Fram - 12.03.1920, Blaðsíða 3
Nr. 11
FRAM
41
Húsgagnavinnustofa
Jóns & Friðriks, Akureyri
býr til allskonar húsgögn, úr aðeins besta efni.
Vönduð vinna. Sanngjarnt verð.
Tekur gömul húsgögn til aðgerðar.
Umboðsma§ur á Siglufirði er Ferdinand Jóhannsson, er gefur
væntanlegum kaupendum allar upplýsingar og hefir verð-
lista og nokkrar teg. af dívönum, madressum og fl. til sýnis.
í sambandi við ofanritað bið eg alla sem ætla sér að fa dívana
og önnur húsgögn að senda pantanir sínar í tíma. f*eir sem
hafa pantað dívana hjá mér eru beðnir að taka þá sem allra fyrst.
Ferdinand Jóhannsson.
Kustos
slökkviáhaldið
geta menn fengið hjá undirrituðum,
Kustos viðurkent utanlands og innan.
Kustos ættu allir 'mótorbátaeigendur að
hafa i bátum sínum.
Kustos ættu allir kaupmenn að hafa í
búðum sínum.
Kustos ætti að vera til taks alstaðar sem
eldshætta er.
Athugið: vátryggingarfélögin gefa 5—6 prc.
*f iðgjaldinu ef slökkviáhald er við hendina.
2 Kustos áhöld fyrirliggjandi á staðnum.
Tek á móti pöntunum — og gef nánari
upplýsingar.
Jens Eyjólfsson.
Kvensvuntur
hvítar og allavega litar nýkomnar,
ennfremur barnasvuntur i versl.
Jónasar Jónassonar.
Fundur
verður haldinn í
Skíðafélaginu
á morgun kl. 2 í húsi Guðl.
Sigurðssonar.
Nýir meðlimir teknir í
félagið.
Fjölmennið félagar!
Ritstj. og afgreiðslum. Sophus A. Blöndal.
Siglufjarðarprentsmiðja.
Nýkomið
í verslun
Helga Hafliðasonar:
Nýlenduvörur:
Vindlar, Cigarettur, Reyktóbak mikið úrval, Skraatóbak, Rjóltóbak,
Súkkulade, Kakao, Rúsínur sérstaklega góðar (Malaga-rúsínur,)
Sevilla-fíkjur, Tapioca-sago, fínar Sveskjur, ítalskar Maccaroni,
Soda. Brún sápa (Krystalsápa,) Stangasápa, Bóraxsápa, Sunlight-
sápa, Sápuspænir, Sagómjöl, Rúgmjöl, ekta Ríó-kaffi, Plöntufeiti,
»Oma«-smjör.
Skófatnaður:
Trébotnuð sjóstígvéý Verkamannaskór, Klossar afar fjölbreytt
úrval, »túrista«-skór, inniskór, skóhlífar.
Járnvara:
Skipasaumur galv. frá l1/*”—7” Alskonar annar vanalegur saum-
ur frá i/8” til 8”, Pappasaumur, Blikkfötur mjög vandaðar, Skar-
axir, Afarfjölbreytt úrval af vasahnífum, rakhnífum, rakvélum ó-
vanalega vönduðum, skærum, Vindla- og cigarettuveski, dósahnífa,
tappatogarar, Thermo-fiöskur sem halda heitu kaffinu í sólarhring.
Málning allir litir, Fernis, Purkefni, Kítti, Krít, Askstengur, Skíða-
efni úr ask, Hakasköft, Sleggjusköft, Axarsköft, Skóflusköft,
Bandaeik, Kústhausar úr ekta strái, Netagarn, Púður og högl.
Barnaleikföng í fjölbreyttu úrvali
og fjölda inargt fleira, sem oflangt yrði upp að telja, en
komið, skoðið, kaupið!
Clement Johnsen A|s
Bergen Norge
Telegrafadresse: „Clement“
Aktiekapital & Fonds Kr, 750.000.
Mottar til forhandling fiskeprodukter:
Rogn, Tran, Sild, Fisk, Vildt etc.
Lager af Tönder, Salt, Bliktrantönder, Ekefat.
