Fram


Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 3

Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 3
Nr. 22 FRAM 81 Nauðungaruppboð. Samkvæmt ráðstöfun skiftafundar í þrotabúi Hans Söbstad verður opinbert nauðungarupp- boð haldið á ýmsum lausafjármunum tilheyrandi þrotabúinu og fjárnám hefir áður verið gert í. Meðal annars verður þar seld nót eða nótarhiuti, vantavír, lóðabelgir, 50 stokkar uppsettar lóðir, tóm olíuföt, færi o. fl. Gjaldfrestur verður veitt- ur skilvísum kaupendum, sem uppboðshaldari þekkir, til 5. sept. n. k. Uppboðið hefst þriðjtidaginn 27. þ. m. kl. 1 e. h. við hús fyrrum H. Söbstads. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstað?r 16. júní 1922. G. Hannesson. E.s. »Sirius« kom og fór héðan á þriðju- dag. Hafði mikið af vörum meðferðis hingað og fjölda farþega. Þar á meðal Jóhannes Jónsson lækisnetna héðan ogjón Loftsson Slétthlíðing sem ætlar að versla hér í sumar. Leiðarþing héldu þingmenn okkarog Eyfirðinga hér á mánud. kl. 4 s. d. í>Bíó< en ekki var það fyrir fullu húsi að sögn, — t*ar var flest 21 sála og alt niður í 5 en lengi 13. Það er hálf kynlegt að þingmennirnir skyldu ekki tilkynna kotnu sína með ofur- litlum fyrirvara, því það var þeim innan- handa, en varla von að fundir verði sóttir að ráði þegar fólki er hóað saman svona fyrirvaralaust mitt í mesta annríkinu. — Annars er nú skaðinn bættur, því blöðin hafa fært og færa almenningi þingfréttirn- ar og afstöðu þingmannanna kynnumst vér af þingtíðindunum þegar þau koma. íslands banki ætlar að hafa hér útibú i sumar og tekur það bráðum til starfa. Hann hefir leigt neðri hæð íslands- félagshússins fyrir útibúið. Mokfiski hefir verið á alla vélbát- ana undantekningarlaust, síðan róðrarnir byrjuðu og þar til tvo síðustu dágana að það hefir verið nokkru minna og misjafn- ara. Altaf hefir verið haldið áfram dag og nótt að sækja auðinn í gullkistu Siglu- fjarðar, sjóinn, og hefir verið ánægjuleg sjón fyrir oss »landkrabbana« að sjá bát- ana koma drekkhlaðna hvern eftir annan. Þeir hafa aflað frá 3 og alt upp í 11 þ ú s. p d. í róðri. Vér munum eigi svona jafn- an og mikinn afla áður nema vorið 1910. Hryggilegt slys. Lítill drengur 4 ára gamall, Kristinn, sonur Agústar vél- stjóra Hreggviðssonar og fóstursonur Tyn- eshjónanna, féll út af bryggju á sunnu- daginn og druknaði. Hann hafði verið heima lítilli stundu áðttr en hann fannst örendur á floti franian við Eyrina. Föður hans, seill misti konn sína fyrir jtæpu ári, er mikill hartnur kveðinn með þessusorg- lega slysi, og eigi siður fósturforeldrunum sem unnti drengnum jafnt og hann væri þeirra eigið barn. Sjá eigi yfirvöld bæjaritis sér fært að skylda eigendur sildarpallanna til þess að byrg)3 götin á þeim sem eru hættuleg bæði börnum og fullorðnum, og að skylda þá til þess að girða um og loka pöllum og bryggjum þann tíma sem söltunarplássin eru auð og ónotuð. — Það er t. d. alveg ófært að söltunarpláss Vedins sé látið standa óátalið og óviðgert eins og það er nú, því það er full hættulegt fullorðnum auk heldur börnum og gegnir mestu furðtt að fleiri slys hafa ekki orðið bæði þar og annarstaðar á pöllunum. Ef þessi leið eigi álítst fær, þá verður bæriun að bæta úr þvt brýnasta í þessu efni, því líf barna vorra er oss of dýrmætt til þess að vér getum horft í nokkrar kn af bæjarfé til að bæta götin. Jarðarföriu fór fram í gær og vottuðu bæjarbúar hluttekningu sína með mjög fjölmennri líkfylgd. / Erlendur Pálsson verslunarstjóri á Hofsós létst 10. þ. m. Jarðarförin fer fram í dag. Hans verðnr nánar getið síðar. Ferðamenn. Sra. Haraldur Níelsson prófessor, var með »Sirius« og ætlaði að halda hér fyrirlestur um sálartannsóknir og sýna skuggamyndir til skýringar, en vannst ékki tími til þess því skipið stóð svo stutt við. Þótti fólki hér þetta leitt, því flestum Siglfirðingum er efnið mikil nýlunda, og mjög er látið af prófessornum sem fyrir- lesara. Fyrir tilmæli margra bæjarbúa, ætl- ar prófessorinn að koma hingað aftur í næstu viku og bæta okkur upp vonbrigðin. ÓlafurFriðriksson rifstjóri var með Goða- foss á fyrirlestraferð kringum landið. Ekki hélt hann neinn fyrirlestur hér, — hefir líklega litist jarðvegur hér ófrjór, en áAk- ureyri hélt hann fyrirlestur. F u g 1 a f 1 i óvanalega góður við Drang- ey, og fiskafli byrjaður þar lika en iítið um beitu. 