Fram


Fram - 12.03.1920, Blaðsíða 2

Fram - 12.03.1920, Blaðsíða 2
FRAM Nr. 11 4Q orðið næsla liörundssárt í seinni tíð, bæði hvað viðkemur sjálfu því og ná- unganum, og sérstaklega finst oss og mörgu góðu fólki, fyrverandi ritstjóri H. J. húðstrýkja sjálfan sig all hrottalega með þvf að skrifa undir skjal þetta með þessum vand- lætingarpostulum. Hannesi var þó ekki svo velgjugjarnt meðan blað þetta var í hans höndum, og margs að minnasí frá hans ritstjórnartíð. Teljum vér vist ef í það væri farið, að fá mætti yfirlýsingu ótal mætra manna, bæði hér i sveit og víðar, um það hvað blaðið hefði tekið stórkostlegum breytingum til hins betra, þá er það kom í vorar hend- ur, þó því að sjálfsögðu sé að mörgu leyti mjög ábótavant. Benda má á það að illa heíur þó róðurinn sózt æsingarseggjunum, sem óðu inn á, að heita mátti, hvert einasta heimili, og gerðu fleiri en eina atrennu að sumum, að þeir ekki skyldu þó ná fleirum en 48 af nær 200 kaupendum sem blaðið hafði hér í sveit, en eins og áður er getið er sú tala þegar full aftur. Pað má öllu ofbjóða. Drottnunar- girni og blint sjálfsálit þeirra, er skoða alþýðuna sem viljalaust verk- færi í sínum höndum, verður sjálf- um þeim fyr eða sfðar að fótakefli. Og ætli það sé ekki að verða svo hér, í þessum bæ, að augu hugs- andi alþýðufólks séu þegar opin fyrir því, að óhemjulæti einstakra manna og yíirgangur keyrir hér fram úr öllu hóti. Erl. sínifregnir. —oo— Khöfn. Farþegaskip með 4000 flóttamenn sprakk á tundurdufli á leið frá Odessa til Konstantínópel og fórst fjöldi manna. Allir dönsku stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að ganga í þjóða- bandalagið. Hollendingar hafa einnig afráðið að ganga í það. Forsetafrú Wilson hefir tekið stjórntaumana í sínar hendur. Litvinoff hefir tilkynt að Rússar hafi boðið Japönum og Rúmenum frið og Ukraine hefir boðið Pól- verjum frið. Frá París fréttist að alment járn- brautarverkfall sé yfirvofandi og hafa starfsmenn Miðjarðarhafsbraut- anna riðið á vaðið. Afarmikil bifreiðasýning hefir stað- ið yfir í Tivoli. Valútanefndin (dönsk nefnd skip- uð til að ráða framúr peningaverð- fallinu) leyfir aðeins- kaup á brýn- ustu nauðsynjum, og tckur nálega fyrir allan innflutning. Fréttaritari »World« segir Bolsje- vikka vera horfna frá því að beita sér fyrir heimsbyltingu. Skorað hefir verið á Wilson að hlutast til um að ítalir T)g Júgó- slavar semji um landaskifti við Adría- haf. Serbar hafa dregið saman f hálfa miijón herliðs á landamærum Dal- matíu. Pjóðbandalagsfundur stendur yfir í París. Agentar Bolsjevikkafara um Pýska- land eins og logi yfir akur. Bandaríkin hafa hafnað friðartil- boðum Bolsjevikka. Brezka þingið hefir fært kosning- araldur kvenna niður í 21 ár. Pýskir dómstólar rannsaka ófrió- arglæpamálið. Frakkar hafa handtekið átta for- sprakka allsherjarverkfallsins. Deschanel hefir lýst velþóknun sinni á bandalagi Breta og Frakka. 2. mars. Járnbrautarverkfallinu franska er nú lokið. 200 mikilsmetnir menn hafa kraf- ist sjálfstjórnar fyrir Slésvík-Holstein. Herskipafloti Tyrkja er af þeim tekinn. Guðm. Kamban hefir fengið mik- ið hrós fyrir nýtt leikrit. Ludendorff erfarinn til Rússlands með herforingjaráð sitt. innl. símfregnir. Rvík 12. mars. 20—30 hús hafa verið sóttkviuð hér vegna inflúenzu, en engir sjúklingar eru þungt haldnir. Afskapleg fannkyngi sunnanl. Yfirlýsing. Eg finn mér skylt að taka það fram, að vottorðið Sem birt er í siðasta tölublaði »Fram«, er sett þar án míns vilja og vit- undar. Og til að fyrirbyggja allan misskiln- ing skal eg geta þess, að erindið, sem Guðrún Björnsdóttir átti við mig og Sig- urð Þorkelsson frá Landamótum, þegar hún gerði okkur báðum boð að finna sig, var alt annað en það að spyrja mig hvort það. væri satt að O. Tynes hefði veitt mér áfengi, en talið barst að bindis-stárf- semi og spurði hún mig þá að þessu, sem eg neitaði að væri satt, eins og eg hefi áður sagt. Gat hún þess þá að það gleddi sig, því sér hefði fallið illa, ef hún hefði neyðst til að trúa því. 10. mars 1920. jóhann Þorfinnsson Orðsending til O. Tynes. —oo— Pað er alkunnugt að lítil tilefni eru oft notuð, þegar menn eru reið- ir —■ t. d. út úr ósigri við kosn- ingar — og vilja endilega láta reið- ina bitna einhversstaðar, en tilefni það, er hr. O. Tynes notar til að ráðast á mig í síðasta tölubl. af »Fram.