Fram


Fram - 10.08.1918, Blaðsíða 2

Fram - 10.08.1918, Blaðsíða 2
122 FRAM Nr. 31 FRAM kemur út 52 sinnutn á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Útgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níeisson og Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. mm Almanak næstu viku. Ágúst 1918. Sd. 11. d. Jón próf. Steingrímsson 1791 Md. 12. d. Egill bp. Eyjólfsson 1341. Þd. 13. f. Rudolf Oneist 1816. Md. 14. d. Steingr. bp. Jónss. 1769 Fyrsta kvartil 10,16 e. m. Fd. 15. Maríumessa. f. Napoleon mikli 1769. 17. v. sumars Fd. 16. f. Lodvik Harboe 1709 Ld. 17. d. Svb. Egilsson 1852. f. Jón bóka- vörður Árnason 1819. als í sjóher Bandaríkjanna. En ef taidir séu með smiðir og verkamenn, verði tala mannanna 594,000. Kristianíu 24. júlí. Það hefir nú fengist samkomulag um sölu á síld norsku stjórnarinnar til skepnufóðurs með niðursettu verði og er það 23 kr. tunnan. Frá því dragast svo 5 kr. er landbúnaðar- félagsstjórnin hefir lofað að borga af hverri tunnu, svo að bændurnir fá síldina fyrir 18 kr. tunnuna. Með þessu verði er búist við að seljast muni fleiri hundruð þús. síldartn. Helsingfors 25. júlí Biaðið »Pravda* segir svo frá, að tveir höfuðverðir hinna »Rauðu« hafi tekið fyrverandi Rússakeisara hcnd- um og flutt hann til skeiðvallarins við Jekatarinenburg, og að þar hafi 10 höfuðverðir beðið. Hafi honum síðan verið tilkynt að hann yrði skot- inn þá þegar. Keisarinn bað þá um leyfi til þess að meiga tala við konu sína áður, en var neitað um það. Gekk hann þá, rólegur og mótstöðu- laust, franTfyrir hermennina og — var skotinn. Amsterdam 25. júlí. Frá London er símað, að banda- mönnum hafi tekist að eyðileggja að fullu nýja, stóra varnargarðinn við Zeebrúgge, og að tveim þýsk- um kafbátum hafi verið sökt. Kristianíu 25. júlí. Frá Berlín er símað, að á tveim dögum hafi 437 menn sýkst af kól- eru í Petrograð. í Stokkhólmi hafa ekki fleiri veikst af kólerunni, en einn af þeim er veiktust á dögunum, er dáinn. Stríðið. Fréttaritari vor í Rvík segir eng- ar markverðar stríðsfréttir þessa viku. Bandamenn haldi áfram að sækja á í Frakklandi, og hafi nýlega hafið sókn austan og suðaustan við Amiens. Annars alt tíðindalaust. Leiðrétting. Á 1. síðu 4. d. 1. málsgrein hef- ir orðið Skagrak fallið úr í nokkru af upplaginu. Smjörverðið. Hve langt skildi ofurmagn óbil- girni og ósanngirni geta náð? Nú kostar smjörpundið hér 3,25 — 3,30 og skyrpotturinn 1,00. Petta verð er svo langt fyrir ofan hóf, svo fjarskylt framleiðslukostn- aði, sem nokkuð getur verið. Verðið á smjörinu er 3,00 hjá bændum, kaupmenn hækka það um 25 — 30 aura, fullmikil hækkun en ekkert ok- ur þó eins og á sumum vörum, en þessi 30 aura hækkun á pundi er óþörf. Hér mun tæplega finnast það heimili sem ekki hefir þörf fyrir að kaupa smjör, og engin ástæða fyrir seljanda að færa kaupmönnum það, fyrirhöfn engu meiri að afhenda það öðrum kaupendum, sem borga með peningum um leið. í þessu tilfelli, sem svo mörgum öðrum, eru kaupmenn óþarfa milii- liðir, sök sér væri ef þeir fullnægðu þörfum allra bæjarbúa, að þvi er þessa vöru snertir, en því er fjærri að svo sé. Verðið á smjörinu frá bændum er tæplega hægt að réttlæta. Að vísu má segja svo, að hverjum sé leyfi- iegt að setja það verð á sína vöru er honum líst, það er leyfilegt frá lagalegu sjónarmiði, en algild regla er þó, að verð hverrar vöru miðast við gildi hennar gagnvart öðrum vörum eða peningum, eða þá fram- leiðslukostnað, en þetta verð smjörs- ins er miklu hærra en svo að sam- jöfnuður geti komið til greina. Til sönnunar því, að bændurhér nærsveitis selja smjör sitt mjög mik- ið hærra en rétt og eðlilegt er, vil eg segja frá því, að merkur efna- bóndi í Eyjafirði sem aldrei hefir kastað aurum sínum á glæ, seldi mér nokkur pund af smjöri í. vor. Pá var verð smjörsins víðast hvar 2,00. Petta smjör seldi bóndinn á 1,80. Eg bauð honum 2,00 eins og eg hafði borgaðannarsstaðar, en hann neitaði, kvaðst ekki hafa selt smjör- ið dýrara en þetta undanfarið, og hafa góðan hagnað á sölunni með þessu verði. Síðan hefir eftirspurn- in aukist, og eðlilegt að verðið hafi hækkað nokkuð, en 1,50 aurahækk- un á pundi síðan í vor er ranglátt. Skyr er nú, eða var um miðjan júlímánuð, selt á