24
hann svo öllu útliti mínu, að eg mundi ekki hafa þekt sjálfan
mig, en hann gerði þetta á svo einfaldan hátt, að ekki var mik-
il hætta á, að nokkur tæki eftir gervinu. Litlu síðar fórum við úr
gistihúsinu og fór eg nokkrum mínútum á undan honum eftir skip-
un hans og beið hans á götuhorninu. Pegar hann kom til mín,
sagði hann að nú skyldi eg leggja niður nafnið Tennant, sem
eg hafði gengið undir í gistihúsinu. Framvegis skyldi* eg heita
Marteinn og vera á ferð með húslækni mínum og undir hans
hendi, en sjálfur ætlaði hann framvegis að nefna sig Barrables
lækni og var þá ekkert; sem mint gæti menn á Winchester.
Við gengum inn í klæðasölubúð og var mér íenginn þar
alls konar fatnaður og ýmislegt annað, sem eg þarfnaðist, en að
svo búnu fórum við til brautarstöðvarinnar og keyptum okkur
farseðla til Lymington. Meðan við biðum eftir járnbrautarlestinni
tók eg eftir því, að óvenjuieg aðsókn var að blaðsölumanninum.
Hann hafði varla undan að selja blöðin og þeir sem ekki gátu
náð sér í blað, gægðust í blöðin hjá hinum til að lesa fyrirsagn-
ir greinanna, en þar stóð með stóru letri, að hér birtist frásögn-
in um flótta Rivingtons, morðingjans dauðadæmda.
Pað fór hrollur um mig, en Herzog tróð sér að og keypti
eitt blaðið.
»Pað er alt í besta gengi«, sagði hann er hann hafði litið í blað-
ið. »Lögreglan er í ákafa að rekja slóð yðar ti! Lundúnaogþað
var ekki ófyrirsynju að eg staldraði yið í Wlnchester í gær.
»Petta er óttalegt«, sagði eg.
»Pér venjist því undir eins — þér verðið að venjast því«,
hvíslaði hann að mér.
Eg varð rólegri þegar frá leið, einkum er eg sá, að enginn
veitti mér eftirtekt og þegar við stigum á gufuskipið í Lyming-
ton var hræðsla mín horfin að mestu leyti.
Petta var yndislegur sumardagur og var mér ómögulegt
annað en gleðja mig við lífið þegar skipið fór eftir skurðinum
21
og gremju og eg held næstum að mér hafi geðjast enn ver að
þessum vilmælum hans en glottinu og.kaldhæðninni.
»Við skulum halda okkur við efnið«, sagði eg, »Hver er
þessi maður, sern eg á að vinna á? Pað hlýtur að vera einhver
merkismaður eftir ölium þessum viðbúnaði að dæma.«
Her'zog dreypti í glas sitt og gaf mér hornauga eins og til
að gæta að hvort eg væri nndir það búinn að heyra hvað í
bruggi væri.
»Já, vissulega má hann merkismaður heita«, svaraði gæslu-
niaður minn, »þó að það mætti nú líklega á sama standa frá
yðar sjónarmiði. Kutinn og kúlan ganga jafnauðveldlega í skrokk-
inn á höfðingjanum og húsgangnum og maður sá, sem þér eig-
ið nú að snúa athygli yóar að, ej; hinn hávelborni Georg Ágúst,
Jarl af Alphington«.
»Hvaða ódæmi! Forstæðisráðherrann sjálfur! sagði eg undr-
andi.
• »Já, það er nú hvorki meira né minna«, sagði Herzog og
horfði svo vandlega á mig að mér fanst tiltæklegast að leika
svolítið á hann. Lét eg því sem eg yrði ofsareiður og sagðí:
»Alphington! Höfuðpaurinn í þessari hábölvuðu stjórn,
seniN neitaði umsókn dómnefndarinnar um náðun mína! Eg
þekki hvorki ástæður yðar né ætlanir, herra Herzog, og mig
varðar heldur ekkert uin þær, en gefið þér mér tækifæri til þess
að vinna á þessum Herjans harðstjóra og þ« skal ekki standa á
mér að stúta 'honum eins og hann væri eitthvert óarga villidýr.
Hvar er Alphington lávarður?«
Mér datt snöggvast í hug, að eg hefði kannské verið fujl
frekur í orðum, því að Hersog einblíndi á*mig, en það kom
ekki til. Hann varpaði öndinni eins og létt hefðj verið af honum
þungu fargi og blandaði aftur í glasið sítt.
»Alphington lávarður er í Lundúnum í kvöld«, svaraði hann
og dreypti í glasið, »en eftir eirm eða tvo daga íer hann tii