Fram


Fram - 04.01.1919, Síða 3

Fram - 04.01.1919, Síða 3
Nr. 1 FRAM 3 Landsversliinarinnar, Sigurður kaup- félagsstjóri á Akureyri, Jakob prest- ur í Kanada og Aðalsteinn, umboðs- sali á Akureyri. Kristinn sál. var gift- ur myndarkonu, Hólmfríði Pálsdótt- ur, er lifir mann sinn. Bæjarstjóri á Akureyri. Nýlega hefir farið fram atkvæðagreiðsla á Akureyri um það, hvort sýslumaður skuli framvegis vera oddviti bæjar- stjórnarinnar, eða stofnað nýtt em- bætti og öðrum manni veitt sú staða. Atkvæðagreiðslan féll þannig, að nýtt bæjarstjóraembætti verður smíð- að, og þarf því að kjósa alla bæj- arstjórnina, 11 menn, að nýu nú bráðlega. Dómur féll snemma í vetur í hæsta- rétti í máli því er vínsalarnir höfð- uðu gegn landsstjórninni er bann- lögin gengu í gildi. Landstjórnin var algjörlega sýknuð, en vínsölun- um dæmdur 500 króna málskostn- aður. Gunnar Espólin stúdent, dó í Kaupmannahöfn í vetur. Kristján Skagfjörð, sem verkstjóri hefir verið hjá Sören Goos hér um nokkur ár, er einn meðal hinna mörgu sem dáið hefir úr spönsku veikinni. Kristján sál. var lipur maður til allra verka, lagði hann einkum stund á steinsmíði,ogfórs^það vel úr hendi. Hann var glaðlyndur og fjörugur í sambúð, og ávann sér hylli bæði þeirra er hann vann með og yfir honum áttu að ráða. Ungmennafélag Akureyrar hefir samþykt að gefa 1000 krónur til stofnunar berklahælis á norðurlandi. — Sannarlega eftirbreytnisverð á- kvörðun. Dúa Benediktssyni lögregluþjóni á Akureyri, hefir verið veitt bæjar- gjaldkerastarfið þar, og hefir hann það samhliða lögregluþjónsstarfinu. Lausn frá prestskap hefir fengið síra Jens Hjaltalín á Selbergi. Er hann elstur þjónandi presta. Fólksfjöldi á íslandi í árslok 1917 var 91,300, segja Hagtíðindin. Erl. símfregnir Khöfn 30. des. Pólverjar eru ákveðnir í þvj að taka Danzig og lýsa yfir lýðveldi. Khöfn 30. des. Frá Warshau er símað að orustur hafi tekist á milli PólverjaogÞjóðverja. Fulltrúar Breta á friðar- ráðstefnunni í Wersaille verða: Líoyd George, Bal- four, Bonar Law og fjöldi annara. Lloyd George vann glæsi- legan sigur við kosningarn- ar, en Asquiís- flokkurinn varð undir. Eftir skeytum til Rvík. Flugferðir. Fréttaritari blaðsins »Daily Ex- press« í Berlín skýrir frá því, að vopnahléð hafi ekki fyr verið sam- þykt, en byrjað hafi verið að breyta hernaðarloftskipunum þýsku til póst og fólksflutninga. Eg sá, segir frétta- ritarinn, verkamennina byrja strax að breyta loftskipunum í fólksflutn- ingaskip, sem eiga að tengja alla höfuðstaði Evrópu við Berlín. Eg sá mörg hernaðarloftskip sem búið var að breyta til póstflutninga. Loftskiparáðuneytið skýrði mér frá mjög mikilsverðri Zeppelin flugferð sagði hann, og er hún þannig: 21. nóv. f. á. kl. 8 f. m. fór Zeppelin- loftskip á stað frá Jamboli í Bulg- aríu áleiðis til Austur-Afriku. Skipið hafði 22. manna áhöfn og flutti 25 tons af skotfærum. Nóttina milli 22. og 23. nóv. var skipið uppi yfir Khartum, fékk það þá loftskeyti um að snúa strax við aftur því sú frétt hafði þá komið til Berlínar að rneiri hluti þýska hersins í Austur-Afriku hefði gefist upp. Skipið hafði sneri þá við til Jamboli aftur og komst þangað heilu og höldnu. Pað hefði með öðrum orðum eins vel getað farið frá Berlín til New-York og til baka aftur án þess að stansa. Zeppelin verksmiðjan í Fridrichs- haven er nú sem óðast að byggja loftskip til milliiandaferða. Eru þau með 9 mótorum hvert og geta flutt 100 farþega. Það er búist við, ef innanlandsástandið ekki hindrar það, að fyrsta ferðin frá Rýskalandi yfir Atlandshafið verði farin í júlímán- uði n. k. og er ráðgert að hún muni taka aðeins 40 klukkutíma. (Lausl. þýtt.) kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Útgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níeisson og Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtunrað- ur