Fram


Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 2

Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 2
ÖO FRAM algers kæruleysjs fyrir erindi því, sem hann flutti fyrir 27 árum síð- an«. Hér er hvorki tími né rúm til þess að geta ítarlega um alt það, sem drepið er á í þessu hefti, enda hefir fyrs'tu greinanna (bls. 1—32), sem komu út í sérstöku smáhefti, verið áður að nokkru getið hér í blaðinu. Skal því aðeins stuttlega minst á fátt eitt, sem borið hefir fyrir sjónir við hraðan yfirlestur heftisins og þá fyrst bent á grein um sjávarútveginn, vöxt hans og viðgang á síðustu 27 árum. Höf. kveðst að eins vilja benda á helztu framkvæmdir sjávarbænda og annara sjávarútgerðarmanna til þess að gefa eins Ijóst yfirlit og unt er yfir síðustu 27 árin, svo að hægra verði fyrir þá, sem ekki hafa annarstaðar lesið sögu sjávarútvegs- ins, að sjá hve mikinn arð sjávar- útvegurinn hefir gelið af sér og hve miklu þjóðfélagið á og« má til hans kosta, án þess að hindra framför landbúnaðarins eða setja fjárhag þjóðfélagsins í hættn, eða á annan hátt hindra þess heilbrigðu framför og velmegun. — Höf. bygg- ir athuganir sínar á hagskýrslum þeim, sem gefnar eru út af Hag- stofu íslands í Rvík og segir þær auðsjáanl. samvizkusamlega samdar, þó að sumu leyti ófullkomnar og nokkuð á eftir tímanum, líklega vegna þess, að nákvæmar og full- komnar skýrslur hafa ekki fengist frá hlutaðeigendum í tíma. Samkv, þessu hefir þá verðhæð allra út- fluttra sjávarafurða á síðustu 27 ár- um numið hér um bil 3 4 9 m i 1- jónum króna, en 3 2 3 m i I j- ó n u m þegar arður af öllum hval- veiðum Norðmanna hér við land er frá dreginn. Um þetta segir svo höf., að það sé þrefalt hærri upp- hæð, en útfl. landafurðir á sama tímabili nema, en þess beri að gæta að til sjávarútvegsins hafi inenn kostað á 11 f a 11 meiru fé en til landbúnaðarins á sama tíma, og megi þar af ráða, að með jöfnum •tilkostnaði gæti landbúnaðurinn gef- in nærri þ r e f a 11 ineiri arð, en sjávarútvegurinn gefur, ef landbún- aðurinn væri jafnkappsamlega stund- aður. Með þessu kveðst höf. ekki vilja kasta rýrð á dugandi sjómenn og útgerðarmenn, heldur aðeins benda á þá hætlu, sem þjóðfélaginu sé búin, ef sjávarútvegurinn er látinn sitja fyrir lan()búnaðinum, eins og að öllu leyti væri hann arðvænlegri fyrir almhnning og endar hann svo greinina þannig: »Yfirstandandi fjárkreppa, sein svo mik- ið hefir verið rætt um, stafar eins og flest- ir vita af skuldum, áföllnum á síðustu árum, en skuldirnar stafa af óhagkvæmri verzlun og eyðslu landsmanna. Meira en helmingur allra skulda við útlönd kemur frá kaupstöðunum og meira en helming- ur allra kaupstaðaskulda kemur frá bæn- um Reykjavík, hinum svo nefnda höfuð- stað íslands, sem nú telur alt að 17. þús. íbúa, eða næstum einn fimta allra lands- búa, það er meira en 3falt fleiri en ekki meiri iðnaðar og framfarabær á að hafa og má hafa til þess að hann hafi arðvæn- lega atvinnu handa hverjuin íbúaogverði ekki þjóðfélaginu til byrði og niðurdreps. Til að lækka skuldirnar og fyrirbyggja atvinnuleysið er beinasti ogbesti vegnrinn sá, að fólk flytji sent framast er unt burt úr kaupstöðunuin út á landið, yrki það og láti það fæða sig og klæða, eigi að eins þangað til ríkisskuidin er afmáð, held- ur þar til kaupstaðirnir þarfnast fleira fólks og geta veitt því viðunanlega atvinnu og gott viðurværi, ei aðeins yfir sumartímann, heldur um alt árið. Paó verður ólíkt viss- ari vegur út úr vandræðunum, en alt gróða- braskið á eina hönd og öll jafnaðarmensk- an og byltingastefnan á hina«. Ferðir um Eyjafjörð fór höf. nokkrar síðastl. sumar, einkum í þeim tilgangi að athuga enn ná- kvæmar en hann enn þá hafði gert hvar helst væri líkur til að kalk- steinn fyndist, hvar helst mætti fá gnægtir af kúfskeljum og hvar hent- ast yrði að byggja