Fram


Fram - 04.01.1919, Blaðsíða 4

Fram - 04.01.1919, Blaðsíða 4
1 FRAM 4 Við Þjórsá er ákveðið að byggja öaflstöðvar: Urriðafoss-, Hestafoss-, f’jósárholts-, Skarðs-, Búrfells- og Hrauneyjarfoss- aflsíöð, og eiga þær að framleiða samtals 1114000 hest- cfl. Um framleiðslu áburðarefna úr loftinu, segir Sætersmoen, að auð- velt sé að framleiða Amoniumnitrat og Amonium sulfat, vegna þess hve mikið sé hér um brennistein. Hann segir að fsland eigi blóm- lega framtíð fyrir hönd’im. Aflgjaf- inn bíði eftir því að verða notaður; samgöngutækin eftir því að eitthvað verði að flytja. En útlent fé þurfi til. Hann heldur að hvorki þing né þjóð mundi ieggja útlendu fjármagni hömlur í veginn, og vitnar í þing- nefndarálit um fossamálið því til stuðnings, en trúin á fjárhagslega framþróun landsins sé sívaxandi meðal hinnar yngri kynslóðar, »Vísir.« Samtíningur. Á uppboði sem haldið var íBergenll. des. Ivoru nokkur hlutabréf í járnnámu fyrirtæki nokkru í Noregi seld á 15 aura hvert. Upprunalegt verð þeirra var 100 kr. í haust keyptu Norðmenn eitthvað af kartöflum frá Danmörku og urðu þærsvo dýrar að þær seldust ekki. Varð því að sitja þær niður í sama verð og var á norsk- um jarðepluin, og nam sú upphæð, er til þess gekk hálfri ntiljón króna. Afmæli: 7. jan. Björn Oddsson, verkamaður. 9. — Valgerður Landmark, frú. Nýir siðir koma með ný- um herrum. í borginni Vladimir í Rússlandi, sem er höfuðborg samnefnds fylkis, hefir nýskeð verið gefinn út eftir- farandi lagabálkur: Sérhverri stúlku, sem náð hefir 18 ára aldri, tryggir eftirlitsnefnd rík- isins ftillkomna mannhelgi. Hver sá, er móðgar 18 ára gamla stúlku með því að ávarpa hana ó- sæmilegum orðum, eða sýnir henni líkamlegt ofbeldi, skal undirorpinn strangri hegningu dómstóls byltinga- manna. Hvern þanti er svívirt hefir stúlku yngri en 18 ára ber að skoða sem óbótamann og skal honum reísað með 20 ára þrældómsvinnu, nema að hann gangi að eiga stúlkuna. Stúlkunni er þó heimilt að neita að giftast þeim manni, er svívirt hefir liana. Sérhver stúlka, sem er orðin 18 ára gömul, og er ennþá ógift, er skyld- ug til, að viðlagð'ri þyngstu hegningu, að láta skrá nafn sittá skrifstofu frjálsra ásta, sem stendur undir eftiriiti stjórnarinnar. Pá er nafn hennar hefir verið skráð þar, öðlast hún rétt til að velja úr karlmönnum milli 19 og 50 ára aidurs, einhvern sér til eigin- manns. Samþykki karjmannsins til hjú- skaparins er eigi nauösynlegt, og hefir hann enga heimild til að mót- mæla þessari ráðstöfun. Sami réttur til að velja sér eigin- konu úr hóp allra kvenna, sem orðn- ar eru 18 ára og eru ógiftar, skal veitast öllum karlmönnum 19 ára eða eldri. Kosning má fram fara einusinni í mánuði hverjnm. Karlmenn þurfa ekki að hafa sam- þykki konunnar til hjúskaparins, því hann er stofnaður í þaríir ríkisins. Börn þau, er getin eru í hjóna- böndum þessum, eru eign ríkisins. Ress er að síðustu getið, að lög þessi séu bygð á »ágætri reynslu« samskonar laga, sem þegar séu í gildi komin í Luga, Kalpin og fleiri fylkjum. Víðar eru slík lög sögð í undir- búningi í þeim héruðum Rússlatids, sem eru á valdi jafnaðamannaflokks þess, er Bolshevikkar nefnast. »19. júní.