Alþýðublaðið - 04.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.02.1927, Blaðsíða 2
B ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ áLÞÝÐUBLAÐIB kemur út á hverjum virkum degi. < Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. < til kl. 7 síðd. 5 Skrifsfofa á sama stað opin kl. 191/2—10 Vs árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mrn. eindálka. j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). Verðlag og kaup Og gildi íslenzkra peninga. Kaupgjald í landinu hefir frá síðustu áramótum lækkað að all- miklum mun hjá flestöllum vinnu- stéttum, þetta um 10°/o, eins og hjá sjómönnum, sem iíklega fer hvað minst fram úr lækkun dýr- tíðar, og þáðan áf meira. Einn- ig hefir verðlag á ýmsri innlendri verzlunar- og iðnaðar-vöru lækk- að nokkuð. Lækkanir þessar eru að sumu leyti sprottnar af hækk- lin þeirri, sem orðið hefir á gildi íslenzkra peninga, sem þó að vísu áttu að hækka talsvert án þess, að lækkun yrði á k'aupi og verði innlendrar vöru, seldrar fyrir ís- lenzka peninga, til uppbótar því tapi, sem vinnusalar og seljend- ur þessara vijrutegunda hafa orð- ið fyrir við lækkun peninganna áður. Að sumu leyti hafa og þess- ar lækkanir orðið fyrir kröfur vinnu- og vöru-kaupenda innan- iands og enn að nokkru leyti fyr- ir beinar kröfur frá ríkisstjórn í- haldsflokksins um að fá verð- lækkun fyrir peningahækkunina. Það getur að sjálfsögðu orðið dei’umál, hvort þessi ríkisstjórn hafi rétt til að fá slíkum kröfum sint. Hún er stjórn þeirrar þjóð- félagsstéttarinnar, sem dró sér arð af falli peninganna áður, og þess vegna er frá sjónarmiði hinnar þjóðíélagsstéítarinnar, alþýðu- stéttarinnar, rétt, að sama stéttin beri kostnað'nn við hækkunina. Hitt getur ekkert deilumál verið, að allir peir, sem látið hafa lækk- un í té á handafla sínum, — þ. e. þeir, sem vinna fyrir kaup, eða selja vöru, sem þeir hafa sjálfir framleitt, smábændur, fiski- menn, iðnaðarmenn, eða hafa at- vinnu af að selja sjálfir fyrir ís- lenzka peninga, — eiga ejtir lœkkanirmr hröfu á hendur sfjórnendum ríkisins, stjórn og pingi, aó séö veröi örugglega um, ad íslenzkir peningar falli ekki úr pví verdgildi, sem peir nii hafa náci, heldur haldi áfram ad hœkka upp í löglegt gildi sitt. Þessa kröfu verða allir hlutað- eigendur, öll alþýða landsins, að skipa sér fast utan um, ganga ríkt eftir, að henni verði sint, og láta ekki neina frekari lækkun í té fyrr en séd er, aö henni verdi fullnœgt. Af þessari ástæðu verd- 'ur ad hafa vel vakandi auga á athöfnum stjórnar og pings, með- an næstu fundir þess standa yfir, því að vitanlegt er, að sterk öfl hníga nú aö pví aö stödva hœkk- un peninganna eva jafnvel koma fram lœkkun, þar sem eru út- flutnings-burgeisarnir með stórút- gerðarmenn að baki sér. Þess vegna verða allir hlutað- eigendur, sem að mestu er al- þýða, að hafa samhuga gætur á áðgerðum stjórnarvaldanna og fjármálavaldsins og standa sam- taka móti lækkun á gildi pening- anna og um það, að það haldi áfram að hækka, og einkum verda allir vinnuseljendur aö verjast af alefli med samtökum — pau eru eina rádið — lœkkun 'á kaupi fyrr |en peninganvr hafa hœkkad enn meira, — dýrtíd minkad enn meira. Vatnsblöndun mjólkur, Fjórum mönnum vikið úr vist, fyrir að