kalkbrensluofna, enn fremur til að athuga nákvæm- ar orkulindir þær, sem Hörgárdalur og Fram-Eyjafjörður geyma. Skýrir höf. gjör frá þessu öllu í greininni. í r i t s j á getur höf. m. a. um merka bók, sem Fylki hafi borist og heitir Native Trees of C a n a d a (Kanadisk tré). Eru þar taldar upp ýmsar þarlendar trjáteg- undir og þeim lýst. Höf. segir, að í Alaska sé loftslag mjög líkt veðr- áttunni á íslandi, þó lítið eitt heit- ara á sumrum og sé það því það- an, sem helst ætti aó fá trjáfræ til reynslu hér. Bækur og bókmentir ræða um Eddu-útgáfur og fer höf. all- hörðum um þær — segir t. d. að í útgáfum Finns Jónssonar reki af- bakanir, ritviílur og málvillur hver aðra, svo að kvæðin verði enn tor- skildari en í fyrri útgáfum. Aðalgreinin í þessu hefti er Gestaþrautin í 2 þáttum. Fyrri’ þátturinn um r a f h i t u n í- búða á íslandi og hinn seinni uin h v í t u k o I i n á í s 1 a n d i. Hér eru ekki tök á því að geta greinar þessarar nákvæmlega, en eftir ítarlegar athuganir segist höf. hafa sýnt með óhrekjandi rökum, að kostnaður eidsneytis og Ijósmet- is nemi, þar sem nægileg hitun og nægilegt loffrými er, ca. 36 kr. á hvert nef á ári. En sé pössun og viðhald kolaofna og steinolíulampa metin til peninga og tímatöfin við þá pössun, t. d. 20 kr. á mann á ári. þá kosti eldsneyti, Ijósmeti og pössun um 56 kr. á mann á ári, þegar kol seljast á 25 kr. smálestin og steinolía á 10 au. pundið — að til að gefa gefa nægan hita í 50 ten-álna herbergi, jáfnvel í mestu aftökum og einnig til suðu, Ijósa og smáiðju nægi 1 kw. rafmagns á matin til jafnaðar. Geti því raf- magnið kept við kol og steinolíu til ofangreindra heimilisþaifa, þó seld við ofangreindu verði, ef kíló- wattið kostar ekki um árið meira en 56 kr. né hestaflið yfir 42 kr. — og að öll iíkindi séu til, að hér á íslandi hefði verið mögulegt, jafn- vel fyrir síðustu aldamót, að byggja raforkustöðvar svo ódýrt, að raf- magnið hefði getað kept við kol og annað eldsneyti til herbergjahit- unar og hefði ekki þurft að kosta yfir 36 kr. hvert kw. um árið eða 27 kr. hvert raforkuhestafl árlangt ef dugandi verkfræðingur og ósér- plægnir oddvitar hefðu haft verkið með höndum. Seinni þátt greinarinnar endar höf með þessum orðum: »Þegar öll vatnsorka landsins verður notuð, nfl. þær fjögur og hálf milj. túrb. ársh: o., þ. e. um 3 milj. ársh. o. rafmagns, sem hún getur framleitt, þá gildir hún á við 108 rnilj. kr. virði af kolum og stein- olíu á hverju ári, þó aflið sé notað að eins rúman helming ársins, en á við 140 milj. kr. virði af kolum og steinolíu, ef notuð eru til heimilisþarfa 9g iðnaðar, þó kol seljist á 25 kr. smálestin og stein- olía á 10 au. pnndið. Fetta gilda hvítu kolin á íslandi, séu þau alment notuð, svo lengi sem sólin skín og fljót falla til sjávar. Hreinn arður af orkunni yrði 45 til 60 milj. kr. á ári, þ. e. 5 prc. af 900 til 1200 milj. kr. höfuðstól. Fetta eru gull- kisturnar, sem vatnsföll íslands geyma fyr- ir þá, sem kunna að nota þau og bera gæfu til þess. Til þess þarf ekki stóriðn- að né útlent lánsfé. Það á að byrja með rafhítun, raflýsingu og smáiðjn í kaup- stöðum, þorpum og bygðum og koma henni á fyrir peningana, sem afurðir lands- ins gefa af sér«. H i 11 o g þ e 11 a eru smágrein- ar ýmislegs efnis. Rar á meðal grein um Einsteins kenninguna, sem fræg er orðin og gelið hefir verið hér í blaðinu áður. Virðist höf. ekki vera sérlega hrifinn af Einsteini þeim og ekki trúa honum fortakslaust segir m. a. að annan eins bita og þessar kenningar E^ séu, þurfi »kokvíða trúgirni« til að gleypa! Seinast í heftinu eru nokkur smá- kvæði eftir höf. þýdd og frumsam- in og gömul, afar dýrt kveðin, en þó lipur og létt þula eftir séra Por- lák Þórarinsson á Möðruvöllum í Hörgárdal. Heftið kostar 6 krónur og er vel þess vírði. B. j . íUt 'á u -m- ' ■ Símfregnir. Rvík 10. júní. Kosningabandalag Collins og de Valera hefir valdið vandræðum því það kom í bága við sáttmálann við Breta. Róstur og vígaferli í Belfast. Englendingar hafa sent herlið til Ulster og eru viðbúnir ófriði. Síð- ustu fregnir segja þó samkomulags- horfur er byggjast á því, að írar taki upp í grundvallarlög sín við- urkenningu á því, að frand sé inn- an vébanda bretska heimsveldisins. Ræstad, utanríkisráðherra Norð- manna fór frá völdum 31. maí vegna Spánarsamninganna og er nú búist við að Norðmenn nái samningum við Spánverja'með því móti að þeir lofi að kaupa x/2 miljón lítra af Spánarvíni árlega, með 14 til 20% áfengi. Zita Ungverjadrotning ekkja Karls keisara, krefst rikiserfða fyrir son sinn Otto. Horthy ríkisstjóri miðl- ar málum á þeim grundvelli að rfk- iserfðir sonar hennar verði viður- kendar. Lenin snögglega veikur. Radek og Litvinoff heim kvaddir og pró- fessor Klemperer, þýskur krabba- meinslæknir sóttur í flugvél. Scheidemann sýnt banatilræði. Bjarni prófastur Pálsson í Stein- Nr. 22 nesi andaðist þann 3. og Guðtn. prófastur Helgason þann 1. júnf. Rvfk 16. júní. Dr. Kapp, sá er byltingu kom á stað í Pýskalandi 1920 og hefir síð- an dvalið útlagi í Svíþjóð, en var nú kominn heim, er dáinn. Vilhjálmur Pýskalandskeisari er að skrifa endurminningar sínar og hefir selt amerísku félagi útgáfuréft- inn að þeim fyrir 250 þús. dollara. Pýska stjórnin hefir fengið loforð fyrir láni til ' greiðslu á 2ur fyrstu hernaðarskaðabótaafborgunum þ. á., en þær nema 50 miljónum gullmarka hvor. Austurríki er við það að verða gjaldþrota og hefir beðið stórveldin ásjár. Lenin er að hressast og býst við að geta tekið við stjórninni bráðl. Ver.slunarsamningurinn milli ítala og Rússa var feldur af sovjetstjórn- inni. Roald Amundsen er hættur við að sigla til heimskautsins, en ætlar í þess stað að fljúga það, frá Al- aska og til Cap Columbia og býst við að ferðin yfir heimskautið taki 15 kl.tíma. Breski visandaleiðangurinn, sem er að reyna að komast upp á Mont Everest, hefir komist 26800 feta hátt, en það er 2000 fetum hærra en nokkur maður hefir koinist áður. Bandaríkjamenn hafa í undirbún- ingi frumvörp um háa vermdartolla, en sendiherrar Breta og ítala hafa mótmælt og er búist við harðri rimmu og jafnvel talið líklegt að Bandaríkin muni láta undan síga. Frú Elisabet Sveinsdóttir ekkja Björns heit. ráðherra, létstásunnu- daginn var. Gengi ísl. peninga í Rvík. 26,50 miðað við sterlingspund og danska krónan 129. Vikan. Tíðin. Hægviðri og htýindi á sunnud. og rigndi að öðru hvoru. Mánud.nóttina gerði austan óveður og hríð til fjalla og varaði það við frani á mánudaginn en þá hægði og hefir síðan verið gott og hlýtt veður en rignt að öðru hvoru þar til á föstudag að gerði útvestan kuldastorm með regni og snjó í fjöll — Jörðin grær nú óð- um enda var mál komið. .1 Leiðréttirig. Fregnin sem birtist í síð&sta blaði að V.s. »Skírnir« rnundi hafa farist, hefir sem betur fer reynst tilhæfu- Iaus. — Vér höfðum fregnina eftir skipum sem koniu að vestan og töldum hana þvi ábyggilega, en skeyti komu engin til blaðs- ins siðash — f>ótt blaðinu falli illa yfirleitt að afturkalla fregnir sem það flytur vegna óáreiðanlegleika þeirra, þá er því þó í þessu tilfelli óblandin ánægja að gjöra það, og það hefði hjartans fegið viljað hafa ástæðu til að afturkalla fleiri af slysa- fregnunum. Skipakomur. E.s. »Ooðafoss« kom á sunnudaginn að austan og fór á mánud. héðan til Skagafjarðar og vestur og suður. Hann hafði talsvert af vörum til kauptn; hér. Með skipinu var fjöldi farþega, þar á meðal þingmenn kjördænrisins o. fl. V.s. »Sjösíjarnan« kom hingað á mánud. frá Akureyri og fór til baka. Hafði full- fermi af fólki og flutningi. Þingmennirnir fóru með henni heimleiðis aftur. t

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.