« eftir að gefa Snjótitling- unum! Einbúi. Gerpúlver í pökkum, frá Apothekinu í Reykjavík, er nýkomið til Friðb. Nielssonar. Púðursykur nýkorninn íil Friðb. Nielssonar. Nr. 1 Nýjar vörur! Rvottabretti (glerbretti) Pvottabalar Vatnsföíur Gólfkústar Bursíar aískonar Hengilásar Kaffikvarnir á þi! Handsápur Hmvötn Skeggsápur Skeggburstar Blýantar Smellur Títuprjónar Brjóstsykur Mjólk og ýmislegí fleira. Verðið er miklu íægra en þekst hefir nú um langa hríð. S. A. Blöndal. Kaffi i4o v, kg. ExpOrt 125 ■/, kg. tíalígr. Jónsson. Sparið rafljósin! 238 síðar kom óberstinn og frú hans til keisaraborgarinnar, og , tóku sér bústað á einu af hinnm stóru gistihúsum. Mr. Pemberton var altaf á hælunum á þeim, og settist að á sama gistihúsi ásamt Kate, nefndu þau sig herra og og ungfrú Smith frá Lundúnum. Herbergi þeirra lágu við hlið herbergja óberstans. Hálfri klukkustund eftir að óberstinn kom til gistihúss- ins, sá Mr. Pemberton hann ganga út, en útlit hans var breytt. Nú var allur hermensku svipur horfinn, og hinn glæsilegi barón von Sahiman kominn í síaðinn. Pegar barón von Sahlmann var rétt kominn út á göt- una, kom ungur maður út úr porti gistihússins og gekk á eftir honum. Ungi maðurinn var Mr. Pemberlon. Pað leit út fyrir að baronínn væri vel kunnugur í Ber- lín, því hann gekk hratt eftir hinum fólksmörgu götum, þar til hann beygði inn í mjótt stræti. Hann nam staðar við lítið lágt hús, hringdi dyrabjöll- unni og gekk inn. Mr. Pemberton sem hafði staðnæmst á götuhorninu, gekk til hússins, er baróninn hafði farið inn í. Húsið var tvær hæðir. Niðri bjó maður er seldi klukk- ur og gamla.hluti, en á plötu sem fest var á útidyrnar stóð: Schnell umboðsmaður. Er að hitta allan daginn. Ennfremur stóð á plötunni að ibúð þessa manns væri á fyrsta lyfti. Mr. Pemberton var strax viss um að þennan mann hafði baroninn heimsókt. »Schneli!« tautaði hann fyrir munni sér, þegar hann gekk niður á götuna. »Mér finst eg kannast við nafnið. 239 Pað skyldi þó aldrei vera sá sami, sem þýska lögreglan var að spyrjast fyrir um í Lundúnum fyrir nokkrum ájum, mig rninnir viðvíkjandi fölsuðum skjölum. Pað gæti verið nógu gaman að líta eftir þessum Schnell. Mr. Pemberton beið, og eftir stutta stund sá hann bar- óninn koma út úr húsinu, og ganga eftir götunni í gagn- stæða átt. Pegar Mr. Pemberton sá hann hverfa fyrir næsta götu- horn, gekk hann hratt að göíudyrunum á húsinu er Schnell bjó í og greip í bjöllustrenginn. Maðurinn sem seldi klukk- urnar tók í spotta, og götudyrnar opnuðust fyrir Mr. Pem- berton, sem hraðaði sér upp stigann. Pegar hann kom upp á fyrsta lyfti, sá hann plötu á hurð með sömu áletrun og þá er hann hafði séð af götunni, hann drap á dyrnar og litlu síðar heyrði hann að kallað var kom inn, með vesaldarlegum málróm. Mr. Pemberton opnaði dyrnar og gekk inn. Schnell umboðsmaður sat við gluggann og var að skrifa. Hann var lítill vexti grindhoraður, með stórt höfuð ósam- svarandi öðrum vexti, sköllóttur, og hafði kollhúfu á höfði. Pegar Mr. Pemberton kom inn stóð hann á fætur, horfði hann augnablik rannsakandi á Mr. Pemberton, og benti hon- um síðan með hendinni að fá sér sæti í gömlum ruggstól, er stóð nálægt skrifborðinu »Hvað heitið þér, herra minn?« spurði hann svo. »Gustave PerlotP svaraði Mr. Pemberton á slæmri þýsku. *Nú, já, þér eruð franskur að ætt,« sagði Schnell. »Já, fæddur í París,« svaraði Mr. Pemberton. »Og með hverju get eg orðið yður til [aægðar?« spurði umboðmaðurinn.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.