Fram - 17.01.1920, Page 3
Nr. 3
FRAM
11
valdar kvikmyndasýningar. Nú er
»Fjalla-Eyvindur« sýndur um allan
heim, og — auðvitað — halda allir,
þeir sem eigi vita betur, að þarna
sé sönn mynd af íslensku fólki, ís-
lenskri náttúru og íslenskum bæjum
og búningi!
Pað er beinlínis hatramlegt að
stjórn bæjarfélagsins skuli láta það
viðgangast að eina húsið sem
bærinn á og hefír á að skipa til
samkoma og fundarhalda skuli vera
fastleigt, og það eigi einungis til
stutts tíma, heldur til margra ára!
Sök sér væri það, ef bærinn hefði
sjálfur átt fyrirtækið. En því fer nú
betur að svo er ekki; og eg vona
að stjórn þessa bæjarfélags verði
aldrei svo langt leidd, að hún ráð-
ist í slíkt fyrirtæki. Ekki mælir það
heldur með, að á flest öllum sýn-
ingum hér er mesta ómynd. »Film-
urnar« gamlar, þvældar og úr sér
gengnar, af handahófsvali, útbúnað-
ur allur óvistlegur, þó útyfir taki
kumbaldinn gluggalausi, hurðarlausi
og gólflausi, sem bygður var úti-
fyrir dyrum hússins, og gerir að-
sækjendum illkleyft að komast inn,
ef mikil er aðsókn. Fyrir utan þá
óprýði sem þessi »hundsrass« veld-
ur, og sem sennilega tekur út á
væntanlega gangstétt. Og — mér
er spurn — til hvers samþykti bæj-
arstjórnin þessa »byggingu.« Hvern-
ig stóð á því? Hverjum á hún að
vera til góðs? Á húnað vera minn-
ismerki um sntekk núverandi bygg-
ingarnefndar? Og svo tekur útyfir
alt, ef bæjarsjóður á að borga mik-
inn hluta kumbaldans. Nei, þetta
Bíó hérna er engum til góðs. Hjá
því er ekkert fyrsta flokks — nema
verðið á aðgöngumiðunum — það
gengur »luksus« næst!
F*að er líka efamál, hvort það
borgaði sig ekki betur fyrir bæinn
að hafa húsið laust — ef á annað
borð hefir verið tilgangurinn að
»spekúlra« með það. En þó að bær-
inn tapaði algjörlega þessari bíó-
leigu, þá væri samt ekki áhorfsmál
að festa eigi húsið. Eins og nú er,
er bærinn algjörlega útilokaður frá
öllum betri skemtunum, fundarhöld-
um og samkomuin, nema með því
móti að eiga undir góðsemi leigj-
andans; og það væri synd að segja
annað en að hann hafi verið tölu-
vert greiðugur hvað það snertir —
framar öllum vonum. Hann er auð-
vitað ekkert skyldugur til að lána
það hverjum sem er, og efamál
hvort hann yfir höfuð hefir leyfi til
þess, þegar fundir í þarfir bæjarfé-
lags eða bæjarstjórnar eru undan-
skildir.
Hús þetta á fyrst og fremst að
vera leikfimishús, eða átti að vera
það. En þá vanta öll áhöld tiiþess
að æfa þar leikfimi þó vitanlega
mætti koma miklu af þeim upp í
skyndi, t. d. rimlavegg, köðlum,
hringjum, trapizum, stökk-»búkkum«
(hestum) o. fl., o, fl. sem ástæðu-
laust er að sækja út úr landinu.
F*á ætti að vera þar leiksvið, hag-
anlega útbúið til að leika á smá-
sjónleiki. Efast eg ekki um að drjúgir
peningar fengjust í bæjarsjóð á
hverjum vetri í leigu, ef svo væri
umbúið. Hér er töluverður og lofs-
r-erður áhugi hjá mörgum um það,
að stofnað yrði hér dálítið leikfé-
lag til þess að hafa ofan af fyrir
bæjarbúum í vetrarfásinninu. Og
eg segi fyrir mig, að eg vildi
heldur horfa á einn vel leikinn
gamanleik en tíu kvikmyndasýn-
ingar.
Eg vona að ef til vili fleiri bæjar-
búar láti til sín heyra um þetta mál,
því það er alls ekki svo iitils virði
sem margur kannske hyggur. Og
eg ber það traust til hinnar háttvirtu
bæjarstjórnar að hún láti sér víti
gömlu hreppsnefndarinnar að varn-
aði verða, og leigi ekki þetta eina
hús bæjarins aftur er leigutíminn er
útrunninn til slíkra hluta, sem það
nú er leigt til.