Friðb. Níelsson. Fossarnir og fyriræílanir Norðmanna hér á landi. Sætermoen, norski verkfræðingur- inn, sem verið hefir hér undanfarin sumur að ransaka vatnsaflið í Rjórsá og undirbúa aflstöðvabyggingar við hana fyrir fossafélagið »Titan,« hélt nýlega fyrirlestur í verkfræðingafé- laginu í Kristjaníu, um fyrirætlanirn- ar um notkun vatnsaflsins hér á landi. Sætersmoen heldur því frarn, að árnar á íslandi séu hentugri til afl- framleiðslu, en ár í Noregi. Vatns- magnið sé jafnara, veðrátta hag- stæðari, ís tálmi ekkert og veiði sé engin og engir trjáflutningar á án- um. Lætur hann mikið af því, hve hentug Rjórsá sé til þessara hluta og segir, að það verði tiltölulega ódýrt að »byggja hana út,« svo að rafmagn, sem leitt verði frá aflstöðv- um þar eystra til Reykjavíkur, verði ekki dýrara en rafmagn í norsku bæjunum. 240 Mr. Pemberton ræskti sig, iðaði í stólnum og sneri hatti sínum vandræðalega milli handanna. »Já, herra Schnell, það er alveg sérstakt mál, sem hef- ir komið mér til að finna yður, þér getið skilið hve^málið er mikilsvert fyrir mig á því, að eg hefi ferðast þennan óra veg frá París til Berlínar til þess að fá greitt úr því.« »Er það virkilega?« svaraði umboðsmaðurinn. »Eg skal segjayður,« hélt Mr. Pemberton áfram, »egheíi árangurslaust leitað að manni í París sem ineð dugnaði og trúmensku vildi taka að sér starfa fyrir mig, sem eg þarf að láta vinna, en eg hefi ekki getað fundið hinn rétta mann fyr en einn af kunningjum mínuin benti mér á yður, lierra Schnell.« »Hvernig er þetta mál?« spurði umboðsmaðurinn, sem auðsjáanlega geðjaðist vel að orðum gests síns. Mr. Pemberton tók upp veski sitt, blaðaði í því og lét Schnell um leið sjá nokkuð af peningaseðium er voru í einu hólfinu. Mr. Pemberton sá útundan sér ágirndarglampann er brá fyrir í augum mannsins. »Eg hefi hér skjal sem eg gjarnan vildi hafa —« Hann lauk ekki við setninguna, en rétti Schnell skjal, brosti ofurlítið um leið og kinkaði kolli framan í hann. Schnell tók seinlega á móti skjalinu, og horfði á hann undrunar augum, eins og hann skyldi ekki neitt í þessu öllu saman. Retta skilningsleysi skein svo útúr svip hans að flestir myntíu hafa álitið það ósvikið, en Mr. Pemberton var of leikinn í list sinni til þess að láta blekkja sig, þvert á móti, þessi uppgerðar undrun, sem Schnell lét í ljósi, styrkti hann 237 »Alt, sem nú er hulið myrkrinu, mun brátt verða Ijóst fyrir yður,« svaraði Mr. Pemberton. »En flýtið yður að klæða yður í yfirhöfn, og ef þér viljið kveðja unnusta yðar, þá skrifið honum nokkrar linur, Dickson sér svo um bréfið til hans.« Kate horfði biðjandi á Mr. Pemberton. »Á eg að fara burt án þess að kveðja unnusta minn?« »Pað er óhjákvæmanlegt!« var svarið. Kate laut höfði og gekk út úr herberginu. — Lestin var í þann veginn að fara á stað, þegar óberst Sanham,, á samt frú sinni, hraðaði sér gegnum biðsalinn; þau voru bæði i ferðafötum. Rétt á eftir þeim kom grann- vaxinn kvenmaður í sorgarbúningi, nieð þykkja slæðu fyrir andliti; með henni var roskinrt niaður, lasburða að sjá, leit út fyrir að það væri faðir hennar, því hún leiddi hann, og sýndist bera mikla umhyggju fyrir honum. Þeíta voru þau Mr. Pemberton og Kate Ferring. Lestin rann af stað. Gamli Dickson stóð í glugganum og horfði á eftir henni; þegar hún var horfin sneri liann sér að hinum unga leynilögreglumanni, er stóð við hlið hans, og mælti: »Nú skulum við fara til lystigarðsins, og rannsaka í- búð barónsins; Mr. Pemberton lagði svo fyrir. Eftir stundarfjórðung var lestin komin til Paddington seinnipart dagsins var hún við Parkeston, þar lá ferðbúið skip, er sigldi til Kaupmannahafnar og Esbjerg. »Petta datt mér í hug,« hvíslaði Mr. Pemberton að Kate, »Til Berlínar er ferðinni heitið.« Mr. Pemberton hafði rétt fyrir sér. Tveimum dögum

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.