Fram


Fram - 17.07.1920, Page 2

Fram - 17.07.1920, Page 2
112 FRAM Nr. 29 sig á slíkum sparnaði, ti! þess að vér megum stranda á því skeri. Qoðafoss hinn nýi mun verða tilbúinn um áramótin. Verður hann alt að því þriðjungi ódýrari en skip sem hlaupa af stokkunum um sama leyti, fyrir það, að Níelsen fram- kvæmdarstjóri festi kaup á efninu meðan járnið var í lægra verði. »Vísir« 26. jiíní. Erl. símfregnir. —oo— 9. júlí. Flokkur einn í pólska þinginu ætlar sér að steypa stjórn- inni þar. — Frá London fréttist að Bolsjevikkar séu fúsir að ganga að skilyrðuni Lloyd Qeorge. — Pól- verjar ganga að kröfum Bandamanna um að minka her sinn og á hann að verða 150 þús. 13 júlí. Pjóðverjar mótmæla að verða við kolakröfum Bandamanna nema að litlum hluta (einum tutt- ugasta). Bandamenn skora á Pól- verja að hverfa inn fyrir hin ákveðnu landamæri og semja frið við Bol- sjevikka. — Finnar hafa látið þá Álendinga lausa, sem þeir héldu í varðhaldi. — Wrangel helduráfram sókn á Bolsjevikka. — Eugenia keisara-ekkja er látin á Spáni í hárri elli. — Uppreisn er hafin í Kína. — Lítháar og Bolsjevikkar hafa undir- skrifað friðarsamning í Moskva. — Stjórnarbylting í Bolivíu (lýðv. í S. Ameríku) og forsetinn tekinn höndum. — Grikkir hafa tekið Smyrnu herskildi. 15. júlí Pjóðverjar hafa nú geng- ið að kolakröfum Bandamanna. — Berzkir verkamenn hóta allsherjar- verkfalli ef herinn verður ekki kvadd- ur heim frá írlandi. — Rússar hafa slitið friðarsamningum við Finna. ínnl. símfregnir. Rvík 16. júlí. Oullfoss er farinn til Khafnar. — 15. júlí var Gunnar Egilson skipaóur erindreki á Ítalíu og Spáni; mun setjast að í Genúa. — Amerískt kolaskip er komið til Landsverzlunarinnar. — Botnía kom í morgun og með henni lík Jóns Aðils. — Á sunnudaginn sýnir Nýja Bíó í fyrsta skifti Sigrúnu á Sunnu- hvoli í hinu nýja húsi sínu. — Jón Stefánsson heldur málverkasýn- ingu hér. t Sverre Moxem bókhaldari er nýlega látinn í Haugasundi í Noregi, rúmlega þrítugur að aldri. Banamein hans voru berklar. Moxem heitinn var hinn besti drengur, og átti hér marga kunningja, frá því hann var hér fyrir nokkrum árum bjá þeim Henriksen & Staalesen, Clement Johnsen Bergen Norge Telegraíadresse: ,,Clement“ Aktiekapital & Fonds Kr, 750.000. Mottar til forhandling Fiskeprodukter: Rogn, Tran, Sild, Fisk, Vildt etc. Lager af Tönder, Salt, Bliktrantönder, Ekefat. Bankareikningar 1919. —oo— Landsbankinn. Á árinu 1919 hafa tekjur Lands- bankans numið kr. 1,850,576. Par af er 65V2 þús. kr. flutt frá fyrra ári, 107 þús. kr. tekjur af útibúun- um á ísafirði, Akureyri og Eski- firði, innborgaðir vextir 695 þús. kr. forvextir af víxlum og ávísunum tæpar 840 þús. kr. og »ýmsar tekj- .ur« 143 þús. kr. Útborgaðir vextir, kostnaður við rekstur bankans, tap á útibúinu á Selfossi o. fl. hefur numið kr. 1,082,192. Tekjuafgang- ur eða ársarður af rekstri bankans hefur því orðið rúmar 768 þús. kr., en árið á undan var arðurinn 685 þús. kr. og var það framundir helm- ingi meira en árið þar á undan. Af ársarðinum hefur n'kissjóður fengið tæp 98 þús. kr. í ágóða af innstæðu- fé sínu, auk hins lögákveðna tillags kr. 7,500. Verðbréf