Akureyri á 0,50 potturinn og er alldýit, hversvegna þarf það að vera hundrað prósent dýrara hér? Peir sem byrja á þessari óheyri- legu sölu bæta lítið orðstýr sinn og eru þjóðfélaginu lítt til sóma. Væri íslendingum nær að taka höndum saman og létta byrðarnar hver fyrir öðrum en að auka erfiðleikana sem mest, nú á þessum vondu tímum. H vanneyri. Á síðasta hreppsnendarfundi var kosin þriggja manna nefnd til að athuga hvort no'kkur tök væru til þess að i’hreppurinn fengi keypta jörðina Hvanneyri, sem meiri hluti kaupstaðarins stendur á, og gera tilraunir í þá átt. í nefndinni eru B. Porsteinsson, G. T. Hallgríms- son og Jón Guðmundsson. mSiglufjarðar-bío Sýnir kvikmyndir á hverju kvöldi. Ágætar myndir! #### Skrífarinn verður sýnduríkvöldkl.8-9og9'|2-10'|2 Sunnudaginn verður sýnt Föðurlausa barnið kl. 7-8>8'|2-9,l2 og 1011. Næstu viku verða sýndar ágætar myndir t. d. Umhverfis jörðina á 80 dögum, Einstæðingurinn o. fl. Nánar auglýst á götunum. H.f. Siglufjarðar-bío. Fréttir. Nýlega druknaði maðurafbát frá Akureyri, Porbergur Jónsson? að nafni. Var hann á siglingu í hægu veðri. Fanst báturinn mannlaus, lá í honum treyja mannsins, voru í vösunum peningar og annað fémætt. Úr bátnum saknaði eigandinn steins og færisspotta; leikur grunur á að maðurinn hafi fyrirfarið sér. Smjörlíki töluvert er nýlega kom- ið til Reykjavíkur frá Ameríku, en er að eins selt gegn seðlum er bjarg- ráðanefnd gefur út. Kostar það 2 kr. pundið í smásölu, íslendingurinn, Páll fsólfsson, er orðinn organleikari í Sct. Thomas- kirkjunni í Leipzig. »Fredericia« er væntanleg fljót- lega til Rvík frá Ameríku með steirr- olíu til olíufélagsins. Sæmsæti á að halda Árna Egg- ertssyni í Rvík á þriðjudaginn kemur. Nýlátinn er Pétur Sigurðsson frá Hrólfsskála. Á suðurlandi er sögð góð tíð þessa dagana, en slæm grasspretta. »GuIlfoss« er á leið frá Ameríku. Hefir hann að þessu sinni meðferð- is 400 smál. af hveiti, 100 smál. af hrísgrjónum og um 400 smál. af ýmsum kaupmannavörum. ! _______________ Bæjarfréttir. —0— ' Afmæli: 10. ág. Pálína Fersæth húsfrú. 14. — Halld. Sigurðard., húsfrú. 17. — Helgi Björnsson prentari 17. — Andrés Hafliðas. versl.m. 17. — Gunnl. Porfinnss., verkstj. Tíðin hefir verið slæm þessa viku, norð- austan stormar og úrfelli öðru hvoru. Síðan á sunnudag hefir engin síld aflast, og mun öllum þeim er at- vinnu hafa af síldveiði þykja horfa óvænlega. Frá Jan Mayen kom véiskipið »Snorri« ífyrrinótt, og fór til Akureyrar í gær. Pað var fulllestað alskonar rekavið. y>Sterling« kom hingað aðfaranótt 7. þ. m. Með skipinu komu hingað Hallgr. Kristinnsson forstöðum. landsversl- unarinnar, R. Ólafsson konsúll kaup- mennirnir Pétur Pétursson og Jón Bergsveinsson, Sigtr. Porsteinsson verslunarm., Sigtr. Jónsson timbur- meistari, Vald. Thorarensen málafl,- maður o. fl. Hallgr. Kristinnsson kom hingað þess erindis að semja um bræðslu á nokkru af ensku síld- inni er landsstjórnin hefir keypt, má búast við að eitthvað verði brætt hér, en engir samningar um það eru fullgerðir enn. Líklegt er þó að gert verði út um það fljótlega, því ekki má draga langt fram á haust eða vetur að flytja út um landið fóður- bæti þann, sem bændur að sjálf- sögðu þurfa að fá sér. Skólanefndin hefir nú tekið ákvörðun um skóla- hald næsta vetur. Er ákveðið að barnaskólinn starfi í sex mánuði, börnum sé skift í 3 deildir, en þeim kent á víxl í einni stofu. Petta fyr- irkomulag var haft síðasta vetur og reyndist vel. Unglingaskóli verður enginn. Svarðarþjófnaður er byrjaður í stórum stíl að margra manna sögn. Pykjast ýmsir eiga um sárt að binda, en til lítils er að kveina, hér er enga hjálp að fá. Hvenær kemur að því ao lög og réttur taki sér bústað á Siglufirði? Síldveiðin. Um síðustu helgi voru komnar í land í Siglufirði 28 þús. tn., og síð- an hefir ekkert veiðst. n fsafirði eru veiddar um 10 þús., á Önundarfirði um 1 þús , á Ingólfsfirði og Reylqa- firði um 3 þús. á hverjum staðn- um og 3 til 4 þús. á Eyjafirði. Enn eru því ekki komnar á land þessar 50 Ipús. tn. sem selja má til Sví- þjóoar. , Nokkur norsk gufuskip, semætla að stunda síldveiði og salta á sjó úti, hafa komið hér inn þessa dagana vegna ógæfta.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.