Fram - 04.01.1919, Síða 2
2
Bann.
í dag sást auglyst á götunum, að
Siglufjörður væri fyrst um sinn í
í samgöngubanni, er sú bannfæring
frá sýslumanni Eyjafjarðarsýslu og
mun enginn undrast yfir henni. Hér
norðanlands hefir fram að þessu
ríkt sú viturlega stefna að reyna af
ítrasta mætti að verjast hinni skæðu
spönsku veiki, eli nú höfum við
Sigifirðingar slitið bandalagið og
cpnað faðminn fyrir hinum norsku
skipum og með því fyrir möguleik-
um til þess að veikin komi hér, ef
hún er í þeim. Valdhafar hér eru á
þeirri skoðun að af skipunum stafi
engin hætta, og má vel vera að þeir
hafi rétt fyrir sér, en sannanir hafa
þeir engar, er þeim að líkindum
ekki fyllilega Ijóst hverja ábyrgð þeir
taka sér á herðar.
Þrátt fyrir það þó byrjað sé að
afgreiða skipin, er svo ákveðið, að
menn þeir er í skipunum þurfa að
vinna, skuli ekki hafa neitt samneyti
við skipsmenn, ekki svo mikið sem
drekka vatn um borð. En mér er
spurn. Hví þarf þessa varasemi, ef
engin hætta er með að sýking geti
orðið af skipsmönnum? Er treyst-
andi að þessum fyrirskipunum verði
hlýtt? Eða hafa þeir, sem ráðið hafa
því að skipin skuli fermast, ekki fulla
trú á því að það sé hættulaust?
Eru þeir vísvitandi og viljandi að
hleypa veikinni inn í sveitina?
Manni verður ósjálfrátt að leggja
þessar spurningar fyrir sig.
Hið eina rétta var að láta skipin
liggja hér svo langan tíma, að út-
séð væri að nokkur hætta væri að
umgangast skipsfólkið. Jafnframt
átti að hafa sterkan vörð á því að
skipsmenn ekki gengju á land og
að enginn færi um borð.
Okkur varðar ekkert um tafir
skipanna. í fyrirrúmi fyrir öllu á að
sitja, að verja sveitina fyrir veikinni
svo lengi sem föng eru á.
Þeir menn, sem hafa ráðið því að
byrja skyldi á að ferma skipin nú
þegar, spila hátt spii, það er líf
manna hér sem það gildir. Eg óska
og vona að þeir vinni. En fram-
koma þeirra er jafn óvarleg þó þeir
vinni, þeir hafa eingar rökstuddar
sannanir, einungis líkur fyrir því að
hættan sé engin.
Petta bann er um óákveðinn tíma.
Að líkindum þar til nokkrir dagar
eru liðnir eftir að búið er að af-
greiða skipin, ef enginn veikist.
En það er von á fleiri skipum, og
þau geta komið áður en þessir dag-
ar eru iiðnir, og þá framlengís bann-
ið, og getur náð yfir langan tíma.
Skyldi það ekki geta orðið einhver-
um hvumieitt?
Þangáð til eg fæ fullnægjandi skýr-
ingar verð eg aðálíta að þetta frum-
hlaup, að byrja að ferma skipin fyr
en hættulaust var, sé Siglfirðingum
til mikillar vanvirðu, þar sem allar
nærliggjandi sveitir halda fast við
varnarstefnuna. Og þeir munu marg-
jr sem eru á sama máli og eg.
Á Gamlársdag.
Ölver.
FRAM
Nr. 1
Rafljósin.
Eg hefi ©rðið þess var, að mér
væri eignuð grein með þessari fyr-
irsögn í 51. tbl. »Fram;« — meðal
annars gaf meðhjálparinn No. 1 það
ótvírætt í skyn með hógværum orð-
um og prúðmannlegri framkomu í
áheyrn safnaðarins í kirkjunni ann-
an jóladag. Jafnvel þó mér liggi
þetta í léttu rúmi, og þó eg sé téðri
grein að mörgu leyti samdóma, þá
skal eg nú hérmeð lýsa því yfir að
eg er ekki Jiöfundur hennar.