kæra pess háttar svik. 1 í nóvember í vetur tók einn af vinnumönnunum á Korpúlfsstöð- um eftir því, að fjósráðsmaður- inn þar, Eyþór Þorgrímsson að niafni, var að hella einhverju sam- an við mjólkina við ljós í mjólk- urhúsinu að kvöldlagi, eftir að vinnu var hætt. Hann grunaði, að um vatnsblöndun væri að gera og trúði í fyrstu varla augum sínum, en veittí þessu nánari gæt- ur, og er hann hafði sannfærst !um, að svo var í raun og veru, tók hann aðra vinnumenn þrjá með sér til að ganga til fulls úr skugga um þetta. Síðan létu þeir skýra eiganda búsins, Thor Jensen, frá svikum þessum, til þess að hann gaéti komið í veg fyrir þetta-, og kvað búseigand- inn slíkt ekki mega eiga sér stað og hét að ganga í málið. Eftir þetta sást ekki Ijós í mjólkur- húsinu á kvöldin að mjöltum af- stöðnum, en vinnumennirnir tóku eftir því, að mjólkin óx að mun á næturnar eftir sem áður. Þó hafa þeir ekki orðið varir við slíkt síðan í byrjun dezemher. Samtímis þessu fór að þróast ó- þokl i af hálfu fjósráðsmannsins við vinnumennina, og var fyrir miiligöngu hans um líkt leyti far- ið að æt!a þeim aukna vinnu, sem þeir færðust undan, þar sem vinnan nam áður sem svaraði venjulegum vinnutíma. Eftir nokkurn tíma inti vinnu- maðurir.n, sem tekið hafði eftir mjólkurblönduninni, að því við búseigandann, að hann gerði gangskör að málinu, en búseig- andinn sagðist þá hafa gengið úr skugga um, að þetta væri róg- burður eir:n saman, sem yrði að hætta. Vinnumaðurinn kvaðst þá neyddur til að snúa sér til hlut- aðeigandi yfirvalds, og sendu vi.nnumennirnir síðan kæruna um miðjain janúar. Sýslumaðuriim í Hafnarfirði tók málið fyrir, og staðfestu vinnumennirnir fjórir á- kæru sínia með framhurði og unnu eið að honum síðast liðinn föstu- dag, en fjósráðsmaðurinn neitar verknaðinum harðlega. Fer málið nú áfram. Á þriðjudaginn varð það tíð- inda á Korpúlfsstöðum; að fjórir vinnumenn, þrír þessara — einn var þá farinn — og einn, sem ekki hafði verið við kæruna rið- inn, voru teknir fyrir og spurðir, hvort þeir vildu játast skriflega undir það að auka á sig vinnu. Sá, sem ekki átti hlut að kærunni, og einn hinna kváðust myndu gera það, ef hinir féllust á það líka, en þeir neituðu að taka að sér ný störf nema létt væri af þeim eínhverju af því, sem þeir höfðu fyrir. Var þá þeim þrem- ur, sem við kæruna voru riðnir, visað úr vistinni. Þetta eru aðal- drættir þessa máls, og hefði það ekki verið gert að umtalsefni op- inberlega fyrr en að gengnum dómi fTemur en.önnur lögreglu- mál, ef ekki stæði svo sérstak- lega á, að ekki verður betur séð en að vinnumönnum þessum hafi verlð vikið úr vist fyrir að segja til svika og bera sannleikanum vitni þar um fyrir rétti, þar sem þeim einum er vikið úr vistinni, sem við kæruna eru fíðnir, en manni haldið eftir, sem veitir al- veg sömu svör við kröfu um aukna vinnu sem einn hinna. Það má vitanlega ekki eiga sér stað, að menn séu hraktír frá atvinnu sinni fyrir það að segja sannleik- ann fyrir rétti. Ef slíkt er þolað, er skamt til þess, að það verði ofan á, að fólk, sem er í þjón- ustu annara, þori ekki annað en Jjúga þeim í vil, ef svo ber und- ir. Búseigandanum, Thor Jensen, eða þeim, sem hér hafa verið í ráðum með honum, hafa alveg orðið mislagðar hendur