Sig. Bj.
Aths.
(Þótt vér ekki séuni sammála heiðruð-
um höfundi þessarar greinar,í nokkrum, at-
riðum, sjáum vér ekki ástæðu til að koma
fram með nokkrar athugasemdir að þessu
sinni. Ritstj.)
B-list-istar.
—00—
Þið, sem með öllum meðölum berjist
fyrir B-listanum, segið engum manni að
það sé sannfæring ykkar að frú Guðrún
og Hennes, að þeitn ólöstuðum séu á-
litlegrl fulltrúaefni fyrir verkamenn eða
bæinn en Jón Guðmundsson og Tynes.
Segið heldur satt og rétt og sem allirvita
að þið hafið fundið upp það herbragð að
láta kvenþjóðina, móti vilja sínum, styðja
Hannes og það þó þið eiginlega allir
séuð óánægðir með hann. Að þið hafið
litið svo á að sömu rnenn sem verslunar-
menn gæfu atkv. sitt, gætu verkamenn
aldrei kosið. Að Haunes hafi nú í annað
sinn biðlað til ykkar eða jafnvel verið sá
eini, er þiggja vildi brauðið.
Að verkamenn hafi félagsskap með sér,
sem æsingalaus og með fullri sanngirni
og lipurð, setur fratn sínar kröfur, er ekk-
ert nema gott um að segja, en sé félags-
skapurinn ntisskilinn eða notaður til að
spilla almennu friðsamlega samkomulagi,
og samvinnu þeirra, sem saman eiga þó
að lifa og starfa svo sem verslunarmaður-
inn og verkamaðurinn, æsa og rægja einn
á móti öðrum og hrifsa til sín yfirráð og
völd, þá væri betur að hann væri enginn.
Kjósendur, í hverri stétt eða stöðu sem
þið eruð flytjið aldrei þá óheillapólitík inn
í þetta unga bæjarfélag, því hún er eitur
fyrir heimilislíf hvers einataklings og alt
bæjarfélagið. Þeir menn sem telja nauðsynl.
að eiga setn flesta í bæjarstjórninni nteð
húð og hári, og helst samfæringunni líka
ættu að athuga að fyrst og fremst á eng-
inn flokkspólitík að eiga sér stað í bæj-
arstjórninni, eða vill nokkur verkamaður
það, og í öðru lagi: hvað fulltrúarnir sem
slíkir geta gert sérstaklega fyrir einn eða
annan flokk. Ekki ráða þeir almennu kaupi
eða vinnutíma, ekki ráða þeirheldurvöru-
verðinu né stofna verslun fyrir einn eða
annan, ekki gefa þeir verkamönnutn at-
vinnu, eða verkamannalöggjöf sem íslenk-
ur verkálíður á enn eftir að eignast, þeir
jafna ekki einu sinni niður útsvörunum og
hvað er það þá?
Flokkadr. við svona kosningar er því
bæði heimskul. og skaðlegur Æskilegt væri
að hinirbestu ménn væru ætíð sjálfkjörnir,
að um það væri enginn meininga munur.
Kjósið því ekki í tilliti tit flokka, heldur
allir þann listann sem hefir aflmeiri
mönuum til framkvæmda á að skipa Gerið
það fyrir bæjarfélagið.
Gamall verkamaður.
Jólatréð
sem notað var á barnaskemtun kven-
félagsins var gjöf frá Guðm. Skarp-
héðinssyni skólastj. til barnanna í
Siglufirði, og því átti að fylgja kær
kveðja frá honum og innilegustu
óíkir um gott og farsælt nýar.
Guðr. Björnsdóttir.
Reykjarhdll
í Austur-Fljótum er til sölu.
Sernjið við »
Guðm. Davíðsson
Hraunum.
Ritstj. og afgreiðslum.: Sophus A. Blöndal.
Siglufjarðarprentsmiðja.
120
Um leið ók vagn að dyrunum og kvenmaður steig út úr
honum með aðgöngumiða í hendinni; hún gekk fram hjá honum
án þess að veita honum eftirtekt. F’að var frú Demidoff.
Valenski hafði aldrei komið til hugar aö frú Demidoff gæti
liaft hugmynd um hvað orðið hefði af stikunum. Að hún var
þarna stödd hitti hann nú sem elding úr heíðskýru lofti.
En var það í raun og veru svo óeðlilegt? Valenski vissi að
þeir er samsekir voru Griinebaum höfðu komið upp um hann.
