Fram - 10.08.1918, Blaðsíða 3
Nr. 31
FRAM
123
Rúgmjöl
er áreiðanlega best í
verzlun Sig. Kristjánssonar.
Gerpúlver
ágæt tegund nýkomið í
verzlun Sig. Kristjánssonar.
TILKYNNING.
Hérmeð tilkynnist:
• •
Ollum landsmönnum er stranglega bannað að
hafa nokkrar samgöngur við þau norsk skip sem
eru hér, eða kunna að koma fyrst um sinn inn
*
á höfnina. f nokkrum af þeim skipum sem hér
liggja hefir gengið
Spönsk Influenza.
Siglufirði 10. ágúst 1918.
Hreppstjóri Hvanneyrarhrepps,
Bordens-mjólk
nýkomin í
verzlun Sig. Kristjánssonar.
Næturvörð
hefir hreppsnefndin, samkvæmd
bréfi aðstooarlögreglustjórans, sam-
þykt að hafa hér það sem eftir er
af síldveiðitímanum. Hann mun þó
vera óráðinn enn.
Skamtur Norðmanna.
Kristjanía 20. júlí.
Stjórnin hefir í dag ákveðið, að
frá 12. ágúst skuli kaffi- sykur- og
kornvöruskamtur vera það sem hér
segir: Sykur: 250 grömm á viku,
Kaffi; 75 gr. á viku, Kornvör-
ur: 200 gr. á dag. — Kaffi verður
ekki látið úti handa börnum fædd-
um eftir 31, des. 1912.
Konungur Finnlands.
Eitt af því fyrsta sem lagt var fyr-
ir finska þingið, er það kom sam-
an í vor, var frumvarp til laga um
konungsstjórn í landinu, og var það
frumvarp samþykt.
Nú hefir nýlega frést að þingið
hafi samþykt að bjóða Adolph
Friedrich erkihertogaí Mecklenburg-
Schwenn konungstign í Finnlandi.
Líkur eru taldar til að hann muni
taka við boðinu.
»Willemoes« fór frá Rvík í gær-
kvöld áleiðis norður fyrir land.
Kennara vantar
við barnaskóla Siglufjarðar næsta vetur 14 okt. til 14.
des. og 14. jan. til 14. maí. Umsóknarfrestur til 1. sept.
Kaupkrafa fylgi umsókn.
Skólanefndin.
Salt til sölu
150 tunnur af „Trapanía“ salti eru til sölu með sann-
gjörnu verði.
Ole Tynes.
Manschettuhnappur hdltiap- Matreiðslumann vantarásíld-
ast. Skilist á prentsmiðjuna. veiðiskip. Ritstj. v. á
140
nótt og dag. Þú ert veik á taugunum af því að vera birgð
hér inni í þessari þröngu stofu og fá ekki að koma út, það
er alt og sumt. En vertu róleg. Mr. Pemberton gefur okk-
ur fljótlega leyfi til að byrja aftur á vinnu okkar, það getur
þó ekki verið ætlun hans að loka okkur inni árum saman.«
Kate hristi höfuðið.
>Mr. Pemberton er hygginn, það er hann sem heldur
verndarhendi sinni yfir okkur, yið verðum að vera þolinmóð.*
»Eg hefi fengið nóg af þessari þolinmæði,« svaraði Tom.
»Nú erum við búin að vera hér í fjórtán daga, og nú ert
þú orðin taugaveikluð og föl og þreytt. Á morgun sprengi
eg þessa fjötra af rnér sem Mr. Pemberton hefir sett á mig.«
»Hvaó ertu að segja Tom! ætlarðu að fara héðan á
morgun?« sagði Kate óttaslegin.
»Já, á morgun fer eg til Lawn Road og reyni að fá
hann til viðtals. Eg segi honum að þú sért veik og að við
viljum fara að vinna aftur á verksmiðjunni.*
»Mr. Pemberton reiðist ef þú gprir þetta Tom og máske
hættir hann þá að verja okkur fyrir þessum óþektu óvin-
um sem ofsækja okkur. Við skulum hafa þolinmæði enn í
nokkra daga,« sagði Kate í bænarrómi.
»Pað er nógkomið af þessari þolinmæði,« svaraði Tom.
»Nú verður Mr. Pemberton að skýra fyrir okkur hvernig
liggur í þessu öllu saman, annars förum við bæði strax
burtu héðan.«
Kate andvarpaðk Hún vissi að Tom var svo stífur, að
árangurslaust myndi að reyna að telja hann frá fyrirætlun sinni.
137
lagi en hún vissi að árangurslaust var að telja Tom
hughvarf. Hún reyndi því ekkert frekar til að aftra honum,
treystandi því að guð varðveitti hann gegn allri hættu..
Klukkan hálf eitt opnaði Tom húsið, kysti fyrst Kate,
og gætti að hvort gamli Dicksson væri sjáanlegur, hann var
hvergi að líta, en Tom sá háan beinvaxinn mann, sem gekk
hægt upp að húsinu. »Petta er líklega nýr varðseppi, sem
Mr. Pemberton heldur bundnum hér við húsið til að gæta
mín,« sagði Tom við sjálfan sig og skelti hurðinni aftur í
lás. »Ef hann sér mig, þá náttúrlega hindrarhann mig frá
að komast burtu. Mr. Pemberton er altof varasamur.
Hann opnaði hurðina aftur og leit fram á götuna. í
fyrstu sá hann ekki manninn, en þegar hann opnaði betur
sá hann hvar maðurinn gekk eftir götunni all-langtburtu.
»Nú er best að smjúga.« sagði Tom, skaust út og hraðaði
sér eftir götunni í gagnstæða átt við þá sem maðurinn hélt í.
Hann hraðaði sér þar til hann náði í sporvagn og með
honum ók hann til hins ákveðna staðar, þar kom hann á
tilteknum tíma.
Hann gekk fram og til baka um hríð, loks leit hann
á úrið.
»Klukkan er komin 10 mínútur yfir. Skyldi þessi mað-
ur vera að gabba mig. Sá sem er að biðja um hjálp ætti
þó að reyna að vera stundvís.
Tom beið í hálfan klukkutíma, en einginn kom. Loks
lagði hann á stað heimleiðis.
Hann var reiður yfir því að hafa verið gintur heiman-
að að ástæðulausu, og ergilegur yfir því að þurfandi félagi
hans skyldi koma svona fram við hann.
Veðrið var yndislega gott, og Tom var nýtt um að vera