Grein þessi er orð í tíma talað
að öllu öðru leyti en því sem kirkj-
una snertir. Kirkjan greiðir sitt Ijós-
gjald fyllilega á móts við hvern ann-
an Ijósnotanda og á því fylstu heimt-
ingu á Ijósunum. Pau loga þar held-
ur ekki í þágu neins einstaks, held-
ur fyrir okkur öll og það eitt ætti
að nægja til, að við værum á eitt
mál sátt að hafa þau þar.
Jólahátíðin hefir staðið mér fyrir
sjónum sem Ijósanna hátíð, sér-
staklega í kirkjunni, síðan eg var
barn og hún stendur það víst svo
lengi sem eg lifi. Við sem nú erum
eldri menn munum það víst allir
vel, að gömlu litlu sveitakirkjurnar
voru uppljómaðar og ljósum skreytt-
ar svo sem föng voru á á jólunum
og Ijósin lögðu ótvíræðan hátíðar-
bjarma yfir þær jafnvel þó þau væru
fátækleg. Ætti það þá að bera vott
um framfarir og vaxandi menningu
hér hjá okkur að láta kirkjuna okk-
ar vera næstum Ijóslausa á Ijósanna
hátíð?
Lýsing kirkjunnar á jóladaginn
var hreinasta hneyksli, 7 kerta
týrur niðri og tvær uppi! — Á ann-
an var það lítið eitt skárra er/ þó
langt frá viðunanlegt. Báða dagana
næstum ómögulegt að sjá á sálma-
bók í miðkirkjunni.
Eg veit að þetta hefir hneykslað
fleiri en mig.
Rafljósin hefðu auðvitað átt að
loga, og það hefði ekki stytt Ijós-
tímann að kvöldinu til neinna muna
ef þau hefðu hvergi lifað ann-
arstaðar en í kirkjunni, en fyrst
þau, fyrir íhlutun einstakra manna,
ekki voru látin loga, þá áttu þeir
hinir sömu að ?já um að meðhjálp-
arinn gengdi þeirri ótvíræðu skyldu
sinni, að tendra eins mörg kerta-
ljós og hægt var að koma við, og
þau gátu verið fleiri; — t. d. voru
aðeins tvö kerti á altarinu í tveim*
ur fimm örmuðum Ijósastjökum og
eins niátti með lítilli fyrirhöfn kveikja
á tveimur olíulömpum sem hanga
í kirkjunni.
Retta fyrirkomulag er lítt þolandi,
það hefir orðið til að spilla jóla-
gleði minni og sjálfsegt margra ann-
ara. Kirkjan er þarna órétti beitt því
hún borgar Ijósgjald með þessu fyr-
irkomulagi, fyrir Ijós sem hún ekki
fær að nota og eg vil alvarlega skora
á sóknarnefndina að vernda hag
kirkjunnar og sóma í þessu tilliti.
Ekki get eg heldur að því gert,
að betur þykja mér Ijósin sæma
kirkjunni, þessar stundir sem hún
hefir þeirra þörf, en sumum kram-
araholunum hérna þar sem þau eru
sjaldan slökt, og sjóhúsum ogbrygg-
jum þar sem þau loga til lítilla eða
engra nota allar nætur. Sama má
segja um mörg íbúðarhús einstakra
manna; þar eru rafljósin notuð eða
réttara sagt loga að engum notum
í mörgum herbergjum allan þann
tíma sem vatnið leyfir.
Rafljósanefndin ætti nú að halda
fund með sér — einrw fund á ára
bili — og gjöra þá heppilega ráð-
stöfun að taka af, nú meðan Ijós-
vandræðin eru, öll óþarfa ljós o: þau
Ijós seni hægt er að komast af fyrir
utan, svo og alla strauboltana sem
aldrei hefðu átt að vera leyfðir, því
þeir eyða straum á við mörg hús
hver en gefa raflýsingunni ekki tí-
unda part af þeim tekjum sem þeir
ættu að gefa henni, og síðast en
ekki síst, að gjöra þá ályktun að
Ijósin skuli algerlega tekin af þeim
húsum sem nota þau í óhófi.
Jón Jóhannesson.