« er þó það smæsta, sem eg minnist að liafa séð, á prenti að minsta kosth— Dylgjum hans svara eg ekki, af þeirri einföldu ástæðu að eg skil þær ekki, en ef hann er að drótta því að mér, sem helst lítur út fyrir, að eg sé óheil í bind- indismálinu, þá skora eg á hann að segja það hreinskilnislega og færa sönnur á mál sitt. Annars á eg ekki von á að eg þurfi þar neitt að af- saka mig. Eg held það sé nokkurn- veginn áreiðanlegt að allir sem þekkja mig, viti hve mikill sannleikur felst í þeirri aðdróttun, en hinir veita þessum ritsiníðum líklega litla eft- irtekt. Pað má ekki minna vera, en að eg — f viðurkenningarskyni fyrir ráðleggingar hr. O. T. og annan góðvilja(l) til mín, gefi honum eitt ráð: að skifta sér aldrei frainar af bæjarstjórnarkosningum, því það hefir augsýnilega svo skaðleg áhrif á skapsmuni hans og vitsmuni, að hann þolir það hreint ómögulega. Og svo þarf hr. O. Tynes ekki að vonast eftir svari frá mér oftar, hverju sem hann kann að finna upp á næst, því sannar sakir hefir hann engar á mig, en útúrsnúninga og ósannindi nenni eg ekki að eltast við. Guðrún Björnsdóttir. t Jón Blöndal héraðslæknir í Stafholtsey í Borg- arfirði syðra fór að heiman fyrra þriðjud. (24. febr.) og ætlaði upp að Svignaskarði í símaerindum. Skall á hann hríðarveður og hefir ekkert spurst til hans síðan og er talið líklegast að hann og hesturinn hafi farið í Hvítá. Vikan. —oo— Tiðin: óstöðug veðrátta en fremur mild, fannkoma stöðug. Villemoes kom hingað í gærmorg- un, tekur hér 1700 föt af síJdarlýsi og 300 tn. af síld. Samgöngur eru engar hafðar við skipverja vegna inflúenzuhættu; skipið kom að sunnan og vesían en er að líkind- um hættulaust þó til frekari fullvissu sé öll varasemi við höfð. Héðan fer Villeinoes aðra nótt eða á mánudag beina teið lil Khafnar. Influenzan er nú að sögn komin upp um alt Hérað fyrir austan en altaf sögð jafn væg. I Vestmannaeyjum mun hún vera um garð gengin og dó þar aðeins einn ma^ur. Nú í vikunni kom hún upp í Reykjavík en eftir skeytinu þaðan í morg- un, virðist tilraun gerð til að steinma stigu fyrir útbreiðslu hennar þar. Ákveðið er að norðurland skuli einangrað gagnvart sýkinni, og hefur vörður verið settur á Holtavörðuheiði og eins að austan að sjálfsögðu. Alt austurland, Vestmanneyjar og Reykjavík er skoðað sem útlönd og engum heimilt að hafa afskifti af skipum sem þaðan koma, án leyfis viðkomandi stjórnarvalda. Kirkjan. Messað á mo'rgun kl. 1 síðd. Landsbanka-útbúið. nú er það fullráðið að vér fáum xþað ekki hingað á komandi vori eins og menn höfðu þó gert sér í hugarlund og óvist hvenær það verður. Nú er því um kent að peningar bankans séu svo mjög bundnir vegna þess hvað sala á síld og kjöti hafi inis- hepnast. Síldinni hefur áður einni verið gefin sök á peningaleysinu, en kjötkaup síðastl. haust eiga þá einnig sinn drjúga þátt í því. Sokkar Vetlingar Boldang Munntóbak Hveiti Haframjöl Strausykur 0,90 V* kg. nýkomið í „Hamborg.14 Gráfíkjur koma næstu daga í versl. Jónasar Jónassonar. Þýskar vörur komu með s.s. Lagarfoss til versl. Sig. Sigurðssonar og skal hér upptalið aðeins litill partur: Saumamaskínur með ks. án ks. Harmonikkur 7 tegundir Munnhörpur 15 tegundir Loftvogir Vekjaraklukkur Kjötmaskínur Vasahnífar Hnífapör Matskeiðar Alum. Theskeiðar Peningabuddur 20 tegundir Myndarammar allar stærðir Póstkortrarnmnr Blómsturpotfar messing Blýantar Pennastangir Kristaltúttur barna Hengilásar Hurðarskrár 4 Skrúfur Þvottabretti Strákústar Fatabustar Hárgreiður H öfuðkamba o. m. fl. fl. Von á miklum birgðum ineð næstu skipurn, flest okkar gömlu góðu verslunarhús í Rýskalandi hafa til- kynt okkur að þau fari von bráðar að afgreiða allar pantanir okkar. Verslunin fer aftur að hafa sínar góðu ódýru og smekklegu vörur frá Rýskalandi, Verslunin hæítir við alla heildsala og segii þeirn stríð á hendur, pr. versl. Sig. Sigurðssonar. Sophus Arnason. Tilkynning. f*ar sem eg heíi nú seit hr. Guðl. Sigurðssyni skóverkstæöi mitt, geta menn hér eftir snúið sér til hans með stígvélapantanir og ennfremur vitjað um skófatnað þann, sem þeir eiga liggjandi hér á verkstæðinu. Siglufirði 11. mars 1920. Jónas Jónasson. Samkvæmt ofanskrifuðu tek eg skófatnað til aðgerðar og smíða vatnsleðursskófatnað. Veikstæðið er vel birgt af öllu tilheyrandi og starf- ar fyrst um sinn á sama stað. Siglufirði 11. mars 1920. Guðl. Sigurðsson. Bíó annað kvöld kl. 9.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.