Fram - 17.07.1920, Blaðsíða 1
»bSbb)tóbfc3taibite2
Nýkomið
margar tegundir af Kjólataui bæði!
í sumar og vetrarkjóla og als-
konar útsaumsdót.
versl. Páls S. Dalmar.
IV. ár. Siglufirði 17. júlí 1920. 29. blað.
Rafmagnsmálið.
—00—
Þá má telja víst að hugmyndin
um að mótorstöð til hjálpar núver-
andi vatnstöð verði reist, sé svæfð
urn óákveðinn tíma. A lista þann
sem gekk milli Ijósnotenda síðast-
liðna viku, söfnuðust pantanir að-
eins fyrir tæpum 700 Ijósum, eða
ekki helmingi þess Ijósmagns sem
selja þurfti til þess að von væri til
að aflstöðin gæti borið sig með því
verði sem áætlað hafði verið, svo
rafljósanefndin sá ekki annað ráð
vænna en hafna tilboði því er fyrir
lá, með því líka að bæjarfógeti, sem
tal hafði átt við bankastjóra beggja
útbúanna á Akureyri, taldi vonlaust
að peningar mundu fást hjá þeim
til framkvæmda verkinu, eins og út-
lit væri nú.
Hvað verður þá gjört til þess að
bæta úr ljósvandræðunum?
Ad undas - Norður
og niður!
Eftir norskan uppeldisfræðing.
—OO—
Framh.
F*að er eingöngu strangari löggjöf
og aðhaldsmeira uppeldi og ekkert
annað, sem fær hindrað blóðsút-
hellingar og þjóðfélagsspillandi bylt-*
ingar, hegningin verður að hafa
meiri áhrif á vandræðamennina,
hryllilegustu stórglæpir að varða líf-
láti, en skólar og heimili að herða
til muna á umvöndum og aga ung-
linganna til þess að kæfa ilt innræti
þegar í fæðingunni — verða að
sýna að þeim sé í raun og sann-
leika ant um velferð hinnar upp-
rennandi kynslóðar tneð því að varpa
frá sér hégómlegri hræðslu við vönd-
inn og beita líkamlegri hirtingu
meira en nú er gert. Á þann hátt
fæst verulega gagnsöm vörn gegn
hinni vaxandi siðspilling og haid-
góð brú á það óstjórnar og aga-
leysis díki, sem heimurinn virðist
nú vera að kollsteypast í.
En nú er engan vegirtn fullnægj-
andi að skerpa siðavöndun laganna
heldur er það að eins ein leiðin til
að rétta þjóðfélagið við og veita þvi
viðhald. Jafnframt því verður að
leggja öfluga rækt við uppeldismál-
in, svo að afbrota-tilhneigingin fá-
ist niðurbæld af eiginoginnri
hvötum. Pað verður að neyta öfl-
ugri meðala, en nú gerist, til þess
að bæta siðferði afbrotamannanna,
stórra og smárra. Því að lögin eru
ekki annað en fastsett mark eða
lína — hingað og ekki lengra! Sé
farið yfir þá iínu, varðar það hegn-
ingu. Pau eru ógnandi og því ekki
beint siðandi í strangasta skilningi,
en hins vegar er það tilgangur sið-
bætandi uppeldis að vekja virðingu
fyrir lögunum og velvild til þeirra.
Pað verður að koma á fót stofnun-
um til að ala önn fyrir afbrotamönn-
unumað afplánaðri hegningu.
Peim verður að gefast kostur á að
komast að heiðarlegri atvinnu og
verða aðnjótandi góðrar umgengni
og áhrifa, svo þeir ginnist eigi und-
ir eins á glapstigu og verði freist-
ingunum að bráð. Slíkar stofnanir
ættu að kostast af ríkisfé og þar
ættu þessir frávillingar fyrst um
sinn að fá launaða atvinnu og góðar
leiðbeiningar — þetta ættu að vera
eins konar skólar, er veittu fulltíða
mönnum bóklega og verklegafræðslu
og gætu hlaðið ofan á þann grund-
völl, sem áður kynni að hafa verið
lagður, þannig að burtfararvottorð
þeirra væri um leið trygging fyrir
góðum framförum í siðgæði og
verkviii.
Hví skyldi ekki mega vonast til
þess, að slíkir skólar gætu jafnvel
komið upp álitlegum mönnum þann-
ig að þeir, sem notið hefðu þar
fræðslu, ættu síðan greiðan aðgang
að einhverri starfsemi við sitt hæfi,
algerlega lausir við sína fyrri ágalla.
Á þann hátt mundi þjóðfélagið sjálft
stuðla að viðreisn sinni og ætti því
hver og einn að styðja það málefni
og styrkja og gera sitt til, að reisa
þá, sem fallið hafa — það er ekki
annað en einfaldur mannkærleikur.
Samfara þessu yrði þá almenn
uppfræðsla, er leitaðist við að aftra
mönnum frá skaðvænlegum skemt-
unum og gatnarápi t. d. með al-
þýðubókasöfnum og lestrarstofum,
lýðháskólum og ýmislegum félags-
skap og fyrirtækjum, er miðuðu til
sannra þjóðþrifa. Pessa starfsemi
yrði ríkið einnig að styrkja kröftug-
lega og mun röggsamlegar en nú
er gert, enda gæti það ekki á ann-
an hátt látið þjóðfélaginu betri hjálp
í té.
