigg-
ur yfir hafinu. Seglskipið »Már,«
hefir ekki haft landsýn í samfieytta
fimm sólarhringa, og hvorki skip-
stjórinn, afi minn, né nokkur af skips-
höfninni getur sagt um hvar í ís-
hafinu skipið er statt. Um miðjan
dag: Landsyn á bakborð. Þokunni
léttir, og hinn litli vindsvali, er áð-
ur var, eykst, og fyrir stinnungs byr
stefnir skipið að landi, og kemur
upp undir Siglunes. — Um kvöld-
ið: Skiðip liggur á Siglufjarðarhöfn.
Nokkrir bæjir sjást meðfram fjalla-
hlíðunum, niðri á eyrinni eru örfá
hús, flest torfhús. Margir bátar koma
út að skipinu; íbúar Siglufjarðar nota
hið sjaldgæfa tækifæri til þess að
fá fréttir frá umheiminum. Kaupmað-
urinn, sá eini á staðnum leitar eftir
viðskiptum hjá skipsmönnum.
Morguninn eftir: Skipið er farið.
Höfnin auð. Sigiufjörður með sömu
ummerkjum og áður. Kyrð og ein-
verublær sem fyr. Alt tilbreytingar-
laust, þar til annað skip ef til vill
villist hér að, og ber með sér óm-
inn af atburðum þeim er gerast í
heiminum. —
1918.
Siglufjörður, 20. maí.
Fallbyssuskot. Bærinn pryddur
fánum. Ouðsþjónusta. Litprentuð
hátíðaskrá með kvæðum. Skrúð-
göngur, silki, flauel, gull og silfur.
Syngjandi barnaflokkur, hin efnilega
unga kyrtslóð. — Hljóðfærasláttur
og söngur, ræðuhöld, íþróttir og
dans. Frá morgni til morguns er alt
Iíf, tjör og gleði hjáhinum þúsund
íbúum Siglufjarðar, því í dag er 100
ára minningarhátíð, afmæli bæjarins
sem löggilts verslunarstaðar.
Par sem örfá hús voru fyrir 100
árum er nú stór bær, 20 kaupmenn
þar fyr var einn. Stórar verksmiðj-
ur, og umfangsmikil starfsemi við
síldarsöltun. Heill floti af stærri og
minni skipum er auð sækja í Æg-
isskaut.
Kæri Sighifjörður.
Hamingjan stiðji þig, og gefi að
þú á hinum komandi árum blómg-
ist og þróist á sama hátt og þú
hefir gert á þeim iiðnu.
En eiginlega ættir þú að sýna
uppsprettu framfara þinna þann þakk-
lætisvott að breyta um nafn; kalla
þig: »Síldarfjörð.«
2018.
Siglufjörður!
Hraðlestin, sem fór á stað frá Rvík
fyrir fjórum klukkustundum, stað-
næmist á hinni skrautlegu járnbraut-
arstöð.
Fáum mínútum . síðar ókum vér
með fljúgandi hraða í glæsilegri bif-
reið til hinnar alþektu og víðfrægu
gistihallar: »Siglufjörður,« og brátt
setjumst vér þar að miðdegisverði
er fullnægir hvers manns kröfum.
Við borðið sitja gestir í hundraða
tali, fjöldi tungumála blandast sam-
an í óskiljanlegan klið, því hér eru
menn af flestum þjóðum heimsins.
Um kvöldið er kappsigling á höfn-
inni, eru það hinir hraðskreiðu neð-
ansjáfar mótorbátar verksmiðjueig-
andanna er reyna sig þar.
Þúsundir áhorfenda eru dreyfðar
umhverfis höfnina.
Bærinn nær umhverfis allan fjörð-
inn, frá Siglunesi til ysta undirlend-
is að vestan. Allur fjörðurinn er ein
stór höfn með hundruðum bryggja
og hafnarvirkja.
Hér er tvöhundruð ára minning-
arhátíð, gleði og fögnuður. Veðrið
er brosandi bjart, himininn heiður
og blár.
Síðastl. vetur hefir í fyrsta sinn
hepnast að útiloka hafísinn frá höfn-
inni með risavöxnum stíflum, þó
þessi landins forni fjandi lægi fyrir
öllu Norð'urlandi í hálfan annan
mánuð.
Peim peningum, er gera hefði mátt
ráð fyrir að þurft hefðu til endur-
bóta á skemdum af völdum íssins,
er nú varið til hátíðahalds. Einn af
ræðumönnum hátíðarinnar endar mál
sitt með þessum orðum: »Að síðustu
flyt eg Siglufirði hugheilar hamingju
óskir, og vil leyfa mér að enda ræðu
mína með þeim orðum, er afi minn
skrifaði fyrir 100 árum síðaníblað-
ið »Fram,« er þá var hið eina blað
bæjarins: »Sýndu uppsprettu auðæfa
þinna og framfara þann þakklætis-
jgg F RA M
kemur út 52 sinnum á ári.
Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní.
Útgefandi: Hlutaféiag.
Ritstjórar:
Friðb. Níe/sson
og
Hannes Jónasson.
Afgreiðslu* og innheimtumað-
ur Friðb. Níelsson.
Siglufjarðarprentsmiðja 1918.
Almanak næstu viku.
Maí. Hvítasunnudagur 1918.
Sd. 19. f. Steingr. Thorsteinsson 1831.
D. Gladstone 1898.
Md. 20. Annar í hvítas. f. Stuart Mill 1806
Löggiltur verslunarst. á Sigluf. 1818.
Ld. 21. d. Kolumbus 1506.
Md. 22. Imrudagur d. Sæm. fróði 1133.
Fd. 23. d. Hinrik Ibsen 1906.
5. v. s umars.
Fd. 24. d. Nicol. Kopernicus 1543. Skerpla.
Ld. 25. Urbanusmessa fult tungl 9.32 e. m.
vott, að breyta um nafn, kalla þig
Síldarfjörð.«
F. G. H.
Bæjarfréttir,
—0—
Afmæli:
23. maí. Aðalh. Tómasd. ungfrú.
24. »« Valg. B. Björnsd. —
24. »« öuðrún Björnsd. ráðsk.
25. »« Hólmk. Jónass. verkam.
Ferming
fór fram í kirkjunni í gær. Voru
fermingarbörnin með flesta móti, 8
drengir og 17 stúlkur.
Þrír se/fangarar
norskir hafa nýlega komið hingað
inn og liggja hér yfir hátíðina. Þeir
heita »Polarhavet,« »Selfangeren« og
»Ishavet.«
Bóluseining
á að fara fram í barnaskólanum
næstkomandi miðvikudag.
Aðkomumenn
eru hér afarmargir í tilefni hátíð-
arinnar; flestir frá Akureyri.
Alþingi.
Lausafregnir hafa gengið um það
undanfarið, að alþingi yrði slitið og
svo kallað saman í ágúst aftur. Nú
hefir það verið borið opinberlega til
baka, svo því verður ekki frestað
fyrst um sinn.
Mikið af karlmanna
Nærfatnaði
selur með innkaups verði
Friðb. Níelsson.