í með- ferð þessa máls, því að meðan hann hefir ekki fengið sannað, að þeir hafi unnið rangan eið, feru þeir vítalausir og eiga meira að segja skilið þökk almemnings fyrir að vilja ekki láta svik við- gangast og horfa ekki í það, sem raunar átti þó ekld að vera hætta á, ef rétt hefði verið tekið í mál- ið, að atvinna þeirra væri í veði. Er því sjálfsagt, að fyrir þeim sé greitt af hálfu almennings um vinnu, þegar þeir nú eru orðnir atvinnulausir og víst heldur illa á vegi staddir, þar sem ekki mun trútt um, að sternar séu heldur ’lagðir í götu þeirra við atvinnu- leit. Búseigandinn hefir hins vegar tekið á sig ábyrgð gagnvart al- menningi fyrir meðferð sína á málinu, þótt alls ekki sé gert ráð fyrir, að svikin hafi verið gerð að hans undirlagi. Honum bar að stöðva þau þegar í stað, tryggja almenningi með rann- sóknarvottorði, að mjólkin yrði framvegis óspilt, og, ef hann átti áð vísa nokkrum úr vist áður en dómur væri fallinn, þá var það sá, sem svikin framdi. Og ekki dregur það úr ábyrgð hans, að honum hefir orðið það á að leit- ast við að kæfa málið með því að hóta einum af kærendunum að gera hann, fátækan mann, fjár- hagslega ábyrgan fyrir því tjóni, sem áf málinu kynni að leiða fyrir búið. Alþýðublaðið hefir þegar kynt sér þetta mál allrækilega og mun 'veita því nána athygli framvegis 'og gera sitt til að koma því á réttan kjöl og skýra almenningi frá öllu, sem máli skiftir í því, eftir því, sem þörf gerist. Tvær sysíur látnar. Helgi er maður nefndur. Hann var Guðmundsson. Bjó hann búi sínu að Gröf í Krossárdal. Kross- árdafur er í Strandasýslu. Kona Helga bónda hét Guðbjörg Þór- steinsdóttir. Hún var kvenval hið mesta. Farnaðist henni vel, og komst hún á tíræðisaldur. Helgi bg Guðbjörg Þórsteinsdóttir áttu tvær dætur, sem á fullorðinsár komust. Hét önnur ölöf, en hin Guð- björg. Ólöf var fædd 26. júlí 1835. Hún átti Magnús Jónsson frá Spena í Miðfirði. Þau bjuggu í Hvítarhlíð, en Hvítarhlíð er næsti hær við Gröf. Ólöf var í Hvítar- hlíð til dauðadags. Hún andaðist 21. fyrra mánaðar, en maður hennar lézt fyrir mörgum árum. Sá, sem þetta ritar, þekti Ólöfu minna en systur hennar. Guðbjörg Helgadóttir andaðist 27. dezember síöast liðinn. Hún var ekkja Guðmundar bónda Guðmundssonar frá Stóru- ÍHvalsá í Hrútafirði. Hann andað- ist árið 1910. Var hann þá á: þriðja ári yfir sjötugt. Guðbjörg Helgadótíir var fædd 26. júní 1842. Fæddisf hún að íGröf í Krossárdal. Þar dvaldi hún þangað til vorið 1839. Flutti hún þá með manni sínum að Stóru- Hvalsá við Hrútafjörð. Kvæntist Guðmundur henni árið 1878, og bjuggu þau að Gröf, þangað til þau fluttu að Síóru-Hvalsá. Þar var Guðbjörg, meðan henni entist aldur. Síðustu árin var hún hjá fóst- urdóttur sinni, Kristínu Guð- mundsdóttur, og manni hennar, Sigfúsi Sigfússyni. Guðbjörg lézt á þriðja degi. jóla, árið, sem leið. Varð henni heilablæði að fjörlesti. Guðbjörg var sannkölluð gæða- kona. Mun hún hafa náð hylli hvers manns, er hún kyntist. Ljúfmenska hennar var svo frá- bær, að hvorki heyrðist hún mæla æðru né styggðaryrði. Guðbjörg sálaða eignaðist ekki' börn, en hún fóstraði börn og unglinga. Var hún þeim góð móð- ir og aðdáanleg fyrirmynd. Hallgrímur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.