hafa verið færð niður í verði um rúmar 98 þús. kr. og í varasjóð hafa verið lagðar kr. 557% þús. kr.; er varasjóður bank- ans þá orðinn nær 2% milj. kr., 1917 var hann 1.6 milj. kr., 1916 1.3 milj. kr. og 1915 1.1 milj. kr. íslandsbanki. Velta bankans hefur enn aukist afarmikið á árinu 1919; hún var það ár 568 milj. kr., 1918 418 milj. kr., 1917 292.5 milj. kr. og 1915 139.7 milj. kr. Tekjurnar á árinu 1919 hafa numið 2% milj, kr, og er sú upphæð að heiía má ósund- urliðuð í reikningi bankans. Kostn- aður við bankareksturinn og við stofnun útibús í Vestmannaeyjum hefur numið 272 þús. kr. og árs- arðurinn hefur því orðið nær 2% iniij. kr., árið á undan (1918) var arðurinn 1.6 milj. kr. og 1917 rúml. ®/4 milj. kr. Af ársarðinum fær rík- issjóður 10% eða kr. 204,482 og af því sem þá er eftir rennur í varasjóð 10% eða kr. 202,034 og ennfremur eru lagðar í varasjóð kr. 1,114,472. Hluthafar fá 12% af hluta- fénu kr. 540,000 og til fulltrúaráðs og framkvæmdarstjórnar rennur kr. 163,830. Varasjóður bankans er þá í árslok 1919 3.8 milj. kr. eða um 84% af hlutafénu. t Guðrún Einarsdóttir lést 9. þ. m, að heimili sínu Sölva- bakka i Húnavatnssýslu úr afleið- ingum af slagi, nær áttræð að aidri. Mann sinn Bessa Porleifsson misti Guðrún heitin fyrir nokkrum árum. Fyrstu hjúskaparár sín 13 bjuggu þau hjón hér í Siglufirði, síðan um nokkur ár að Ökrum í Fljótum, fluttu þaðan að Sölvabakka og bjuggu þar ætícf síðan og dóu þar bæði eftir vel unnið æfistarf. Guð- rún heitin var hin mesta sæmdar- ,og dugnaðarkona vel gefin og vin- sæl. Meðal barna þeirra er Krist- jana kona Sigurjóns Benediktsonar járnsiniðs hér í bænum. Br u n atryggi n gar Sj ó vátryggi ngar Líftrygging&r. Pormóður Eyólfsson. Vikan. —00— Tíðin: Pokur tíðar og austanstormar ti| Iiafsins en ágæt tíð til landsins. Porskfiski mjög rýrt, sem stafar mest af beituvandræðum, annars mun töluverð- ur fiskur úti. f Richard Pétur Riis, kaupmaður á Borðeyri, andaðist ný- lega á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, 62 ára að aldri. Hann var sonur »gamla Riis« á ísafirði, er var skip- stjóri framan af æfinni en stýrði- síðan Clausens verzlun (hæsta kaup staðnuin svo nefndum) á ísafirði um margra ára skeið, unz hann lét af þeirn starfa í elli sinni og fluttist þá til Kaupin.hafnar og dó þar. Var hann alkunnugur maðurásinni tíð og þótti jafnan sæmdannaður og vel látinn af öllum, sem kynt- ust honum. R. P. Riis hafði rekið verzlun á Borðeyri eilthvað um 30 ár, en auk þess setti hann verzlanir á stofn á Hólmavík og Hvammsíanga á seinni árum og var Hvammstangaverzlun- in orðin þeirra stærst, enhanaseidi hann seinast liðið ár Verziunarfé- lagi Vestur-Húnvetninga. Voru það því engin smáræðis viðskifti, er hann hafði með höndum, en allir luku upp sama munni um það, að hann væri áreiðanlegur og orðheld- inn með afbrigðum, svo að hann þótti vart eiga sinn líka í þeimefn- um. Hann var einnig sérlega vöru- vandur og einn hinn fyrsti og helzti frömuður þess að flokka og vanda sem bezt íslenzkar afurðir, enda galt hann þær jafnan manna bezt. Sömuleiðis átti hann drjúgan þátt í því, að skipagöngur