Manndauði
af voldum spænsku veikinnar er
orðinn afskaplegur, einkum þó í
Reykjavík. Blöð sem hingað eru
komin þaðan frá 4. des. segja að
þá séu um 250 dánir í Rvik, en
fregn frá 12. des. segir að dánir séu
360 manns í Reykjavík, 25 í Vest-
mannaeyjum og 17 á Vífilstöðum.
Á Akranesi og, Hafnarfirði hafamarg-
ir dáið, en víðast hvar annarsstaðar
tiltölulega mikið færri.
Hjúkrunarnefnd skipaði stjórnar-
áðið 8. nóv. sem setti fast skipu-
lag á alla hjúkrun og læknisvitjanir
í Reykjavík. Formaðurþeirrar nefnd-
ar var L. H. Bjarnason prófessor,
og er honum mikið hælt fyrir dug-
lega framgöngu við hjúkrunarráð-
stafanir.
Samskot voru hafin til líknar bág-
stöddum af afleiðingum veikinnar.
og safnaðist á fáum dögum full 40
þús. kr. Hæðstir gefendur eru H.
P. Duus verslun 10 þús. h.f. Víðir
5 þús., G. Gíslason 1100, Fenger
1000, Gísli Johnsen 1000 kr.
o. m. fl.
Eldhús setti Thor Jensen upp og
útbýtti daglega upp undir 1000 mál-
tíðum ókeypis til bæjarbúa. Meiri
hluti þess var sent heirn í húsin til
fólksins. Hann lét einnig botnvörp-
ung ganga til veiða og útbýtti fiskin-
um gefins meðal bæjarbúa.
Fréttir.
Jörðin Hrafnagil í Eyjafirði er ný-
lega seld Magnúsi Sigurðssyni
kaupmanni á Grund. Verðið var
41100 krónnr. Seljandinn var síra
Þorsteinn Briem, hafði hann keypt
jörðina af landsjóði fyrir fáum árum
fyrir 4500 krónur.
Kristinn Ketilsson áður bóndi að
Hrísum í Eyafirði andaðist að heim-
ili sínu, Reykhúsum í Eyafirði 16.
des. s. 1.
Hann var myndarmaður, glaðlynd-
ur og vel látinn, áhugamaður um
alt er að framföruin laut og fylgd-
ist vel með í hinum ýmsu lands-
málum. Synir hans eru: Hallgrímur
framkvæmdarstjóri Sambandskaup:
félaganna og einn af forstjórum
242
Æg skal segja yður alt harra, Schnell, ef þér ekki kær-
mig fyrir yfirvöldunum,« svaraði Mr. Pemberton.
Schnell murraði eitthvað í hálfum hljóðum, og settist
svo við skrifborð sitt. »Segið frá öllu,« urraði hann með skip-
andi málrómi.
Mr. Pemberton dró andann þungt.
>Ef þér lofið því að segja ekkí til mín skal eg segja
yður alt, stamaði hann. »Skjalið er skrá yfir skrautgripi og
verðmæta hluti sem móðir mín á.«
»Já rétt,« sagði umboðsmaðurinn og brosti djöfullega.
»Rað er þá partur af erfðaskrá.e
»Það er alveg rétt herra*Schnell,« sagði Mr. Pemberton,
Hann sýndist mjög hissa yfir skarpskyg-ni umboðsmannsins.
»Mig grunaði það, herra Parlot,« sagði Schnell glottandi.
»Og til þess að komast nógu fljótt að endirnum á frásögn
yðar, skal eg segja yður af hvaða ástæðu þér viljið fá mig
til þess að gera þetta skítverk fyrir yður.«
Mr. Pemberton leit útfyrir að verða meira og meira
forviða.
»Á þessum seðli, sem á að festa við erfðaskrá móður
yðar, sem lista yfir dýrgripi hennar, viljið þér víst gjöra
nokkrar breytingar?« hélt Schnell áfram.
Mr. Pemberton kinkaði kolli.
»Og tilgangurinn er, að ná með því í nokkra dýrmæta
gimsteina handa sjálfum yður?«
»Já,« svaraði Mr. Pemberton, áherslulaust.
»Og af hvaða ástæðu, herra Perlot?« spurði Schnell,
sem auðsjáanlega kættist yfir sálarangist þeirri er Mr. Pem-
berton gat látió skína út úr andliti sfnu.
»Spilaskuldir, — kvenmaður---------«