Hús hans og bækur hafði verið ransakað,. nafn félaga hans í
Lundúnum uppgötvað, og frú Demidoff hafði án efa farið alveg
eins að og hann sjálfur. Með hótunurn og mútum hafði hún
rakið feril Ijósastikanna frá sölubúð Davies að húsi Mr. James
& Hudsons.
Hann skildi straks, að koma hennar boðaði mikla hættu fyr-
ir hann sjálfan. F’að var augljóst, að hún hafði af einhverjum
persónulegum, leyndum ástæðum mikinn áhuga á að ná sjálf í
stikurnar, annars hefði hún ekki komið sjálf tii Lundúna heldur
sent einhvern umboðsmann. til þess að ná í hina stolnu muni.
Væri það ætlun hennar að bjóða í stikurnar, mátti búastvið
að hann yrði í minni hluta, Harm hafði að vísu yfir miklu fé
að ráða, en ef orðrómurinn var sannur, og frú Demidoff var
launaður erindreki rússnesku stjórnarinnar, þá var lánstraust henn-
ar ótakmarkað. Baráttan milli hans og hennar kæmi til að verða
upp á líf og dauða.
Ef hann aðeins gæti séð tuttugu og fjóar klukkustundir fram
í tímann og straks vitað hið versta er fyrir gæti komið! Honum
flaug í hug að spyrja sig fyrir á hverju hóteli í Lundúnum eftir
frú Demidoff og fá að vita af hennar eigin vörum hver verða
skyldu örlög hans.
En hann sá fljótt, að bæði var vonlaust að finna hana í
jafn stórum bæ og Lundúnum, og svo myndi hún skoða þá
framkomu sem vott um þrekleysi, og þar að auki voru ofurlitlir
möguleikar til að hún hefði als ekki orðið vör við skjölin. Ef
svo væri myndi hún hætta við að bjóða í stikurnar um leið og
hún sæi Valenski meðal keppinauta sinna; álíta að hann byði í
þær fyrir hönd kardínála d’Orsay.
126
— Ivan Stefanovitsch Valenski! sagði hann. — Að þér
skilduð leyfa þessum njósnara, versta og hættulegasta aðstoðar-
manni óvina okkar að hafa leyndarmál okkar til umsjónar, já
nærri því fara höndum um þau, nokkurt augnablik, að þér skild-
uð ekki ryðja henni úr vegi, og ef þér voruð sjálfur of blaut-
geðja til þess, þá fá annaii þrekmeiri til að gera það!
Ivan svaraði ekki. Hverju átti hann svo setn að svara. Ávít-
unin var réttmæt, en meining hans hafði verið góð; það voru
forlögin er höfðu borið hann ofurliði.
Hann horfði á Mirkovitsch ganga aftur á bak og áfram um
gólfið. Orðið hefnd stóð skýrt skrifað á svipþungt andlit hans.
— Ef eg aðeins hefði keisarasoninn ennþá á mínu valdi,
tautaði hann — þá gæti alt lagast.
— F*á er — spurði Ivan — Dunajevski —?
— Kominn heilu og höldnu til Englands, og keisarasonur-
inn kominn aftur til Pétursborgar.
— Eg skil ekki — hvernig var hægt að komast að sam-
komulagi ?
— Á allra einfaldasta hátt, svaraði Mirkovitsch. — Kven-
maður, dóttir mín gerði það.
— Maria Stefanovna?
— Hún virðist hafa verið snortin einhverjum kvenlegum bleyði-
skap — eins og reyndar margir af félögum okkar. Hún áleit það
ekki gott ráð að tortíma fanganum eins og eg alt af hélt fram,
með þá hugsun fyrir augum, að hræðsla og ótti gæti gert það
að verkurn er samningar gátu ekki. Pegar við fréttum ekkert af
yður og við urðum að álíta að eitthvert óhapp hefði komið fyrir
yður, kváðum við í einu hljóði upp dauðadóm yfir Aleksander
Nikulássyni.
En María hugsaði nú ein upp ráð til þess, að koma gamla
bjánanum, Lavrovski tii þess, að leggja bréf fram fyrir keisarann,
nákvæmlega samhljóðandi því, er þér áttuð að færa Taraniev.
Hún fór til Lavrovski án þess að tala um það við nokkurn mann.
Við höfðum áður fengið að vita með vissu, að hann blátt áfrain
af hræðslu hafði tafið með að senda stjórninni í Pétursborg vit-
neskju urn málið.