um Húnaflóa breyttust mjög til batnaðar um hans tíð og má hiklaust, allra hluta vegna, telja hann með hinum allrafremstu kaupmönnum Norðurlands. Pað jók og vinsældir hans, að hann var hið mesta prúðmenni í allri framgöngu, en þó hispurslaus og síkátur og skemtilegur. Hann var giftur danskri konu, er lifir mann sinn ásamt 3 dætrum uppkomnum. Systkini R. P. Riis, sem á lífi eru, eru þeir kaupmennirnir Michael og Árni og systur tvær, Ása og Anna. Fyrir nokkrum árum lézt einn bróð- irinn, Kristján Riis. Gekk hann í latínuskólann í Rvík, fór svo til há- skólansíKaupm.höfn, las þar læknis- fræði og gerðist síðan Jæknir á Sjá- landi og dó þar tiltölulega ungur að aldri. Síld hefur einstaka bátur hitt í reknet, tveir bátar af Eyjafirði fengu á föstudags- nótt 6 tnr. annar og 10 tnr. hinn. Nokkur skip eru úti héðan með herpinót en hafa ekki koniið inn ennþá. Skip. Þessi norsk fiskiskip til dvalar hér: »Njörd«, »Von«, »Borgund« og »Sverr- ir« til Tynesar. »Skervöy« til Örtenblads. »Aspö«, »Isodd« og »WilIiam« ..ætla að salta um borð. Af sunnlenzkum skipum, sem hér ætla að leggja upp' eru komin: M. k. »Þórir« til Kveldúifs og »Faxi« til Sigurjóns Péturssonar. Fimm færeyskir kútterar hafa komið inn. »LúdoIf Eide« kom hér á leið til Hesteyrar og »BIæjan« á leið til ísafjarðar. Með Lud. Eide var Henriksen kaupmaður. Með þessuni skipum hafa komið frá Noregi: Utgerðarmennirnir Oie O. Tynes J. Iversen, Andreas Hövik, Corneliusson, Ungfrú Herdís Hjartardóttir, Vilh. Sæby, Steinþór Haiigrímsson og Pétur Björnss. Frá Reykjavík: kaupm. Páll S. Daltnar, Þórarinn Böðvarsson. Ingvar Ouðjónsson Jón Guðjónsson og margt fleira fólk sem vér ekkí kunnum að nafngreina. Ennþá er von á mörgum fiskiskiputn bæði utanlands frá og innan, þessa næstu daga, en þó mun útgerð verða héðaa með minna móti. Herra Tynes segir oss að margir sem hann hafi átt tal við hafi sagt sér að þeir þyrðu ekkf að eiga á hættu að koma eða senda skip hingað, þó ef til vill hægt hefði verið að fá kol ogolíu þar sem síld hafi brugðist svo hér und- atjfarin ár, en hitt sé víst að verði síld hér í sumar, megum við búast við mikl- um fjölda upp að sumri. Vegna kola- vandrabða korna engin af skipuin Roalds að þessu sinni og hafa þeir neyðst tii að segja upp öllu sínu verkafóik'i. Herra Iv- ersen býst ekki við að þeir (Bakkevig) geri héðan neitt út í sumar. Dúfa kom um borð í M.k. »Þórir« út af Breiðafirði, á leið hans hingað nú í vikunni. Dúfan er með gúmrníhring á öðr- um fætinuni, og láíúnshring á hinum og er látúnshringurinn merktur: C. B. 126 N. U. 16. Ekki er auðið að giska á hvað- an dúfa þessi kemur, en ósennilegt er ekki að hún kunni að vera einhverskonar boð- beri. Hákarlaskipin eru nú liætt veiðumog hafa fcngið yfir vertíðina: M.k. »Snyg« 528 lifrartunnur, M.k. »Kristjana« 454, M.k. »NjálI« 432 og Siglnesingur 205 tunnur. Sigln. er mótorlaus. Hjá þeim hæsta er mannahluturinn á tólfta hundrað krónur og hefur þetta því verið besta vertíð. Kirkjan. Messað á morgun kl. 5. Borg er komin til Austfjarða. Munið aö gjalddagi blaðssns var 1. þ. m.

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.