1 Skemtiferð fór E.s. »Surna« til Haga- nesvíkur á sunnudaginn á kostnað eigand- ans. Var fjöldi fólks með endurgjaldslaust og ferðin hin ánægjulegasta bæði hvað veður og viðbúð alla snerti. Sauðárkrókur heldur 50 ára afmæli sitt setn löggylts verslunarstaðar í dag. — Hann fékk löggyldingu 14. júní 1872; en hefir slegið afmælinu saman við afmæli þjóðhetjunnar okkar frægu, Jóns Sigurðs- sonar, og er það vel til fallið. — Þar er mikið um dýrðir og margt til gleðiauka, og er það að vonuni, því að Sauðárkrókur er nú orðinn blómlegt kauptún og þeim kær Skagfirðingum. Munu bæði íbúarnir og bændur héraðsins fátt til spara að gjöra afmælisfagnaðinn setn veglegastan. »Fram« færir afmælisbarninu bestu hamingjuóskir, fytir sína, Siglufjarðarbæjar og ritstjórans hönd. Kartöflur og Lauk best að kaupa í verslun Sig. Kristjánssonar. Allir sem fengu lánaðar eldavélar eða ofna hjá S. Goos síðastl. liaust, skili þeim tafarlaust. Hannes Jónasson. Matvörur allskonar Vefnaðarvara Leirvara Skófatnaður Kryddvörur allsk. o. m. fl. nykomið í verslun Sig. Kristjánssonar. Nýja skóverkstæðið Aðalgötu 6. Allar aðgeiðir á skóm og stígvélum fljótt og vel af hendi leistar. Sanngjarnt verð. Sundmaga þurkaða og vel verkaða kaupir Sophus A. Blöndal. 142 vissu líka allir, sem til hans þektu, að þess háttar sigurvinning- ar breyttu í engu daglegri framkomu hans. Haraldur Mornington sat í djúpum hugsunum þetta kvöld: Honum var annars ekki tamt að hugsa til liðinna tíma, en nú varð honum það, lagði dagblaðið frá sér og hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum. Honum komu í hug fyrstu æsku^r sín í litla þorpinu, Það vor einu sæludagarnir, sem hann hafði lifað — áður en hann komst á snoðir um hneisu móður sinnár og ætt- erni sjálfs sín. Hann mundi óglögt eftir móður sinni og hinu þunglyndisiega yfirbragði hennar, er bar menjar ógæfu þeirrar, sem hún hafði ra^ð í og liann var of ungur til að skilja. Hann minist þess hörmungardags, þegar litla húsið þeirra fyltist af dökk-klæddum mönnum og honum var sagt, að nú fengi hann aldrei að sjá móður sína framar. Hann mintist einnig uppvaxtar- áranna, hins gamla málfærslumanns, sem nú var löngu dáinn og kominn undir græna torfu og hins minnisstæða dags þegarhon- um var sagður helber sannleikurinn. Hann mundi, að þann dag hafði hann séð andlit móður sinnar afmyndast af sorg og greinju og heyrt hana formæla Morningtons nafninu. Honum kom í hug eiðurinn, sem hann hafði svarið, að hefna sinnar eigin svívirðu og móður sinnar gtimmilega á Morn- ingtonunum. Hann hugsaði til þess, hversu hann hefði varið al- eigu sinni til þess að kosta veru sína við háskólann, þar sem hann hitti Harald Mornington og leitaði vinfengis hans. Hann hugsaði til furuviðarkofans vestur í Kanada, þar sem sá varð að hyrast, er hann ofsótti á allar lundir og honum var sem hann sæi hann sitjandi við eldstóna, hokinn og hríðskjálfandi í frost grimdinni, náfölan og tekinn til augnanna af hvers konar sorg og armæðu og honum fanst hann heyia þyt vetrarstormsins í toppum furutrjánna, eins og hann hafði svo margoft heyrt áður á tíðum, , I^egar hér var komið hugleiðingum hans, hrökk hann upp 139 þér auðsýnt honum alla þá ást, seni þér báruð til hans í huga yðar?« Eva var með grátstaf í hálsinnm og gat engu orði komið upp. Hún fleygði sér á leg'ubekkinn, hé;t klút fyrir augun og kjökraði. Það var Vicars nægilegt svar og gekk liann ekki fastar að hen/ii. »Fyrirgefið þér,« sagði hann þýðlega. »Eg held, að eg hafi gert yður hrædda með ákafanum í mér. þeriið þér nú augun og eg ætlaði líka að biðja yður bónar, áður en gestirnir koma.« Hún reis á fætur, lézt vera hálíreið, en fórst það fremur ó- höndulega. »Eg hefi sagt yður, að eg hefði átt dóttur, sem var svipuð yður,« sagði liann, »en eg á enga mynd af henni. Viljið þér nú gefa mér eina mynd af yður, svo að eg geti hugsað um hana og yður þegar eg lít á myndina?* s-þér skuluð fá eina,« svaraði Eva, tók mynd úr ljósmynda- bókinni og fékk honum. Hann stakk henni í vasa sinn og þakk- aði henni. »Komið þér aldrei ti! Englands aftur herra Vicars?« spurði hún. »Nei aldrei,« svaraði hann. 1 • »Má eg spyrja yður að einu, herra Vicars?« Hann játti því, en þó hálf nauðugur. »rjað er kannske tóm ímyndun, en mér finst eg hálfkannast við yður. Hefi eg nokkurn tima séð yður aður, t. d. þegar eg var í barnæsku?* »Við höfum sézt í fyrsta skifti í húsum föður yðar,« svar- aði liann alvarlega. »Mig langaði alt af til að sjá yður hennar vegna, og nú þegar eg er búinn að sjá yður, þá mun mér oft verða hugsað til yðar, sjálfrar yðar vegna-.« Nú heyrðist til margra vagna, sem voru að koma. Eva gekk fram að dyrunum, en um leið og hún gekk fram hjá Vicars, laut

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.