Með framansögðu hefi eg ekki
eingöngu ætlað mér að sýna frani
á nauðsyn þess að herða á hegn-
ingunni fyrir stórkostleg lagabrot,
þó að eg að svo komnu hafi eink-
um gert það að umtalsefni, en eg
ætlaði mér einnig að benda' á þá
Ieið að takmarkinu, sem ekki er
eins augljós — því takmarki að
auka þjóðfélaginu Iffsþrótt og þrek
— og sömuleiðis að líta á málið
frá hagkvæmilegu sjónarmiði, en
með þessu hvorutveggja er átt við
uppeidisstofnanirnar.
Skal eg þá þessu næst fara nokkr-
um orðum um uppeldi æskuiýðsins
í skóluni og á heimilum — en það
er sá grundvöllur, sem öll manns-
æfin byggist á — og mun eg þá
einkum hafa skólafræðsluna fyrir
augum, þar sem hún tilheyrir mín-
um verkahring. F*ví að sá þroski
og þróun, seni ungiingurinn verð-
ur aðnjótandi í skólanum og heima
fyrir, ef undirstaða alls þess, setn
seinna kemur fram í honum, hvort
heldur er gott eða ilt — það er sú
meginrót, frjó eða feyskin, sem fyrir
því ræður, hvort tréð ber heldur
góða eða illa ávexti.
Eitt af því, sem einkennir aldar-
háttinn, er sívaxandi skilningsleysi
foreldranna á samvinnu skóla og
heimilis. F’ví er ver og miður, að
gömul og gild lífsregla, sú lífsregla
að hver sem elskar afkvæmi sitt,
agar það snemma, og að sá ann
ei sínu, er sjaldan hreyfir vöndinn,
er nú ekki lengur í heiðri höfð.
Kenning kveifarskaparins og dýrkun
dálætisins skipar öndvegið í skól-
um ög á heimilum, börnin alast
upp við orðageip og eftirlæti, en
alla athöfn brestur, enda þótt hún
sé eina meðalið, sem hrífur, þegar
alt munnflapur reynist einskis nýtt
— og á eg þar við holla hirtingu,
sem ekki gleymist jafnharðan, held-
ur verður til aðvörunar framvegis.
Prátt fyrir ítrekaða óhlýðni og vax-
andi þrjózku er látið sitja við orð-
in tóm, sem unglingurinn virðir að
vettugi. Mér finst engin ástæða til
að býsnast yfir því samsaíni, sem
nú situr á skólabekkjunum, þegar
þess er gætt að lífsregla sú, sem
áður er nefnd, er að litlu eðaengu
höfð á heimilunum. og virðist vera
fallin í gleymsku og dá í skólun-
um. F’ví að þarna er meinið. Sem
betur fer eru þó allmörg börn enn
þá alin upp með umhyggju, ást-
seind og — aga. En hin eru svo
margfalt fleiri, sem eru látin ganga
sjálfala og þverskallast við allri ög-
un og reglusemi, jafnt í skólunum
sem heima fyrir. Verði nú slíkir
unglingar fyrir einhverri skólatefs-
ingu, þá finst þeim sér óréttur ger
— slíku áttu þeir ekki að venjast
í heimahúsum. Peir bera sig þá
upp við foreldrana, er taka þá trú-
anlega og draga taum þeirra. Pessir
foreldrar bregða svo kennurunum
um rangsleitni, þar sem þeir hafi
dirfst að misbjóða »blessuðu barn-
inu« að ástæðulausu, en ’ þetta
»blessaða barn« rangfærir oft og
tíðum alla málavöxtu og skýrir
skakt írá því, hvers vegna sér hafi
verið refsað — og á þann fram-
burð leggja foreidrarnir fullan trún-
að. En í þess stað ættu þeir vel
að gæta þess, að kennararnir vilja
börnunum alt gott og stæði þess-
um foreldrum nær að taka svari
kennaranna og styðja þá í viðleitni
sinni að gegna samvizkusamlega
sinni erfiðu og vandasömu köllun.
Framh.
„Fossarnir“.
—oo—
Eins og áður hefir verið minst á,
er verið að gera við Lagarfoss í
Kaupmannahöfn. Verður sú viðgerð
meiri en ætlað var í fyrstu, og það
svo, að menn munu ekki þekkja
hann aftur fyrir sama skip. Möstrin
verða færð til, sett nýtt þilfar og
tvö ný farrými smíðuð ofan þilja.
F'að hefir reynst óhjákvæmilegt, að
hafa farrými á þeim skipum, sem
hér sigla, því að farþegaflutningur
hjá oss er nú einu sinni ekki full-
komnari en svo. Lagarfoss á að
vera tiibúinn 1. ágústogmun hann
þá fertna vörur hingað heim.
F’að hafði komið til tnála, aA
smíða fjórða skipið, enda er þess
full þörf. En vegna þess, hvað ný
skip eru nú dýr, og hins vegar lík-
ur til að verðið kunni að lækka
bráðlega, vegua feikna mikillar skipa-
framleiðslu, þá þótti ráðlegra að
gera því vandlegar við Lagarfoss,
svo að hann fullnægði betur kröf-
unum og yrði endingarbetri. Virð-
ist það líka rétt ráðið. Eitt aðal-
skilyrðið fyrir góðum viðgangi eitn-
skipafélaga, er það, að spara ekki
gott viðhald á skipum sínum. Alt
of margir skipaeigendur hafa brent